Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 42
42 | Viðtal 20.–26. apríl 2011 Páskablað segi þeim að hafa samband aftur. Ég gef hins vegar ekki ráð sem þau ná- kvæmlega eiga að fara eftir. Þá væri ég búinn að taka ábyrgðina af þeirra höndum.“ Æskulýðsfulltrúi á Grund Séra Pétur var ekki á þeim buxunum að verða þjónn kirkjunnar á unglings- árunum. Þá fannst honum kirkjan asnaleg og kom með þá hugmynd ein- hverju sinni að það ætti að leggja hana niður. Hann fór eiginlega í guðfræðina til að sanna mál sitt. Hann segist hins vegar hafa afdjöflast á fyrsta ári. Hann fann að þetta átti við hann. Hann fann trúna. Hann hafði unnið á elliheim- ilinu Grund í mörg ár áður en hann vígðist til prests við Óháða söfnuðinn fyrir 15 árum. Enn vinnur hann á Grund; er þar þrjá morgna í viku í „æskulýðsstarfi“ eins og hann kallar það. „Ég les upp úr dagblöðunum, ég tek þátt í söng- stund, við stígum hringdans og ég tek á móti fólki þegar það flytur á Grund og læt það fá Nýja testamentið og bækling Kristilegs félags heilbrigðis- stétta. Þá er elliheimilið með útibú í Hveragerði og fer ég þangað einu sinni í mánuði og er þar í þrjá daga.“ Hann kallar þetta „æskulýðsstarf“ til að ögra. Þess má geta að Pétur fór á sínum tíma í framhaldsnám sem Fulbright- styrkþegi til Minnesota í Bandaríkjun- um til að nema hæga hreyfisöngva fyr- ir aldraða. Ætli presturinn sprelli hjá gamla fólkinu? „Já. Ég bæti stundum í fréttir sem ég les upp úr blöðunum. Ég er ekki að tala um fréttir um banka- fallið, árásirnar í Líbíu eða hvað Gad- dafi sé að gera. Maður reynir aðeins að létta lundina og lesa eitthvað annað.“ Spiksperðill – salamí Pétur hefur gaman af orðum. Óvenjulegum orðum. Hann kallar sig „allsherjarnýyrðaskáld“ og for- seta Háfrónsku málhreyfingarinnar á Íslandi. Tveir meðlimir eru í þeim félagsskap: Pétur og Belgi nokkur. Pétur er þekktur fyrir að hafa gefið út Pétrísk – íslenska orðabók í 32 ár. Um 60 ný nýyrði fara í bókina sem kemur út þetta árið. „Maður verður hálfallsber þegar fólk les orðin því þau eru á mörkun- um. Ég myndi aldrei nota mörg orð- in í kirkjuhúsinu sjálfu. Ég þekki mín mörk þó ég sé kannski alveg á mörk- unum. Ég vil aldrei særa neinn.“ Er klerkurinn góður maður? „Ég held það. Enginn hefur sagt að ég væri vondur maður; enginn hefur að minnsta kosti látið það í ljós.“ Hvað eru orð? „Ég nota sum orð- in til að vekja fólk til umhugsun- ar. Málið er svo dýrmætt. Mörg orð tjá eitthvað sem er öðruvísi. Þau fá nýja merkingu. Í mínum huga eru orð tjáning. Orðin eru til alls í upp- hafi. Þau gefa manni tækifæri til að geta sagt frá á nýjan hátt. Mér finnst tvíræðni orðanna skemmtilegust.“ Á meðal nýrra nýyrða Péturs: Sam- skeyti – þegar fólk sendir fleirum en einum sama tölvupóstinn, spiksper- ðill – salamí, útfararkaffi – kaffi sem er drukkið úr málum sem fólk fer með út. Hvert er nýjasta uppáhaldsorð Péturs? „Stöðuveitingar. Það er þeg- ar fólk borðar veitingar standandi.“ Hann segir að málið sé í sífelldri end- urskoðun og fæðingu. „Enda er ég enn í orðeign, samanber barneign. Tilgangurinn er að styrkja Kristilegt félag heilbrigðisstétta með bókinni og gott ef þessi dæmalausa vitleysa getur styrkt kristilegt starf.“ Kemst ekki lifandi frá lífinu Pétur er stundum með uppistand í félögum og á vinnustöðum þar sem pétrískan er aðaláherslan. „Þannig getur maður vonandi aukið gleðina hjá liðinu og hina líkamlegu horm- ónastarfsemi.“ Hann hefur haldið námskeið hjá veiku fólki með áherslu á húmorinn og segist alveg vera til í meira af slíku. „Húmorinn er í mín- um huga eitthvað sem maður gefur til samferðamanna sinna, til að létta lundina og maður gerir grín að sjálf- um sér í leiðinni. Það á ekki að taka sig of alvarlega. Maður kemst hvort sem er ekki lifandi frá lífinu.“ Hann trúir á líf eftir dauðann. „Gersamlega,“ segir hann með áherslu. „Ég held að það sé mikið fjör hinum megin; fyrir handan. Að það sé þvílík gleði með Guði. Ég segi í lokin í hverri jarðarför að við mun- um hitta þá sem á undan eru gengnir. Það er þessi himneska von sem við höfum. Þeir sem eru í kirkjunni hafa eitthvað til að hlakka til.“ Hvað er dauð- inn í huga Péturs? „Dauðinn er samruni við guðdóminn.“ Hann hræðist þá væntanlega ekki dauðann? „Nei, ég bara hlakka til.“ Dansar og djöflast Hann býr einn í lítilli íbúð vest- ur í bæ og ekur um á bíl með bílnúmerinu HÁÓÐUR. Býður einstæðu fólki í tilhleypinga- teiti einu sinni á ári. Pétur seg- ist synda í Vesturbæjarlaug- inni á hverjum einasta morgni. Er þar í „Húnahópnum“ – hópi þeirra sem eru yfirleitt fyrst- ir ofan í snemma á morgnana. Hann syndir bringusund – 500 metra á um tíu mínútum – og fer svo í heita pottinn og spjallar við aðra meðlimi hópsins. Þá taka við samverustundir með íbúum Grundar þrjá morgna í viku en Pétur er í 75% starfi hjá Óháða söfnuðinum. Hvað með áhugamál? „Ég hef gaman af tónlist. Ég ætla á Eagles-tónleikana og vera þar í fremstu röð. Ég hef gaman af að dansa og djöflast á diskótek- um. Stundum fer ég til að hlusta á tónlist með löppunum á stöð- um þar sem er lifandi tónlist. Á sumrin fer ég yfirleitt í fimm til sex daga bakpokagönguferðir í hóp til að skoða náttúruna, umhverfið og þess háttar – það sem Guð hefur skapað og gefið okkur.“ Það er farið að fjölga í kirkjunni. Maður kíkir inn á skrifstofuna. Það er að hefjast 12 spora fundur. „Þetta er andlegt ferðalag sem fjallar meðal annars um fyrirgefningu, reiði, kala og hatur. Það er verið að hjálpa fólki að vera sáttara við sjálft sig.“ Ég kveð klerkinn. Hann bendir á að mér sé velkomið að ganga í Óháða söfnuð- inn. Hann er alltaf tilbúinn að bæta við sóknarbörnum. Ég held mig samt áfram við þjóðkirkjuna. Bossanova í fermingunni Ég fæ tölvupóst frá Pétri tveim- ur dögum seinna. Subject: Grín og glens. Í tölvupóstinum er slóð á You- Tube: Interview with Satan on his views about church. Maður í rauð- um skrattafötum í hlutverki þess í neðra. Ástæða sendingarinnar: Séra Pétur býður mér í fermingar- messu daginn eftir. Í tölvupóstinum stendur að brasilísk söngkona muni syngja við athöfnina og að systir eins fermingarbarnsins muni syngja frumsamið lag um einelti. „Á þetta værir þú velkomin á morgun og gott að fá gagnrýni, hvað þér þætti um svona öðruvísi messu heldur en þessar hefðbundnu.“ Undirskrift: Grínarinn. Kirkjuklukkurnar klingja í hvítu kirkjunni þennan sunnudag og prúð- búnir kirkjugestir fylla kirkjuna. At- höfnin hefst og virðulegur, miðaldra prestur gengur hægum skrefum inn kirkjugólfið og glæsileg fermingar- börn í kjölfar hans. Blóm næld í hvíta kyrtlana og sumar stúlkurnar með blóm í hárinu. Börnin setjast fremst í kirkjunni og athöfnin hefst. „Ég heilsa öllum í Jesú nafni,“ segir Pét- ur hressilega og söfnuðurinn klapp- ar. Brasilíska söngkonan syngur Janis Ian-lagið At Seventeen. Sálmasöng- ur og bænir. Fermingarbörnin ganga upp að altarinu en áður en þau ferm- ast kemur systir eins úr hópnum og syngur um reynslu sína af einelti. Á meðan snúa fermingarbörnin baki í prestinn og altarið. Fram undan: Fermingin. Prestur- inn talar um syndaseli þegar hann býður kirkjugestum að ganga til altaris. Svolítill djass leikinn á flygil á meðan þeir þiggja oblátu og vín við altarið. Að athöfninni lokinni tilkynnir séra Pétur að söngkonan muni syngja bossanova-lagið The Girl from Ipanema. „Obrigado,“ segir hann við hana. Presturinn og ferm- ingarbörnin ganga síðan út á meðan lagið hljómar í kirkjunni. Þau standa í röð í anddyrinu. Presturinn fremst- ur – kominn út. Virðulegur í hemp- unni. Svava Jónsdóttir „Ég held að það sé mikið fjör hinum megin; fyrir handan. Að það sé þvílík gleði með Guði. Ætlar á Eagles „Ég hef gaman af að dansa og djöflast á diskótekum. Stundum fer ég til að hlusta á tónlist með löppunum á stöðum þar sem er lifandi tónlist.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.