Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 23
Fréttir | 23Helgarblað 15.–17. apríl 2011 Dagana 12. 13. 16. og 17. maí verða haldin inntökupróf við Tónlistarskóla FÍH. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu skólans www.fih.is/sk Umsóknarfrestur er til 26. apríl. Án FÍH skólans væri ég ekki nýbúinn að spila á Iceland Airwaves hátíðinni í fimmta sinn, gefa út plötu, spila með hljómsveit sem tilnefnd var til þrennra tónlistarverðlauna 2011, fara í tónleikaferðir til útlanda og fá að kynnast og spila með frábæru tónlistarfólki. - Vignir Rafn Hilmarsson, Agent Fresco Til hamingju með afmælið, elskulegi skóli! Rauðagerði 27 hýsir menntastofnun á háu kaliberi. Takk fyrir að kynna okkur fyrir mýgrút hæfileikaríks og skemmtilegs fólks, sem og hver öðrum. - Moses Hightower; Andri, Danni, Maggi og Steini Til hamingju Tónlistarskóli FÍH. Ég er þakklátur fyrir öll tækifærin sem námið í FÍH gaf mér. - Einar Scheving, tónlistarmaður Hamingjuóskir og þúsund þakkir. - Ómar Guðjónsson, stoltur FÍH-maður TÓNliSTARSkÓli FÍH 30 áRA www.fih.is Þegar ég hóf nám við Tónlistarskóla FÍH 16 ára gamall hófst tónlistarmenntun mín fyrir alvöru. Ég væri ekki þar sem ég er í dag ef ég hefði ekki verið svo heppinn að geta stundað nám við þennan frábæra og nauðsynlega skóla. - Haukur Gröndal, tónlistarmaður Um 240 dátar úr þýska sjóhernum eru staddir í Reykjavík þessa dagana, þar af eru um tíu konur. Manuel Pauly, einn yfirmanna á skipinu Brander- burg, sem er eitt þriggja herskipa sem liggja nú við Skarfabakka í Sunda- höfn, segir að um þessar mundir sé verið að leyfa ungum yfirmannsefn- um að kynnast lífinu á herskipum áður en þeir hefja nám í háskóla. Vopn á þilfari Blaðamaður og ljósmyndari DV fengu að fara um borð í eitt skipið og skoða aðstæður. Þar tóku prúðbún- ir menn á móti þeim á þilfari skips- ins sem allir báru handbyssur í slíðr- um. Að sögn Paulys bera aðeins þeir sem eru á vakt á þilfari vopn, en þeir verða ávallt að vera viðbúnir árás. „Jafnvel þó að við gerum ekki ráð fyr- ir að verða fyrir árás í Reykjavík,“ seg- ir Pauly og hlær. Skipið er ávallt reiðubúið til bar- daga en ekki hefur komið til þess. Það er þó algengt að skipið fari í sérstök verkefni sem snúa meðal annars að því að verja höf þar sem sjórán eru al- geng „Við höfum tvisvar tekið þátt al- þjóðlegri áætlun um að vernda skip á ferðum á hafsvæðum við Afríku fyr- ir sjóræningjum,“ segir Pauly. „Þar þurftum við ekki að berjast beint við sjóræningja en okkar reynsla er sú að þeir henda vopnum í sjóinn ef þeir verða varir við herskip. Við fórum þó um borð í nokkra báta til að leita að vopnum og yfirheyrðum þá sem við grunuðum að væru sjóræningjar.“ Sjóræningjar ættu þó ekki roð í þýska flotann. Skipið er hlaðið tundurdufl- um, og skotvopnum til að verjast árás- um á sjó og frá landi. Diskókúla niðri í lest Skipið er byggt árið 1994 en notast er við gamaldags töflu með teiknibólum og merkimiðum til að sjá hverjir eru á vakt hverju sinni. Ekki fer mikið fyrir hátækni. Í setustofu má sjá diskókúlu og bar með bjórkrönum og aðspurð- ur hvort oft væri fjör um borð svarar Pauly því svo að „það kæmi fyrir að diskóljósin væru sett í gang og spiluð væri diskótónlist. Og auðvitað erum við með bjór á krana. Við erum nú einu sinni Þjóðverjar!“ Þrátt fyrir það þá viðurkennir Pauly að það ríki tals- verður agi um borð þegar skipsverj- ar eru á vakt. Dátarnir fá frí á meðan skipið er í höfn og munu einhverjir ætla að bregða sér í bæinn og skoða mannlífið. Pauly segir að flestir noti þó tímann til að hvíla sig þar sem líf- ið um borð einkennist af mikilli vinnu og löngum vöktum. Áhugasömum er velkomið að skoða skipin í Sundahöfn á laugar- daginn á milli klukkan 13.00 og 16.00. „Auðvitað erum við með bjór á krana. Við erum nú einu sinni Þjóðverjar! Verjast sjóræningjum n 240 dátar úr þýska flotanum á landinu n Herskipið skartar bæði diskókúlu og tundurduflum n Verjast sjóræningjum við Afríku Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Á sjó Manuel Pauly, einn yfirmanna á þýska herskipinu Branderburg sem liggur við bryggju í Sundahöfn. mynD Sigtryggur Ari Friðarsinninn Jón Gnarr „Ég er friðarsinni og á móti hernaði í hvaða mynd sem er,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri en greint var frá því á Vísi á fimmtudaginn að hann hefði ekki áhuga á að taka á móti yfirmönnum af herskipi þýska flotans sem liggur nú við Skarfa- bakka í Sundahöfn. „Ég lít ekki svo á að í því felist einhver óvirðing við þetta fólk sem er hér í heimsókn núna. Ég vil ein- faldlega ekki tengjast hernaðarbrölti. Það er einlæg skoðun mín að Reykjavík eigi að vera borg friðarins. Íslendingar eiga að sýna það í verki að við erum herlaus þjóð. Við eigum ætíð að tala fyrir friði og mótmæla stríði manna á milli,“ segir Jón í yfirlýsingu sem barst nú fyrir stundu. Borgarstjóri hefur enn- fremur lagt til að herflug- vélar fái ekki að lenda á Reykjavíkurflugvelli nema þær séu að sinna hjálpar- eða björgunarstarfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.