Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 46
46 | Viðtal 20.–26. apríl 2011 Páskablað tali líður þá gildir það sem stendur í stjórnarsáttmálanum nema báðir að- ilar sammælist um breytingar. Ég hef verið að reyna að búa til regluramma um stjórnarráðið og ríkisstjórnina til að auka á samræmingu og sameigin- lega stefnumótun ríkisstjórnarinnar, til dæmis með stjórnarráðsfrumvarp- inu. Það felur meðal annars í sér leiðir til að koma í veg fyrir að sú staða geti komið upp, líkt og fyrir hrun, að mik- ilvæg efnahagsleg málefni séu ein- faldlega ekki borin undir ríkisstjórn- ina. Þetta var eitt af kjarnaatriðum í gagnrýni rannsóknarnefndar Alþing- is sem við erum að bregðast við með frumvarpinu. Nú höfum við einnig skipað ráðherranefnd í efnahagsmál- um sem hittist vikulega, og ráðherra- nefndir í atvinnumálum, ríkisfjármál- um, jafnréttismálum og málefnum ESB sem hafa verið mjög gagnlegar. Það er nauðsynlegt að hjá forsætis- ráðherra sé skýrt verkstjórnarvald til þess að samræma þegar ágrein- ingur er eða þegar málaflokkar skar- ast milli ráðherra og ráðuneyta. Þetta snertir einnig verklag við að bera mál undir ríkisstjórn. Það þurfa að gilda um þetta reglur en með þessu er ekk- ert verið að fara inn á verksvið ein- stakra ráðherra. Það er alveg óbreytt. Við viljum fyrst og fremst að skipu- lag sé á hlutunum, og þannig agi að menn geti haft á tilfinningunni að hér sé stjórn á hlutunum og að hér hringi viðvörunarbjöllur þegar eitthvað er að í efnahags- eða fjármálum. Það er kjarni málsins en ekki að völd séu tek- in af einstökum ráðherrum.“ Mótlætið herðir mig Andstæðingar ykkar segja nánast daglega að þetta sé veik ríkisstjórn og hún komi hlutunum ekki í verk. Þar ber atvinnumál og framkvæmdir oft á góma. Svo er meirihluti ykkar mjög naumur. Almennir borgarar tala oft um að ríkisstjórn þinni hafi ekki tekst vel að mynda margfræga skjaldborg um heimilin og fjárvana fyriræki í kjölfar hrunsins. Hverju svarar þú þessu? „Engin ríkisstjórn hefur fengið jafn erfið verkefni að glíma við. Ég fullyrði að ég; mín ríkisstjórn og þingflokkar stjórnarflokkanna hafa lagt sig alla fram í verkefnum undangeginna ára og gert sitt ýtrasta til að þoka endur- reisninni áfram. Við höfum lagt okkur fram en vel má vera að það hefði mátt gera betur við þessar erfiðu aðstæður. Það hefur verið komið á skuldaleið- réttingu fyrir heimilin og eins kon- ar skuldahreinsun fyrir fyrirtækin. Skuldaaðlögunin sem við tókumst á hendur fyrir einstaklinga er gífurlega mikil, bæði í afskriftum og í beinum fjármunum sem við lögðum fram. En ég dreg ekki dul á að mér hefur sviðið sárt að sjá þá erfiðleika, skuldaaukn- ingu og atvinnuleysi sem fólk lend- ir í. Enginn mannlegur máttur hefði getað komið í veg fyrir þá erfiðleika sem hrunið olli en verkefni okkar hef- ur verið að lágmarka þá eins og kost- ur er og snúa vörn í sókn. Þetta er að takast og menn hljóta að horfa til þess að atvinnleysið er minna en við reikn- uðum með. Kaupmáttur hefur aukist um 4 prósent hjá lægst launaða fólk- inu á tveimur árum. Við höfum reynt að hlífa velferðarkerfinu og útgjöld til velferðarmála eru hærri nú en þau voru á hátindi góðærisins árið 2007 – bæði í krónum talið og sem hlut- fall af landsframleiðslu. Skattar hafa lækkað hjá lægst launaða fólkinu. Ég vil líka nefna að verðbólgan hefur lækkað um 16 prósentustig, stýrivext- ir hafa lækkað um 14 prósentustig og hafa aldrei verið lægri og fleira mætti telja. En andstæðingar okkar hafa verið mjög duglegir við að gagnrýna þessa ríkisstjórn. Ég kveinka mér ekki undan málefnalegri gagnrýni og það er eðlilegt að sársaukafullar aðgerðir séu umdeildar. En mér finnst gagn- rýni stjórnarandstöðunnar og aðila vinnumarkaðarins oft og tíðum ómál- efnaleg og ósanngjörn. Það er ekki til að auka virðingu þingsins og stjórn- málaumræðunnar í samfélaginu. Áróður andstæðinga okkar er stund- um andstyggilegur og illkvittinn en mótlætið herðir mig.“ Nú er tækifærið! Lítum á nokkur stór mál; fjárlögin framundan, ESB-málið, fækkun ráðu- neyta, auðlinda- og sjávarútvegsmál- in og loks stjórnlagaráðið og afdrif þess. Þetta eru stór mál. Ertu með góð- an meirihluta í þessum málum? „Þetta eru risavaxin mál sem þú nefnir. Minn flokkur telur ESB-mál- in vera lykilinn í efnahagsbata og framþróun samfélagsins. Við vit- um að við höfum enn ekki meiri- hluta fyrir því meðal þjóðarinnar, enda samningurinn ekki enn kom- inn fram. Fiskveiðistjórnin er gríðar- mikilvægt mál og ég fullyrði að ef ekki næst að gera á því breytingar með- an þessir flokkar eru við stjórnvölinn mun það ekki takast. Þá getum við gleymt því að umtalsverð breyting verði gerð á kvótakerfinu. Þrátt fyrir knappan meirihuta vil ég láta á það reyna hvort við getum komið þessu stóra máli í gegn. Fjárlögin verða erfið í haust en ekki óyfirstíganleg. Við höf- um náð fjárlagahallanum, sem var á þriðja hundað milljarðar króna, niður í um 40 milljarða króna. Það er ekk- ert smátt viðfangsefni. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn tekur eftir þessu sem og þekktir nóbelshagfræðingar á borð við Paul Krugman og Joseph Stiglitz. Ætla mætti af umræðunni að viður- kenningin um árangur ríkisstjórnar- innar komi helst utan frá.“ Stórframkvæmdir fram undan „Ég vil koma aftur að kjarasamning- unum sem LÍÚ hefur sett í gíslingu. Þar er um að tefla umtalsverðar kjara- bætur fyrir fólkið í landinu og þær skipta gífurlega miklu máli. Þær koma niður á fjárlagagerðinni og gera hana erfiðari. Ég vona að LÍÚ sjái að sér og að ekki komi til ófriðar á vinnumark- aðnum. Við erum að tala um 35 millj- arða króna pakka á vegum ríkisins á næstu árum inn í þessa kjarasamn- inga sem við erum tilbúin að leggja fram í formi lækkunar á tryggingar- gjaldi, hækkunar persónuafsláttar, hækkunar bóta og atvinnuleysistrygg- inga svo nokkuð sé nefnt. Við viljum auk þess setja inn verulegt fjármagn í opinberar framkvæmdir. Ég vona að áætlun um fjárfestingar og hagvöxt sem liggur fyrir nái fram að ganga. Þar erum við að tala um að fjárfest- ingar hækki úr 13 í 20 til 21 prósent af landsframleiðslu. Ég sé fyrir mér stór- framkvæmdir, bæði í Þingeyjarsýslum og hér syðra. Þetta eru mjög stór verk- efni nyrðra upp á kannski 80 millj- arða króna og framkvæmdir orku- kaupenda upp á 50 milljarða króna til viðbótar. Þannig ætti fjárfestingin að aukast verulega á næstu tveimur til þremur árum. Ég fullyrði að ríkis- stjórnin leggur sitt af mörkum til þess að svo geti orðið. Gangi þetta eftir er vísast að atvinnuleitendum fækki um helming og atvinnuleysi fari úr 9 nið- ur í 4 til 5 prósent á næstu tveimur til þremur árum. Þegar talað er um stórframkvæmd- ir er rétt að hafa í huga rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúruauðlinda sem er að verða að veruleika. Ramma- áætlunin á að vera okkur leiðsögn um kosti og forgangsröðun. Það er grund- vallaratriði að viðskipta- og umhverf- issjónarmið ráði ferðinni. Beiting á handafli stjórnvalda til að knýja fram þóknanlega niðurstöðu fyrir tiltekna hagsmunaaðila er úr sögunni. Það er mikilvægt að reynt sé að ná sátt milli öfgasjónarmiða um vernd og nýtingu. Rammaáætlunin á að vera okkur leið- sögn og þetta á ekki að þurfa að vera slíkt deilumál sem það er nú. Við eig- um að leggja áherslu á græna orku og uppbyggingu ferðaþjónustunnar sem enn býður upp á ótal tækifæri. Við sjáum ennfremur mikil tækifæri í ný- sköpun, skapandi greinum og okkar mikla mannauði.“ Þjóðin kjósi um sjávarútveginn í leiðinni Upp koma flokkar með þjóðernis- áherslur í nágrannalöndunum og flokkar hér eru klofnir í mikilvægum málum. Sérðu fyrir þér breytingar á vettvangi stjórnmálanna? „Ég er sannfærð um að við mun- um sjá breytingar á næstu árum. All- ir flokkar, nema Samfylkingin, glíma við mikinn málefnaágreining og innri átök og kjósendur hafa þegar gefið gömlu flokkunum gula spjald- ið í síðustu sveitarstjórnarkosning- um. En fjórflokkakerfið er seigt og ég hugsa að þróunin verði jafnvel sú að fleiri flokkar komist inn á þing, áður en fólk fer aftur að sameinast um tiltekin grundvallarmál. Ég vona að þjóðernishreyfingar sem byggja á hræðsluáróðri og hatri gagnvart innflytjendum og alþjóðasamstarfi verði ekki hluti af þeirri umbreyt- ingu, en ég óttast það. Það er því miður daðrað við slík sjónarmið víða í umræðunni. Ég tel ekki skynsam- legt að fara í kosningar nú og er þar sammála miklum meirihluta þings- ins sem lagðist gegn kosningum við atkvæðagreiðsluna um vantraust á ríkisstjórnina um daginn. Það er okkur miklvægt að sjá fyrir endann á stjórnlagamálinu og sjávarútvegs- málunum. Stjórnlagaráðið þarf að fá að ljúka sínu starfi. Ég tel það vel koma til greina og vil hugleiða að þegar það hefur lokið stöfum og skil- að tillögum sínum verði efnt til þjóð- aratkvæðagreiðslu um tillögurnar. Jafnvel tel ég koma til greina að bera tillögur um fiskveiðistjórnarkerfið undir atkvæði þjóðarinnar í leiðinni. Þetta eru tvö stór mál sem skipta afar miklu máli um framtíð Íslands.“ Vill einhver hafa ESB-kosningar af þjóðinni? „Ég var ánægð með að meirihluti þingsins reyndist andvígur kosn- ingum nú enda hefði það einungis aukið á vanda okkar að bæta póli- tískri upplausn við þá vandasömu stöðu sem nú er uppi í efnahagsmál- um. Það væri líka afleitt ef núverandi stjórnarflokkar gæfust upp núna og kæmu ekki fram sínum stóru málum sem ég hef nefnt og að Sjálfstæðis- flokknum yrðu afhent völdin á ný, með eða án kosninga. Þess vegna heiti ég á vinstrimenn og jafnaðar- menn í landinu að standa saman og standa að baki þessari ríkisstjórn sem og stuðningsmenn hennar inni á Alþingi. Þetta eru stór mál, ESB, fiskveiðistjórnarkerfið og stjórnlaga- ráðstillögur. Ég spyr: Vill einhver hafa það af þjóðinni að fá að kjósa um ESB-samning eins og alltaf hef- ur verið gert ráð fyrir? Á þjóðin ekki að fá að hafa síðasta orðið þegar hún veit hvað er í boði? Nú erum við að skoða hver vegferð okkar er nú þegar við erum hálfnuð með kjörtímabilið og með knappan meirihluta. Höf- um við erindi áfram fyrir þjóðina og stjórnarsamstarfið? Munum við ráða við verkefnið eða ekki? Ég hef fulla trú á að við ráðum við þetta. En þeg- ar við erum búin að fara yfir stöðuna getur vel verið að niðurstaðan verði sú að við verðum að styrkja ríkis- stjórnina. Það vil ég ekki útiloka. Ég horfi þar helst til Framsóknarflokks- ins og hugsanlega Hreyfingarinnar.“ Framsóknarflokkurinn og Hreyfingin „Nú er komið að ákveðinni ögur- stund fyrir jafnaðarmenn og félags- hyggjufólk. Við verðum að sýna að við getum staðið saman. Við feng- um sögulegt tækfæri til þess í síð- ustu kosningum og óvíst er hvort það komi aftur í bráð, ef okkur mis- tekst núna. Risavaxin verkefni eru framundan sem einungis er vilji til að leysa í röðum jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Ég er tilbúin til við- ræðna ef nauðsynlegt er að styrkja ríkisstjórnina til þessara verka, við alla þá aðila, einstaklinga eða flokka, sem reiðubúnir eru að leggja þess- um málum lið. Verkefnin eru öfl- ug atvinnu- og hagvaxtaruppbygg- ing sem eykur fjárfestingu úr 13 í 21 prósent og þar með hagvöxt í 4 til 5 prósent og minnkar atvinnuleysi um helming. Koma á kerfisbreytinu í fiskveiðistjórnarmálum sem felur í sér jafnræði og réttlæti við úthlutun aflahlutdeildar og að arðurinn renni í meira mæli til þjóðarinnar, að sam- eign þjóðarinnar á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá, tekjuskipt- ingin verði jöfnuð til hagsbóta fyr- ir fólk með lágar og millitekjur, til- lögur stjórnlagaráðs og hugsanlega fiskveiðistjórnarkerfið fari í þjóðar- atkvæðagreiðslu og að þjóðin fái að kjósa um fullbúinn aðildarsamning að ESB þegar hann liggur fyrir. Þar horfi ég að sjálfsögðu mest til Fram- sóknarflokksins og Hreyfingarinnar eins og ég sagði áðan. Vandinn er sá að formaður Framsóknarflokksins hefur sagt að hann vilji mynda þjóð- stjórn og fara í kosningar í haust. Sú leið er ávísun á pólitíska upplausn og efnahagslegan óstöðugleika næstu mánuði og auk þess tel ég fullvíst að ekki næðist sátt við Sjálfstæðis- flokkinn í þjóðstjórn um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu eða um að tillögur stjórnlagaráðs færu í þjóðar- atkvæðagreiðslu.“ Sérhagsmunir víki fyrir almannahagsmunum „Það er núna sem tækifærið er hjá vinstrimönnum að sýna að þeg- ar þeir eru við stjórn geti þeir breytt samfélaginu. Það sé annað samfélag en undir stjórn íhaldsaflanna. Það sé samfélag réttlætis og jöfnuðar þar sem hinn almenni maður í landinu njóti þeirra gæða sem landið hef- ur upp á að bjóða en safnist ekki á hendur fárra manna og græðgin nái yfirhöndinni. Það er okkar að sýna að sérhagsmunir víki fyrir almanna- hagsmunum þegar við stjórnum.“ johann@dv.is „Það er okkar að sýna að sér- hagsmunir víki fyrir almannahagsmunum þegar við stjórnum. Þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs „Jafnvel tel ég koma til greina að bera tillögur um fiskveiðistjórnar- kerfið undir atkvæði þjóðarinnar í leiðinni.“ MyNd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.