Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 35
Nærmynd | 35Páskablað 20.–26. apríl 2011 ­heimildum­DV­er­hann­þó­ekki­dug- legur­við­að­mæta­á­nefndarfundi­en­ hann­situr­í­utanríkismálanefnd­og­Ís- landsdeild­þingmannanefndar­EFTA. „Ég­ myndi­ lýsa­ honum­ sem­ traustum­ og­ heiðarlegum,­ óvenjuvel­ greindum­ og­ víðsýnum.­ Ég­ finn­ vel­ fyrir­þessari­víðsýni­þegar­ég­hlusta­á­ mál­Sigmundar,“­segir­Elín­Hirst­sem­ starfaði­með­Sigmundi­Davíð­á­Ríkis- útvarpinu.­„Já,­hann­var­góður­starfs- maður.­ Eitt­ sinn­ kvartaði­ ég­ yfir­ því­ sem­fréttastjóri­við­undirmenn­mína­ að­ mér­ fyndist­ þeir­ ekki­ vera­ nógu­ hugmyndaríkir.­ Sigmundur­ Davíð­ brást­ skjótt­ við­ þessari­ gagnrýni­ og­ sendi­mér­heilar­tíu­þéttritaðar­blað- síður­með­nýjum­hugmyndum,“­seg- ir­Elín,­en­þetta­rímar­vel­við­það­sem­ Birgitta­ sagði­ um­ vinnusemi­ hans.­ „Stundum­gat­hann­verið­svolítill­pró- fessor­ í­ sér,­ en­ mér­ fannst­ það­ bara­ betra,­ég­nýt­þess­að­hafa­fólk­í­kring- um­ mig­ sem­ er­ ekki­ steypt­ í­ sama­ mót.“ Af ríkri Framsóknarætt Gunnlaugur,­faðir­Sigmundar­Davíðs,­ varð­einn­auðugasti­maður­landsins­í­ gegnum­ fyrirtækið­ Kögun­ sem­ hann­ var­í­forsvari­fyrir­lengst­af.­Fyrirtækið­ var­stofnað­fyrir­tilstilli­utanríkisráðu- neytisins­í­tengslum­við­uppbyggingu­ íslenska­ loftvarnarkerfisins,­ öðru­ nafni­ IADS-ratsjár- kerfið,­sem­byggt­var­upp­ á­ vegum­ Atlantshafs- bandalagsins.­ Kögun­ sá­um­viðhald­og­þró- un­ á­ kerfinu­ sem­ er­ rekið­ af­ Ratsjárstofn- un,­ sem­ síðar­ fór­ undir­ Varnarmála- stofnun­sem­nú­hef- ur­ verið­ leyst­ upp.­ Árið­ 1996­ var­ fyrir- tækið­ skráð­ á­ Opna­ tilboðsmarkaðinn­ og­ árið­ 2000­ voru­ hlutabréf­þess­skráð­ á­Verðbréfaþingi­Ís- lands.­ Fyrstu­ fjóra­ mánuði­ ársins­ 1997­ hækkaði­ gengi­hlutabréfa­ í­ félaginu­ um­ 277­ prósent­ og­ hafði­ þá­ hækkað­ um­ 400­ prósent­ frá­ fyrstu­ skráningu.­ Gunnlaug- ur­ eignaðist­ fyrirtækið­ á­síðasta­áratug­síðustu­aldar­en­hann­ hafði­ þá­ farið­ með­ stjórnartauma­ í­ því­ frá­ stofnun­ þess.­ Ári­ áður­ en­ fé- lagið­var­skráð­á­Verðbréfaþingið­áttu­ Gunnlaugur­ og­ eiginkona­ hans­ 27­ prósenta­hlut­í­félaginu. Gunnlaugur­ og­ Bjarni­ Benedikts- son,­ formaður­ Sjálfstæðisflokksins,­ sátu­ saman­ í­ stjórn­ félagsins­ Máttar­ –­sem­í­dag­er­gjaldþrota­–­fyrir­hrun- ið­ árið­ 2008.­ Feður­ þeirra­ Sigmund- ar­ Davíðs­ og­ Bjarna­ hafa­ verið­ ­ við- skiptafélagar­og­hafa­fjárfest­saman­í­ mismunandi­ fyrirtækjum­ um­ nokk- urt­skeið.­Þekktust­eru­viðskipti­þeirra­ í­ Icelandair,­ Mætti­ og­ BNT,­ móður- félagi­olíufélagsins­N1.­ Stundum­ hefur­ verið­ haft­ á­ orði­ að­ þessi­ viðskiptatengsl­ fjölskyldna­ þeirra­ Bjarna­ og­ Sigmundar­ Davíðs­ kynnu­ að­ koma­ sér­ vel­ í­ framtíðinni­ við­ myndun­ ríkisstjórna­ eftir­ kosn- ingar­og­að­þeir­ættu­auðvelt­með­að­ komast­ að­ samkomulagi­ um­ sam- starf.­Tíminn­verður­að­leiða­það­í­ljós­ en­ miðað­ við­ vinsældir­ Sigmundar­ Davíðs­ innan­ Framsóknarflokksins­ og­ afgerandi­ stöðu­ hans­ má­ ætla­ að­ hann­ sé­ kominn­ í­ flokkinn­ og­ íslenska­ pólitík­ til­ að­ vera. „Mér finnst hann bara svolítið nörd“ Þingmaðurinn Sigmundur var kjörinn á þing árið 2009 en hann hafði ekki verið virkur í starfi Framsóknarflokksins nema í um mánuð áður en hann varð formaður flokksins. Mynd Sigtryggur Ari JóhAnnSSon Má ekki kalla sig skipulagshagfræðing Menn hafa velt vöngum yfir því í nokkurn tíma hvaða menntun Sigmundur Davíð hafi í reynd. Hann hefur lokið einni háskóla- gráðu þrátt fyrir langan námsferil, en að eigin sögn styttist í lok doktorsnáms. Sigmundur útskrifaðist í febrúar 2005 með BS-gráðu í við- skiptafræði frá Háskóla Íslands með fjölmiðlafræði sem auka- grein. Þá fór hann í skiptinám í hálft ár í hagfræði og hagþróun til Moskvu og svo fór hann í tvö ár til Kaupmannahafnar í stjórnmálafræðideild áður en hann útskrifaðist formlega úr viðskiptafræði. Að því loknu fór Sigmundur til Oxford í þverfaglegt masters- nám í hagfræði, stjórnmálafræði og skyldum greinum. Hann framlengdi að eigin sögn námið þar og á lítið eftir til að ljúka doktorsnámi. Honum hefur þó ekki hlotnast nein prófgráða að svo stöddu úr því námi. Það vekur nokkra eftirtekt að hann skuli hafa komið fram á sjónarsviðið undir starfsheitinu skipulagshagfræðingur. Sam- kvæmt svörum aðstoðarmanns Sigmundar við spurningum DV tók Sigmundur starfsheitið upp sjálfur til að einfalda fjölþættan námsferil. Það er lögfræðilega áhugavert að skoða þetta í því ljósi að til eru lög sem vernda rétt manna til að kalla sig hagfræðinga eða viðskiptafræðinga. Samkvæmt aðstoðarmanni Sigmundar telja þeir lögin heimila þeim sem hafa BS-próf í viðskiptafræði að titla sig hagfræðing. Samkvæmt svari frá efnahags- og við- skiptaráðuneytinu er það ekki svo. BS-próf í viðskiptafræði gefur mönnum eingöngu rétt til að kalla sig viðskiptafræðing. Það er svo hlutverk ráðherra að úrskurða um álitaefni í þessum málum. Samkvæmt lögunum skulu þeir sem ekki hafa leyfi til að kalla sig hagfræðing sæta sektum ef þeir gera svo. Það er því aldrei að vita nema Árni Páll Árnason neyðist til að skera úr um heimild Sigmundar Davíðs til að titla sig með þeim hætti sem hann hefur gert undanfarin ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.