Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 80

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 80
80 | Lífsstíll 20.–26. apríl 2011 Páskablað Allt sem þú þarft til að útbúa bar: Þinn eigin bar – með eigin bjór Hefurðu áhuga á að drekka heima- gerðan bjór á alvörubar heima hjá þér? Þá eru nokkrir hlutir sem þú þarft að finna þér. Fyrst þarftu að sjálfsögðu að finna þér græjur til að brugga bjórinn. WilliamsWarn Personal Brewery er tilvalin græja fyrir alla þá sem vilja brugga bjór. Græjuna færðu á um 500 þúsund krónur á vef WilliamsWarn. Það tek- ur að vísu viku að brugga bjórinn en græjan er fyrirferðarminni en margar aðrar heimabrugggræjur. Það er samt ekki nóg að eiga græjuna heldur þarftu að sjálfsögðu hráefnin í bjórinn. Þau geturðu keypt hjá Brooklyn Brew Shop fyrir 3.400 krónur. Með þeim pakka fylgir líka glerkrús sem þú getur notað í brugg- ið – ef þú átt ekki hálfa milljón til að fjárfesta í alvöru brugggræju. Þú get- ur sett barinn upp í kringum græjuna þar sem þú getur hellt beint úr henni í glasið þitt. Ef þú vilt samt fá bjórinn úr smekklegri dælu geturðu fjárfest í einni slíkri. Á netinu er hægt að finna fjöldann allan af bjórdælum fyrir allt niður í 6.000 krónur. Til að fullkomna stemninguna kemurðu svo öllu fyrir í Markham Console-bar, sem þú færð fyrir 160 þúsund krónur í vefverslun Pottery Barn. Stemningin við að vera með eig- in bar þar sem þú býður upp á eigin bjór er einstök. Til að gera barinn þinn enn einstakari geturðu keypt bjórglös úr vefverslun Elsewares en þar fást bjórglös sem búin eru til úr stórum bjórflöskum undan mexíkóska bjórn- um Sol. Verslunin býður upp á fjögur slík glös á frá 2.800 krónum. Ekki ódýrt Það kostar sitt að búa til alvörubar. Lyklaborð fyrir iPad2 Það tekur óþarflega langan tíma að venja sig á að nota lyklaborðið á iPad. Ef þú vilt ekki eyða tíma í það geturðu þess í stað keypt þér Bluetooth-lyklaborð. Logitech hefur hannað Bluetooth-lyklaborð fyrir iPad sem virkar líka eins og hulstur utan um spjaldtölvuna þegar hún er ekki í notkun. Einnig er hægt er að smella tölvunni á lyklaborðið þannig að hún virki í raun eins og fislétt og þunn fartölva. Hægt er að snúa tölvunni bæði lárétt og lóðrétt og því geturðu valið hvaða sjónarhorn þú færð á hlutina. Logitech Bluetooth-lyklaborðið er einungis hannað fyrir iPad2 en það er sérstaklega gert þannig að þegar þú notar það sem hulstur utan um tölvuna rispar það ekki skjá hennar. Steikar- hnappurinn Steikarhnappurinn ætti að létta flestum að ná að grilla steikina nákvæmlega rétt í sumar. Græjan er gerð úr ryðfríu stáli og er búin hitamæli sem sýnir hitastigið í kjarna steikarinnar. Sérstaða steikarhnappsins felst svo í því að í stað hitastigs eru merkingar yfir „rare“, „medium“ og „well“ sem segja til um hversu vel steikin er grilluð. Þannig geturðu slegið um þig í grillveislunum í sumar og grillað kjöt samkvæmt pöntunum. Krómhúðuð eldhústæki Ertu að hugsa um að kaupa þér eingöngu krómhúðuð eldhústæki? Þá ætti Krups Silver Art Collection að vera rétta línan fyrir þig. Krups býður upp á krómhúðaðar útgáfur flestra algengustu eldhústækjanna á verðbilinu 9–35 þúsund krónur. Meðal tækjanna sem eru í krómlínu Krups eru kaffi- vélar, espresso-vélar, tekatlar, brauðristar og djúsvélar. Tilvalin eldhúslína fyrir þá sem vilja að allt glansi í eldhúsinu. Það fylgja þó án efa mikil þrif slíkum tækjum ef ætlunin er að halda þeim jafnglansandi og þau eru á myndum. A lla hefur einhvern tímann dreymt um að fljúga eins og fugl. FlyNano er líklega það tæki sem kemur þér hvað næst þeim draumi en tækið er smá- flugvél sem gerð er fyrir eina mann- eskju og engan farangur. Samkvæmt framleiðanda tækisins á hver sem er að geta lært að fljúga því en þeir sem einhvern tímann hafa verið með flugmannsréttindi ættu að ráða við tækið án þess að læra sérstaklega á það. Til að geta tekið á loft og lent tækinu þarftu að vera á vatni – nema þú sért til í nokkuð harkalega lend- ingu. Hönnun FlyNano er samsett úr léttum efnum og miðaðist hönn- unarferlið mikið við að tækið yrði eins létt og mögulegt var án þess þó að draga úr flugeiginleikum þess. Nokkrar mismunandi útgáfur eru til af FlyNano en ein þeirra gengur ein- göngu fyrir rafmagni. FlyNano flug- vélin getur náð allt að 150 kílómetra hraða á klukkustund en þrjár mis- munandi útgáfur eru til af vélinni. Sú útgáfa sem gengur fyrir rafmagni nær 140 kílómetra hraða á klukku- stund. Flugdrægið er þó minna en hjá hinum, eða aðeins um 40 kíló- metrar. Flugdrægi þeirra sem ganga fyrir hefðbundnu eldsneyti er allt að 70 kílómetrar. Þróunin hófst fyrir 10 árum þegar nokkrir einstaklingar sem allir hafa búa að reynslu af flugi eða hönnun flugvéla tóku sig saman til að hanna létta flugvél. Markmiðið var strax sett á að flugvélin yrði léttari en 70 kíló og réð það markmið mestu um hönnunina sem er nokkuð frábrugð- in öðrum hönnun annarra flugtækja og -véla. Í fréttatilkynningu sem send var út í tilefni frumsýningar tækisins kemur fram að það sé finnskri hönn- un og góðum kolefnistrefjum að þakka að þyngdarmarkmiðinu hafi verið náð. FlyNano var fyrst kynnt á flug- sýningunni Aero 2011 sem fram fór í Friedrichshafen í Þýskalandi um síð- ustu helgi. Flugsýningin er ein helsta flugsýning Evrópu en þar eru flug- vélar og önnur slík tæki frumsýnd. Vænghaf FlyNano er nálægt fimm metrum en frá nefi flugvélarinnar og að stéli hennar eru þrír og hálf- ur metri. Fyrstu eintökin af FlyNano verða send úr verksmiðju í sumar en verðið verður í kringum 4,4 milljónir króna. n FlyNano kemur á markað í sumar n Smáflugvél sem gerir nánast öllum kleift að fljúga n Tækið kostar um 4,4 milljónir n Hægt að fá umhverfisvæna útgáfu sem gengur einungis fyrir rafmagni n Nær allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund Fljúgðu frjáls eins og fuglinn Skemmtiflugvél FlyNano kemur úr verksmiðju í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.