Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 76

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 76
76 | Lífsstíll 20.–26. apríl 2011 Páskablað Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra gengur að eiga Bjarna Bjarnason rithöfund á laugardag- inn. „Svo ætlum við nýgiftu hjónin að hafa það rosalega huggulegt heima á páskadag. Bara tvö. Við höldum páskana hátíðlega með strákunum okkar á mánudaginn í staðinn og verð ég með páskalamb og tilheyrandi.“ Katrín segir að þau Bjarni ætli að hafa þetta einfalt og þægilegt á brúðkaupsdaginn þegar gestir samfagna þeim. „Það verður fingramat- ur og kökur. Þetta verður standandi partí. Svo verður dansað og sér plötusnúður um tónlist- ina. Ég er svo mikill unglingur þegar kemur að tónlist, ég vona að tónlistin verði sem fjöl- breyttust.“ Katrín hefur stundum farið út á land um páskana. „Svo hef ég líka legið heima í fullkom- inni leti og mér finnst það oft bara best: Vakna snemma, vera í náttfötunum, borða páska- egg og horfa á fjölskyldumyndir og hafa það huggulegt.“ Hvað segir iðnaðarráðherrann um páskahá- tíðina sem slíka? „Þetta eru magnaðir dagar. Það er kraftmikið að gifta sig daginn fyrir upp- risuna. Það var ekki alveg út í bláinn að sá dagur skyldi vera valinn. Ég lít alltaf svo á að páskahátíðin marki ákveðin tímamót og ég upplifi páskana alltaf sem tímamót. Ég nota páskana alltaf sem ákveðið viðmið. Það er byrjað að birta af degi og ég upplifi páskana alltaf þannig, enda eru þeir það líka í trúarlegum skilningi. Það var heilmikið sem gerðist á þessum tíma. Páskarnir eru trúarleg hátíð en þetta er líka tækifæri fyrir okkur í þessu hraða samfélagi til að slaka á og njóta samveru með okkar uppáhaldsfólki, hvort sem það eru fjölskylda eða vinir.“ um páskana Út og suður Hvað gerir fólk um páskana? Það er heima, fer út á land eða til útlanda. Svo kjósa einhverjir að ganga í hjónaband á þessum tíma. Katrín, Ómar, Páll Óskar, Ragnar, Sigrún og Yrsa segja hvað þau ætla að gera um hátíðina. Páskabrúðkaup Skýrslulesning í suðrænni sól Katrín Júlíusdóttir „Það er kraftmikið að gifta sig daginn fyrir upprisuna. Það var ekki alveg út í bláinn að sá dagur skyldi vera valinn.“ Ómar Ragnarsson er farinn til Portúgal þar sem hann ætlar að vera um páskana og er þetta í fyrsta sinn sem hann er ekki á Íslandi þegar sú hátíð stendur yfir. „Fjölskyldur okkar hjóna eru mjög stórar og oft eru fermingar um páskana auk verkefna á ýmsum sviðum. Í þetta sinn var engin ferming í innsta hring og búin að vera mikil törn án nokkurra frídaga í ár og daga. Margra ára gamalt boð dóttur og tengdasonar um að koma og vera hjá þeim í sumarhúsi á strönd Portúgals var því loks þegið og það með löngum fyrirvara. Konan mín hafði áður þegið slíkt boð án þess að ég kæmi með og kominn tími til að breyta þessu, að vísu með þeim fyrirvara að hafa með sér á átt- unda hundrað blaðsíður af skýrslum varðandi stjórnarskrána og liggja yfir þeim í bland.“ Húsið sem fjölskyldan dvelur í er um 70 km fyrir sunnan borgina Porto. „Það var farið úr éljunum heima í 25 stiga hita og sólskin. Þetta er afar frjálst og óþvingað en fjölskylda dóttur minnar er vön því að fylgjast með einhverjum þjóðlegum hátíðahöldum páskanna hér.“ Þegar Ómar er spurður hvað páskarn- ir séu í huga hans segir hann: „Páskarn- ir eru í raun grundvallarhátíð kristinna manna og mesta hátíðin í mínum huga. Hér í hinu kaþólska umhverfi er það bara gott mál að njóta helgidaganna til tilbreytingar frá kvikmyndatökuferðum um jökla Íslands sem oft hafa verið á dagskrá hjá mér um páska.“ Ómar Ragnarsson „Margra ára gamalt boð dóttur og tengdasonar um að koma og vera hjá þeim í sumarhúsi á strönd Portúgals var því loks þegið og það með löngum fyrirvara.“ Líf Magneudóttir vefritstjóri og varaborg- arfulltrúi VG ætlar að flytja um páskana. Hún lætur flutningana þó ekki standa í vegi fyrir sprelli um helgina. „Ég ætla að nota páskafríið í að flytja og koma mér fyrir á nýjum stað í kvótaminnsta kjördæmi lands- ins. Það er alveg tilvalið að flytja um páska því þá eru allir í fríi og hafa ekkert betra að gera en að bera nokkra kassa upp á þriðju hæð. Á páskadag verður svo mikið stuð hjá krökkunum við að leita að páskaeggjum á nýjum felustöðum. Það var ekki seinna vænna að flytja, það var orðið ansi strembið að fela páskaeggin í gömlu íbúðinni.“ Nýir felustaðir fyrir páskaeggin VON OG VOR „Það verður nóg að gera um páskana,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson. „Ég verð bæði fyrir norðan og vestan. Ég verð á miðvikudagskvöld með ball á All- anum á Siglufirði og á fimmtudaginn verð ég með ókeypis barnaskemmtun í bænum. Um kvöldið sé ég síðan um unglingaball fyrir 14 ára og eldri. Ég verð með ball á Sjallanum á Akureyri á föstudaginn langa en ég verð á Ísafirði um helgina á hátíðinni Aldrei fór ég suður.“ Hvað með lagavalið þessa dagana? „Öll mín bestu lög. Böllin mín ganga þannig fyrir sig að ég er bæði plötu- snúður og söngvari. Ég spila helstu partíslagara mannkynssögunnar og þegar leikar standa sem hæst þá treð ég upp, þá tek ég mitt eigið „show“. Fyrir mig persónulega er það alltaf hápunktur kvöldsins.“ Páll Óskar segir að það sé búið að bjóða sér í matarboð á öllum stöð- unum. Hann segist yfirleitt vera að vinna á páskunum og er því ekki vanur að elda páskamat. Hvað eru páskarnir í huga hans? „Ef lykilatriðið er upprisa þá þýða páskarnir von fyrir mig. Það er líka vor í lofti, grasið er að spretta upp á nýtt eftir vetrardvala, fuglarnir farnir að syngja aftur, allt er að verða voða væmið og orkan verður allt önnur. Páskarnir eru fyrir mér alltaf von og vor.“ Hvað með páskaegg? „Ég er nú þegar búinn að torga ég veit ekki hvað mörgum páskaeggjum. Ég stenst ekki freistinguna að kaupa þetta í kjör- búðum, enda fara páskaeggin upp í hillur löngu fyrir hátíðina sjálfa og fæ ég langan tíma til að stelast í að narta í þetta.“ Ef öll páskaeggin hefðu verið sett saman í eitt: „Ég held að ég sé bú- inn að borða páskaegg númer 35.“ Páll Óskar Hjálmtýsson „Ef lykilatriðið er upprisa þá þýða páskarnir von fyrir mig.“ Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur verður heima um páskana. Hún segist ætla að fara í gegnum búslóðina og henda því sem þarf að henda. „Það er búið að taka húsið í gegn en það var svo mikið rask að við þurftum að flytja út og núna þarf að koma búslóðinni aftur fyrir.“ Rithöfundurinn ætlar líka að vinna við skriftir í páskafríinu. Hún er spurð hvort hún sé komin langt með næstu bók. „Hálfnað er verk þá hafið er. Þetta er komið af stað.“ Yrsu og eiginmanni hennar er boðið í þrjú matarboð: Á föstudaginn langa, á laugardag- inn og á páskadag. Hún segist yfirleitt vera á Íslandi um páskana. „Þetta er svolítið eins og jólin. Við erum vön að vera með páskaboð fyrir börnin í ættinni og er okkur yfirleitt boðið í mat á páskadag til foreldra minna eða tengdafor- eldra.“ Um páskana segir rithöfundurinn: „Þeir þýða fyrir mig vor og oft eiga sonur minn og pabbi afmæli á þessum tíma. Þetta er bjart- sýnishátíð, fram undan sól og sumarylur. Auð- vitað er þetta kristin hátíð en ég er ekki mjög ræktarleg hvað það varðar. Við erum ekki dug- leg að fara í kirkju eða hlusta á útvarpsmess- ur en auðvitað ber ég virðingu fyrir uppruna páskanna.“ Bjartsýnishátíð Strembið að fela í gömlu íbúðinni Líf Magneudóttir ætlar að koma nýrri íbúð í stand um páskahelgina og finna nýja felustaði fyrir páskaeggin. Yrsa Sigurðardóttir „Við erum vön að vera með páskaboð fyrir börnin í ættinni og er okkur yfirleitt boðið í mat á páskadag til foreldra minna eða tengdaforeldra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.