Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar DV fjallaði á mánudaginn um fjárfest- ingarverkefni Róberts Wessmann og Björgólfs Thors Björgólfssonar í Murcia á Spáni árið 2005. Verkefnið gekk út á kaup á 2 ferkílómetra landsvæði þar sem byggja átti 2.500 íbúðir og íbúð- arhús. Til stóð að selja byggingarnar til vel stæðra Evrópubúa en í nokkra áratugi hefur verið vinsælt hjá þessum hópi að eiga sumarhús á Spáni. Umfjöllun DV byggði að hluta til á skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Aquila Venture Partners vann fyrir íslensku fjárfestana. Sá sem vann skýrsluna, Haukur Harðarson, mælti með því að embættismönnum í Murcia yrði mútað með sex milljónum evra til að liðka fyrir því að byggingarleyfi fengist á landinu og var reiknað með þessum mútum í útreikningum hans um kostn- að verkefnisins. Byggingarlandið kost- aði rúmlega 100 milljónir evra, í kring- um 8 milljarða króna á gengi þess tíma, og ætluðu íslensku fjárfestarnir að selja byggingarnar á svæðinu fyrir um 500 til 600 milljónir evra samkvæmt skýrslu Hauks. Róbert hafnar því að mútur hafi verið greiddar DV sendi Róbert Wessmann nokkrar spurningar þar sem blaðið forvitnaðist um viðskiptin á Spáni. Meðal þess sem kemur fram í svörum Róberts er að þeir hafi ákveðið að fylgja ekki hugmynd- um Hauks um mútugreiðslur. Róbert ræðir hins vegar ekki ástæðurnar fyr- ir þessu heldur segir að það hafi aldei komið „til álita að greiða fjármuni til embættismanna til að flýta samþykkt- arferli byggingarleyfis“. Í máli Róberts kemur auk þess fram staðfesting á því að Björgólfur Thor Björgólfsson lánaði honum fjármuni vegna kaupanna á landinu í Murcia. Björgólfur Thor hefur stefnt Róberti út af þessari skuld. Þá kemur fram að Róbert hafi látið gera verðmat á landinu sem bendi til að landið í Murcia geti verið 100 millj- óna evra virði og því gæti söluverðmæti þess verið nokkurn veginn álíka mikið og útistandandi skuldir félagsins sem keypti landið. n Róbert Wessmann segir að aldrei hafi komið til álita að múta spænskum embættismönnum n Ráðgjafi hans mælti með því til að liðka fyrir viðskiptum hans á Spáni n Mútur hluti af útreikningum Lentu í biðstöðu út af spillingarmálum 1. Var tekin efnisleg afstaða til þeirra hugmynda um mútur sem fram koma í skýrslu Hauks? Af hverju var ekki farið eftir tilmælum hans, líkt og þú segir að hafi ekki verið gert, þar sem hann lagði ríka áherslu á að mútur væru mikilvægar í viðskiptum á Spáni til að fá sínu fram- gengt? Mér finnst ekki trúverðugt, miðað við það sem við vitum um viðskiptaumhverfið á Spáni í þessu máli, að AB Capital hafi ákveðið að veikja stöðu sína með því að taka ekki þátt í því að reyna að tryggja sér byggingaleyfi með gestion-greiðslum, mútum. Af hverju var þessi ákvörðun tekin þegar þinn ráðgefandi aðili mælti svo mjög með því og fyrirvarinn í kaupunum var svo skammur? Hvaða skoðun hafði Björg- ólfur Thor, eða starfsmaður hans eða ráðgjafi, á mútugreiðslunum sem Haukur mælti með? Róbert: „Fullyrðingar blaðsins um að mútur hafi verið hluti að við- skiptum AB Capital á Spáni eru fráleitar og endurspegla á engan hátt framkvæmd umræddra viðskipta. Blaðið ákveður að vitna í skýrslu þriðja aðila og fullyrðir að tillögur þess aðila hafi náð fram að ganga. AB Capital leitaði til fjölmargra aðila um ráðgjöf við undirbúning viðskiptanna. Til að tryggja framgang verkefnisins réð félagið til sín fremstu sérfræðinga á sínu sviði til að vinna að deiliskipulagi, um- hverfismati og hönnun fasteigna. Þeir aðilar sem komu m.a. að verk- efninu voru RTKL arkitektastofa sem er leiðandi fyrirtæki í Evrópu við gerð umhverfismats og deiliskipulags og Roca-Junyent við undir- búning deiliskipulags, en sú lögfræðistofa er einnig leiðandi á sínu sviði. Þá kom fjöldi annarra sérfræðinga tímabundið að verkefninu.“ 2. Olli það AB Capital einhverjum erfiðleikum að greiða ekki slíkar mútur, líkt og þú segir að þið hafið ekki gert, í ljósi þess sem félagið vildi fá í gegn á La Primavera-svæðinu? Félagið var væntanlega að veikja samningsstöðu sína fyrst slík háttsemi var algeng, líkt og fjöl- miðlaumfjöllun sýnir fram á. Var þetta eitthvað rætt hjá ykkur? Róbert: „Það kom aldrei til álita að greiða fjármuni til embættis- manna til flýta samþykktarferli byggingaleyfis. Við urðum ekki varir við að andstaða væri við okkar verkefni hjá þeim stofnunum sem veita slík leyfi.“ 3. Hvað gerði AB Capital til að fá samþykkt deiliskipulag og fá bygg- ingarleyfi eftir að landið var keypt? Áttu sér stað einhver samskipti við stjórnmálamenn eða embættismenn í Murcia um þetta atriði? Var sett einhver pressa á þessa aðila í kjölfar kaupanna? Róbert: „AB Capital vann þetta á mjög hefðbundinn hátt og áttu ráðgjafar á vegum félagsins góð samskipti við stofnanir á Spáni. Þeir aðilar sem að verkefninu komu, þ.m.t yfirvöld í héraðinu, voru mjög áhugasamir um að það næði fram að ganga. Ástæðan var meðal annars sú að atvinna myndi skapast í héraðinu vegna framkvæmdanna, en ekki síður vegna þess að Lamanga-klúbburinn sem landið stóð við hefur þrisvar verið kosinn besti golfklúbbur í Evrópu. Slík stækkun gæti þannig laðað til sín fjölda ferðamanna með tilheyrandi innstreymi gjaldeyris.“ 4. Fjármagnaðir þú eiginfjárframlag þitt í viðskiptunum með landið í La Primavera með láni frá Björgólfi Thor? Ragnhildur segir þetta í DV. Þetta þýðir jafnframt að framlag þitt var fjármagnað að mestu með lánum. Nú er þetta lán útistandandi að hans mati og hefur hann höfðað mál gegn þér út af þessu. Hver er þín sýn á þetta mál? Ljóst er að þú ert ekki sammála því að þú skuldir honum þessa fjármuni. Róbert: „Framlag mitt til þessara viðskipta var annars vegar fjár- magnað með eigin fé og hins vegar með láni frá félagi í eigu Björgólfs Thors. Greiðsla lánsins er hluti af skuldajöfnunarsamningi milli ólíkra félaga í okkar eigu, þar sem gert er ráð fyrir að skuldir allra félaga í okkar eigu yrðu skuldajafnaðar. Eftirstöðvar af því uppgjöri greiðast til mín.“ 5. Ljóst er að lánveitendur AB Capital voru íslenskir bankar. Reynduð þið að fá lán hjá mörgum spænskum bönkum fyrir La Primavera-fjár- festingunni áður en þið ákváðuð að leita til íslenskra banka? Í skýrslu Hauks kemur fram að rætt hafi verið við La Caixa-bankann auk þess sem fleiri þarlendir bankar eru nefndir til sögunnar sem mögulegir lánveitendur. Róbert: „Starfsmenn Novator önnuðust fjármögnun á verkefninu.“ 6. Hvaða áhrif hafði rannsóknin á spillingunni í Murcia á verkefnið ykkar? Hversu langt komnir voruð þið í verkefninu þegar þessi spillingarmál komu upp? Greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að þessi spillingarmál hafi komið í veg fyrir að þið gætuð fengið bygg- ingarleyfi. Róbert: „Þegar spillingarmál komu upp í Murcia-héraðinu þá voru öll leyfismál sett í biðstöðu. Nær engin leyfi voru veitt í héraðinu í um tvö ár á meðan verið var að rannsaka hvaða verkefni tengdust hugsanlegum mútumálum og hver ekki. Í kjölfar alþjóðlegrar fjár- málakreppu var frekari vinna í tengslum við skipulagsmál sett í biðstöðu.“ 7. Hvað telur þú að fáist fyrir landið í Murcia þegar það verður selt? Fæst nægilega mikið upp í kröfur þeirra fjármálafyrirtækja sem lánuðu til verksins árið 2005 til að ekki þurfi að ganga á persónulegar ábyrgðir þínar og jafnvel afskrifa einhverja fjármuni? Á hverju byggist þetta verðmat þitt? Róbert: „Erfitt er að segja með vissu hvert söluverð landsins verður. Þess má þó geta að alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið DTZ vann verðmat árið 2009, sem gerir ráð fyrir að verðmæti landsins sé yfir 100 milljónir evra. Fáist byggingaleyfi samþykkt eins og vonir standa til er því líklegt að verðmæti landsins verði á pari við lánveitingu vegna verkefnisins. Ég á því ekki von á því að fjármunir verði afskrifaðir og í raun ekkert sem bendir til þess.“ 8. Hver er skuldastaða AB Capital um þessar mundir – nýlegur árs- reikningur liggur ekki fyrir? Róbert: „AB Capital er í fjárhagslegri endurskipulagningu með lánveitendum sínum sem gert er ráð fyrir að ljúki í haust. Eins og áður segir er vonast til þess að verðmæti landsins sé sambærilegt við skuldastöðu fyrirtækisins. Komi til viðbótargreiðslu eru fullnægjandi tryggingar fyrir því.“ 9. Hver er staðan á þessu landi núna? Hvað er verið að reyna að gera við það? Selja það eða? Hvað? Má ekki reikna með að kröfuhafar AB Capital taki landið yfir með tíð og tíma? Þá verður það væntanlega þeirra verk að koma því í verð og reyna að sleppa við afskriftir á skuldum AB Capital? Róbert: „Fasteignamarkaðurinn á Spáni er í lægð í dag. Búist er við að deiliskipulag fyrir a.m.k. 30 prósent af landinu fáist í fyrsta fasa sem gæti skilað ágætis arðsemi umfram skuldir félagsins í dag. Gera má þó ráð fyrir að markaðurinn taki lengri tíma að jafna sig. Því má segja að landið sé til sölu ef ásættanlegt tilboð fæst í það. Samhliða því verður unnið að því að fá deiliskipulag formlega samþykkt. Óski lánveitendur eftir því að leysa til sín umrædda eign, kemur vel til skoðunar að verða við því.“ Spurningar DV og svör Róberts um fjárfestingarverkefniðIngi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Framlag mitt til þessarra við- skipta var annar vegar fjármagnað með eigin fé og hins vegar með láni frá félagi í eigu Björgólfs Thors. Spillingin á Spáni Róbert segir að spillingarmál hafi orðið til þess að þeir fengu ekki bygg- ingarleyfi í Murcia. Hann vonast til að söluverðmæti landsins dugi fyrir skuldum AB Capital.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.