Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 74

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 74
74 | Lífsstíll 20.–26. apríl 2011 Páskablað Kartöflusalat og egg með reyktum laxi hjá Hrefnu Sætran um páskana: Lystaukandi morgunverður „Páskarnir eru tíminn til þess að fara svolítið snemma á fætur, sitja lengi yfir morgunmatnum með góðum vinum áður en farið er í súkkulaðið,“ segir matgæðingurinn Hrefna Sætr- an, eigandi Fisk- og Grillmarkaðarins sem gefur lesendum DV uppskriftir að góðu kartöflusalati með döðlum og lystaukandi eggjarétti. Soðin egg fyllt með reyktum laxi n 4 stk. harðsoðin egg n 100 gr reyktur lax n 1 rif hvítlaukur n 2 msk. bráðið smjör n 1 stk. börkur af lime n Salt og pipar Aðferð: Skerið eggin í tvennt, sax- ið laxinn, rífið hvítlaukinn og börk- inn af lime-inu. Setjið laxinn, eggja- rauðuna, hvítlaukinn, bráðið smjör, lime-börk í skál og kryddið með salti og pipar. Setjið fyllinguna í eggjahvít- una og berið fram með majónesi og lime. Kartöflusalat með beikonvöfðum döðlum n 200 gr soðnar kartöflur n 2 stk. vorlaukur n 60 gr smjör n 8 stk. beikonsneiðar n 16 stk. döðlur n Salt og pipar n 2 stk. eggjarauður n 1 msk. eplaedik n 4 msk. brætt smjör Aðferð: Saxið vorlaukinn og mauk- ið kartöflurnar með smjörinu. Vefjið beikoninu utan um döðl- urnar og djúpsteikið. Kryddið með salti og pipar. Pískið eggjarauð- urnar með eplaedikinu yfir vatns- baði þar til eggjarauðurnar verða þykkar. Hellið brædda smjörinu hægt og rólega saman við og písk- ið. kristjana@dv.is Gámahúsin frá Stólpa Gámum ehf eru góður kostur fyrir ferðaþjónustuaðila sem vilja auka við gistirými á ódýran hátt. Húsin eru 24m að stærð með snyrtingu. Vantar gistirými, snyrtingu eða bara meira pláss á vinnustaðnum? Getum einnig útvegað allar gerðir vörugáma Gistirými fyrir ferðaþjónustu Björt og snyrtileg Salernishús K ristján Jóhannsson tenór- söngvari og eiginkona hans Sigurjóna Sverrisdóttir ætla að vera með lambahrygg í matinn á páskadag, eða réttara sagt lambahryggi þar sem gestir verða margir. Boðið verður upp á reyktan lax í forrétt. „Hráefnið er allt alíslenskt en eldamennskan kannski blönduð. Krydd og meðlæti verður tiltölulega tengt Suður-Evrópu. Ég geri ráð fyr- ir að lambahryggurinn verði kannski meira „spæsí“ en Íslendingar borða hann yfirleitt, þetta verður tiltölu- lega bragðsterkt. Við kryddum kjötið með rosmarino, eða rósmarín, hvít- lauk eða ferskri salvíu sem á mjög vel við með lambakjöti. Við verðum með mikið af grænmeti sem við höldum upp á sem fæst á þessum árstíma hér á Íslandi.“ Kristján segir að sveppasósa sem elduð verði „alla Jóna“ verði borin fram með kjötinu. Hvað drykk með matnum varðar segir Kristján að boðið verði upp á gott hvítvín með forréttinum og eðal- rauðvín með lambinu. „Ég á nokkrar flöskur af góðu Barolo frá Piemonte frá árinu 2001.“ Í eftirrétt verður boðið upp á Macedonia sem er ítalskt ávaxta- salat. „Þegar kemur að hátíðarmatn- um er la democrazia, eða lýðræðið, í hávegum haft,“ segir Kristján þeg- ar hann er spurður hvort hann sé liðtækur í eldamennskunni á heim- ilinu. „Ég held að ég sé sæmilega lið- tækur og við gerum þetta mikið sam- eiginlega, ég og frúin.“ Kristján segist langa til að fara í Kristskirkju á páskadagsmorg- un. „Við eigum góða vini þar, bæði kirkjunnar fólk og vini sem sækja þá kirkju. Mér finnast kirkjunnar hátíð- ir nauðsynlegar sálartetrinu og mér finnst einnig yndislegt að fjölskyld- an og vinir komi saman og þjappi sér saman á þessum hátíðisdögum.“ Kristján Jóhannsson tenórsöngvari: Páskar með ítölsku ívafi Forrétturinn Húsbóndinn veiddi laxinn síðast- liðið sumar og var laxinn auðvitað reyktur fyrir norðan. Með laxinum ætlum við að vera með ristað brauð og tilbrigði við tarragon-sósu: n 1 stór eggjarauða n 1½ tsk. Dijon-sinnep (sterkt) n 2 msk. pressaður sítrónusafi n 1 fínt saxaður skalotlaukur n ½ bolli ólífuolía n 1 msk. steinselja ( það ætti að nota fáfnisgras) n Sjávarsalt og svartur pipar (best að vera með nýmalað úr kvörn) n 3 msk. heitt vatn Hræra eggjarauðuna og sinn- epið vel saman í skál og bæta síð- an sítrónusafanum, lauknum og steinseljunni saman við. Hræra síð- an hratt saman við helminginn af olíunni (hella henni hægt saman við). Nú ætti sósan að vera farin að þykkna og virka eins og majónes. Hræra áfram smástund og bæta síðan hægt við afganginum af olí- unni. Bæta saman við salti og pip- ar og síðan vatninu og hræra allan tímann. Aðalrétturinn Marinering fyrir lambahryggina: ½ dl ólífuolía 2–4 hvítlauksrif Rósmarín 1 pepperoncino (má nota chili-pipar) skorinn í bita og fræhreinsaður Salt og pipar (best að nota sjávarsalt og mala hvort tveggja í kvörn) Hita olíuna við vægan hita ásamt pressuðum hvítlauknum og peppe- roncino – alls ekki steikja hann. Bæta salti, pipar, rósmarín og síðan dass af hvítvíni (u.þ.b. hálfan desi- lítra), það má nota tvær matskeið- ar sítrónu í staðinn. Baða hrygg- ina upp úr mareneringunni og láta standa í sólarhring. Í hvora steikarpönnuna ásamt hryggnum fer hálf paprika, sellerís- töngull og ein gulrót og einnig hálft lárviðarlauf ásamt hálfu peppe- roncino. Við setjum líka dass af hvítvíni. Leyfum hryggnum síðan að malla í ofninum. Meðlæti : n Sykraðar eða brúnaðar kartöflur n Polenta (sjá umbúðir) Waldorf-salat n 200 gr vínber skorin í bita n 1 epli skorið í litla teninga n Sellerístöngull brytjaður n Valhnetukjarnar muldir n Rjómi þeyttur n Blanda öllu saman og helst að láta salatið standa í ísskáp í nokkrar klukkustundir til að taka sig Spínatsalat n 1–2 pokar baby-salat (gott að blanda saman ruccola og spínati) n ¼–½ bolli rúsínur n ¼–½ bolli muldar valhnetur n Parmesanostur skorinn í þunnar flögur n Salt og pipar n 6 msk. olífuolía n 2 msk. balsamik-edik Allt blandað saman í skál nema balsamik-edikið og ólívuolían sem er blandað saman sér ásamt saltinu og piparnum og hellt yfir salatið rétt áður en það er borið fram. Súrsætir skalotlaukar: n 24-28 skalotlaukar n 1½ bolli kjötseyði (ég nota súpukraft úr dós) n 2 msk. ólífuolía n 1½ tsk. sykur n 6 msk. balsamik-edik Afhýða laukana og sjóða þá í seyðinu í u.þ.b. 25 mínútur en þá á seyðið að vera meira eða minna soðið í burtu. Setja ólífuolíuna í pönnu ásamt sykrinum og hita og hræra vel saman. Bæta skalotlauk- num ásamt afganginum af soðinu saman við og hræra varlega þar til laukarnir eru gullnir og glans- andi. Bæta balsamik-edikinu út í og hræra þar til laukarnir eru baðaðir í dökkri súrsætri þykkri sósu. Gott að gera áður og hita upp. Sveppasósa n 250 g sveppir skornir smátt n 1 skalotlaukur brytjaður mjög smátt n Smjörklípa n ½ lítri rjómi n Salt og pipar n Soð af hryggnum n 1 msk. sítrónusafi, ég nota dass af hvít- víni eða koníaki Steikja sveppina við lágan hita þar til þeir eru orðnir gullbrún- ir, bæta skalotlauknum saman við og hækka aðeins hitann og brúna laukinn í augnablik, skvetta hvít- víninu eða koníakinu yfir, salta og pipra og skella rjómanum yfir. Bæta soðinu af hryggnum út í og láta suðuna koma upp. Ecco é pronta! Kúrbítur: n 3 msk. ólífuolía n 1 saxaður laukur n 2 hvítlauksrif n 2 stórir kúrbítar (zucchini) skornir í litla bita 1–2 cm n Salt og pipar n 1 msk. smjör n 2–3 msk rifinn parmesanostur Hita olíuna á pönnu og bæta lauknum saman við. Steikja lauk- inn við lágan hita í u.þ.b. tíu mín- útur, þar til hann er gullinn. Þá er hvítlauknum bætt saman við og hrært í eina til tvær mínútur til við- bótar og síðan er kúrbíturinn sett- ur út í og steikt þar til hann er orðin mjúkur, tekur fimm til tíu mínútur. Salta og pipra eftir smekk, bæta smjörinu saman við og setja í skál. Strá parmesanostinum yfir og beint á borðið. Eftirréttur n 1 epli n 1 banani n 1 pakki jarðaber, u.þ.b. 250 gr n 1 pakki bláber, u.þ.b. 200–250 gr Skorið smátt og sett í skál. Einni matskeið af sykri stráð yfir ávext- ina og safinn úr einni appelsínu kreistur yfir, hrært vel og helst látið standa í eina til tvær klukkustundir. Gott að bera fram með ís eða þeytt- um rjóma (setja þá tvær til þrjár matskeiðar af súkkulaðispænum saman við hann). Reyktur lax með „tarragon-sósu“ og ristuðu brauði. Lambahryggur með kart- öflum, polenta, waldorf-salati, spínatsalati og súrsætum skalotlaukum ásamt kúrbít in umido. Macedonia Espresso P áskamatseðill „alla famiglia Jóhannsson“ Kristján Jóhannsson Tenórinn segir að lamba- kjötið verði kannski meira „spæsí“ en Íslendingar eigi að venjast. „Þetta verður tiltölulega bragðsterkt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.