Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 38
E kki veit ég hvort trúarlegar táknmyndir skipta einhverju máli lengur í samfélagi okk- ar. Ég hallast að því að svo sé ekki. Því ef svo væri, þá hlytum við að íhuga vandlega hvað vekti fyrir okkur með því að halda upp á páskana. Páskahátíðin er auðvitað í grund- vallaratriðum vorhátíð. Hún hefur verið það frá örófi alda, löngu fyrir daga kristninnar. Einhvers konar vorhátíðir eru áreiðanlega haldnar í flestöllum samfélögum, þar sem vorið er á ann- að borð mikilvæg árstíð – þar sem það markar skýr skil milli annars veg- ar kuldatíðar vetrarins þegar gróður liggur í dvala, og hins vegar þess nýja líf sem fylgir hlýnandi veðri, vorrign- ingum, hækkandi sól … Og fuglarnir fara að gera sér hreiður og verpa eggjum, það er á leiðinni nýtt líf – þótt því miður skríði ekkert raunverulegt nýtt líf úr þeim táknum sem við höfum í mestum há- vegum um upphaf varptímans, það er að segja páskaeggjunum. En við fáum þó málshátt! Sigur lífsins yfir dauðanum! En þótt páskahátíðin í kristnum sam- félögum sé augljóst afsprengi hinna heiðnu vorhátíða sem menn héldu fyrrum til að halda upp á að hafa þreyð dauflegan þorrann, og nú tæki lífið á sprett á ný, þá hefur hátíðin í þessum kristnu samfélögum tekið á sig svo flókna og erfiða mynd að það er með nokkrum ólíkindum. Og það væri ýmsum erfiðleikum bundið ef við ættum í raun og veru að trúa á allar þær táknmyndir. Því hugsun þeirra og bakgrunnur eru svo einkennileg. Að ég segi ekki óviðkunnanleg. Ég hef aldrei skilið krossfest- inguna – það er það sem ég á við. Og mér finnst hún vita ómöguleg táknmynd fyrir samfélag okkar. Nú má segja að það komi mér í sjálfu sér ekkert við. Af hverju ætti það að skipta mig máli þótt trúað fólk notist við hefðbundnar táknmyndir trúar sinnar? Og er þetta ekki falleg táknmynd um sigur lífsins yfir dauðanum? Kærleikans yfir hatrinu? Gengur ekki upp! Það er nefnilega vandamálið. Það er engin leið að leggja trúnað á að krossfesting Jesú frá Nasaret hafi ver- ið á einhvern hátt merki um sigur lífsins eða kærleikans. Sama hvernig ég brýt heilann – ég fæ það bara ekki til að ganga upp. Og það hlýtur að skipta mig máli hvort það samfélag sem ég og mínir byggjum, sé að hlusta til reist á tákn- mynd sem gengur ekki undir nokkr- um kringumstæðum upp. Lítum á nokkrar staðreyndir. Jesú frá Nasaret var eða virtist að minnsta kosti vera einhvers konar prédikari/spámaður í Galíleu og síð- an Jerúsalem kringum árið 30 e.Kr. Það er ekki einfalt mál að átta sig á hver kenning hans hafi verið, vegna þess að guðspjöllin voru ekki skrifuð fyrr en í fyrsta lagi 50 árum eftir hans dag – og guðspjallamennirnir töldu sig hafa fullt leyfi til að túlka og toga hina upprunalegu kenningu eins og þeim sýndist. Það er auðsjáanlegt af því hvern- ig kenningin þróast í guðspjöllunum eftir því sem tímar líða og fleiri guð- spjöll eru skrifuð – fyrir æ fjölbreytt- ari hlustendur eða lesendur. Vafalítið hefur sú kenning sem hljómaði úr munni Jesú þegar hann sjálfur gekk um þjóðgötur Galíleu verið snotur og falleg. Ljómandi snoturt! Flestallt af því sem guðspjöllin hafa eftir Jesú er ljómandi viturlegt og gott, og afar fátt er óviðkunnanlegt á einhvern hátt – að minnsta kosti af því sem ætla má að sé í rauninni komið frá honum sjálfum. En í fyrsta lagi, þá hefur kenn- ing Jesú líklega ekki verið aðalatriði í starfi hans. Því í elsta guðspjallinu, og því sem væntanlega er marktæk- ast um hann, það er Markúsarguð- spjall, þar kemur fram að aðalstarf Jesú – að minnsta kosti framan af var að reka út illa anda, og lækna fólk með kraftaverkum. Og þótt ekki skuli ég gera lítið úr særingamönnum – guð gefi að við gætum rekið út svolítið af hinum illu öndum í samfélaginu núna!! – og þaðan af síður kraftaverkamönnum, þá er morgunljóst að það var ekkert einstakt við slík störf í Galíleu á 1. öld e.Kr. Nei, heimildir benda til að fjölmargir slíkir menn hafi farið um götur og sýslað við sínar særingar og kraftaverk. Jesú hefur því ekki verið óvenju- legur vegna þessara starfa sinna. Ekkert frumlegt! Og hversu mjög sem við metum kenn- ingu Jesú, þá verður líka að segjast að það var í reynd ekkert mjög frumlegt við hana. Boðskapur hans var góður, en hann hafði allur komið fram áður – bæði í Mið-Austurlöndum, Indlandi, Kína o.s.frv., nálega alls staðar þar sem menn höfðu drepið niður fæti, og voru komnir á visst stig í samfélagsmyndun sinni og menningarlegri hugsun. Það var sem sé ekki vegna frum- legra kenninga sinna um kærleikann sem Jesú var krossfestur – kenninga sem aldrei höfðu heyrst á jörðinni áður. Ástæðurnar fyrir krossfestingunni voru sem sagt ekki kenning Jesú, og heldur ekki sú staðreynd að hann læknaði með kraftaverkum eða rak út illa anda – allt þetta var gamal- kunnugt og allt þetta höfðu margir prédikarar og spámenn sagt og gert án þess að vera allir leiddir burt og líflátnir. Plott! Það sem mér hefur alla tíð þótt svo skrýtið er að okkur skuli ætlað að trúa því að þarna hafi verið guðs- sonur á ferð, og guðfaðir hafi á ein- hvern hátt sent hann til að boða okkur nýja kenningu – en um leið, þá hafi það verið fyrirfram ákveðið að við (mannkynið) myndum hafna þessari „nýju“ kenningu, og það af svo skefjalausu hatri að við myndum vilja guðssoninn feigan. Þótt ekkert í orðum hans og gjörð- um hafi stutt slíka túlkun. Og í plottinu hafi falist að Jesú ætti ekki aðeins að vera drepinn til að friðþægja fyrir „syndir“ okkar, eða vegna þess að hatursfullu farísearnir (sem voru í raun ósköp prúðir fræði- menn og kenning þeirra ekkert að ráði óskyld kenningu Jesú, eftir því sem við best vitum). Og hann hafi átt að þjást á krossi – semsé þola villimannlegustu og grimmdarlegustu aftökuaðferð sem Rómverjar kunnu upp á að bjóða – líka fyrir „syndir“. Hrifnir af andstyggðarverkum! Þetta á okkur á einhvern hátt að þykja voðalegt fallegt. Biblíuhöfundarnir eru stundum óþægilega hrifnir af andstyggðar- verkum. Samanber þegar Abraham ætlar að fórna Ísak syni sínum. Fáránleg saga, og ógeðleg, en okk- ur var lengi ætlað að dást að henni. Dást að hinni miklu og „fögru“ trú Abrahams sem ætlaði að slátra syni sínum af einskærri undirgefni við guð sinn. Sagan um krossfestinguna – ef við lítum á hana sem einhvers kon- ar „fórn“ guðföður á syni sínum, er heldur ekkert falleg. Það er bara andstyggileg saga um grimma og blóðuga refsingu. Ekkert fallegt við þetta. En við eigum að bera virðingu fyrir föður sem slátrar syni sínum í þágu annaðhvort yfirvalds (Ísak) eða meirihlutans (Jesú). Úff. Bara blöff! Og svo er þetta ekki einu sinni satt. Hin mikla fórn guðs er jú bara blöff. Því Jesú rís upp fáeinum dægrum eft- ir dauða sinn, og leikur á als oddi. Það er þetta sem ég hef aldrei getað skilið. Hvernig við getum haft svona skrýtna, mótsagnakennda og – já! – ranga táknmynd að einhvers konar heilagri leiðarhnoðu lífs okkar. En kannski eru allir hættir að leiða hugann að þessu, hvað veit ég? Hin skrýtna tákn- mynd páskanna Ein leið til að líta á nýafstaðn-ar Icesave-kosningar er sú að Íslendingar hafi orðið sér til skammar sem þjóð. Skömmin er til- komin af því að umheimurinn, fólk- ið í löndunum í kringum okkur sem nennir á annað borð að velta Ís- landi og Icesave fyrir sér, álítur nið- urstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar vera skammarlega. Hún er skamm- arleg því við neitum að borga fólki í öðrum löndum til baka fé sem eig- endur íslensks banka höfðu af þeim. Í staðinn ætlumst við til þess að við- komandi ríki greiði þessu fólki til baka þessa fjármuni. Með þessu brjótum við viðtekna siðferðisreglu, jafnræðisregluna, í samskiptum sið- aðra þjóða. Okkur finnst eðlilegt, sjálfsagt og siðlegt að íslenska ríkið – við – ábyrgist fjármuni sem gírug- ir íslenskir bankar hafa haft af inni- stæðueigendum, einkum íslenskum þegnum, hérlendis. En okkur finnst ekki að íslenska ríkið eigi að ábyrgj- ast og greiða til baka peninga sem þessi sami íslenski banki hefur haft af erlendum þegnum á innistæðu- reikningum í útibúum bankans er- lendis. Persónulega finnst mér þessi ástæða vera nægjanleg til að við hefðum átt að samþykkja Icesave-samninginn. Við þurfum ekki einu sinni á lagalegum rökum að halda til að komast að þessari nið- urstöðu. Við getum ekki verið þekkt fyrir það sem þjóð að mismuna fólki á grundvelli þjóðernis og búsetu með þessum hætti. Ég skammast mín fyr- ir þessa niðurstöðu þjóðaratkvæða- greiðslunnar út af þeirri mismunun sem felst í henni gegn öðrum en Ís- lendingum, sem voru mikill meiri- hluti hinna innlendu innistæðueig- enda. Niðurstaðan hefur kallað yfir okkur vansæmd. Ein möguleg leið í átt til breyting-ar er að við skömmumst okkar sem þjóð fyrir þessar skamm- sýnu og siðlausu ákvarðanir, sem samkvæmt leikreglum lýðræðis- ins verður að eigna okkur í samein- ingu. Slík breyting til batnaðar væri þá ekkert annað en siðferðileg bylt- ing á hugarfari þjóðarinnar. Ástæða hugarfarsbyltingarinnar verður þá ekki að við sannfærumst af þeim sterku rökum fyrir því að við ættum ekki að hugsa svona, til að mynda eins og jafnræðisrökunum í Icesave- málinu. Ástæðan er miklu frumstæð- ari en svo og er eðlisólík slíkum sið- ferðisrökum sem virðast ekki nægja til að grundvalla breytni okkar. Þessi ástæða er sú að á endanum munum við byrja að skammast okkar fyrir að vera Íslendingar ef við höldum áfram að taka sameiginlegar ákvarðanir sem byggðar eru á þjóðernishyggju. Einhvern veginn svona væri hægt að túlka stöðu Íslands eftir Ice-save-atkvæðagreiðsluna í ljósi kenninga bresk-ganverska heim- spekingsins, Kwame Anthony App- iah, um ástæður byltinga í sið- ferðismálum þjóða. Í nýlegri bók sinni The Honor Code: How Moral Revolutions Happen, færir Appiah fyrir því rök að þrír siðir, sem taldir eru siðlausir í vestrænum samfélög- um í dag, hafi lagst af vegna þess að fólk byrjaði að líta á þá sem skamm- arlega. Dæmin sem Appiah tekur eru: (1) sá siður í Kína að reyra, og þar með afmynda, fætur kvenna frá unga aldri; (2) hólmgöngur, siður sem tíðkaðist meðal annars í Eng- landi fram á nítjándu öld og (3) af- nám þrælahalds í breska heimsveld- inu. Inntakið í greiningu Appiah er ekki að sett hafi verið fram skynsam- leg rök gegn þessum siðum og þar af leiðandi hafi þeir lagst af. Appiah segir að slík túlkun gangi ekki upp þar sem mjög góð siðferðisrök gegn þessum siðum hafi verið sett fram löngu áður en þeir lögðust af. Það sem kom hugarfarsbyltingunum af stað og leiddi til afnáms þessara siða var að þeir sem tóku þátt í þeim – til dæmis Kínverjinn sem átti að kvæn- ast konu með reyrða og afmyndaða fætur – byrjuðu að líta á viðkomandi sið eða hátterni sem skammarlega. Reyrðir fætur kínversku konunnar hefðu þá kallað vansæmd yfir mann hennar. Eftir að hafa komist að þessari niðurstöðu yfirfærir Appiah þessa sömu hugsun um þessi þrjú sögulegu dæmi yfir á sæmdar- morð á konum í Pakistan – þann sið að eiginmaður eða ættingjar konu geti myrt hana ef hún veldur þeim vansæmd, til dæmis með hjúskap- arbroti. Appiah segir að röksemda- færslurnar sem banni morð séu vissulega þekktar í Pakistan, bæði eru morð bönnuð með lögum auk þess sem Kóraninn bannar þau. En þessi rök og þessi bönn virðast ekki skipta máli því þessi siður hefur þrátt fyrir þetta viðhaldist fram á 21. öld- ina. Hugmynd Appiahs er því á þá leið að eina leiðin til að sæmdar- morð á konum leggist af í Pakistan sé að byrjað verði að líta á slík morð sem óhæfuverk sem kalli vansæmd, ekki sæmd, yfir þann sem þau frem- ur. Um þetta segir Appiah: „Snúa þarf sæmdinni gegn sæmdar-morðum líkt og sæmdinni var beitt gegn hólmgöngum, gegn því að reyra fætur kvenna, gegn þrælahaldi. Haldið endilega áfram að minna fólk á að sæmdarmorð eru siðlaus, ólögleg, órökrétt og brjóta gegn öll- um trúarkenningum. En ég geri ráð fyrir að jafnvel þó menn viðurkenni þessi sannindi mun það ekki leiða til þess að menn breyti út frá því sem þeir vita. Sæmdarmorð munu aðeins leggjast af þegar litið verður þannig á að þau færi mönnum vansæmd.“ Ég reikna með að Íslendingar þurfi að ganga í gegnum ein-hvers konar svona hugarfars- byltingu til að þeir átti sig á því að þjóðernishyggja – hugmyndin sem hvað helst grundvallaði andstöð- una við Icesave-lögin – er lífsskoðun sem auðvelt er að færa rök gegn og sem færir mönnum frekar vansæmd en sæmd vegna þess að hún hefur sjaldnar en ekki afar slæmar afleið- ingar þar sem hún byggir á mismun- un á óréttlátum forsendum. Kannski mun niðurstaðan í Icesave-kosning- unum verða einn liður í þessari hæg- fara hugarfarsbyltingu. Við höfum nú þegar kallað yfir okkur vansæmd fyr- ir siðleysi og heimsku þegar við neit- uðum að borga skuldir sem við hefð- um átt að borga samkvæmt lögum og almennum siðferðisreglum en gerð- um þó ekki. Á endanum er hugsan- legt að Íslendingar þurfi að greiða Bretum og Hollendingum fyrir Ice- save því búast má við að þeir muni sækja það hart. Líklegt er að það verði þjóðinni dýrara en það hefði orðið ef Icesave hefði verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Icesave-málið verður því kannski góð lexía fyrir okkur á endanum því vansæmd okkar mun kannski leiða af sér skárri hugsunarhátt, minni þjóðernishyggju, hér á landi. Þannig getur þessi slæma niðurstaða í atkvæðagreiðslunni kannski haft þokkalegar afleiðingar: Vansæmd okkar í samfélagi þjóðanna verður kannski minni í framtíðinni fyrir vik- ið því Icesave-málið mun kenna okk- ur þá mikilvægu lexíu að bera ekki fyrir okkur stæka þjóðernishyggju í samskiptum við aðrar þjóðir. Ísland er, þrátt fyrir allt, ekki eitt í heimin- um. 38 | Umræða 20.–26. apríl 2011 Páskablað Helgarpistill Ingi F. Vilhjálmsson Trésmiðjan Illugi Jökulsson Vansæmdin í Icesave-málinu „Biblíuhöfundarnir eru stundum óþægilega hrifnir af andstyggðarverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.