Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 71
Minning | 71Páskablað 20.–26. apríl 2011 Ingólfur Margeirsson Rithöfundur og sagnfræðingur f. 5.5. 1948 – d. 16.4. 2011 Ingólfur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-anum í Reykjavík 1969 og stund- aði nám við Háskólann í Stokkhólmi í kvikmyndafræðum, leikhúsfræðum og heimspeki 1969–75. Hann hóf nám í sagnfræði við Háskóla Íslands 2001, lauk BA-prófi í sagnfræði 2003 og stundaði síðan MA-nám í sagnfræði. Ingólfur stundaði blaðamennsku í Noregi 1975–78, var blaðamaður á Þjóðviljanum 1978–80 og ritstjóri Sunnudagsblaðs Þjóðviljans 1978– 80, fréttaritari Sjónvarpsins í Nor- egi 1980–83, ritstjóri Helgarpósts- ins 1983–87, ritstjóri Alþýðublaðsins 1987–91, stofnaði Vesturbæjarblaðið 1995 og ritstýrði því til 2001 og var síð- an sjálfstætt starfandi blaðamaður og rithöfundur. Þá annaðist hann þátta- gerð fyrir RÚV og Stöð 2, s.s. þætt- ina í ríkissjónvarpinu, Í sannleika sagt, með Valgerði Matthíasdóttur, og samtalsþáttinn á Elleftu stundu, með Árna Þórarinssyni. Hann gerði fræga útvarpsþætti um Bítlana 1994 sem oft hafa verið endurfluttir. Bækur eftir Ingólf eru Lífsjátn- ing, 1981; Erlend andlit, 1982; Ragn- ar í Smára, 1982; Allt önnur Ella, 1986; Lífróður, 1991; Hjá Báru, 1992; Frumherjarnir, 1994; Þjóð á Þingvöll- um, 1994; María, konan bak við goð- sögnina, 1995; Sálumessa syndara, ævi og eftirþankar Esra Péturssonar, geðlæknis og sálkönnuðar, 1997; Þar sem tíminn hverfur, 1998; Afmörkuð stund, 2004; Sæmi rokk, 2008. Ingólfur var, ásamt Matthíasi Johannessen ritstjóra, tilnefndur fulltrúi Íslands vegna Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs 1982. Ingólfur sat í inntökunefnd Rit- höfundasambandsins 1988–92, í framkvæmdastjórn SÁÁ 1982–85 og 1987–88, og sat í bókmenntakynn- ingarsjóði fyrir Rithöfundasam- bandið. Hann sat í stjórn Neytenda- samtakanna og var fræðslufulltrúi Heilaheilla, samtaka áhugafólks um heilaslag. Fjölskylda Ingólfur kvæntist 19.8. 1989 Jóhönnu Jónasdóttur, f. 11.9. 1950, lækni. Hún er dóttir Jónasar Hallgrímssonar, sem er látinn, starfsmanns hjá Reykjavíkur- borg, og k.h., Ingibjargar Eyþórsdóttur húsmóður. Börn Ingólfs og Tone Myklebost, f. 7.4. 1954, blaðamanns í Noregi, eru Lilja, f. 27.8. 1976, kvikmyndaleikstjóri í Noregi og eru börn hennar Apríl, f. 2004, og Lukas, f. 2007; Daníel, f. 24.6. 1980, læknanemi í Noregi. Stjúpdóttir Ingólfs er Tiril, f. 1972, norrænufræðingur í Noregi og á hún þrjú börn. Sonur Ingólfs og Jóhönnu er Jónas Margeir, f. 13.1. 1988, laganemi við Há- skóla Íslands og fréttamaður á Stöð 2. Dóttir Jóhönnu er Halla Björg Lár- usdóttir, f. 19.6. 1972, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir. Systkini Ingólfs eru Margrét, f. 22.5. 1933, húsmóðir í Reykjavík; Lilja, f. 5.5. 1936, bóndi í Borgarfirði; Guðjón, f. 6.3. 1942, framkvæmdastjóri í Reykja- vík; Sigurjón, f. 8.2. 1953, d. s. á.; Óskar Helgi, f. 11.6. 1954, vinnumaður. Foreldar Ingólfs: Margeir Sigur- jónsson, f. 22.11. 1907, d. 1.11. 1987, forstjóri í Reykjavík, og k.h., Krist- ín Laufey Ingólfsdóttir, f. 2.7. 1910, d. 22.1. 2011, húsmóðir. Ætt Margeir var sonur Sigurjóns, söðla- smiðs í Hafnarfirði, bróður Finnboga Arndals skálds. Sigurjón var sonur Jóhanns, b. í Ósgröf, bróður Jónasar, langafa Þórs veðurfræðings, rithöf- undanna Svövu og Guðrúnar Jakobs- dætra og bróður þeirra, Jökuls, föð- ur rithöfundanna Elísabetar, Illuga, Hrafns og Unnar. Jóhann var sonur Jóns, b. í Mörk Finnbogasonar. Móðir Margeirs var Margrét, syst- ir Guðrúnar, móður Ingveldar Gísla- dóttur, myndlistarmanns og rithöf- undar í Hafnarfirði. Margrét var dóttir Þorleifs, b. í Vatnsholti Jónssonar, b. í Hrútsstaðahjáleigu Bjarnasonar, b. á Syðra-Velli Þorgrímssonar, bróður Ingimundar, langafa Jóns í Hellukoti langafa Gísla, langafa Einars Más Guð- mundssonar rithöfundar. Ingimund- ur var faðir Beinteins, sem var langafi Helgu, langömmu Játvarðs Júlíussonar rithöfundar; langafi Elísabetar, lang- ömmu Guðmundar, föður Jónasar rithöfundar, og langafi Sigríðar, lang- ömmu Júlíu, móður Sveinbjörns I. Baldvinssonar rithöfundar. Þorgrímur var sonur Bergs, ættföður Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir Margrétar var Margrét Eyjólfsdóttir af Kópsvatnsætt. Laufey var dóttir Ingólfs, verkstjóra í Reykjavík Daðasonar, b. á Setbergi, bróður Kristjáns, afa Sigfúsar Daða- sonar skálds. Daði var sonur Daníels, b. í Litla-Langadal, bróður Þorbjargar, langömmu Guðbergs, föður Þóris rit- höfundar. Daníel var sonur Sigurðar, b. í Litla-Langadal á Skógarströnd Sig- urðssonar, skálds og hreppstjóra þar Daðasonar, b. á Leiti á Skógarströnd Hannessonar. Móðir Sigurðar Sigurðs- sonar var Þorbjörg Sigurðardóttir, b. á Setbergi Vigfússonar. Bróðir Þorbjarg- ar var Sigurður stúdent, langafi Elíasar, afa Elíasar Snælands Jónssonar, rithöf- undar og fyrrv. ritstjóra. Sigurður var einnig langafi Steinunnar, ömmu Þor- steins Jónssonar ættfræðings. Móð- ir Daníels var Ingibjörg Daðadóttir, systir Sigurðar skálds. Móðir Ingólfs var María, systir skáldkvennanna Her- dísar og Ólínu. María var dóttir Andr- ésar, formanns í Skáleyjum Andrés- sonar, frá Hellissandi Björnssonar. Móðir Andrésar formanns var Guðrún Einarsdóttir, systir Þóru, móður Matt- híasar Jochumssonar skálds, og systir séra Guðmundar á Kvennabrekku þar sem María ólst upp, föður Theodóru Thoroddsen skáldkonu, ömmu Dags Sigurðarsonar skálds. Önnur dóttir Guðmundar og uppeldissystir Maríu var Ásthildur, kona Péturs Jens Thor- steinssonar, kaupmanns og útgerðar- manns á Bíldudal, móðir Muggs og Katrínar Thorsteinsson Briem, móður Péturs sendiherra. Móðir Maríu var Sesselja Jónsdóttir frá Djúpadal, systir Sigríðar, móður Björns Jónssonar, ráð- herra og ritstjóra, föður Sveins Björns- sonar forseta og Ólafs, stofnanda og ritstjóra Morgunblaðsins. Móðir Laufeyjar var Lilja, dóttir Halldórs, b. í Miðhrauni í Miklaholts- hreppi, bróður Kristjáns, föður Stef- áns, föður Alexanders alþm. og Guð- bjarts, föður Gunnars, fyrrv. formanns Stéttarsambands bænda. Halldór var sonur Guðmundar, b. í Miðhrauni í Miklaholtshreppi, bróður Guðnýjar, langömmu Theodóru, ömmu Helga Ólafssonar stórmeistara. Systir Guð- mundar var Elín, langamma Helgu, móður Svavars Gests og ömmu Vil- borgar Harðardóttur blaðamanns, móður Marðar Árnasonar alþm. Þá var Elín langamma Þórðar Kárason- ar fræðimanns. Bróðir Guðmundar var Jóhannes, langafi Guðmundar J. verkalýðsleiðtoga. Guðmundur var sonur Þórðar, ættföður Hjarðarfells- ættar Jónssonar. Móðir Lilju var Elín Bárðardóttir, b. á Flesjustöðum í Kol- beinsstaðahreppi Sigurðssonar og Sol- veigar, systur Ragnheiðar, ömmu Jó- hanns Gunnars Sigurðssonar skálds og Guðríðar, langömmu Björgvins, föður Ellerts B. Schram, fyrrv. ritstjóra DV, forseta ÍSÍ og fyrrv. alþm. Solveig var dóttir Árna, b. á Borg Jónssonar, og Guðríðar Kársdóttur, b. í Munaðar- nesi Ólafssonar, bróður Vigdísar, lang- ömmu Þorbjargar, móður Ólafs Thors forsætisráðherra. Útför Ingólfs verður gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, miðvikudaginn 27.4. og hefst athöfnin kl. 15.00. Andlát Ögmundur Jónasson um Ingólf Margeirsson Árni Þórarinsson um Ingólf Margeirsson Í pólitíkinni stóð Ingólfur Margeirs-son staðfastur í kratismanum. Al-mennt frekar í nöp við pólitíkina þar til vinstri og Íhaldið vildi hann ekki. Þeir sem trufluðu siglingu jafn- aðarmannaskútunnar áttu ekki upp á pallborðið hjá vini mínum. Ekki heldur undirritaður ef því var að skipta. Þá fékk ég að finna til tevatns- ins. En sama hvað Ingó skammaði mig fyrir villukenningar, truflaði það aldrei vináttu okkar. Hún átti dýpri rætur en svo. Við Ingólfur Margeirsson höfum verið samferða í gegnum lífið allt frá sjö ára aldri. Leiðir okkar lágu fyrst saman í Melaskólanum í Vesturbæn- um í Reykjavík um miðjan sjötta ára- tuginn, síðan yfir í Hagaskóla, þá í MR. Þetta var litríkur hópur, Vimmi, Krummi, Magga Björns og Malla Schram. Og mörg fleiri, sem settu svip sinn á umhverfið. Þessi hópur hnýtti með sér sterk vinabönd sem héldu þótt stundum reyndi á þau. Þótt liðu ár og dagar án þess að félagarnir hittust þá breytti það engu. Kannski er það þannig með vináttubönd sem hnýtt eru á unga aldri. Ingólfur átti við alvarlegan heilsu- brest að stríða á undanförnum árum. Ekki fór framhjá neinum hvílíkan hetjuskap hann sýndi í baráttu sinni við heilsuleysið. Eftir að heilsan gaf sig sneri Ingólfur vörn í sókn og hóf háskólanám. Við höfðum báðir gam- an af þegar leiðir okkar lágu saman í kennslustofu Háskóla Íslands þar sem ég hafði með höndum stunda- kennslu í sagnfræði en Ingólfur hafði einmitt valið sagnfræðina sem sitt háskólafag í seinni umferð. Ekki veit ég hvort honum þótti ég eins skemmtilegur kennari og mér þótti hann sem nemandi. Annars kynntust landsmenn Ing- ólfi Margeirssyni helst sem rithöf- undi góðum og síðan þáttagerðar- manni í útvarpi. Þekktur var hann af þáttum sínum um bresku Bítlana og ljóst að hann bjó yfir miklum skiln- ingi á tónlist þeirra. Þessu kunni hann öllu vel að miðla og varð fyr- ir vikið vinsæll útvarpsmaður. Ann- álað er hve drátthagur Ingólfur var. Hann var afkastamikill Fánu-teiknari og þegar Ingólfur tók viðtöl við menn sem blaðamaður átti hann það til að rissa upp mynd af viðkomandi. Þar reyndist hann oft naskur á að fanga karaktereinkennin. Í honum var mjög sterk listræn taug. Margar myndir koma upp í hug- ann þegar Ingólfur vinur minn er annars vegar. Einu sinni hittumst við í Klúbbnum sáluga. Þetta var upp úr 1970, báðir í námi á fjarlægum slóð- um. Höfðum ekki sést í nokkra mán- uði, kannski nokkur ár. Urðu fagn- aðarfundir. Ingó sagðist bjóða upp á sjúss. Hvað á það að vera? spurði barþjónninn. Whisky, sagði Ingó. Á það að vera tvöfaldur? var enn spurt. Nei, við skulum hafa þetta vinarsjúss sagði Ingó og benti á barminn á glas- inu. Þangað átti að hella. Þannig var Ingó. Alltaf gjöfull en svolítið villtur. Seinna steig hann upp á barmana á glasinu og leit aldrei niður. Hann var í stjórn SÁÁ árum saman og hjálpaði mörgum til betra lífs. Nú sakna ég míns góða vinar. Og eftir allar skammirnar sem ég fékk frá Ingó eftir að ég gekk úr ríkisstjórn- inni á sínum tíma; óvægnar skammir alveg án hanska, einsog hann átti til, þótti mér vænt um að sjá á nýlegri færslu á ingo.is að minn gamli vinur hafði tekið mig í sátt að nýju. Í veikindum sínum naut Ingólfur ástríkis og stuðnings konu sinnar og fjölskyldu, sem ekki fór framhjá nein- um sem til fjölskyldunnar þekkja. Þeim sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. É g sá Ingó fyrst þar sem hann þjarmaði að ágætum menn-ingarvita upp við vegg fyr- ir utan Hótel Holt og lét hann heyra það. Þetta hefur líklega verið 1978. Inni á Þingholti var blaðamannafundur með óstöðv- andi fljótandi veitingum að hætti þeirra tíma. Ingó var orðinn um- sjónarmaður Sunnudagsblaðs Þjóðviljans og breytti því um- svifalaust í nútímalegt, víðsýnt magasín að norrænum hætti. Ég var umsjónarmaður helgarblaðs Vísis þannig að í rauninni vor- um við keppinautar. Þarna kynnt- umst við og tjáðum hvor öðrum gagnkvæma virðingu sem átti eftir að vaxa og endast alla tíð. Ég man að ég spurði hvers vegna hann hefði tekið manninn svona rösklega til bæna. „Hann er svo drepandskoti leiðinlegur og telur sig yfir alla hafinn,“ svaraði Ingó. Hvorugt átti við um hann sjálfan. Ingó var jafnaðarmaður sem kvað burt leiðindi og hikaði ekki við að brjóta glansmyndir. EFtirmÆli EFtirmÆli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.