Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað Faðir minn átti aldrei möguleika,“ segir Þráinn Eðvaldsson, sonur Eð- valds Magnússonar. Eðvald var einn Breiðavíkur- drengja og féll fyrir eigin hendi árið 2005. Hann svipti sig lífi kvöldið áður en til stóð að Breiðavíkurdreng- ir hittust allir í fyrsta sinn til þess að ræða dvölina þar. Hlutfall þeirra vistbarna sem eru látin í dag segir sína sögu. 33 af alls 158 vistbörnum Breiðavíkurheimil- isins á árunum 1952–1979 eru látin. Þess utan hefur Breiðavíkurnefndin sem leitaði vistmenn uppi greint frá því að ellefu einstaklinga hafi hún ekki fundið. Eðvald Guðmundsson dvaldi á Breiðavík frá 24. febrúar 1966 til 21.desember 1967. Þá var yf- irmaður heimilisins Björn Loftsson sem viðurkennt er að hafi beitt vist- börn ofbeldi. Gat ekki haldið heimili Þráinn ólst upp hjá móðurforeldrum sínum því Eðvald náði ekki að sinna- föðurhlutverkinu enda glímdi hann við mikla vanlíðan öll sín ár. Þráinn fékk samt stundum að hitta föður sinn þegar hann átti góða daga og var ekki langt leidd- ur af áfengis- og fíkniefnaneyslu. „Þá fórum við í bíó eða gerðum eitt- hvað skemmtilegt saman,“ segir Þrá- inn frá. „Faðir minn gat ekki annast mig. Hann hélt til að mynda aðeins einu sinni á lífsleiðinni heimili. Ég man að mér fannst nokkuð til þess koma. En það stóð ekki lengi því hann gat ekki hugsað um sjálfan sig eins og aðrir. Honum leið of illa til þess. Móðir mín var of ung til að annast mig og því kom það í hlut for- eldra hennar. Hún var mér eins og systir og er enn í dag. Ég ólst upp við gott atlæti hjá ömmu og afa og það er lukkan í mínu lífi.“ Margra klukkutíma frásögn Þegar Þráinn komst á fullorðinsár sagði Eðvald honum frá grófu of- beldi í hans garð sem átti sér stað meðan á dvöl hans stóð. „Ég verð aldrei samur eftir að hafa heyrt sögu hans frá Breiðavík. Hann var marga klukkutíma að segja mér frá dvöl sinni þarna og frásögnin er hryllileg. Ég á bágt með að tala um það sjálfur. Ég eiginlega get það ekki. En það var eins og hann þyrfti að koma þessu út og ég hlustaði. Hann treysti mér fyrir þessu. Hann var sví- virtur og hann var beittur grófu of- beldi aðeins 8 ára gamall. Þegar hann fékk að hringja heim til sín þá sat Björn á móti honum og fylgdist með honum tala í símann. Hann var að gæta þess að hann segði ekki frá því sem átti sér stað. Þetta var þung reynsla fyrir lítinn dreng.“ Umræðan sár og erfið Í upphafi árs 2007 birtust í DV frá- sagnir einstaklinga sem höfðu verið vistaðir sem börn á vistheimilinu í Breiðavík, þar sem því var lýst að þeir hefðu orðið fyrir illri meðferð eða of- beldi meðan á dvöl þeirra stóð. Kast- ljósið fjallaði í framhaldi um meðferð piltanna og lýsingarnar fylltu þjóð- ina hryllingi. Öllum varð ljóst að til- vist uppeldisheimilisins í Breiðavík er svartur blettur á sögu þjóðarinnar. Mörg líf voru eyðilögð, þar á meðal Eðvalds. Þráinn segist hafa fundist umræðan erfið þar sem hann syrgði föður sinn á þessum tíma. „Það var sárt að fylgjast með umræðunni, hún kom miklu róti á mig.“ Sanngirnisbætur Í framhaldi af fréttaflutningi DV og Kastljóssins ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum að leggja fram á Al- þingi frumvarp til laga um að fram færi heildstæð og almenn athugun á því hvernig rekstri vistheimilisins Breiðavíkur var háttað á árunum 1950 til 1980 og eftir atvikum hlið- stæðra stofnana og sérskóla þar sem börn dvöldu. Skýrslan tók af allan vafa um illa meðferð á börnum sem voru send á Breiðavík af yfirvöld- um og ákveðið var að reyna að bæta þeim upp skaðann með einhverjum ráðum, þar á meðal með greiðslu svokallaðra sanngirnisbóta. Alfarið á ábyrgð ríkisins Sýslumaðurinn á Siglufirði móttók umsókn Þráins um sanngirnisbæt- ur úr ríkissjóði samkvæmt lögum nr. 47/2010 vegna dvalar á vistheim- ilinu Breiðavík fyrir hönd föður hans og í framhaldinu fékk hann áður- nefnt sáttaboð. Sáttaboðið byggði á umsókn hans sem og öðrum gögn- um er varða málið. Við útreikning bótanna er byggt á sömu lögum. Í lögunum er mælt fyrir um greiðslu sanngirnisbóta úr ríkis- sjóði til þeirra sem urðu fyrir varan- legum skaða vegna illrar meðferðar eða ofbeldis. Lögin miða að því að bæta afleiðingar en við útreikning- inn er líka miðað við alvarleika of- beldisins meðan á dvölinni stóð og hversu lengi var dvalið á staðnum. Þá eru einnig fyrirmæli um að við útreikninginn eigi að taka mið að dómaframkvæmd á svipuðum svið- um. Taka mið af sviptingu tækifæra í lífinu sem rekja má til vistunarinnar og erfiðleika sem skapast þegar rifja þarf upp löngu liðna og erfiða lífs- reynslu. Þráinn fékk sáttaboð upp á þrjár og hálfa milljón. Hámarksbæt- ur eru sex milljónir. „Það er ófyrirgefanlegt að nefnd- in hafi sett þann fyrirvara að miða við dómaframkvæmd á svipuðum sviðum þar sem bætur eru miklu lægri. Það er ekkert hægt að bera þessi mál saman. Eyðilegging á lífi þessara barna er alfarið á ábyrgð rík- isins.“ Hamingjuóskir Guðrúnar Ögmundsdóttur Þráinn setur þó stærsta spurninga- merkið við það að hvað varðar mat á einstaklingum sem eru látnir er notast við meðaltöl bóta þeirra sem dvöldu á heimilinu á sama tíma. Þessi niðurstaða er byggð á niður- stöðum í skýrslu vistheimilanefndar um heimilið. „Enn og aftur segi ég: Hvað voru þeir að hugsa? Þeir sem eru látnir eru líklegast þeir sem urðu fyrir hvað versta ofbeldinu. Þess vegna sviptu þeir sig lífi! Ég hringdi í Guð- rúnu Ögmundsdóttur sem ráðin er sem tengiliður vegna vistheimila og hefur meðal annars það hlutverk að aðstoða þá sem gera bótakröfur frá ríkinu. Ég sagði henni frá því að mér hefðu verið úthlutaðar bætur föður míns upp á rúmar þrjár millj- ónir. Hún óskaði mér til hamingju. Ég sagði ekkert við hana en innra með mér brast eitthvað. Var hún að meina þetta?“ Erfitt að samþykkja sáttaboðið „Mér finnst erfitt að samþykkja sáttaboðið. Ég fæ óbragð í munn- inn. Ég veit hvað kom fyrir hann í Breiðavík og er sá eini sem get tal- að hans máli. Mér er hins vegar gert erfitt fyrir. Það er gefið sterklega til kynna að ferlið geti tekið óratíma og beri kostnað í samræmi við það. Mér er heimilt að leita lögmanns við að setja fram erindi til nefndarinn- ar og ríkissjóður leggur að hámarki 160 þúsund í þóknun vegna starfa lögmanns, eða sem jafngildir um 10 stunda vinnu. Það vita það allir að það er ónægur tími til að sækja svona mál. Annan kostnað þarf ég að bera sjálfur og ég veit ekkert hversu langan tíma nefndin tekur sér til að taka ákvörðun.“ Látnum Breiðavíkurdrengjum sýnd vanvirðing „Ég bara skil ekki þennan útreikn- ing, segir Þráinn. Mér finnst það óverjandi að greiða svo lágar bæt- ur þegar faðir minn er dáinn. Mér finnst minning hans svívirt. Ég er sá eini sem get barist fyrir því sem hefði átt að vera hans réttur. Hann dó árið 2005 þannig að hann fór ekki í viðtöl sem boðuð voru af nefndinni árið 2007. Í viðtölunum var farið yfir reynslu hvers og eins sem dvaldi á Breiðavík. Faðir minn fékk ekki það tækifæri að segja sögu sína þar. Eins og reyndar langflest- ir þeirra sem sviptu sig lífi. Rúm- lega 30 Breiðavíkudrengir eru látn- ir. Margir dóu með sviplegum hætti löngu áður en þessi nefnd tók til starfa enda var margt lagt á þá sem þeir gátu ekki lifað með. Það er al- veg ótækt að miða þessar bætur við störf nefndarinnar, hvers kon- ar vanvirðing er þá hinum látnu Breiðavíkurdrengjum sýnd.“ Minning föður míns svívirt „Hann var svívirtur og líf hans var eyðilagt. Samfélagið brást honum þegar hann var barn, líka eftir því sem hann fullorðnaðist og nú er minning hans svívirt,“ segir Þráinn. „Hvernig er hægt að úrskurða eitthvað minna en hámark þegar af- leiðingar vistarinnar á líf föður míns voru jafn ógæfulegar. Hans beið ekkert annað en dauðinn.“ „Hann var marga klukkutíma að segja mér frá dvöl sinni þarna og frásögnin er hryllileg. „Eyðilegging á lífi þessara barna er alfarið á ábyrgð ríkisins. n Sonur Breiðavíkurdrengs í baráttu n Finnst erfitt að samþykkja sáttaboð Berst í minningu látins föður Látnir Breiðavíkurdrengir Gylfi J. Axelsson 16. des. 1938 – 21. des. 1963 25 ára Pétur Hraunfjörð Pétursson 20. maí 1949 – 9. febrúar 1964 15 ára Sturla Holm Kristófersson 23. maí 1947 – 3. desember 1965 18 ára Páll Svavarsson 31. júlí 1938 – 18. desember 1967 29 ára Þórarinn Vagn Þórarinsson 25. febrúar 1949 – 23. júlí 1969 20 ára Gunnlaugur Trausti Gíslason 31. ágúst 1947 – 28. mars 1975 28 ára Alfreð Hjörtur Alfreðsson 9. nóvember 1952 – 23. apríl 1975 23 ára Runólfur Torfason 24. maí 1941 – 3. maí 1975 34 ára Haraldur Ólafsson 19. ágúst 1946 – 17. desember 1978 32 ára Guðfinnur Ingvarsson 11. júní 1946 – 19. janúar 1986 40 ára Guðmundur Hafsteinn Jónsson 13. júlí 1942 – maí 1986 44 ára Gunnlaugur Hreinn Hansen 25. febrúar 1939 – 21. júní 1988 49 ára Jóhann A. Víglundsson 22. janúar 1940 – 10. ágúst 1989 49 ára Hilmar Guðbjörnsson 13. maí 1943 – 18. júlí 1991 48 ára Magnús Óskar Garðarsson 8. mars 1946 – 31. maí 1994 48 ára Leifur Gunnar Jónsson 19. júní 1954 – 23. júlí 1994 40 ára Reynir Bjartmar Ragnarsson 20. febrúar 1949 – 28. ágúst 1995 46 ára Sigvaldi Jónsson 21. júní 1948 – 28. mars 1997 49 ára Baldvin Guðmundur Ragnarsson 30. desember 1953 – 30. október 1997 44 ára Kristján Friðrik Þorsteinsson 29. mars 1957 – 23. ágúst 1998 41 árs Rúnar Kristjánsson 30. október 1955 – 31. desember 2000 45 ára Þorgeir Guðjón Jónsson 26. júlí 1954 – 19. nóvember 2002 48 ára Gísli Sigurður Sigurðsson 3. ágúst 1952 – 29. nóvember 2002 50 ára Sveinn Guðfinnur Ragnarsson 4. janúar 1956 – 26. febrúar 2003 47 ára Þorsteinn Axelsson 15. maí 1943 – 21. september 2003 60 ára Einar Sigurður Sigurfinnsson 14. febrúar 1940 – 19. maí 2004 64 ára Eiríkur Örn Stefánsson 24. mars 1956 – 5. júlí 2004 48 ára Edvald Magnússon 24. september 1954 – 13. apríl 2005 51 árs Skúli Garðarsson 19. febrúar 1955 – 22. júní 2005 50 ára Eymundur Kristjánsson 26. maí 1959 – 5. maí 2007 48 ára Jón Vignir Sigurmundsson 10. janúar 1952 – 2. janúar 2008 56 ára Sigurður Lindberg Pálsson 12. nóvember 1946 – 13. september 2009 62 ára n Afdrif eins til þriggja Breiðavíkurdrengja eru ókunn. n Hér eru ekki talin með látin Breiða- víkurbörn sem vistuð voru þar á árunum 1973 til 1980. Af þeim eru tvö eða þrjú talin látin. HEIMILd: BREIðAVíKURSAMTÖKIn Eðvald Guðmundsson Eðvald Guðmundsson dvaldi á Breiða- vík frá 24. febrúar 1966 til 21.desember 1967. Þá var yfirmaður heimilisins Björn Loftsson sem viðurkennt er að hafi beitt vistbörn ofbeldi. Hann svipti sig lífi kvöldið áður en til stóð að Breiðavíkur- drengir hittust allir í fyrsta sinn til þess að ræða dvölina þar. Kristjana Guðbrandsdóttir blaðamaður skrifar kristjana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.