Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 34
34 | Nærmynd 20.–26. apríl 2011 Páskablað S igmundur Davíð Gunn- laugsson varð óvænt for- maður í Framsóknarflokkn- um en hann hafði stuttu áður tekið þátt í baráttu InDefence-hópsins í Ice- save-málinu. Sigmundur var tals- maður hópsins sem barðist gegn fyrstu samningum ríkisstjórnarinn- ar við Breta og Hollendinga um Ice- save-reikningana. Eftir að hann komst á þing var Ice- save-málið honum afar hugleikið og hefur það einkennt málflutning hans úr ræðustóli Alþingis sem og þegar hann kemur fram í fjölmiðlum. Hann minntist þó ekki einu orði á samn- inginn – sem felldur var í þjóðarat- kvæðagreiðslu – í ræðu sinni á nýlega afstöðnu flokksþingi Framsóknar- flokksins, þar sem hann var endur- kjörinn í rússneskri kosningu. Sigmundur hefur þó ekki ver- ið óumdeildur innan eigin flokks en tveir þingmenn flokksins, þau Guð- mundur Steingrímsson og Siv Frið- leifsdóttir, hafa ekki alltaf fylgt for- manninum eftir í veigamiklum málum. Menntun Sigmundar óljós Í síðustu viku upplýsti Fréttatíminn hversu missaga Sigmundur Davíð hefur verið varðandi menntun sína. Minnst fjórar mismunandi sögur fara af menntun formannsins sem hefur eytt mörgum árum í erlendum há- skólum án þess að hafa lokið þaðan prófi, svo staðfest sé. Óumdeilt er að Sigmundur Davíð lagði stund á nám í viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands með fjöl- miðlafræði sem aukagrein. Þaðan segist hann hafa farið í Plekhanov-há- skóla í Moskvu í hálft ár og var tvö ár í skiptinámi við stjórnmálafræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Loks fór hann svo til Oxford á Englandi þar sem hann segist hafa stundað tveggja ára þverfaglegt mastersnám, einkum í hagfræðideild og stjórnmálafræði- deild. Sigmundur var formaður Fé- lags viðskipta- og hagfræðinema á Norðurlöndum auk þess að vera einn stofnanda og formaður Oxford Uni- versity Heritage Society. Á Facebook-síðu formannsins var hægt að skoða menntun hans og titil, en hann hefur löngum titlað sig sem skipulagshagfræðing. Það er þó ekki lengur en samkvæmt heimildum DV hvarf titillinn „skipulagshagfræðing- ur“ af Facebook eftir að Fréttatíminn birti frétt sína. Samkvæmt heimildum DV hefur hann ekki heldur leyfi til að titla sig sem hagfræðing en það er lög- verndað starfsheiti. Þekkt andlit úr sjónvarpinu Þrátt fyrir að Sigmundur Davíð hafi mjög óvænt orðið formaður í Fram- sóknarflokknum var hann ekki óþekkt andlit meðal landsmanna. Hann hafði samhliða námi unnið sem fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu en þar starfaði hann um sjö ára skeið en hann hætti störfum fyrir ríkismið- ilinn á góðærisárinu 2007. Eftir að hann hætti sem fréttamað- ur gerði hann tilraun til að hafa áhrif á skipulagsmál í borginni og tók meðal annars sæti í skipulagsráði Reykjavík- urborgar. Hann hefur auk þess talað mikið fyrir þeim menningar- og um- hverfisverðmætum sem felast í varð- veislu og endurnýjun eldri húsa og borgarhverfa og situr í skipulagsráði. Hann settist í skipulagsráð ári áður en hann var kjörinn formaður á lands- fundi Framsóknarflokksins rétt fyrir kosningar sem boðað hafði verið til í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar. Í aðdraganda kosninganna sýndu skoðanakannanir veika stöðu Fram- sóknarflokksins á höfuðborgarsvæð- inu og um tíma leit út fyrir að Sig- mundur, formaðurinn sjálfur, næði ekki kjöri á Alþingi þrátt fyrir að vera efsti maður á lista Framsóknarflokks- ins í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Stuðningur úr óvæntri átt Undanfarið hefur Sigmundi Dav- íð borist óvæntur stuðningur úr rit- stjórnarstóli Morgunblaðsins þar sem fyrrverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, Davíð Oddsson, hefur lýst yfir ánægju sinni með Sigmund Dav- íð í ritstjórnarpistlum sínum. Davíð starfaði náið með Framsóknarflokkn- um um langt skeið en hann leiddi rík- isstjórnir sem flokkarnir tveir mynd- uðu. Staðföst skoðun Sigmundar Davíðs gegn Icesave-samningnum er líklega ástæðan fyrir því að flokkur- inn hefur haldið jöfnu fylgi frá síðustu kosningum þrátt fyrir stefnubreytingu í nokkrum veigamiklum málum. Gera má ráð fyrir því að hann hafi sótt fylgi til fólks sem hingað til hefur stutt aðra stjórnmálaflokka. Þegar Sigmundur tók við sem for- maður í Framsóknarflokknum lýsti hann þeirri skoðun sinni að nú væri ráð fyrir flokkinn að leita lengra til vinstri og yfirgefa hægristefnuna sem hafði einkennt forystu flokksins í stjórnarsamstarfi hans við Sjálfstæð- isflokkinn. Þeirri stefnu hans er ekki hægt að segja að hann hafi fylgt eftir í verki en flokkurinn hefur í flestum málum myndað sterka stjórnarand- stöðu ásamt sínum gamla samstarfs- flokki. „Tveggja flokka stjórn Fram- sóknarflokks og Vinstri grænna væri góður kostur en óvíst er að þeir tveir flokkar fái nægt fylgi til þess,“ sagði Sigmundur Davíð í viðtali við DV í að- draganda kosninganna en hann lýsti því líka í viðtalinu að hann gæti hugs- að sér stjórnarsamstarf með Samfylk- ingunni. Ótvíræðir leiðtogahæfileikar Samstarfsmaður hans í Framsóknar- flokknum, Birkir Jón Jónsson, seg- ir Sigmund Davíð vera stefnufastan mann sem hafi þó ekki endilega gott tímaskyn. „Hann er mjög ákveðinn og stefnufastur og þegar að hann hef- ur komist að niðurstöðu þá verður honum ekki mjög auðveldað hnik- að,“ segir Birkir Jón sem segir hann þó vera húmorista í góðra vina hópi. „Hann er ekki laus við galla en hans sterkasta hlið er nú ekki stundvísi og af þeim sökum geta ferðir vítt og breitt um landið orðið ansi viðburðaríkar og stundum geta riðlast flest plön.“ Stundvísin kemur þó Sigmundi ekki í koll í leiðtogahlutverkinu. „Hann hef- ur ótvíræða leiðtogahæfileika,“ segir Birkir Jón sem segir það ekki vera á hvers manns færi að ná að komast inn í pólitík á þeim tíma sem Sigmundur gerði en hann varð óvænt formaður í Framsóknarflokknum stuttu eftir efnahagshrunið. Framsóknarkonan Siv Friðleifs- dóttir tekur í sama streng og Birk- ir Jón og segir Sigmund vera sterkan leiðtoga. „Það er gott að vinna með honum,“ segir hún. „Hann er dug- legur ungur maður og mér finnst gott hvað hann er lítt upptekinn af eigin persónu, eins og formenn vilja stund- um verða. Þeir sem veljast til forystu í stjórnmálaflokkum verða stundum svo uppteknir af eigin tilveru, hann þarf ekki að vera að sanna sig inni í hópnum frá degi til dags.“ Aðspurð hverjir gallar Sigmundar væru seg- ir Siv að erfitt geti reynst að ná sam- bandi við hann. „Hann er gríðarlega upptekinn þannig að það getur verið erfitt að ná til hans en ef maður sendir honum sms þá hringir hann alltaf til baka.“ Fjölskylduhagir Sigmundur Davíð fæddist í Reykjavík 12. mars 1975. Faðir hans er Gunn- laugur M. Sigmundsson fyrrverandi alþingismaður Framsóknarflokks- ins en móðir hans er Sigríður G. Sig- urbjörnsdóttir, lífeindafræðingur og skrifstofustjóri. Sigmundur Davíð gekk að eiga unnustu sína Önnu Sig- urlaugu Pálsdóttur, mannfræðing og fjárfesti, í athöfn í Dómkirkjunni. Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi forstjóra Toyota, og Elínar Jóhannesdóttur húsmóður. Anna Sigurlaug er vell- auðug, á eignir sem nema meira en milljarði króna, samkvæmt upplýs- ingum úr tekjublöðum sem byggja á skattgreiðslum einstaklinga til ríkis- ins. Ekki er vitað hvernig Anna Sigur- laug efnaðist svo mjög. Þó má ætla að það kunni að tengjast föður hennar sem seldi Toyota-umboðið til Magn- úsar Kristinssonar fyrir metfé á sínum tíma. Í viðtali við DV í janúar 2009 rifjaði Sigmundur upp fyrstu kynni þeirra Önnu Sigurlaugar þegar þau hittust í boði fyrir rúmum níu árum. „Það er í raun ekki mikið um það að segja, nema að við hittumst í áramótaboði, smullum vel saman og höfum verið saman síðan,“ sagði Sigmundur í við- talinu og bætti hálfskömmustulega við í viðtalinu að það stæði til að biðja hennar. „Við förum ekki í fjölskyldu- boð án þess að frænkurnar bendi okkur á þá staðreynd að við séum enn barnlaus. Við sjáum hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði hann einnig í viðtalinu. „Svolítið nörd“ Birgitta Jónsdóttir, samstarfskona Sigmundar Davíðs á þingi og í utan- ríkismálanefnd þingsins, segir að Sig- mundur sé nörd. „Mér finnst hann bara svolítið nörd. Hann fer mjög ofan í saumana á öllu og ef hann hef- ur áhuga á einhverjum málefnum fer hann mjög vel ofan í þau,“ segir Birg- itta. „Þegar við vorum að semja um þinglok og í þessari vinnu í kringum Icesave þá fannst mér mjög þægilegt að vinna með honum. Hann er mik- ill diplómat þangað til að kemur að sársaukamörkunum – eins og með Icesave á sínum tíma.“ Samkvæmt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson varð formaður Framsóknarflokksins nokkuð óvænt fyrir þingkosningarnar árið 2009. Hann hefur þó reynst góður og traustur leiðtogi og hefur náð að halda fylgi flokksins nær óbreyttu frá þingkosningum. Undanfarið hefur umræða um menntun Sigmundar farið hátt en hann hefur í það minnsta verið fjórsaga um menntun sína. Þegar DV kannaði málið kom líka í ljós að hann hefur kallað sig skipulagshagfræðing og þar með brotið lög. „Mér finnst hann bara svolítið nörd“ „Hann er ekki laus við galla en hans sterkasta hlið er nú ekki stundvísi. Ástfangin Sigmundur Davíð á brúðkaupsdaginn ásamt eiginkonu sinni, Önnu Pálsdóttur. MynD SiGtryGGur Ari Fyrsta atkvæðið sem formaður Sigmundur Davíð greiddi atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en sjálfur var hann í framboði fyrir Framsóknar- flokkinn í Reykjavík norður. MynD KriStinn MAGnúSSon Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.