Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 44
44 | Viðtal 20.–26. apríl 2011 Páskablað M argir ætluðu að Jóhanna Sigurðardóttir, sem verið hafði félags- og trygginga- málaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, myndi stíga til hlið- ar og draga sig úr skarkala stjórn- málanna eftir bankahrunið og vegna þeirrar pólitísku óvissu sem upp kom í kjölfar þess. Hún hafði þá verið þing- maður og ráðherra óslitið í rúm 30 ár. Árið 1994 tapaði hún í formanns- kjöri Alþýðuflokksins fyrir Jóni Bald- vini Hannibalssyni, en þau höfðu meðal annars tekist á um niðurskurð í velferðarkerfinu vegna ríkissjóðshalla. Í lokaræðu sinni á flokksþinginu sagði Jóhanna meðal annars: „Ósigur er ekki endalok alls, því í sigri geta rætur ósigurs leynst en í ósigri rætur velgengni. Minn tími mun koma.“ Jóhanna stofnaði Þjóðvaka og sat á þingi fyrir hann þar til söguleg til- raun var gerð til að sameina jafnaðar- og vinstrimenn undir hatti Samfylk- ingarinnar árið 1999. Í lok janúar 2008, þegar stjórnar- samstarfi Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingarinnar hafði verið slitið lagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáver- andi formaður Samfylkingarinnar, til að Jóhanna tæki við sem forsætisráð- herra í minnihlutastjórn Samfylking- ar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Jóhanna tók þeirri áskorun og varð fyrsta konan til að gegna stöðu forsætisráðherra á Íslandi. Tími hennar var kominn, reyndar við erf- iðustu efnahagslegu skilyrði sem upp höfðu komið í sögu lýðveldis- ins. Bankahrun, gjaldeyriskreppa, skuldakreppa og í raun stjórnkerfis- kreppa dundu á þjóðfélaginu sam- tímis. Viðtalið, sem hér fer á eftir er fyrsta ítarlega viðtalið sem Jóhanna veitir dagblaði á rúmlega tveggja ára ferli sínum sem forsætisráðherra. Ekkert fararsnið á Jóhönnu Erillinn er mikill og lítið um frí hjá forsætisráðherra sem glímir við eftir- skjálfta fjármálahruns. „Það hefur nánast ekkert verið um frí í þrjú ár en það er í góðu lagi. Það sem mér þykir hins vegar verra er að hafa ekki getað sinnt fjölskyldunni og barnabörnum sem skyldi, þenn- an tíma. Vonandi endist mér líf og heilsa, þegar ég hef lokið mínu verk- efni í stjórnmálum, til að bæta fyrir það. Þar hef ég skuld að gjalda. En það er ekkert fararsnið á mér í póli- tíkinni meðan ég tel að ég hafi verk að vinna. Ég er full af orku og krafti til að takast á við þessi verkefni. Ég finn að ríkisstjórnin hefur skilað miklum ár- angri. Ég hef hreina samvisku og hef gert mitt besta í endurreisnarstarfinu og þegar svo er bíta ekki á mig ómak- legar árásir og svívirðingar minna andstæðinga, sem oft og tíðum eru á mjög lágu plani. En ég er auðvitað mannleg og stundum svíður undan persónulegum árásum. Ég neita því ekki. En mótlætið herðir mig og mér finnst þegar árásir dynja á mér frá andstæðingunum að ég sé á réttri leið. Það skerpir einbeitinguna og sýnina.“ Ætlar þú að vera áfram út kjör- tímabilið, jafnvel lengur, og gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundi Samfylkingarinnar í haust? „Já, að öllu óbreyttu og ef ég hef áfram trú og traust minna félaga og er sjálf sannfærð um að ég geri jafnaðar- hugsjóninni gagn þá skorast ég ekki undan ábyrgð.“ Lítill umhugsunarfrestur Söguna um það hvernig það vildi til að hún varð forsætisráðherra og síð- ar formaður Samfylkingarinnar segir hún þekkta. „Það var eindregið lagt að mér af mínum félögum og mjög víða að taka að mér að verða forsætisráðherra í minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og VG. Þetta var hugsað til skamms tíma því kosningar voru þá fyrirhug- aðar vorið 2009. Ég fékk nánast eng- an tíma til umhugsunar en lét slag standa. Mestu réð að ég mátti ekki til þess hugsa að ef ég segði nei gæti það orðið til þess að íhaldsöflin tækju hér aftur við stjórnartaumunum. Mér fannst það óbærileg tilhugsun og vildi ekki eiga þátt í því. Auk þess rann mér blóðið til skyldunnar fyrir hönd ís- lenskra kvenna. Þess vegna lét ég slag standa. Þetta kom svo koll af kolli. Þingkosningar nálguðust og Ingi- björg Sólrún ákvað að hætta. Ég varð því formaður flokksins sem ég ætlaði aldrei að verða eins og allir vita. En maður ræður ekki alltaf sínum örlög- um í pólitíkinni. Ég vil ekki svara þeirri spurningu hverjir það voru sem lögðu harðast að mér, en það var býsna breið samstaða um að fá mig til þessara verka, bæði meðal almennra flokks- félaga og innan þingflokksins. Ég hef alla tíð síðan haft mjög góðan stuðn- ing meðal flokksfélaga um land allt. Ég finn það meðal flokksfélaga, á flokks- stjórnarfundum og í þingflokknum. Ég hef haft breiðan stuðning þar og það hefur skipt sköpum. Þessi sterki og samheldni þingflokkur er raunar límið í þessari ríkisstjórn.“ Tveimur árum síðar og vel það: Var þetta þess virði? „Þetta hefur verið ögrandi verk- efni, ég neita því ekki og það hefur oft tekið á. Ég svara þessu hins vegar hiklaust játandi því árangurinn hefur verið mikill í þessu stjórnarsamstarfi. Við erum komin vel áleiðis við efna- hagslega endurreisn samfélagsins og höfum auk þess náð ýmsum lýðræð- is-, mannréttinda- og umbótamálum í höfn. Málum sem Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn hirtu ekki um í sínu samstarfi.“ Að uppræta spillingu Þú hefur oft lagt fram tillögur á þingi, líka sem þingmaður í stjórnarand- stöðu, sem fela í sér tilraunir til að bæta lýðræðið og koma í veg fyrir klíkuskap og spillingu. „Við höfum tekið það vel á fjármál- um stjórnmálaflokkanna svo dæmi sé tekið að við erum hætt að skammast okkar fyrir þau í alþjóðlegu samhengi. Við höfum tekið á lífeyrisréttindum forréttindahópa og Alþingismanna. Lög um siðareglur í stjórnsýslunni hafa verið sett og slíkar reglur sam- þykktar fyrir ráðherra. Upplýsingalög hafa verið endurskoðuð og rýmkuð og aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum stóraukið. Við höfum komið á nýrri leið til að skipa dóm- ara og spillingu hefur verið úthýst við ráðningar á æðstu embættismönn- um Stjórnarráðsins og Seðlabankans og margt fleira mætti telja. Sundrung vinstrimanna um áratugaskeið hefur fært Sjálfstæðisflokknum allt of mikil og langvinn völd og umgengni þeirra við valdið var orðin gegnsýrð af spill- ingu og oflæti. Það var því sannarlega orðin þörf á tiltekt í stjórnkerfinu.“ Einkavæðingaráráttan Þú nefndir íhaldsöflin. Af hverju er mikilvægt að halda þeim frá völdum? „Ég held að stjórnartíðin frá 1995, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn tóku við stjórnar- taumunum sameiginlega, sé í raun saga samfelldra hagstjórnarmistaka, spillingar og aukinnar misskiptingar. Segja má að þeim hafi tekist á þessum langa tíma að breyta þróun íslensks samfélags í mjög neikvæða átt. Taum- laus einkavæðingarárátta með einka- vinavæðingu bankanna í forgrunni er ein helsta ástæða hrunsins eins og rannsóknarskýrslan opinberar ágæt- lega. Þá sögu alla þarf hins vegar að rannsaka mun betur og gera upp til fulls. Þess utan varð afar mikil gliðn- un á þessum árum í tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. Græðgisvæðingin var óheft á þessum tíma og tekjubilið milli ríkra og fátækra breikkaði. Skatta- ívilnanir gögnuðust fyrst og fremst há- tekjufólki en skattbyrðin lenti á fólki með lágar tekjur eða meðaltekjur svo dæmið sé tekið. Þeir nýttu ekki einu sinni þennan hálfa annan áratug til að styrkja og efla velferðarkerfið þó skatt- heimta og tekjur ríkissjóðs hafi aldrei verið hærri en einmitt þá. Það hefur komið okkur í koll nú þegar við eigum í þessu erfiðleikum. Það var fyrst þegar Samfylkingin kom inn í ríkisstjórn árið 2008 sem tilraun var gerð til að breyta verulega almannatryggingakerfinu. Þar náðum við verulegum árangri.“ Miskunnarlaus valdabarátta Stendur þessi valdabarátta enn? „Valdabaráttan um Ísland er í há- marki núna. Það hefur ítrekað verið reynt að knésetja þessa ríkisstjórn og til þess beitt öllum ráðum. Ég þarf ekki annað en að nefna kjarasamningana. Þar hefur Landssamband íslenskra útvegsmanna sýnt grímulaust ofbeldi. Það er raunar með ólíkindum hvernig útvegsmenn hafa hagað sér. Þeir hafa blygðunarlaust beitt aðferðum sem koma í veg fyrir að á annað hundað þúsund manns fái 50.000 króna kjara- bætur um næstu mánaðamót og ann- að eins á næstu mánuðum. Þetta eru ógeðfelldar aðferðir. Þeir beita ofbeldi til að koma í veg fyrir kjarasamninga og ætluðu að fá Alþýðusambandið með sér í þennan leiðangur. Sem bet- ur fer tókst það ekki. Við stöndum nú í miðri baráttu um auðlindirnar og það kristallast ekki síst í óbilgirni og hótunum í tengslum við þessa kjara- samninga. Þetta er þannig að þegar valdablokkum, sem Sjálfstæðisflokk- urinn er partur af, finnst að sér þrengt eins og nú, þá svífast þær einskis og er ekkert heilagt. Ég nefndi kjarasamn- ingana. Þar var það LÍÚ, ein af stóru valdablokkunum í Sjálfstæðisflokkn- um. Ég nefni Icesave-samningana og vantrauststillöguna frá Sjálfstæðis- flokknum á Alþingi á dögunum. Ég gæti nefnt fleiri dæmi.“ Grafið undan völdunum Er þetta seigfljótandi valdakerfi sem erfitt er að breyta jafnvel þótt aðstæð- ur séu sérstakar? Það eru hindranir við hvert fótmál og setið um líf ríkisstjórn- arinnar. Jafnvel er forseti lýðveldisins mótdrægur meirihlutavaldi þingsins. En gerir ríkisstjórnin ekki axarsköft? „Þetta eru örvæntingarfullar til- raunir aftur og aftur til þess að koma ríkisstjórninni frá völdum. Valda- blokkirnar vilja komast aftur að kjöt- kötlunum. Það sýnir sig alls staðar og hvar sem er í samfélaginu. Núna eru þær að leggja stein í götu þjóðfélags- umbóta sem þessi ríkisstjórn beitir sér fyrir. Núna er það fiskveiðistjórn- arkerfið – áður voru það breytingar á stjórnarskránni. Strax og við kom- umst til valda reyndum við að knýja fram lýðræðisumbætur með bind- andi stjórnlagaþingi og breytingum á stjórnarskránni, varðandi þjóðar- eign á auðlindum og þjóðaratkvæða- greiðslur með því sniði að kjósendur geti sjálfir kallað eftir slíkum atkvæða- greiðslum samkvæmt settum reglum. Það var komið í veg fyrir þetta allt saman. Þetta sjáum við gerast aftur og aftur.“ Baráttan um auðlindirnar Er þá leynt og ljóst unnið gegn því til dæmis að ákvæði um þjóðareign á auðlindum fari í stjórnarskrá? „Þetta er barátta um auðlindirnar. Baráttan um vatnið, sem líklega er ein verðmætasta auðlind framtíðarinnar. Þetta er barátta um orkubúskapinn og náttúrugæðin. Þetta er barátta um lýðræðisumbætur sem við erum að festa í lög. Þetta kristallast svo í vilja okkar til þess að binda í stjórnarskrá þjóðareign á auðlindunum. Það hef- ur ekki verið auðvelt að ná fram breyt- ingum á stjórnarskrá með sjálfstæð- ismönnum. Sú barátta hefur raunar staðið yfir í marga áratugi án þess að við höfum náð fram til dæmis þessum grundvallaratriðum sem ég nefni hér. Þess vegna beitti ég mér sjálf fyrir því að koma stjórnlagaþingi á laggirnar árið 1995. Eina leiðin til þess að hreyfa málinu og koma umbótum í höfn væri með aðkomu fólksins sjálfs í landinu. Það er ekki tilviljun að þeir hafa bar- ist svona hart gegn stjórnlagaráðinu!“ Snýst um samheldni vinstrimanna Það má segja að þú hafir lýst hér að að ykkur sé sótt úr öllum áttum. Valda- kerfið seiglist áfram og vinni gegn ykkur. En er ekki einnig um að ræða innri veikleika? Þingmeirihlutinn vill ekki kosningar en ríkisstjórn þín nýtur minnsta mögulega meirihluta á þingi. Þið hafið stuðning einhverra í stjórn- arandstöðunni við einstök mál en á sama tíma hlaupa þrír VG-þingmenn út og lýsa vantrausti á ríkisstjórn þína. Er þetta ekki áhyggjuefni? „Jú, vissulega og það er þyngra en tárum taki að vinstrimenn hafi stutt vantrauststillögu Sjálfstæðismanna á fyrstu meirihlutastjórn jafnaðar- manna og félagshyggjufólks. En þeg- ar á heildina er litið mistókst þessi atlaga að ríkisstjórninni þrátt fyrir að hún hafi misst mann fyrir borð. Augu manna beindust að vandamálunum og klofningnum í Sjálfstæðisflokknum og valdaleysi hans sem veldur nú heil- miklum brestum og klofningi innan flokksins. Auðvitað er þetta tími átaka og hann hefur að sumu leyti verið erfiður stjórnarsamstarfinu. Mér er það mikið í mun, þegar fyrsta hreina vinstristjórnin er við völd í landinu, að hún nái sínu ætlunarverki, ekki aðeins við endurreisnina, heldur einnig hvað varðar lýðræðisumbæturnar sem við berjumst fyrir. Þessi knappi meiri- hluti er vissulega áhyggjuefni, en ég vil samt minna á að viðreisnarstjórn- in á sjöunda áratug síðustu aldar bjó við eins manns meirihluta að mestu á tólf ára ferli sínum. Það er ekkert sem segir að þetta sé ekki hægt, en þetta er áhyggjuefni þegar koma þarf í gegn- um þingið stórum og erfiðum mál- um.“ Valdabaráttan um Ísland í hámarki „Ekkert fararsnið á mér í pólitíkinni,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra. Henni finnst koma til greina að tillögur um stjórnarskrárbreytingar og tillögur um breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu verði bornar samtímis undir atkvæði þjóðar­ innar seint á þessu ári. Hún gagnrýnir sjálf­ stæðismenn harðlega og segir umgengni þeirra við valdið gegnsýrða af spillingu og oflæti. „Valdablokkirnar vilja komast aftur að kjöt­ kötlunum.“ Í viðtali við Jóhann Hauksson segir Jóhanna að til greina komi að styrkja ríkisstjórnina og horfir hún í því sambandi til Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar. „Ég held að stjórnartíð­ in frá 1995, þegar Sjálfstæðisflokkur­ inn og Framsókn­ arflokkurinn tóku við stjórnartaum­ unum sameigin­ lega, sé í raun saga samfelldra hag­ stjórnarmistaka, spillingar og auk­ innar misskiptingar. „Nú er komið að ákveðinni ögur­ stund fyrir jafnaðarmenn og félagshyggjufólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.