Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Side 46
46 | Lífsstíll 15.–17. apríl 2011 Helgarblað
Þeir sem taka lýsi daglega draga úr hættu á alvarlegum geðsjúkdómum:
Undramáttur lýsis
Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa
til kynna að þriggja mánaða lýsis
kúr sé jafn áhrifaríkur og sterkustu
geðlyf og lýsi dragi úr tíðni geðsjúk
dóma eins og geðklofa um 25 pró
sent. Áhrifin stafi af ómega3 fitusýr
unum í lýsinu sem vitað sé að hafi
góð áhrif á hjarta og heila manna.
Niðurstöðurnar byggja á rann
sókn sem náði til 80 einstaklinga
sem taldir eru í sérlegri áhættu
vegna fjölskyldusögu um geðklofa
og aðra geðsjúkdóma. Helmingur
hópsins fékk lýsi en aðrir duft án
nokkurrar virkni. Í ljós kom að mun
færri í lýsishópnum urðu veikir en í
hópnum sem fékk duftið.
Vísindamennirnir staðhæfa út
frá rannsókninni að þeir sem taka
lýsi daglega geti bætt geðheilsu
sína og dregið úr hættu á alvar
legum geðsjúkdómum með því að
taka eina lýsistöflu á dag. Niður
stöðurnar sýni að meðferð með lýsi
geti komið í veg fyrir eða að minnsta
kosti seinkað geðtruflunum. Þeir
telja það að auki mikinn kost að lýsi
hefur engar aukaverkanir eins og
geðlyf. Þvert á móti breyta ómega3
fitusýrur taugavirkni í heilanum til
góðs.
Lýsi hefur verið notað á Íslandi til
heilsubótar í áratugi og margir hafa
á því tröllatrú. Það inniheldur mikil
væg efni eins og A og Dvítamín en
einnig ómega3 fitusýrur. Ómega3
fjölómettaðar fitusýrur eru mikil
vægar í uppbyggingu frumuhimna
og eru hvarfefni fyrir efni sem kall
ast eikósanóíðar. Eikósanóíðar eru
mikilvæg efni sem hafa áhrif á ýmsa
ferla í líkamanum svo sem í sam
bandi við viðnám æða, það hvernig
sár gróa og bólguviðbrögð.
Grænt te í hófi
Eftir að grænt te fór að verða vinsælt
vegna jákvæðrar verkunar þess á lík
amsstarfsemina hafa æ fleiri notað
ýmis fæðubótarefni sem innihalda virk
efni úr grænu tei. Grænt te á að geta
dregið úr líkum á hjarta og æðasjúk
dómum og myndun ýmissa krabba
meina. Það er hins vegar ástæða til
þess að vara fólk við því að í þessum
efnum getur verið mun meira magn af
virkum efnum en í hefðbundnum te
bolla. Ofneysla slíkra efna getur valdið
skaða og tilkynnt hefur verið um ein
staklinga þar sem alvarlegar breyting
ar á lifrarstarfsemi hafa verið raktar til
neyslu á vörum úr grænu tei.
Natalie syndir
á hverjum degi
Natalie Portman er ávallt í góðu
formi og leggur hart að sér í rækt
inni. Hún heldur tryggð við sundið
til að halda heilsu og úthaldi með
an hún er með barni en meðan hún
kom sér í form fyrir The Black Swan
synti hún í meira en klukkustund
á hverjum degi. Nú tekur hún því
aðeins rólegar og segist halda að
barninu líði jafn vel og henni með
an hún er í sundlauginni.
Uppáhaldsæfing
Heidi Klum
Heidi Klum er margra barna móðir í
fantaformi. Hún er með réttu genin
og hefur starfað sem háleggjuð fyrir
sæta árum saman. Hún stundar þó
stífa heilsurækt og hefur kynnt þjálf
unarprógramm sitt víða um heim.
Ein uppáhaldsæfing hennar er ball
ettstaða sem kallast „plie“.
Plié – Beygjur með kálfalyftum
Vöðvar: Rass, mjaðmir og kálfar
Tími: 1 mínúta
Stattu með axlabreidd á milli fóta. Tær
ættu að snúa út í 45 gráður frá líkamanum.
Beygðu þig niður eins og þú ætlir að setjast
á hækjur þér. Láttu rassinn standa út í loftið
þegar þú beygir þig og láttu líkamsþungann
hvíla á hælunum. Þegar þú ert komin niður í
beygjuna tekurðu þungann af hælunum og
rennir þér upp á tábergið. Setur svo hælana
aftur í gólfið og spennir innri lærvöðva og
rassvöðva áður en þú réttir úr þér aftur.
Passaðu upp á hné og neðra bak þegar þú
gerir þessa æfingu. Ef þig verkjar í mjóbakið
ertu ekki að spenna magavöðvana nægilega
vel í æfingunni. Þessa æfingu er hægt að gera
með öðrum eins og sést á myndinni.
Lýsi Ómega-3 fitusýrur
í lýsi hafa jákvæð áhrif á
starfsemi heilans.
Ég er hæstánægð og spennt og þetta er gott tækifæri fyrir mig sem atvinnumann,“ segir Annie
Mist Þórisdóttir, nýtt andlit Reebok
og atvinnumaður í CrossFit.
Anni Mist er aðeins 21 árs en er
mikil afrekskona í íþróttum. Hún
skrifaði nýlega undir samning við hið
heimsþekkta íþróttamerki Reebok
í Bandaríkjunum. Fyrirtækið ætl
ar í sérstakt samstarf við CrossFit.
Ástæðan er vinsældir þessa æfinga
kerfis um allan heim. „CrossFitkerf
ið eykur bæði styrk og þol og byggir
einnig á hinum ýmsu æfingum eins
og hlaupi, ólympískum lyftingum,
ketilbjölluæfingum, fimleikum og
fleira. Það er fyrir alla, það er alveg
sama hvert líkamlegt ástand þitt er
eða geta, þú getur hafið æfingar. Þú
getur æft á líkamsræktarstöð, heima
eða úti við,“ segir Annie Mist frá. „Að
auki eru markmiðin mjög heilbrigð,
þau felast í auknu úthaldi og styrk og
því að koma innri starfsemi líkamans
í lag. Í CrossFit er enginn að horfa á
vigtina,“ segir Annie og hlær.
Borðar 6 egg í morgunverð
Reebok vinnur nú að því að hanna
nýja skó og fatalínu með Annie og
öðrum CrossFitiðkendum og verð
ur línan hönnuð sérstaklega með
CrossFit í huga. Annie Mist fær borg
uð laun á ársgrundvelli, kemur fram
í auglýsingum á vegum fyrirtækis
ins og fær að taka þátt í hönnunar
ferlinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins
fagna því að fá svo flotta íþróttakonu
til liðs við sig en Annie Mist á lang
an íþróttaferil að baki sem nýtist
henni vel til framúrskarandi árang
urs í CrossFitíþróttinni. Hún æfði
fimleika með Gerplu, stangarstökk
og BootCamp áður en hún ákvað að
leggja fyrir sig CrossFit fyrir tveim
ur árum. Hún leggur hart að sér á
hverjum degi, æfir 11 sinnum í viku,
tvisvar á dag, og gætir að því að borða
fæðu sem uppfyllir orkuþörf hennar.
En hvað skyldi hún fá sér í morg
unverð? „Ég fæ mér sex eggja omme
lettu með haframjöli, tvö heil egg og
fjögur bara með hvítunni. Svo fæ ég
mér möndlur líka til þess að fá góða
fitu.“
Annie Mist Þórisdóttir er nýtt andlit Reebook, hún
er atvinnumaður og þjálfari í CrossFit og segir lesend-
um DV frá íþróttinni og hvernig má ná góðum árangri
með markvissum æfingum. Annie Mist hefur náð langt
í íþróttinni þrátt fyrir ungan aldur, hún er aðeins 21 árs
og lenti í öðru sæti á heimsleikum CrossFit í fyrra.
Íslensk afrekskona er
nýtt andlit Reebok
Hvað er CrossFit?
Markmið CrossFit er að auka lífsgæði og heilsu. Kerfið er hannað þannig að hægt er að
aðlaga það getu allra, óháð líkamlegri færni, og er því tilvalið fyrir hvern sem er. Sömu
æfingar eru gerðar af eldri borgurum og afreksíþróttamönnum, en lagaðar að getu og
líkamsástandi hvers og eins. Þeir sem æfa CrossFit eiga að borða það sem gagnast
þeim en sleppa óþarfa. Þegar búið er að ná tökum á æfingunum má æfa hvar sem er –
heima, úti eða á líkamsræktarstöð. Æfingarnar eru kröftugar, stuttar og árangursríkar.
Lykilatriði
n Borðaðu magurt kjöt, fisk, grænmeti, ávexti og hnetur
n Taktu lýsi og ómega-fiskiolíu
n Korn- og mjólkurvörur í lágmarki og enginn viðbættir sykur
n Borðaðu hóflega 5–6 sinnum á dag
n Gerðu fjölbreyttar æfingar 5–6 sinnum í viku
n Gerðu styrktar-, liðleika-, þol- og þrekæfingar
– ekki festast í rútínu.
Góð ráð
n Nartaðu í möndlur yfir daginn eins og Annie Mist, úr þeim færðu úrvals fitu.
n Fáðu þér úrvals morgunmat og sjáðu til þess að orkuþörfinni sé fullnægt. Annie Mist
fær sér ommelettu með haframjöli.
Flott afrekskona og nýtt
andlit Reebook Annie Mist
Þórisdóttir er á mikilli uppleið í
atvinnuheimi CrossFit-íþróttar-
innar sem verðu æ vinsælli um
heim allan. Mynd sigtRyggUR ARi