Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Síða 14
14 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað „Ég sótti náttúrulega um starfið á góðum tíma. Ég er nú gjaldgengur í vinnu alls staðar, nema, að því er virð- ist, á heimaslóðum,“ segir Hannes Sigmarsson læknir í samtali við DV. Hannes sótti nýlega um starf læknis á Egilsstöðum, en honum var vik- ið tímabundið úr starfi yfirlæknis í Fjarða byggð árið 2009. Tildrög málsins voru meintur fjár- dráttur og misræmi í reikningum. Ríkissaksóknari og lögreglan kom- ust að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir ásökununum. Ekki var því ákært í málinu. „Það var í upphafi villa í excel-skjali. En frumreikningar voru allir réttir,“ segir Hannes við DV um til- drög málsins. Konunni var einnig sagt upp Eiginkonu Hannesar, Guðrúnu Helgu Jónsdóttur, var einnig sagt upp í byrjun þessa árs. Hún gegndi stöðu læknarit- ara hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA). Hún var ein af tíu starfsmönn- um við stofnunina sem sagt var upp vegna niðurskurðar. „Hún var með 25 ára starfsreynslu og eini menntaði læknaritarinn á Eskifirði,“ segir Hann- es um uppsögn Guðrúnar. Segir hann að á sama tíma séu margir læknarit- arar starfandi víða um land sem ekki hafi til að bera þá menntun sem hún hafi. Forstjóri HSA, Einar Rafn Har- aldsson, sagði í samtali við DV í janúar að stöðugildið hafi verið fellt niður þar sem það hafi orðið óþarft. Tölvu- væðing hafi orðið til þess að ekki þurfi lengur læknaritara við stofnunina. Hannes er ekki sömu skoðunar: „Sagt var að starf læknaritara hefði verið fært til Neskaupstaðar, en að sjálfsögðu er starfið ennþá unnið á Eskifirði. Bara á ófaglegri forsendum.“ Ekki reyndist grundvöllur fyrir ákæru „Ég var sakaður um að hafa dregið mér fé, sem síðar reyndist ekki fótur fyrir. Bæði rannsóknarlögreglan og ríkis- saksóknari rannsökuðu þetta tvíveg- is,“ segir Hannes við DV. Hann segir að uppsögnin hefði átt að vera tímabund- in meðan á rannsókn stæði. „Það var ætíð sagt að þetta væri tímabundið á meðan rannsókn færi fram. Í rauninni var forstjórinn með þær yfirlýsingar að ég myndi fá að snúa aftur til starfa þeg- ar búið væri að rannsaka málið, en það gerðist ekki heldur fór málið í einhvern furðulegan farveg sem það situr enn í.“ Hannes segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá því að lögregla vísaði málinu frá. Sótti um starf læknis Hannes sótti um stöðu læknis á Egils- stöðum, en heilsugæslan á Egils- stöðum heyrir undir HSA. „Þetta var auglýst á starfatorgi og ég sótti um á hefðbundinn máta,“ segir Hannes. Hann segist vongóður um að fá starf- ið og telur sig fyllilega gjaldgengan í það. Hann hafi verið vinsæll á meðal íbúa Fjarðabyggðar þegar hann starf- aði þar. Því til stuðnings var stofnaður Facebook-hópur þar sem lýst var yfir stuðningi við Hannes, og telur hann rúmlega 600 meðlimi. „Ég hef mikinn stuðning frá fólkinu ennþá, enda á ég heima á Eskifirði og er ekkert að flytja þaðan,“ segir Hannes. Segja gilda ástæðu fyrir uppsögn Stefán Þórarinsson framkvæmda- stjóri lækninga hjá HSA segir gild- ar ástæður hafa verið fyrir upp- sögn Hannesar. „Þetta mál er miklu flóknara og meintur fjárdráttur er einungis hluti af því. Honum var sagt upp störfum af gildum ástæð- um og hann fékk bréf um það,“ sagði Stefán í samtali við DV. Hann segir slíkt hið sama hafa átt við um upp- sögn konu Hannesar. „Það voru skipulagsbreytingar og einföldun á læknaritarastörfum,“ segir hann um uppsögn Guðrúnar. Einar Rafn Har- aldsson, forstjóri HSA, hafði svipaða sögu að segja við Vísi í október árið 2009: „Þetta er [...] bara einn hluti af málinu sem snýr að meintum fjár- drætti. Hitt snýr að störfum hans fyrir stofnunina og þau mál eru enn ókláruð.“ Aðspurður hvort honum þyki undarlegt að hafa ekki verið ráð- inn aftur segir Hannes svo vera: „Ég held að öllum finnist það mjög skrýtið. Ég má vinna alls staðar nema heima hjá mér.“ n Yfirlækni var vikið tímabundið úr starfi n Sækir nú um læknastöðu á Egilsstöðum n Sakaður um fjárdrátt en ekki voru forsendur fyrir ákæru n Framkvæmdastjóri hjá HSA segir gildar ástæður fyrir uppsögn Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is „Það var ætíð sagt að þetta væri tímabundið á meðan rannsókn færi fram. Forstjóri HSA Einar Rafn Haraldsson segir fjárdrátt aðeins eina hlið málsins. GjaldGenGur alls staðar nema heima Hannes Sigmarsson Er vongóður um að fá starfið. VH ehf · Njarðarbraut 11 · 260 Reykjanesbæ · Sími 864-2400 · Sími í verslun 527-2400 Vel valið fyrir húsið þitt AF GÆÐUNUM ÞEKKIÐ ÞIÐ PALLAEFNIÐ FRÁ VÖLUNDARHÚSUM VH / 11 -0 5 Pallaefni, panill, girðinga- efni, undirstöður, skrúfur og festingar á frábæru vor-tilboðsverði. Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is 70 mm bjálki / Tvöföld nótun Tilboð Gestahús 25 m² kr. 1.689.000,- án fylgihluta kr. 1.989.000,- með fylgihlutum og byggingarnefndar teiknisetti. 31.5 m² kr. 2.149.000,- án fylgihluta 36.0 m² kr. 2.229.000,- án fylgihluta 39.0 m² kr. 2.499.000,- án fylgihluta Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is Garðhús og gestahús í úrvali á frábæru verði Sjá nánar á heimasíðu www.volundarhus.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.