Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 62
62 | Fókus 20.–26. apríl 2011 Páskablað Í pólitískum stormum sem geisuðu á Íslandi á þriðja áratug 20. aldar var nafn Hnífsdals rækilega inn- greypt í huga landsmanna. Átök um forystu í landsmálum stóðu á milli borgaraflanna sem fylktu sér að mestu um Íhaldsflokkinn og hins vegar Framsóknarflokksins með Al- þýðuflokkinn sem bandamann. Al- þýðuflokkurinn og verkalýðshreyf- ingin náðu fótfestu í kaupstöðunum og stærstu bæjum sem helsti and- stæðingur Íhaldsflokksins, en í sveit- unum var Framsóknarflokkurinn ráðandi meðal andstæðinga íhalds- ins. Þannig varð til bandalag á milli samvinnumanna og jafnaðarmanna í landsmálum. Í kosningum til Al- þingis sumarið 1927 varð Hnífsdalur vettvangur dramatískra atburða sem lengi voru til umræðu á landsvísu. Allir vissu hvað „Hnífsdalsmálið“ var. Alþingiskosningar fóru fram árið 1927. Í framboði fyrir Íhaldsflokkinn var Jón Auðunn Jónsson, þingmað- ur Norður-Ísafjarðarsýslu frá 1923, en fyrir Alþýðuflokkinn var í fram- boði Finnur Jónsson, póstmeistari á Ísafirði og formaður Verkalýðsfélags- ins Baldurs. Nokkur spenna var fyr- ir kosningarnar, þó að Jón Auðunn væri talinn öruggur um kjörið. Kosn- ingaþátttaka var góð, alls kusu 1.088, eða 75,7% af kjósendum á kjörskrá. Úrslit kosninganna laugardaginn 9. júlí 1927 urðu þau að Jón Auðunn hlaut afgerandi kosningu. Hann fékk 641 atkvæði, en Finnur, frambjóð- andi Alþýðuflokksins, 392 atkvæði. „Kosningahneykslið í Hnífsdal“ Þrír sjómenn úr Hnífsdal, Sumar- liði Hjálmarsson, Kristinn Pétursson og Halldór Kristjánsson lögðu fram kæru hjá sýslumanninum á Ísafirði að morgni dags 5. júlí 1927. Kvöld- ið áður höfðu þeir farið til Hálfdáns Hálfdánssonar, hreppstjóra Eyrar- hrepps, til að kjósa, þar sem þeir ætl- uðu að vera úti á sjó á kjördag. Þeim segir svo frá í kæruskjalinu: „Hrepp- stjóri afhenti okkur kjörgögnin, auð- an seðil hvítan, blágrátt venjulegt umslag, og fylgibréf sem við und- irskrifuðum eiginhandarnöfnum okkar eftir að þau höfðu verið út- fyllt. Viðstaddur var hjá hreppstjóra Eggert Halldórsson verslunarmaður, skrifaði hann utan á ytri umslögin og lokuðu þeir hreppstjóri umslögun- um. Undirritaði Hálfdán fylgibréfin. Skildum við atkvæðin eftir hjá hon- um og horfðum á hann láta þau ofan í skúffu. Læsti hann skúffunni, tók lykilinn úr skránni og lét þess get- ið, að þarna skyldu atkvæðin geymd þangað til á kjördegi.“ Að því búnu kvöddu sjómenn- irnir, en tveir þeirra sneru aftur sama kvöld til hreppstjóra og fóru fram á að fá kjörgögnin í sínar hendur, þar sem þeim þótti tryggara að gæta þeirra sjálfir. Hreppstjóri afhenti þeim kjörgögnin. Þeir Sumarliði og Kristinn opnuðu kjörseðlana í viður- vist Ingimars Bjarnasonar, formanns verkalýðsfélagsins, þetta sama kvöld. Halldór gerði slíkt hið sama á Ísa- firði daginn eftir í viðurvist Ingólfs Jónssonar lögfræðings, Finns Jóns- sonar frambjóðanda og Haraldar Guðmundssonar, frambjóðanda á Ísafirði. Í ljós kom að á öllum þremur kjörseðlunum var nafn Jóns Auðuns Jónssonar, en ekki Finns Jónssonar, sem sjómennirnir þrír staðhæfðu allir að þeir hefðu kosið. Síðar sama dag bættist fjórða málið við. Sigurður G. Sigurðsson, sjómaður í Hnífsdal, sem kosið hafði hjá hreppstjóranum sama dag og hinir, lét opna sitt atkvæði í votta við- urvist þegar hann komst á snoðir um mál þremenninganna. Lýsti hann því yfir að hann hefði kosið Finn, en upp úr umslagi hans kom seðill með nafni Jóns A. Jónssonar. Rannsókn hefst Oddur Gíslason sýslumaður hóf þeg- ar rannsókn. Fór hann út í Hnífs- dal þar sem hann yfirheyrði Hálf- dán hreppstjóra og úrskurðaði hann í gæsluvarðhald í framhaldi af því. Áfram hélt hann rannsókninni og 10. júlí var Eggert Halldórsson, tengda- sonur Hálfdáns, einnig úrskurðað- ur í varðhald. Eggert var viðstaddur þegar sjómennirnir greiddu atkvæði hjá Hálfdáni hreppstjóra í Búð. Þeir Hálfdán og Eggert voru í varðhaldi til 22. júlí. Í millitíðinni hafði dómsmála- ráðuneytið skipað sérstakan rann- sóknardómara í málið, Steindór Gunnlaugsson, lögfræðing í Reykja- vík, sem kom vestur 15. júlí. Hélt hann rannsókn málsins áfram til 23. júlí og skilaði þá gögnum sín- um til sýslumanns. Steindór kallaði sjómennina til yfirheyrslu í Hnífs- dal þann 19. júlí og setti þá alla fjóra í varðhald að því loknu, en sleppti þeim aftur eftir tvo sólarhringa. Þeg- ar öllum föngum var sleppt úr haldi 22. júlí varð hljótt um málið af yfir- valda hálfu um sinn. Seðlarnir sendir Scotland Yard Fregnin af kæru þremenninganna um atkvæðasvindl breiddist út eins og eldur í sinu um Ísafjörð og Hnífs- dal þann 5. júlí og suður í höfuðstað- inn, þar sem Héðinn Valdimarsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins, vitn- aði til málsins á kjósendafundi um kvöldið. Daginn eftir birtist á götum Ísafjarðar fregnmiði frá Skutli þar sem fyrirsögnin var: „Sprungið á kýl- inu. Atkvæðum stolið og önnur föls- uð í staðinn.“ Sama dag birti Alþýðu- blaðið í Reykjavík frétt um málið og birti fréttir af „Hnífsdalshneykslinu“ daglega fram að kosningunum 9. júlí og áfram eftir kosningar. Málgögn íhaldsmanna tóku ann- an pól í hæðina. Vesturland brást hart við 8. júlí, daginn fyrir kosning- ar. Taldi málið áróðursbragð af hálfu Alþýðuflokksins og benti lesendum á með feitu letri: „Skiljið þið það, að þessi ljóti leikur er ekki gerður vegna Finns Jónssonar, heldur til þess að sverta síra Sigurgeir Sigurðsson og stuðningsmenn hans, og véla ykkur til að kasta atkvæði ykkar á Harald Guðmundsson?“ Morgunblaðið tók í sama streng, en gerði ekki mikið úr málinu. Fyrir- sögn inni í blaðinu 6. júlí er „Kosn- ingafluga“ og þar segir: „Hver get- ur sannað að kjósendurnir hafi ekki skrifað nafn Jóns Auðuns, og þetta sje annað en kosningahrekkur tilbúinn fyrir Alþýðublaðið, til þess að tala um, með gleiðletruðum fyrirsögnum.“ Þannig varð málið mjög pólitískt strax frá upphafi. Alþýðuflokksmenn töldu sök nokkuð augljósa hjá hrepp- stjóranum og aðstoðarmanni hans. Íhaldsmenn töldu málið allt hið tor- tryggilegasta og engin leið að sjá hve- nær seðlunum var breytt, ef þeim var þá breytt. Morgunblaðið benti á að rannsókn málsins hlyti að vera ein- föld. „Seðlarnir með nöfnum Jóns A. Jónssonar eru vitanlega til taks, þeir bera óskeikul vitni í þessu máli með rithöndinni sem á þeim er.“ Atkvæðaseðlarnir voru sendir til rannsóknar hjá rithandarsérfræðingi hjá Scotland Yard í London, sem gaf það álit að Hálfdán hefði skrifað einn seðilinn en Eggert hina þrjá. Þetta álit varð samt ekki notað fyrir Hæsta- rétti vegna formgalla. Málið fyrir hæstarétt Málið gegn Hálfdáni Hálfdánssyni, hreppstjóra í Búð, og Eggert Hall- dórssyni fór sem sagt alla leið til Hæstaréttar. Fyrst fór fram ný og rækilegri rannsókn, sem Jónas Jóns- son frá Hriflu hratt af stað, eftir að hann varð dómsmálaráðherra síðla sumars 1927. Þá skipaði hann nýjan rannsóknardómara, Halldór Kr. Júlí- usson, sýslumann í Strandasýslu, til að skoða málið aftur og ýmsa anga þess sem fjölluðu um rannsókn á atkvæðaseðlum sem borist höfðu í Strandasýslu og öðrum sem lagð- ir voru fram á Ísafirði, en atkvæðin komu öll frá hreppstjóranum í Hnífs- dal. Ábendingar um hugsanlega fleiri fölsuð atkvæði höfðu komið fram í júlírannsókninni. Aftur voru þeir Hálfdán og Eggert settir í varðhald frá 27. október til 10. nóvember. Hálfdán á lögreglustöð- inni á Ísafirði en Eggert í einangrun á Sjúkrahúsinu á Ísafirði, þar sem hann barðist við berklaveiki. Þeir Hálfdán og Eggert neituðu staðfast- lega allri sök í málinu, allt frá upp- hafi. Nokkur æsingur varð út af mála- rekstri Halldórs rannsóknardómara. Þannig var komið í veg fyrir að hann tæki þá Hálfdán og Eggert til fanga þann 15. október, með því að stuðn- ingsmenn þeirra neituðu að aðstoða við flutning þeirra. Rannsóknardómarinn fór út í Vík til að yfirheyra hreppstjóra Hóls- hrepps, út af tveimur atkvæðum og vildi fá tryggingu fyrir nærveru hans. Þá lýtu menn undir forystu Péturs Odssonar kaupmanns því yfir að engin trygging yrði sett og að ekki kæmi til greina að hreppstjórinn yrði hnepptur í varðhald. Upp úr þessu varð sérstakt dómsmál, þar sem Pét- ur var að lokum dæmdur til sektar- greiðslu. Sekir um fölsun Halldór Kr. Júlíusson skilaði rann- sókn sinni til dómsmálayfirvalda í árslok 1927. Hálfdán Hálfdánsson og Eggert Halldórsson voru ákærðir ásamt Hannesi Halldórssyni á Ísa- firði fyrir atkvæðafölsun. Dómur í héraði féll í aukarétti Reykjavíkur 8. mars 1929. Voru allir þrír dæmd- ir, Hálfdán í átta mánaða „betrun- arhússvinnu“, Eggert í sex mánaða fangelsi og Hannes í þrjá mánuði. Þótti sannað að ellefu atkvæði hefðu verið fölsuð. Hæstiréttur kvað upp sinn dóm 15. desember 1930 og þótti aðeins sannað að atkvæð- in fjögur úr Hnífsdal væru fölsuð. Hannes var sýknaður, en dómur yfir Hálfdáni mildaður í sex mánuði og Eggerti í þrjá mánuði. Hnífsdalsmálið var mikið til umræðu öll árin 1927–1931. Málið var hápólitískt og notuðu jafnað- armenn það óspart í áróðri sínum gegn spilltu embættismannakerfi íhaldsins og sama gerðu Jónas frá Hriflu og framsóknarmenn. Á móti komu ásakanir um samsæri og of- sóknir kommúnista og rauðliða. Málið sýnir bæði harðnandi átök í stjórnmálum og óvönduð vinnu- brögð í stjórnsýslu. Það er greinilega gömul saga og ný. asgeir@dv.is Atkvæðafölsunarmálið í Hnífsdal er frægt í íslenskri pólitík og fylgdist þjóðin öll með framvindu mála. Saga málsins er rakin í nýútkominni bók Sigurðar Péturssonar sagnfræðings, Vindur í Seglum - Saga verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum. DV tók saman úr bókinni sögu þessa fræga máls sem var á vörum hvers manns á þriðja áratug síðustu aldar. Fölsunarmálið í Hnífsdal Frambjóðendurnir Jón Auðunn og Finnur, en atkvæðum greiddum Finni var skipt út og þau fölsuð Jóni í vil. Hnífsdalur Á þriðja áratug síðustu aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.