Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 36
Enn og aftur stunda menn þann siðlausa samkvæmisleik að hossa sér eftir meðvitaða rass- breikkun. Þetta er gert með þeim hætti, að spurt er leiðandi spurn- inga til þess eins að framleiða svör sem eru hinum „leiðandi“ miðl- um þóknanleg. Menn eru semsagt að spá í það hversu margir seg- ist treysta þingfréttaritara RÚV og hversu margir geti hugsað sér að játa traust sitt á vefriti LÍÚ-tíðinda. Svo kemur út einhver tala sem á að segja okkur að svo og svo mörg prósent þjóðarinnar treysti við- komandi miðli. Ef ég væri spurður að því hvaða blað ég gæti hugsað mér að fá inná mitt heimili myndi ég svara: -DV. Og ef ég yrði spurður að því hvort ég treysti DV, myndi ég svara því til, að ég kaupi DV vegna þess að það er eina blaðið sem ég veit að þorir að fjalla um málefnin á nákvæm- lega réttastan hátt. Okkur er sagt að trúa því, að dillibossar íhaldsins, uppábúnir einsog siðað fólk, geti flutt okkur sannar fréttir. Og þegar okkur er sagt að fulltrúar náhirðar og helm- ingaskipta séu besta fólkið, þá læð- ist ósjálfrátt að okkur sá grunur að samkvæmisleikur hinna siðblindu hafi farið úr böndunum. Ég treysti því fólki sem þorir að vera heiðarlegt, en ég fyrirlít lyddur og loddara sem hafa þann helga sið í lífinu að vera í eilífum höfðingja- sleik við úrhrök sem aldrei hafa tekið þátt í einu eða neinu án þess að hafa rangt við. Þeir skora sem þora, hinir bora í nefið og leita að sannfærandi svindli. LÍÚ-tíðindi segja okkur að for- kólfur samtaka atvinnurekenda verði að fá endurnýjaða kvóta- gjöf uppá borðið, svo greiða megi launafólki þá hækkun sem það átti að fá fyrir nokkrum misserum (hækkun sem reyndar er nú þeg- ar farin útí verðlagið). Og þetta er lapið upp af konu sem matreiðir fréttir að hætti þjófafélagsins í Val- höll. Enn einn bjáninn, Sigurður klári og aðrir þeir sem þiggja laun frá Launasjóði íslenskra útvegs- manna, hafa það eitt í hyggju að tryggja endurkomu auðmanna að þeim kjötkötlum sem þeir náðu að tæma. Og nú vælir lúsablesahjörð- in og heimtar kosningar. Við eigum að trúa því að náhirðin ætli að gefa okkur eitthvað af því sem hún stal frá okkur. Samkvæmisleikur hinna sið- blindu er komin svo langt út fyrir þjófabálkinn að jafnvel Siv Frið- leifsdóttir virðist eiga auðvelt með að sýna ímyndaðan heiðarleika. Hún heldur því statt og stöðugt fram að til séu heiðarlegir fram- sóknarmenn sem vilji styrkja ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Er Framsókn með sín feitu svín á fjölgun grísa í vændum, þá er ljóst að þjóðin mín þarf að fækka bændum. 36 | Umræða 20.–26. apríl 2011 Páskablað „Þórsarar eiga stóran hlut í hjarta mínu“ n Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Coventry, ætlar að mæta á alla þá Þórs-leiki sem hann getur í sumar enda uppalinn þar. - Fótbolti.net „Það yrði náttúrlega algjör draumur að fá að hitta hana í eigin persónu“ n Atli Freyr Arnarson hefur skráð sig í keppni um að verða aðstoðarmaður Lady GaGa. - Fréttablaðið „Ég er nú bara móðir hans“ n Erla Baldursdóttir móðir Gunnars Helga Steinþórsson- ar, sem vann páskaegg í páskaeggjaleik DV, sótti fyrir hann eggið. - DV „Ógeðslegt blað já í alla staði“ n Bubbi Morthens er ekki sáttur við Morgun blaðið þessa dagana eftir vafa sama skopmynd af Siv Friðleifsdóttur. - DV.is „Bókin mín, 500 dagar í helvíti: Þegar ég ákvað að byrja að þjálfa meistara- flokk kvenna, kemur út 1. október“ n Vélbyssukjafturinn Þorkell Máni Pétursson úr Harmageddon stefnir á bókarskrif um tíma sinn í boltanum. - Twitter-síða Þorkels Sægreifar og sjóræningjar Leiðari Bókstaflega Reynir Traustason ritstjóri skrifar DV lætur drauminn rætast Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Og nú vælir lúsa- blesahjörðin og heimtar kosningar. Grátstafir Lilju n Lilja Mósesdóttir, þingmaður utan þingflokka, hafði um það grátstafi á Fésbók sinni að hefðbundnir fjöl- miðlar fjölluðu ekki um mál- stað smælingja. Þannig var hún þakklát Fés- bókinni fyrir að koma málum á framfæri. Ein- hverjum ofbauð málflutningur Lilju sem hefur verið manna mest áberandi í fjölmiðlum að undanförnu vegna klofnings VG. Víst er að í hlut- falli við fylgi er þingmaðurinn í forrétt- indahópi, eins og þetta Sandkorn undirstrikar. Grænir hákarlar n Mikil spenna er nú í kringum stjórnmálin þar sem kosningar gætu brostið á fyrirvaralítið. Meðal þeirra sem gera sig klára í slaginn er Guð- mundur Franklín Jónsson, formaður og stofnandi Hægri grænna, sem safnar að sér þunga- vigtarmönnum í slaginn. Meðal þeirra hákarla sem taldir eru á hægu róli í áttina að Hægri grænum er Jón Kristinn Snæhólm, áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum og fyrrverandi aðstoðarmaður Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, sem allt eins er talinn vilja vera Hægri grænn. Össur huggar stríðsmenn n Talsvert uppnám varð þegar Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, neitaði að heiðra þýska sjóherinn með nær- veru sinni og bar við friðarást. Þjóð- verjarnir komu til Reykjavíkur á herskipum sínum með eina þyrlu í farteskinu til að leysa af Gæslu- þyrlu sem er til viðgerðar. Þótti framlagið til öryggismála Íslendinga göfugt þótt Jón hundsaði stríðsgarp- ana. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra upplýsti í Bítinu á Bylgjunni hvernig honum rann móðgunin til rifja og ákvað hann að bera smyrsl á sárin. Hélt ráðherrann um borði í her- skipið og ávarpaði hina smáðu með þeim orðum að þeir væri velkomnir til Íslands. Sjaldséður þingmaður n Heitasti brandarinn á Alþingi þessa dagana er að Lee Buchheit, formaður Icesave-samninganefndarinnar, hafi komið oftar á fundi fjárlaga- nefndar Alþingis í vetur en Ás- mundur Einar Daðason sem þó situr í nefndinni. Fer það orð af þingmanninum unga að hann sé mikið á ferðinni úti í bæ í reddingum hvers konar. Sandkorn tryGGVaGötu 11, 101 rEykjaVík Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Svarthöfði Rumpulýður hefur að undan-förnu vaðið uppi í íslenskri pólitík án þess að hafa um- boð kjósenda. Þetta er hagsmuna- hópur útgerðarmanna og vinnu- veitenda sem telur sig vera þess umkominn að segja Alþingi og rík- isstjórn fyrir verkum. Þeir neita að færa launþegum kjarabætur nema forsætisráðherra fari að þeirra skip- unum um að viðhalda hinu illræmda kvótakerfi. Átökin snúast um það að þeir sem reyna að bylta réttkjörnum stjórnvöldum vilja halda áfram að fara með eignarhald á verðmætustu auðlind landsins. Samtök atvinnu- lífsins dansa nú eftir pípu talsmanns sægreifanna og neita að semja við launþega landsins. Þeir reyna meira að segja að fá verkalýðssamtök til liðs við sig um að senda út bókun um að ríkisstjórnin sé ómöguleg. Þessi samtök um pólitískt ofbeldi höfðu nýverið afskipti af þjóðar- atkvæðagreiðslunni um Icesave. Þeir boðuðu að allt færi í kalda- kol ef þjóðin felldi samninginn. Og beittu því vopni sínu að ekki yrði samið ef þjóðin segði nei. Þjóðin lét ekki sægreifana og jakkalakkana í Samtökum atvinnulífsins kúga sig. Það er ekki síst fyrir tilstilli þeirra að Icesave-samningurinn var felldur. Almenningi ofbauð ofríkið. Heið- virðir félagar í Samtökum atvinnu- lífsins verða að stöðva skepnuskap- inn eða segja skilið við samtökin. Nú eru þrjótarnir aftur komnir á stjá. Að þessu sinni er það kvótakerf- ið sem verja skal með kjafti og klóm. Sjóræningjar og sægreifar sameinast nú í að svipta þjóðina þeim rétti að fara með forræði stærstu auðlindar sinnar. Það er engin leið að láta sam- tök af þessum toga vaða uppi. Þeir hafa úthúðað forsætisráðherranum með afar persónulegum hætti. Al- þingi Íslendinga verður þegar í stað að útfæra frumvarp sem byltir kvóta- lögunum. Tryggja verður að þýfinu úr „stærsta ráni Íslandssögunnar“ verði skilað til fólksins. Samhliða lagasetningunni um kvótann og eignarhaldið verður að setja lög um að málið fari í þjóðaratkvæði. Kjós- endur á Íslandi fá þar með tækifæri til að afnema lénsveldið sem nærist á lifandi fiski í hafinu. Alþingi, ríkis- stjórn og forseti Íslands verða nú að taka höndum saman um að eyða ranglæti sem hefur viðgengist í ára- tugi. 1Bjarni Benediktsson lagði fram vantrauststillögu á ríkisstjórn-ina í kjölfar þess að þjóðin felldi Icesave-samning hennar en hann hafði sjálfur stutt samninginn. Þetta er vissulega eitt af undrum Alþingis. Bjarni hefði rétt eins getað lýst yfir vantrausti á sjálfan sig. Útskýring: Bjarni varð að vera fyrri til að lýsa vantrausti á einhvern, svo hann yrði ekki fyrir því sjálfur. En sumir sjá í gegnum þetta. 2Þingmennirnir Atli Gísla-son, Lilja Mósesdóttir og Ás-mundur Einar Daðason hafa yfirgefið Vinstri græna. Þau sögðu ástæðuna vera að þau hefðu orðið fyrir gagnrýni fyrir að fylgja ekki for- ystu flokksins. Hin ástæðan fyrir því að þau hætta er að flokkurinn gerði ekki það sem þau vildu að hann gerði, til dæmis að hætta við aðildar- umsókn að Evrópusambandinu. Því virðist komin upp frekju-þverstæð- an; þau krefjast þess að þau megi hafa sína eigin stefnu, en vilja ekki leyfa flokknum það. Útskýring: Það er margt skrýtið í kýrhausnum. 3Sjálfstæðisflokkurinn hefur ný-verið öðlast djúpstæða lýðræð-isást, sem brýst einungis fram í málum ríkisstjórnarinnar sem hann styður ekki. Útskýring: Lýðræðisást- in er uppgerð, en gamla flokkapóli- tíkin er hjartans sönn. 4 Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylking hennar höfðu djúpstæða lýðræðisást, sem hvarf þegar lýðræðið kom í Icesave- málinu. Útskýring: Flestir vilja lýð- ræði þar til þeir komast til valda. 5 Jóhanna Sigurðardóttir lofaði að auka gegnsæi, en kom svo með upplýsingalög sem hindr- uðu aðgengi almennings að skjölum ríkisins í 60 til 110 ár. Útskýring: 110 ár breyta spillingu í sagnfræði. 6Guðmundur Steingrímsson þingmaður er Evrópusinnaður og virðist engan veginn passa inn í hinn þjóðernissinnaða Fram- sóknarflokk. Hann var eini fram- sóknarmaðurinn sem studdi ekki vantrauststillögu gegn ríkisstjórn- inni. (Hluti af því að vera framsókn- armaður er að kunna að marsera fram í takt: Árangur áfram – ekkert stopp!) Hvers vegna er Guðmund- ur í Framsókn, en ekki í Samfylk- ingunni? Útskýring: Framsóknar- flokkurinn hefur ekki borið sitt barr síðan faðir Guðmundar, Steingrímur Hermannsson, var formaður. Guð- mundur býður færis fyrir genetíska hallarbyltingu. 7Katrín Jakobsdóttir mennta-málaráðherra fékk sam-þykkt lög, sem gefa eftirmanni hennar – sem áreiðanlega verður sjálfstæðismaður, eins og Björn Bjarnason og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir – vald til að skipa nefnd sem getur refsað fjölmiðlum fyrir óholla umfjöllun, meðal annars með dagsektum. Útskýring: Vinstri grænir eru frábærir í hugsjón, en hræðilegir í framkvæmd. Sjö undur AlþingiS „Þýfinu úr „stærsta ráni Íslands- sögunnar“ verði skilað til fólksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.