Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 70
Helgi fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hann lauk kennara-prófi frá Kennaraskóla Íslands 1972 og BA-prófi í sérkennslu frá sama skóla 1990. Helgi var kennari við Eskifjarðar- skóla 1972–73, við Réttarholtsskóla 1973–74, við Egilsstaðaskóla frá 1974– 77, var yfirkennari við skólann 1977 og gegndi því starfi til 1986 er hann var ráðinn skólastjóri skólans. Helgi var bæjarstjóri á Egilsstöðum 1994–98 og var þá í leyfi frá Egilsstaða- skóla en hóf þar störf aftur skólaárið 1998–99. Vorið 1999 voru grunnskól- arnir á Egilsstöðum og Eiðum sam- einaðir og tók þá Helgi við stjórnun nýja skólans og var þar skólastjóri til 2001. Þá varð hann skólastjóri Digra- nesskóla í Kópavogi og gegndi því starfi til 2006. Hann varð þá skóla- stjóri nýs skóla, Hörðuvallaskóla og hefur gegnt því starfi síðan. Helgi hefur verið virkur í félags- störfum. Hann sat í stjórn íþrótta- félagsins Hattar og var formaður þess í eitt ár, sat í sveitarstjórninni á Egils- stöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fyrst sem varamaður kjörtímabilið 1978– 82 og aðalmaður 1982–89. Hann var formaður bæjarráðs og forseti bæjar- stjórnar 1986–89. Þá sat Helgi í stjórn Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi í þrjú ár. Fjölskylda Helgi kvæntist 10.6. 1972 Albertu Tul- inius, f. 14.4. 1952, kennara. Foreldr- ar hennar eru Axel V. Tulinius, sýslu- maður, sem er nú látinn, og Áslaug Stefanía Tulinius húsmóðir. Börn Helga og Albertu eru Axel Hrafn, f. 6.7. 1973, sölufulltrúi hjá Jónum - Transport, búsettur í Garða- bæ, kvæntur Margréti Þorleifsdóttur kennara; Þóra Magnea, f. 5.5. 1981, félagsráðgjafi, búsett í Reykjavík en maður hennar er Guðmundur Þorkell Guðmundsson, félagsfræðingur hjá Pricewaterhouse Cooper; Stefán Þór, f. 19.2. 1989, viðskiptafræðinemi. Systkini Helga eru Georg, f. 2.10. 1941, skrifstofumaður á Eskifirði; Hansína, f. 31.10. 1946, húsmóðir á Eskifirði; Sigríður, f. 7.6. 1953, kennari á Egilsstöðum. Foreldar Helga voru Halldór Frið- riksson, f. 5.11. 1918, d. 7.1. 2009, hús- vörður og sýningarmaður á Eskifirði, og Þóra Magnea Helgadóttir, f. 15.2. 1915, d. 17.5. 1988, húsmóðir. 70 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20.–26. apríl 2011 Páskablað Til hamingju! Afmæli 23.–25. apríl Laugardagur 30 ára „„ Guðlaugur Bragason Austurbrún 2, Reykjavík „„ Ölrún Björk Ingólfsdóttir Ásbúð 5, Garðabæ „„ Halldóra Björk Guðmundsdóttir Básahrauni 32a, Þorlákshöfn „„ Kristín Ósk Stefánsdóttir Bakkagötu 15, Kópaskeri „„ Jóhanna Ágústsdóttir Haukanesi 6, Garðabæ „„ Svala Ingibertsdóttir Hringbraut 27, Hafnarfirði „„ Brynja Árnadóttir Lækjarvaði 25, Reykjavík „„ Hilmar Pétur Hilmarsson Rauðavaði 3, Reykjavík „„ Anton Ingi Eggertsson Lundarbrekku 10, Kópavogi „„ Davíð Sæmundsson Mávakletti 14, Borgarnesi „„ Tinna Pétursdóttir Lækjargötu 28, Hafnarfirði 40 ára „„ Roman Slawomir Bojko Hverfisgötu 58a, Reykjavík „„ Guðmundur Guðni Símonarson Þórólfsgötu 7a, Borgarnesi „„ Anna Þóra Birgisdóttir Tunguseli 10, Reykjavík „„ Gunnar Hólm Friðriksson Espigerði 2, Reykjavík „„ Björn Sigmundsson Hátúni 10b, Reykjavík „„ Haraldur Friðgeirsson Skaftahlíð 20, Reykjavík „„ Jóhanna Elín Halldórsdóttir Borg, Akureyri „„ Heiðbjört Ófeigsdóttir Klukkurima 2, Reykjavík „„ Sigríður Júlíusdóttir Álfheimum 7, Reykjavík „„ Jón Fjörnir Thoroddsen Hjálmholti 3, Reykjavík 50 ára „„ Ida Hildur Fenger Spóahöfða 15, Mosfellsbæ „„ Sigþór Rafn Rafnsson Miðvangi 41, Hafnarfirði „„ Skarphéðinn Njálsson Hraundal 12, Reykjanesbæ „„ Halldór Halldórsson Víðihlíð 2, Sauðárkróki „„ Þröstur Leó Gunnarsson Stýrimannastíg 13, Reykjavík „„ Gunnhildur Kristín Björnsdóttir Aflagranda 35, Reykjavík „„ Guðrún Björg Sigtryggsdóttir Stekkjarholti 16, Húsavík „„ Hjálmar Jóhannsson Þiljuvöllum 32, Neskaupsta𠄄 Margrét Erlendsdóttir Vallarhúsum 4, Reykjavík „„ Vilhjálmur Magnússon Strandgötu 7, Stokkseyri „„ Haraldur Jónsson Reynimel 31, Reykjavík 60 ára „„ Helgi Jóhannsson Stóragerði 42, Reykjavík „„ Gunnar Þór Sveinsson Eskihlíð 1, Sauðárkróki „„ Pálmi Pálmason Gimli, Reykjavík „„ Helgi Þórsson Kúrlandi 1, Reykjavík „„ Margrét Sigmundsdóttir Lautasmára 25, Kópavogi „„ Margrét Hvannberg Ægisíðu 98, Reykjavík „„ Geirþrúður Elísdóttir Víðivöllum 2, Akureyri „„ Stefán B. Gunnarsson Víðihlíð 32, Reykjavík 70 ára „„ Guðmundur Guðjónsson Harastöðum, Búðardal „„ Katrín Bjarney Jónsdóttir Urðarvegi 32, Ísafirði „„ Grétar J. Guðmundsson Hólum 18, Patreksfirði 75 ára „„ Gunnar B. Axelsson Hléskógum 2, Egilsstöðum „„ Einar J. Hansson Hólatjörn 2, Selfossi „„ Emil Hjartarson Hátúni 6, Reykjavík „„ Guðrún Ingveldur Jónsdóttir Hofsvallagötu 49, Reykjavík „„ Jón Birgir Jónsson Sólbraut 2, Seltjarnarnesi „„ Sverrir Kolbeinsson Furugerði 13, Reykjavík „„ Tama V. Bjarnason Fýlshólum 11, Reykjavík 80 ára „„ Emil Karvel Arason Sléttahrauni 26, Hafnarfirði „„ Kristján Jóhannesson Móaflöt 22, Garðabæ „„ Ingvi Böðvarsson Heiðargerði 17, Akranesi „„ Baldur Sveinsson Hrafnakletti 4, Borgarnesi „„ Halldóra Haraldsdóttir Grænumörk 5, Selfossi 90 ára „„ Þórunn Sveinbjarnardóttir Sléttuvegi 13, Reykjavík 95 ára „„ Friðdóra Guðlaugsdóttir Skipagötu 7, Akureyri Páskadagur 30 ára „„ Silbene Dias Da Conceicao Langholtsvegi 113, Reykjavík „„ Jón Ævar Sveinbjörnsson Snægili 24, Akureyri „„ Arnar Sigurður Hallgrímsson Asparholti 2, Álftanesi „„ Sigurður Guðjón Jónsson Vesturbraut 7, Hafnarfirði „„ Sigrún Ósk Ingólfsdóttir Árnesi 2, Norðurfirði „„ Eyþór Björn Arnbjörnsson Lyngholti 20, Reykja- nesbæ „„ Sigurbjörg Sigurpálsdóttir Brúarflöt 5, Garðabæ „„ Sif Jónsdóttir Baugakór 7, Kópavogi „„ Oddný Helgadóttir Fálkagötu 19, Reykjavík „„ Anna Jastrzebska Skúlaskeiði 6, Hafnarfirði 40 ára „„ Dallilja Sæmundsdóttir Suðurgötu 29, Akranesi „„ Ólafur Hrannar Eyþórsson Viðarási 3, Reykjavík „„ Sigurður Þór Helgason Grandavegi 7, Reykjavík „„ Sigfús Ingason Klettaborg 30, Akureyri „„ Guðbjörn Þór Þórðarson Vörðubergi 2, Hafnar- firði 50 ára „„ Líney Rut Halldórsdóttir Vættaborgum 111, Reykjavík „„ Soffía Þóra Einarsdóttir Góuholti 2, Ísafirði „„ Magnús Magnússon Deildarási 9, Reykjavík „„ Stefán Þormar Suðurgötu 34, Reykjanesbæ „„ Guðmundur Ólafsson Sæviðarsundi 52, Reykjavík 60 ára „„ Róbert Trausti Árnason Espigerði 2, Reykjavík „„ Þórdís Trampe Ægisgötu 18, Ólafsfirði „„ Bjarney Sigríður Sigvaldadóttir Löngumýri 36, Akureyri „„ Einar Ólafsson Stokkhólmi, Varmahlí𠄄 Guðmundur Emilsson Sogavegi 224, Reykjavík „„ Friðrik L. Jóhannesson Skútahrauni 15, Mývatni „„ Egill Viðar Þráinsson Skipholti 12, Ólafsvík 70 ára „„ Edda Eyfeld Miðholti 5, Mosfellsbæ „„ Pétur Jónsson Hæðarbyggð 13, Garðabæ „„ Erlingur Emilsson Hamrahlíð 4, Vopnafirði „„ Þorkell Bjarnason Fornuströnd 10, Seltjarnarnesi „„ Snæbjörn Guðbjartsson Sætúni 8, Hofsós „„ Kristrún Guðmundsdóttir Hraunbrún, Garðabæ „„ Inga Björk Sveinsdóttir Kristnibraut 6, Reykjavík 75 ára „„ Ragnheiður Þórólfsdóttir Bleiksárhlíð 16, Eskifirði „„ Guðmundur Guðbrandsson Safamýri 13, Reykjavík „„ Halldóra P. Jóhannsdóttir Hjallalandi 18, Reykjavík „„ Sólveig Berndsen Grandahvarfi 2, Kópavogi „„ Esther H. Skaftadóttir Krummahólum 8, Reykjavík „„ Jóna Vestmann Grandavegi 11, Reykjavík 80 ára „„ Hreinn Gunnlaugsson Skipholti 21, Reykjavík „„ Árni Ingvarsson Tjörn 1, Hvammstanga „„ Ragnhildur Kvaran Ægisíðu 76, Reykjavík „„ Guðbjartur Þorleifsson Barðastöðum 79, Reykjavík 90 ára „„ Árný Guðmundsdóttir Dúfnahólum 2, Reykjavík Annar í páskum 30 ára „„ Edyta Beata Szroeder Snælandi 6, Reykjavík „„ Magdalena Dorota Deredas Vesturbergi 4, Reykjavík „„ Sveinbjörg Kristjánsdóttir Löngumýri 17, Selfossi „„ Hermann Sigurðsson Bæjarbrekku 8, Álftanesi „„ Björn Fannar Björnsson Álftamýri 58, Reykjavík „„ Birgir Daníelsson Teigaseli 4, Reykjavík „„ Berglind Þórisdóttir Brekkuási 5, Hafnarfirði „„ Bragi Bjarnason Tjaldhólum 50, Selfossi „„ Ívar Örn Hauksson Dalbraut 9, Bíldudal 40 ára „„ Frode Flaalökken Jakobsen Hólmgarði 26, Reykjavík „„ Danijela Jugovic Staðarhrauni 25, Grindavík „„ Dorota Fraczek Feliksiak Súluhólum 6, Reykjavík „„ Haukur Örvar Pálmason Malarási 3, Reykjavík „„ Hólmfríður Sólveig Pálsdóttir Dalhúsum 17, Reykjavík „„ Olga Sigurðardóttir Austurbrún 33, Reykjavík „„ Guðmundur Marteinn Sigurðsson Maríubakka 14, Reykjavík „„ Þorgeir Jónsson Miðstræti 12, Neskaupsta𠄄 Katrín Jónsdóttir Hlunnavogi 4, Reykjavík „„ Áslaug Arna Stefánsdóttir Týsgötu 3, Reykjavík „„ Dagný Ásgeirsdóttir Háholti 21, Hafnarfirði 50 ára „„ Guðmundur Leifur Gunnlaugsson Berjarima 43, Reykjavík „„ Ágústa Lilja Ásgeirsdóttir Hörðalandi 6, Reykjavík „„ Jóhann Jónsson Fjarðarbakka 1, Seyðisfirði „„ Halla Böðvarsdóttir Tindaflöt 1, Akranesi „„ Gunnar Þór Baldvinsson Fannafold 247, Reykjavík „„ „„ Baldur Grétarsson Kirkjubæ, Egilsstöðum „„ Ragnheiður S. Einarsdóttir Leifsgötu 4, Reykjavík 60 ára „„ Björn Birgisson Norðurvör 10, Grindavík „„ Elsa Guðmundsdóttir Grænuhlíð 6, Reykjavík „„ Soffía Guðmundsdóttir Drápuhlíð 1, Reykjavík „„ Þórarna Pálsdóttir Sólheimum 37, Reykjavík „„ Magnús Ólafsson Markarvegi 16, Reykjavík „„ Sigurður Ingimarsson Lindarbyggð 15, Mos- fellsbæ 70 ára „„ Steingrímur Einarsson Eyjahrauni 35, Þorláks- höfn „„ Bragi Halldórsson Melateigi 8, Akureyri „„ Stella Þ. Guðmundsdóttir Heydal, Ísafirði „„ Guðrún Bjarnadóttir Hvammstangabraut 16, Hvammstanga „„ Kristín Anna Kristinsdóttir Naustahlein 8, Garðabæ 75 ára „„ Svanhildur Baldursdóttir Ófeigsstöðum, Húsavík „„ Jóhannes Helgason Bústaðavegi 57, Reykjavík „„ Jóna G. Þórarinsdóttir Hraunbæ 140, Reykjavík „„ Friðrik Jensen Heiðarholti 34a, Reykjanesbæ „„ Valdís Ólafsdóttir Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ „„ Jón T. Ágústsson Lækjarbrún 5, Hveragerði „„ Gerður Guðjónsdóttir Ártúni 7, Selfossi 80 ára „„ Guðný Bjarnadóttir Helgafellsbraut 23c, Vest- mannaeyjum „„ Heiðar Marteinsson Hjallaseli 55, Reykjavík „„ Steinunn S. Úlfarsdóttir Kjarrmóa 6, Selfossi „„ Jóhanna Guðjónsdóttir Njarðvíkurbraut 24, Reykjanesbæ „„ Hörður Þormóðsson Brautarlandi 11, Reykjavík Ingibjörg fæddist í Vík í Skagafirði og ólst þar upp. Hún tók kennara-próf frá Kennaraskóla Íslands árið 1971 og leikskólapróf frá Fóstruskóla Íslands árið 1972. Ingibjörg og eiginmaður henn- ar tóku við búi foreldra hennar í Vík í Skagafirði 1973 og þar búa þau enn með stórt kúabú. Ingibjörg rak auk þess sumardvalar heimili í Vík frá 1973 til 1992. Hún var kennari við Barnaskóla Sauðárkróks á árunum 1975–95, þar af tvo vetur í Varmahlíðarskóla. Ingibjörg var oddviti Staðar- hrepps 1994–98, sat í fræðslunefnd fyrir hreppinn og sinnti fleiri nefndar- störfum um árabil. Hún átti sæti í sveitarstjórn Skagafjarðar og byggð- aráði frá árinu 1998–2006. Ingibjörg sat í stjórn Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 1994–98, sat í stjórn Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra 1996–98 og í stjórn Sambands skagfirskra kvenna fyrr á árum og síð- ar formaður þess til 2010. Þá sat hún í stjórn og var formaður Kvenfélags Staðarhrepps um árabil. Hún var for- maður Soroptimistaklúbbs Skaga- fjarðar 1999–2001. Hún situr nú í stjórn Félags kúabænda í Skagafirði. Fjölskylda Ingibjörg giftist 15.10. 1972 Sigurði Sigfússyni, f. 2.11. 1947, bónda. For- eldar hans voru Sigfús Sigurðarson og Svanlaug Pétursdóttir sem bæði eru látin. Sonur Ingibjargar og Sigurðar er Jón Árni f. 25.6. 1972, bifvélavirki í Há- vík í Skagafirði en sonur hans er Aron Már Jónsson, f. 3.7. 1999. Systkini Ingibjargar eru Þórólfur H. Hafstað, f. 27.9. 1949, jarðfræðing- ur hjá Orkustofnun í Reykjavík; Ásdís Hafstað f. 4.7. 1952, bókasafnsfræð- ingur við Menntaskólann í Hamra- hlíð í Reykjavík; Steinunn H. Hafstað f. 15.3. 1954, framhaldsskólakennari og deildarstjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla í Reykjavík. Foreldrar Ingibjargar voru Haukur Hafstað, f. 23.12. 1920, d. 29.1. 2008, lengst af bóndi í Vík en síðar fram- kvæmdastjóri Landverndar, og k.h., Áslaug Sigurðardóttir, f. 29.1. 1919, d. 20.8. 2006, húsfreyja í Vík og forstöðu- kona barnaheimilis stúdenta og fleira. Þau voru búsett i Vík, í Reykjavík og síðar í Hávík í Skagafirði. Ætt Meðal systkina Hauks: Árni tækni- fræðingur, Sigurður sendiherra; Páll deildarstjóri; Sigríður, húsfreyja á Tjörn í Svarfaðardal; Steinunn hótel- stjóri; Erla bókavörður; Halldór, b. í Útvík; Guðbjörg, kennari á Varma- landi, og Valgerður, listmálari í New York. Haukur var sonur Árna J. Haf- stað, bónda í Vík, sonar Jóns, b. á Haf- steinsstöðum Jónssonar, b. á Hóli Jónssonar. Móðir Jóns á Hóli var Guð- björg Þorbergsdóttir, b. í Gröf Jóns- sonar og Þuríðar, systur Jóns, langafa Ólafs Friðrikssonar verkalýðsleiðtoga og Haraldar Níelssonar prófessors, föður Jónasar Haralz, fyrrv. banka- stjóra. Þuríður var dóttir Jóns, pr. á Hafsteinsstöðum Jónssonar. Móð- ir Árna var Steinunn Árnadóttir, b. á Ysta -mói Þorleifssonar. Móðir Árna Þorleifssonar var Steinunn Árnadótt- ir, pr. á Tjörn Snorrasonar og Guðrún- ar Ásgrímsdóttur, systur Gísla, langafa séra Sigurbjarnar, föður Gísla á Grund og Lárusar borgarminjavarðar. Móðir Hauks var Ingibjörg, dótt- ir Sigurðar, b. á Geirmundarstöðum Sigurðssonar, bróður Sigurlaugar, móður Jakobs Benediktssonar orða- bókarritstjóra. Móðir Ingibjargar var Ingibjörg Halldórsdóttir, b. á Geir- mundarstöðum Björnssonar. Meðal systkina Áslaugar: Þor- grímur Vídalín, prófastur á Staða- stað; Hrefna, Anna, forstöðumaður Kvennasögusafns Íslands; Guðmund- ur Axel, dó ungur, lögfræðinemi; Guðrún húsmóðir; Margrét húsmóð- ir; Aðalheiður húsmóðir; Sigurmar Ásberg borgarfógeti. Systir Áslaugar, samfeðra, var Kristín Lovísa, alþm. í Reykjavík. Áslaug var dóttir Sigurðar, skóla- stjóra á Hvítárbakka í Borgarfirði, son- ar Þórólfs, b. á Skriðnafelli á Barða- strönd Einarssonar, skipstjóra og b. á Hreggstöðum á Barðaströnd Jóns- sonar, b. á Hreggstöðum Einarssonar. Móðir Jóns var Ástríður Sveinsdóttir, systir Guðlaugs, langafa Páls, langafa Ólafs Ólafssonar, fyrrv. landlæknis. Móðir Áslaugar var Ásdís, systir Guðrúnar, móður Tómasar Á. Tóm- assonar sendiherra. Ásdís var dóttir Þorgríms, b. á Kárastöðum á Vatns- nesi, bróður Davíðs, langafa Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Þorgrímur var hálfbróðir Frímanns, föður Sigurbjargar, langömmu Guð- rúnar Agnarsdóttur, læknis og fyrrv. formanns Krabbameinsfélags Ís- lands. Þorgrímur var sonur Jónatans, b. á Marðarnúpi Davíðssonar. Móð- ir Jónatans var Ragnheiður Friðriks- dóttir, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi Þórarinssonar, ættföður Thoraren- senættar Jónssonar. Móðir Friðriks var Sigríður Stefánsdóttir, móðir Jóns Espólín sagnaritara og systir Ólafs, stiftamtmanns í Viðey, ættföður Stephensenættar. Móðir Ragnheið- ar var Hólmfríður Jónsdóttir, vara- lögmanns í Víðidalstungu Ólafs- sonar, lögsagnara á Eyri og ættföður Eyrarættar Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Ásdísar var Guðrún Guðmundsdóttir, systir Guðbjargar, móður Jóns Ásbjörnssonar hæstarétt- ardómara. Ingibjörg H. Hafstað Bóndi, kennari og fyrrv. oddviti í Vík í Skagafirði Helgi Halldórsson Skólastjóri Hörðuvallaskóla 60 ára sl. þriðjudag 60 ára á föstudaginn langa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.