Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 20.–26. apríl 2011 Páskablað Krakkarnir í skólanum voru svo leið- inlegir við Margréti að hún neitaði að fara í skólann. Þetta var svo sem ekkert í fyrsta skipti. En hún fór allt- af aftur því hún þráði viðurkenningu, að einn daginn myndu krakkarnir loksins sjá að það væri allt í lagi með hana. Að allt yrði gott á ný. En nú var hún heima, ein eins og vanalega. Henni brá því heldur betur í brún þegar það var skyndilega bankað upp á. Krakkarnir í skólanum voru komnir til þess að færa henni bréf, þeir sögðust sakna hennar og von- ast til þess að hún kæmi brátt aftur í skólann. Heimsóknin var eins ánægjuleg og hún var óvænt. Margrét grét af gleði og strax næsta dag klæddi hún sig upp á og hélt af stað í skólann full af tilhlökkun. Bara til þess að komast að því að ekkert hafði breyst. Bréf- ið var skrifað fyrir kennarann og of- beldið hélt áfram. Eins og alltaf. Afdrifaríkur læknisleikur Margrét er reyndar ekki hennar raunverulega nafn en hvorki hún né móðir hennar treysta sér til þess að koma fram undir nafni. Þær búa í fal- legu húsi með litlum garði úti á Álfta- nesi, ásamt tveimur systrum Mar- grétar, hundum og köttum. Lífið lék við þær. Allt þar til Margrét neitaði að fara í læknisleik með vinkonu sinni þegar hún var átta ára gömul. Kallaði hana perra og gekk í burtu. Þær mæðgur voru kallaðar til kennarans þar sem stúlkan bað vinkonu sína afsökunar. En málinu var hvergi nærri lokið. Vinkona hennar gat ekki fyrirgef- ið Margréti, talaði niður til hennar og illa um hana auk þess sem hún starði á hana í tíma og ótíma. Smám saman vatt þetta upp á sig þar til stúlkan var algjörlega orðin niðurbrotin. Skipti um bekk „Það var orðið óbærilegt fyrir hana hvernig þessi stelpa lét,“ segir móðir hennar. En enn átti ástandið eftir að versna. Ný stúlka byrjaði í bekknum og hún sýndi stelpunum klám sem hún komst í í tölvu föður síns. Mar- grét sagði móður sinni frá þessu og hún lét skólann vita. Skólinn vissi þegar af þessu en aðhafðist ekkert. „Stelpurnar voru í fjórða bekk og höfðu engan þroska til þess að skoða þetta. Þetta var mjög gróft og ofbeld- isfullt klám en hann aðhafðist lítið sem ekkert þannig að þetta grasser- aði þar til strákarnir komust í þetta líka. Dóttur minni var farið að líða mjög illa í bekknum og þar sem kennarinn var hvorki að takast á við þetta né þá slæmu stöðu sem dóttir mín var í gagnvart þessari fyrrver- andi vinkonu sinni sem var farin að smita út frá sér fór ég fram á að hún myndi skipta um bekk.“ Stimpluð leiðindapúki Það varð úr og viti menn, vinkonan fyrrverandi fagnaði því ógurlega að hafa losnað við „leiðindapúkann“, Margréti, úr sínum bekk. Sem varð til þess að hinn bekkurinn harmaði það að hafa fengið hana. Allt í einu var þetta orðið stórmál og tveir bekkir á móti henni með tilheyrandi leiðind- um. Henni var ekki lengur boðið að vera með í neinu og var oft ein í frí- mínútum. „Ég var í stanslausum samskipt- um við skólann. Ég bað kennarana um að fara með út í frímínútur og reyna að hrista hópinn saman með leikjum en það er ekki inni í þeirra kjarasamningum. Ég bauð stelpun- um líka heim til okkar og var í sam- skiptum við mæður þeirra. En það gekk ekki svo vel.“ Afskiptaleysi mæðranna Ein stúlkan kom þeirri sögu af stað að þær mæðgur byggju í draugahúsi og hópurinn keypti það. „Ég hringdi í móður þessarar stúlku, sagði henni hvað mér þætti þetta leiðinlegt og spurði hvort það væri eitthvað hægt að vinna með þetta. Svörin voru þau að dóttir mín hefði sagt draugasögu þegar þær voru sjö ára, þannig að hún skildi það vel ef dóttir sín vildi ekki koma til okkar. Allskonar svona mál komu upp. Einu sinni kom dóttir mín grát- andi heim úr barnaafmæli því ein stelpan sagðist ekki vilja hafa hana þar. Ég hringdi í móður hennar og hún sagði að dóttir sín réði því við hverja hún léki. Mæðurnar létu eins og þetta kæmi þeim ekki við. Nánast alltaf þegar ég ræddi við þær í trún- aði í von um að ná að bæta ástandið sögðu þær börnunum sínum frá því. Um leið voru börnin komin með eitt- hvað nýtt sem þau notuðu til þess að stríða dóttur minni.“ Vildu ekki sjást með henni Allt síðasta ár var þetta því þannig að Margrét neitaði að mæta í skólann. „Námsráðgjafinn sneri aftur úr náms- leyfi síðasta haust og hann vildi allt gera en það var þá eins og stúlkna- hópurinn væri sokkinn upp að öxlum í þessu feni. Sömuleiðis tók nýr kennari við bekknum og hann var alveg miður sín yfir því að ráða ekkert við ástandið. Ég vil meina það að þeir kennarar sem sinntu dóttur minni í fjögur ár hafi, ásamt skólastjóranum, eyðilagt alla möguleikana á því að hægt væri að laga ástandið. Það vissu allir af þessu. Foreldrarnir brugðust og skólinn gerði það líka þannig að börnin voru föst í þessu mynstri. Enginn var til staðar til þess að leiðbeina þeim út úr þessu.“ Á meðan voru stöðug leiðindi, Margrét vissi aldrei hvort einhver vildi leika við sig, hvenær leiðindin myndu hefjast og hún sæti eftir með sárt enn- ið, útundan á ný. Börnin sögðu það beint út að ef þau sæjust nálægt henni myndi enginn leika við þau heldur og báðu hana síðan um að fara. Veiðileyfi á fjölskylduna Steininn tók svo úr þegar hún trúði móður sinni grátandi fyrir því að ein stelpan í skólanum hefði sagt að pabbi sinn væri að káfa á sér og láta sig gera ljóta hluti. „Þær voru þrjár saman þegar stúlkan greindi frá þessu. Svo ég hringdi í móður hinnar stúlkunnar og sagði að ég yrði að til- kynna málið til barnaverndar en bað hana um að segja alls ekki frá því. Hún lofaði því en sagði dóttir sinni samt frá því þannig að þetta komst upp.“ Í kjölfarið fékk Margrét að heyra það að mamma hennar væri klögu- skjóða sem sigaði löggunni á fólk. „Mér finnst eins og það hafi verið gef- ið veiðileyfi á okkur. Ég get vel þolað það að fólk hafi allskonar skoðanir á mér en ég get ekki þolað það að barn- ið mitt sé hrakið úr skólanum sínum.“ Gleymska kennarans Vanlíðanin var orðin svo mikil að Margrét var meira og minna hætt að mæta í skólann. Þess í stað var hún ein heima og grét. Stundum gat móð- ir hennar verið heima með henni og stundum gat hún verið hjá pabba sín- um. En ekki alltaf. „Auðvitað hafði þetta mikil áhrif á mitt starf en ég naut skilnings þar sem ég starfa sjálf í skóla.“ Hún er aðstoðarleikskólastjóri. „Þessa síðustu daga fékk ég dóttur mína til þess að mæta í skólann af því að deildarstjórinn lofaði því að það yrði fylgst með henni, þannig að eng- inn gæti náð henni, hún fengi að vera í friði. Tveimur dögum seinna gleymdi kennarinn því og mætti of seint í tíma þannig að hún var ein með krökkun- um í bekknum. Þeir réðust á hana, strákarnir hrintu henni og stelpurnar hlógu. Fyrir barn sem er búið að þola þetta í hátt í þrjú ár er þetta ófyrirgef- anlegt. Meira að segja eftir að hún hætti í skólanum var hún ekki látin í friði fyrr en hún fékk nýtt númer. Hún fékk skilaboð á MSN, Facebook og það var hringt í símann hennar og djöflast í henni.“ Gáfust upp Síðasta haust gáfust þær mæðgur endanlega upp. Móðir stúlkunnar sendi skólastjóranum bréf og greindi honum frá að málið væri orðið svo alvarlegt að hún sæi sér ekki stætt á því að hafa dóttur sína áfram í skól- anum og spurði hvað hún ætti þá að gera. Hann sendi henni upplýsing- ar um það hvernig staðið væri að því að skipta um skóla. „Í kjölfarið var ákvörðunin auðveld. Viljinn eða get- an til þess að bæta ástandið var of máttlaus. Þrátt fyrir reglulega fundi fannst engin lausn. Samt er þetta forystuskóli í uppeldi til ábyrgðar.“ Í stefnu skólans segir meðal annars að litið sé svo á að mannleg samskipti og ábyrg hegðun séu grunnþættir í skólastarfinu og að forsenda náms sé að nemendum líði vel í skólanum.  Sjálf samþykkti Margrét það með glöðu geði að fara í skóla fjarri Álfta- nesinu, enda orðin langþreytt á ein- eltinu. Hún þráði eðlilegt líf og vin- konur. „Henni leið skelfilega. Þetta er það hræðilegasta sem foreldri þarf að upplifa, að horfa upp á barnið sitt engjast. Við lifðum yndislegu lífi en þetta hefur sett mark sitt á okkur all- ar. Það er búið að taka svo margt frá okkur.“ Sárt segir deildarstjóri „Auðvitað er það sárt að barnið geti ekki gengið í sinn heimaskóla,“ seg- ir Kristinn Guðlaugsson deildarstjóri 1.-6. Bekk í Álftanesskóla. „Það var ósk foreldranna að hún færi í ann- an skóla, en við vorum með málið í ákveðnu ferli,“ segir hann. „Auðvitað er það spurning hversu langt skól- inn gat gengið, það var brugðist við því þegar eitthvað kom upp. Allt sem við gerðum, gerðum við í samráði við foreldra hennar sem við funduð- um reglulega með. Þeir óskuðu eft- ir því að hún yrði færð um bekk og við urðum við því. Auk þess vorum við í sambandi við foreldra annarra barna. Síðan er það er alltaf matsat- riði hvenær nóg er að gert og hvenær ekki. Að mínu mati vorum við að ná árangri en það er auðvitað spurning hversu miklu árangri er hægt að ná á skömmum tíma. Ég held að skólinn hafi gert allt sem hægt var að gera.“ Í skóla í Reykjavík Margrét hefur alla tíð búið úti á Álfta- nesi, þar er hennar æskuheimili. „Núna er ég búin að missa tækifærið til þess að fylgjast með henni eftir skóla. Þetta hefur haft svo eyðileggj- andi áhrif á okkur, fyrst og fremst hana. Sem betur fer er hún í góð- um skóla núna þar sem allt geng- ur eins og í sögu, hún á vinkonur og blómstrar sem félagsvera.“ Það er því þess virði að keyra hana í Reykjavík á hverjum morgni, jafnvel þótt að bensínkostnaðurinn aukist um þrjátíu þúsund krónur á mánuði og hún komi tuttugu mín- útum of seint í vinnuna á hverjum degi. „Peningar eða tími skipta engu máli í þessu samhengi. En ég er búin að gefast upp á að vera þarna. Ég get ekki boðið barninu mínu upp á þetta líf. Hún heldur sig nánast al- farið innan lóðarmarkanna. Hún fer ekki í sund eða á bókasafnið af ótta við krakkana. Hún á fimm ár eftir í grunnskóla og það er ekki ásætt- anlegt að ljúka málinu með því að senda hana í annan skóla. Með því er líka verið að senda fyrrverandi skóla- félögum hennar stórhættuleg skila- boð. Þetta má ekki gleymast.“ n 11 ára stúlka neitaði að mæta í skólann n Var heima og grét n Býr á Álftanesi en gengur í skóla í Grafar- holti n Hræðilegt að sjá barnið sitt engjast, segir mamma n „Ég er búin að gefast upp á að vera þarna“ Flúði Álftanesskóla „Ég er búin að gefast upp á að vera þarna. Ég get ekki boðið barninu mínu upp á þetta líf. Eftir að DV ræddi við deildar- stjóra í Álftanesskóla hafði hann samband við föður stúlkunnar. Faðirinn lagðist í kjölfarið alfarið gegn því að fjallað væri um vanda dóttur hans í Álftanesskóla. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Draumurinn úti Konan ólst upp á Álftanesi og þar ætlaði hún að ala sín börn upp. Eftir að dóttir hennar hrökklaðist úr skólanum vill hún helst komast þaðan burt. mynD RóBeRt ReyniSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.