Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 31
Erlent | 31Páskablað 20.–26. apríl 2011 Umhverfishrak- spár rætast ekki Það kemur ef til vill ekki á óvart að innrásin í Írak snerist að miklu leyti um aðgang Bandaríkjamanna og Breta að olíuauðlindum Íraka. Þessu höfðu ráðamenn á borð við Ge- orge W. Bush og Tony Blair hafnað, og sagði Blair meira að segja áður en innrásin í Írak var gerð að „olíu- samsæriskenningin er ein sú fráleit- asta sem til er ef maður greinir hana til mergjar. Ef við værum að freista þess að fá olíu, þá gætum við allt eins samið við Saddam um olíuna á morgun.“ Vegna bresku upplýsingalöggjaf- arinnar, sem kveður á um aðgang al- mennings að opinberum gögnum séu fimm ár liðin frá útgáfu þeirra, hafa nú gögn komið í ljós sem sýna, svo ekki verður um villst, að það var vissulega olían sem var einna veigamesti þátturinn þegar kom að ákvörðuninni um að ráðast inn í Írak. Byggt á lygum Það var breski rithöfundurinn og að- gerðarsinninn Greg Muttitt sem varð sér úti um gögnin. Þau sýna meðal annars fram á að fimm fundir, í það minnsta, áttu sér stað seint á árinu 2002 á milli fulltrúa bresku ríkis- stjórnarinnar og fulltrúa olíufyrir- tækjanna Shell og BP. Innrásin í Írak hófst síðan þann 20. mars árið 2003. Muttitt er í þann mund að gefa út bókina Fuel on Fire; sem þýða mætti sem Olía á eldinn. Hann sagði í við- tali við breska blaðið Independent að gögnin sýni greinilega hver hafi verið hvatinn að innrásinni í Írak. „Áður en ráðist var inn í Írak lagði ríkis- stjórnin mikið á sig við að telja okkur trú um að hún hefði engan áhuga á olíunni í Írak. Þessi gögn sýna að sá málflutningur var byggður á lygum.“ Fundaði með olíurisum Þáverandi viðskiptaráðherra í ríkis- stjórn Tonys Blair, Elizabeth Symons, fundaði með fulltrúm BP og Shell þann 31. október árið 2002. Í gögn- unum kom fram að Symons lofaði því að beita pólitískum þrýstingi í Bandaríkjunum, þar sem hún óttað- ist að bresk olíufyrirtæki fengju ekki sinn skerf af olíuauðlindum Íraka – en hana grunaði að Bandaríkjamenn væru þegar byrjaðir að semja við frönsk og rússnesk olíufyrirtæki auk bandarískra. Breska utanríkisþjónustan bauð olíufulltrúum einnig á sinn fund þann 6. nóvember 2002 til að ræða möguleikana í „Írak eftir Saddam“. Í fundargögnum kom fram að „Írak væri efnilegt sem olíurisi. BP vill ólmt hefja starfsemi þar en óttaðist að pólitískir samningar gætu staðið í vegi fyrirtækisins.“ Þess má geta að í opinberum yfir- lýsingum þess tíma, frá bæði Shell og BP, kom ætíð fram sú staðhæfing að hvorugu fyrirtæki hugnaðist að hefja starfsemi í Írak. Á fundinum í utan- ríkisþjónustunni sagði fulltrúi BP meðal annars um tækifærin í Írak, að þau „væru mikilvægari en nokkuð sem við höfum séð í langan tíma.“ Innrásin löngu ákveðin Gögnin staðfesta enn frekar, sem þykir reyndar þegar sannað, að ákveðið hafði verið að ráðast inn í Írak – hvort sem Saddam Huss- ein hefði yfir gjöreyðingarvopnum að ráða eður ei. Þann 27. nóvember árið 2002, eftir að áðurnefndir fundir olíurisanna og fulltrúa bresku ríkis- stjórnarinnar höfðu átt sér stað, var samþykkt ályktun 1441 í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin kvað á um óskilyrta samvinnu Íraka með vopnaeftirlitsmönnum SÞ, svo ganga mætti úr skugga um vopna- forða Íraka, og enn fremur hvort þeir byggju yfir gjöreyðingarvopnum – eins og George W. Bush og Tony Blair vildu svo gjarna halda fram. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna hófu því næst, í samstarfi við Íraka, að grandskoða vopnabúr Íraks. Starfseminni var stýrt af þeim Hans Blix, yfirmanni vopnaeftirlits SÞ, og Muhamed ElBaradei, þáver- andi yfirmanni Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar. Eins og flestir muna fannst ekkert af meintum gjör- eyðingarvopnum Íraka. Þegar komið var fram í mars árið 2003, sagði Hans Blix að vopnaeftirlitinu væri næst- um því lokið, aðeins þyrfti að bíða í einn til tvo mánuði eftir nákvæmri skýrslu. Það nægði Bandaríkja- mönnum og Bretum ekki. Gefin var út tilkynning til vopnaeftirlitsmanna um að hypja sig á brott frá Bagdad, því innrás væri yfirvofandi. Innrásin í Írak hófst opin berlega þann 20. mars árið 2003. Minnisblaðið úr Downing-stræti Það sem sannaði stefnu Bandaríkja- manna og Breta öðru fremur var hið svokallaða ,,minnisblað úr Down- ing-stræti“. Í minnisblaðinu, sem aðeins ráðherrar og yfirmenn hers og leyniþjónustu í Bretlandi fengu aðgang að, kom fram að það væri stefna George W. Bush að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak með hervaldi. Vildi Bush enn frem- ur réttlæta beitingu hervalds með því að staðhæfa að Írakar hefðu yfir gjöreyðingarvopnum að ráða. Bush og ráðgjafar hans vildu því að sönn- ungargögn sem sýndu fram á gjör- eyðingarvopnaeign Íraka, yrðu búin til – væru þau ekki fyrir hendi. Þessi stefna Bush var staðfest í minnis- blaðinu af yfirmanni MI6, leyni- þjónustu Breta, en dagsetningin á minnisblaðinu er 23. júlí árið 2002 – átta mánuðum áður en ráðist var inn í Írak. Minnisblað þetta komst í hend- ur breskra fjölmiðla og var birt í Sunday Times þann 1. maí 2005. Birting þess vakti mikla reiði og voru bæði Bush og Blair krafðir svara. Á sameiginlegum fréttamannafundi í júní 2005 neituðu þeir báðir að hafa byggt stefnu sína um innrásina í Írak á sandi og sögðu að það væri fjarri sanni. Í desem ber árið 2009 sagði Blair enn fremur, að hann hafi talið það rétt að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak, hvort sem hann hafi átt gjöreyðingarvopn eða ekki. Ísland studdi innrás Skemmst er að minnast þess að Ís- land var eitt þeirra ríkja sem studdi innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak og lagði því opinberlega trúnað við málflutning þeirra um gjöreyð- ingarvopnaeign Íraka – og að Vest- urlöndum stafaði hætta af þeim. Ís- land skipaði sér þar með í flokk með ríkjum eins Marshall-eyjum, Palá og Mikrónesíu. Þá voru Salómons-eyj- ar einnig á listanum án þess að rík- isstjórn þeirra hafi verið spurð hvort hún hefði áhuga á því. Hún kvart- aði og bað um að eyjarnar yrðu fjar- lægðar af listanum hið snarasta. Hvað stuðning Íslands varðar, virðist sem ekki séu öll kurl komin til grafar enn. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Á fundinum í utanríkisþjónustunni sagði fulltrúi BP meðal annars um tækifærin í Írak, að þau „væru mikilvægari en nokkuð sem við höfum séð í langan tíma.“ n Gögn frá árinu 2002 sýna svo ekki verður um villst að olíulindir Íraka skiptu höfuðmáli þegar kom að innrásinni í Írak n Breskir ráðamenn funduðu með fulltrúum stærstu olíufyrir- tækjanna n Breska ríkisstjórnin óttaðist að Bandaríkjamenn sætu einir að kjötkötlunum Lofaði þrýstingi Symons lofaði því að beita pólitískum þrýstingi í Bandaríkjunum, þar sem hún óttaðist að bresk olíufyrirtæki fengju ekki sinn skerf af olíuauðlindum Íraka. MynDIr reuters Innrásin í Írak snerist um olíu Höfnuðu „samsæriskenn- ingum“ Blair sagði: „Olíu- samsæriskenningin er ein sú fráleitasta sem til er ef maður greinir hana til mergjar. Ef við værum að freista þess að fá olíu, þá gætum við allt eins samið við Saddam um olíuna á morgun.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.