Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Qupperneq 58
58 | Páskaleikur 20.–26. apríl 2011 Páskablað -sælureitur innan seilingar! Svalaskjól Smi›sbú› 10 | 210 Gar›abær | Sími: 554 4300 | Fax: 564 1187 | www.solskalar.is YFIR 40 LITIR Í BOÐI! Engir póstar Innbyggðar vatnsrennur Frábært skjól gegn vindi og regni A4_svalaskjol.indd 1 2/17/11 2:12 PM Vinningshafarnir komu hver á fætur öðrum við á ritstjórn blaðsins á þriðjudaginn til þess að sækja verðlaunin sín, en þá voru dregnir út vinningshafar laugar-, sunnu- og mánu- dags. Sumir fóru þó með umboð vinningshafa þar sem sjálfir sigur- vegararnir gátu ekki sótt eggið sitt. Ragnar Guðlaugsson hugðist gefa syni sínum eggið sitt. Að- spurður hvort hann sé ánægður með vinninginn stendur ekki á svarinu. „Hæstánægður, ég kom alla leið frá Noregi til að sækja eggið!“ Ragnar hyggst þó ekki borða eggið sitt sjálfur. „Sonur minn fær eggið, ég má nú ekki við því,“ segir hann í samtali við DV og brosir. Erla Baldursdóttir kom og sótti páskaeggið fyrir son sinn, Gunnar Helga Steindórsson, sem var staddur úti á landi. Erla var ekki í vafa um að sonurinn yrði ánægður með vinninginn. „Hann verður það,“ sagði Erla við blaðamann. Hún vildi þó lítið fullyrða þegar hún var spurð um hvort eggið væri ekki minna en hún hefði viljað. „Ég var nú bara beðin um að sækja þetta,“ sagði Erla og hló. „Ég er nú bara móðir hans,“ bætti hún við að lokum. Fjóla Hilmarsdóttir var hæstánægð með vinninginn. „Þetta er rosa gaman. Mjög óvænt að vinna svona,“ sagði hún glöð í bragði þegar hún sótti vinninginn sinn í dag. Hún sagðist ætla að gæða sér á egginu sjálf, þó að fjölskyldan fengi kannski örlítinn skerf líka. Í dag er sannkallaður gleðidagur fyrir Fjólu, enda var hún að útskrifast sem þroskaþjálfi í dag. Starfsmenn DV óska henni því til hamingju með þann merka áfanga sem og með vinning dagsins. Bergdís Rósantsdóttir kom ásamt Hákoni Garðari og Aroni Páli að sækja sitt egg. „Það er alltaf gaman að fá páskaegg,“ sagði hún, aðspurð hvort að vinningurinn væri henni ekki að skapi. Bergdís hyggst deila egginu sínu með manninum sínum, en það vakti ekki kátínu hjá Hákoni, sem leið- rétti hana: „Nei, með fjölskyldunni!“ sagði hinn ungi maður. Bergdís var þó á öndverðu meiði: „Þú átt nú þitt eigið, það er nógu stórt,“ sagði Bergdís, með eggið í hönd. Páskaleikur DV og Góu Um 20.000 manns skráðu sig í páskaleik DV og Góu með því að biðja um málshátt á Facebook Kátt á hjalla Gleði meðlima Sinfóníuhljómsveitar Íslands var ósvikin þegar þeir fylktu liði og gengu frá Háskólabíói, þar sem sveitin hefur haft aðsetur frá árinu 1961, til Hörpu. Harpa verður nýtt heimili Sinfóníuhljómsveitarinnar en eins og sjá má keppast iðnaðarmenn nú að því að fullklára bygginguna umdeildu. Á leiðinni léku lúðraþeytarar og slagverksleikarar Sinfóníunnar á hljóðfæri sín en lokatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói höfðu farið fram deginum áður. Gleði skein úr hverju andliti á föstudaginn þegar fyrsta hljóðprufan fór fram í nýjum tónleikasal Hörpu. mynd RóBERt REynisson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.