Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2011, Síða 50
50 | Lífsstíll 15.–17. apríl 2011 Helgarblað E f þú ætlar að eyða einni nótt með kvenmanni án nokkurra skuldbindinga eru nokkrir hlutir sem þú verður að hafa í huga. Þú mátt ekki gefa til kynna að nóttin hafi meiri meiningu en hún hefur í raun og veru en þú mátt samt ekki vera dónalegur. Hér á eftir koma fjórar lykilreglur til að hafa í huga við einnar nætur gaman án þess að skilja einhvern eftir með kramið hjarta. Ekki senda röng skilaboð Þú vilt ekki skilja eftir þig slóð af kon- um sem þú hefur farið illa með. Aug- ljóslega segirðu ekki „ég elska þig“ við kvenmann nema að meina það. Það er samt miklu fleira sem þú mátt ekki segja eða gera. Slík skilaboð fela í sér að skyndikynnin hafi meiri þýð- ingu fyrir þig en þau hafa í raun og veru. Það þarf að vera ljóst frá fyrstu stundu hversu mikla þýðingu nóttin hefur fyrir þig áður en nokkuð ger- ist. Meðal þess sem þú skalt forðast er að skipuleggja hvað þið ætlið að gera morguninn eftir og útbúa fyrir hana dýrindis morgunverð, það er að segja ef þú vilt ekki neitt meira en eina nótt. Gerðu þetta skemmtilegt Þó að þú eyðir nóttinni með kven- manni þýðir það ekki að þú mun- ir stunda kynlíf í átta tíma. Passaðu þig að gera eitthvað skemmtilegt – annað en að stunda kynlíf – með henni sem þið njótið bæði. Horfðu með henni á góða kvikmynd eða tal- aðu við hana um lífið og tilveruna á meðan þið fáið ykkur rauðvín eða bjór. Ef þú ætlar bara að eyða nótt- inni passaðu þig þá að ræða ekki of mikið um æskuárin eða hvar þið ól- ust upp. Haltu umræðuefninu léttu og skemmtilegu með hæfilega miklu magni af daðri. Passaðu þig á að verða samt ekki kjánalegur og ganga of langt. Haltu sumu fyrir sjálfan þig Ef fagur kvenmaður býður þér heim með sér þegar þú átt ekki endilega von á því, passaðu þig þá á því að falla ekki í þá gryfju að tala enda- laust um sjálfan þig. Um leið og þú tekur eftir því að þú ert farinn að tala um þig stoppaðu þá strax. Það nennir enginn kona að hlusta á þig tala um sjálfan þig klukkutím- um saman ef hún er að bjóða þér óvænt heim. Leyfðu henni frekar að tala. Það skemmir heldur ekki fyr- ir að hafa smá dulúð. Þú mátt samt ekki ganga of langt og segja henni ekkert um þig. Þú verður að finna milliveginn því engin kona eyðir nóttinni með manni sem hún veit akkúrat ekkert um. Hafðu afsökun fyrir því að fara Þó að þú hafir gert henni það ljóst að þú viljir ekki meira en eina nótt er aulalegt að fara morguninn eftir án þess að hafa neina afsökun fyrir því. Láttu hana vita áður en þið eyðið nóttinni saman að þú farir morgun- inn eftir til að gera eitthvað ákveð- ið. Það er í rauninni sama hvað þú ætlar að gera, þú verður bara að geta sagt henni eitthvað. Þú getur sagst þurfa að mæta í vinnuna, sækja vin þinn eitthvert eða að þú hafir gert plön með fjölskyldunni þinni. Pass- aðu þig þó á því að ljúga ekki að henni. Það sem þú segist ætla að fara að gera þarftu þá að gera. RegluR einnaR nætuR gamans n Fjórar lykilreglur til að hafa í huga ef þú ætlar að eiga einnar nætur gaman n Ekki senda röng skilaboð eða tala of mikið um sjálfan þig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.