Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað Eiður Smári Guðjohnsen fótbolta- maður og meðfjárfestar hans í Knatt- spyrnuakademíunni í Kópavogi voru í sjálfskuldarábyrgðum fyrir lánum sem tekin voru í tengslum við fjár- festingu þeirra í Knattspyrnuaka- demíunni í Kópavogi árið 2005. Þetta herma traustar heimildir DV. Ætlun fjárfestanna var að byggja upp heil- mikla íþróttaaðstöðu í Vallakór í Kópavogi og fengu þeir til þess lán frá Landsbankanum sem stóðu í um 1.700 milljónum í lok árs 2009. Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í apríl í fyrra þurfti Kópavogsbær að kaupa íþróttaaðstöðuna aftur af fjár- festunum fyrir 1.600 milljónir króna þar sem kreppti að hjá fjárfestunum eftir íslenska efnahagshrunið. Heild- arskuldbindingar bæjarins vegna íþróttamannvirkjanna fóru með þessu frá því að vera á bilinu 700 til 800 milljónir króna upp í á þriðja milljarð króna. Eigendur Knattspyrnuakademí- unnar voru Eiður Smári, faðir hans Arnór Guðjohnsen, Guðni Bergs- son, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, en allir eru þeir lands- þekktir vegna aðkomu sinnar að knattspyrnu íþróttinni. Hagstæðara fyrir bæinn Knattspyrnuakademía Íslands hafði gert samstarfssamning við Kópa- vogsbæ árið 2005 sem fólst í því að akademían byggði íþróttaaðstöðu í Vallakór í Kópavogi og leigði bænum síðan afnot af henni. Meðal þess sem gert var ráð fyrir að eigendur Knatt- spyrnuakademíunnar myndu byggja á svæðinu voru íþróttahús, sundlaug, fjölnota knattspyrnu- og sýningar- hús þar sem átti að vera keppnisað- staða fyrir knattspyrnu auk þriggja fótboltavalla utandyra. Bærinn ætl- aði að leigja íþróttaaðstöðuna til 25 ára samkvæmt upprunalegu sam- komulagi. Forsvarsmenn Kópavogs- bæjar töldu að hagstæðara væri fyrir bæinn að gera slíkan samning við Knattspyrnuakademíuna frekar en að byggja íþróttamannvirkin sjálfir og eiga þau til framtíðar. Þetta gekk hins vegar ekki eftir. Rætt um yfirtöku á sjálfskuldar ábyrgðum Hrunið setti strik í reikninginnn eins og áður segir og hófust viðræð- ur um yfirtökuna á milli fjárfestanna og Kópavogsbæjar um haustið 2009. Meðal þess sem kom fram í ársreikn- ingi eignarhaldsfélagsins sem stofn- að var utan um fjárfestingu fimm- menninganna var að félagið hefði átt að greiða rúmlega 600 milljónir af 1.700 milljóna skuldum sínum í fyrra. Ætla má að þetta hafi verið fé- laginu ofviða. Ofan á þetta bættust áðurnefndar sjálfskuldarábyrgðir fjárfestanna en meðal þess sem mun hafa komið til umræðu við sölu á íþróttamannvirkj- unum til Kópavogsbæjar var hvort Nýi Landsbankinn gæti tekið yfir sjálfskuldarábyrgðir hluthafanna án samþykkis þeirra, samkvæmt heim- ildum DV. Skeggrætt um kaupverð Nýi Landsbankinn átti veð í hluta íþróttaaðstöðunnar fyrir að minnsta kosti 820 milljónir króna og hefði því getað tekið hana yfir ef eignar- haldsfélag fjárfestanna hefði ekki getað staðið í skilum. Slíkt hefði hins vegar ekki verið mjög hagstætt fyrir bankann því þá hefði hann setið uppi með íþróttaaðstöðu sem hann hefði þurft að koma í verð. Óvíst er að áhugasamir kaupendur hefðu verið fyrir hendi. Því var brugðið á það ráð að Kópavogsbær keypti íþróttaaðstöð- una af fimmmenningunum fyrir um 1.600 milljónir króna. Heim- ildir DV herma að eigendur Knatt- spyrnuakademíunnar hafi skegg- rætt verðið við bæinn en upphaflega vildi bærinn greiða 1.500 milljónir fyrir íþróttaaðstöðuna. Fjárfestarnir töldu sig hins vegar geta fengið 1.650 milljónir króna. 1.600 milljónir var svo endanlegt kaupverð. Fyrir vikið gátu fjárfestarnir grynnkað á skuld- um eignarhaldsfélags síns við bank- ann og væntanlega losnað undan sjálfskuldarábyrgðunum við Lands- bankann. „Fjárfestarnir töldu sig hins vegar geta fengið 1.650 milljónir króna. Eiður var í sjálfs- skuldarábyrgð n Eigendur Knattspyrnuakademíunnar voru í sjálfskuldarábyrgðum n Rætt var að Nýi Landsbankinn myndi losa þá undan ábyrgðunum án þeirra samþykkis n Kópavogsbær keypti íþróttaaðstöðuna á endanum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Dýrkeypt fjárfesting Fjárfesting Eiðs Smára og viðskiptafélaga hans hefur reynst dýrkeypt fyrir Kópavogsbæ. Heildarskuld- bindingar bæjarins vegna íþróttamannvirkjanna fór frá því að vera 700 til 800 milljónir upp í á þriðja milljarð króna. Eiríkur Bergmann með nýja skýrslu um Ísland og EES: EES hefur virkað vel Ný skýrsla um Evróputengsl Íslands er komin út í Noregi. Höfundur henn- ar er dr. Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst . „EES-samning- urinn er sem klæðskerasaumaður utan um þá efnahagslegu þörf Ís- lands að taka þátt í samstarfi Evr- ópuríkja á sviði viðskipta en viðhalda um leið formlegu fullveldi sem verið hefur grundvallaráhersla í íslenskum stjórnmálum,“ er ein af meginniður- stöðum skýrslunnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) tók gildi 1. janúar 1994. Í skýrslunni kemur fram að samningurinn hafi í meg- inatriðum virkað vel á þeim sautján árum sem hann hefur verið í gildi. „Hefur íslenskt samfélag Evrópu- væðst í efnahags- og lagalegu til- liti, töluvert umfram það sem menn sáu fyrir í upphafi.“ Það sé athyglis- vert í ljósi yfirvofandi málshöfðunar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave- deilunnar að Ísland hafi getað stað- ist langvarandi þrýsting Noregs og Framkvæmdastjórnar ESB um að veita EFTA-dómstólnum heimild til að dæma brotleg ríki til fésekta með álíka hætti og Framkvæmdastjórn ESB hefur gert gagnvart ESB-ríkjum. Skýrslan var unnin að beiðni norskra sjórnvalda sem í upphafi árs 2010 létu setja saman rannsóknar- hóp sem hafði að meginmarkmiði að meta áhrif EES-samningsins á Noreg. Var Eiríkur Bergmann fenginn til að vinna skýrslu um áhrif EES-samn- ingsins á Ísland frá árinu 1994 til 2011. as@dv.is Evrópuvætt Ísland Eiríkur Berg- mann segir að Ísland hafi Evrópuvæðst í lagalegu tilliti. Reykjanesbær skilar góðri afkomu: Hundraða milljóna rekstrar- hagnaður Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilaði 639,7 milljóna króna rekstrarhagn- aði árið 2010 samkvæmt ársreikn- ingum bæjarins sem lagðir voru fram á bæjar- stjórnarfundi á þriðjudaginn. Reykjanesbær hefur verið mikið í deiglunni und- anfarið vegna skuldavanda sem sveitarfélagið hefur átt við að etja. Á vef bæjarfélagsins kemur fram að næstu verkefni séu að styrkja lausa- fjárstöðu og eigið fé sveitarfélagsins.  Þar segir enn fremur: „Heildar- eignir Reykjanesbæjar námu um 52,1 milljörðum króna í árslok 2010. Heildarskuldir Reykjanesbæjar námu um 43,4 milljörðum króna en þar með eru taldar skuldir HS Veitna og framreiknaður leigukostnaður til næstu 25 ára, svo dæmi séu tekin. Um 19 milljarða króna peningalegar eignir bæjarins, utan lögbundinna verkefna sveitarfélaga, geta styrkt lausafjárstöðu og lækkað skuldir verulega. Aðgerðir á þessu ári munu styrkja eiginfjárstöðu Reykjanesbæj- ar umtalsvert “.  Dómsmál vegna fermingarveislu: Þarf að borga veisluna Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á fimmtudag konu til að greiða Flug- hótelinu í Keflavík rúmlega 340 þús- und krónur vegna fermingarveislu dóttur hennar sem haldin var í sal hótelsins í fyrra. Konan var ósátt við framkvæmd veislunnar, sagði að matur hafi verið framreiddur of seint og að ekki hafi verið nóg af mat til að gestir gætu fengið sér ábót. Þá hafi aðeins einn starfsmaður sinnt því að bera fram matinn og hafi framreiðslan því tek- ið langan tíma. Konan efast einnig um að jafnmargir gestir hafi mætt í veisluna og hótelið taldi. Upphaflegi reikningurinn fyrir veisluna hljóðaði upp á tæpar 560 þúsund krónur en konan hafði greitt 100 þúsund krónur inn á reikninginn sem staðfestingargjald. Hún neitaði að borga meira vegna óánægjunnar, þrátt fyrir að forsvars- menn hótelsins hefðu lækkað reikn- inginn um 100 þúsund krónur. Dómurinn taldi ekki sannað að framkvæmd veislunnar hefði verið með öðrum hætti en um var samið, né heldur að gestirnir hefðu verið færri en hótelið taldi. Konan var því dæmd til að greiða hótelinu eftir- stöðvar reikningsins, auk vaxta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.