Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 82

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Side 82
1a) Real Madrid og Barcelona eru sigursælustu lið spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga, en saman hafa þau unnið 51 Spánarmeistaratitil. Þau eru líka tvö af þremur liðum sem aldrei hafa fallið úr efstu deildinni á Spáni. Hvert er þriðja liðið sem aldrei hefur fallið? Svar: Athletic Bilbao 1b) Real Madrid og Barcelona hafa marga hildi háð í gegnum árin og þessa dagana mætast liðin fjórum sinnum í þremur keppnum, þar á meðal spænsku bikarkeppninni sem hefur undanfarin ár verið tækifæri minni liða til að fá eins og einn bikar á Spáni. Hvaða lið er ríkjandi bikarmeistari á Spáni? Svar: Sevilla 2a) Við höldum okkur á Spáni í smástund til viðbótar og horfum til tveggja bestu knattspyrnumanna heims, Lionels Messi og Cristianos Ronaldo. Fyrri spurningin er um Messi. Hann skoraði á dögum 48. markið sitt á leiktíðinni og bætti þar met annarrar mikillar markamaskínu sem spilaði með Barca á sínum tíma. Hver átti fyrra metið, 47 mörk? Svar: Ronaldo 2b) Þá er komið að hinum sykurhúðaða Cristiano Ronaldo sem hefur ekki hætt að skora fyrir Real frá því hann skrifaði undir í Madríd. Ronaldo kom til Real frá Manchester United en hvaðan keypti Manchester United þennan magnaða kappa? Svar: Sporting Lissabon 3a) Við flytjum okkur vestur um haf og horfum til MLS- deildarinnar í Bandaríkjunum. Þar heita liðin öll eitthvað sniðugt. Hvað heitir liðið í Houston og hvað heitir liðið á Nýja Englandi? Svar: Houston Dynamo og New England Revolution 3b) Þá eru það tvö lið til viðbótar. Hvað heita liðin í Dallas og Salt Lake City? Svar: FC Dallas og Real Salt Lake 4a) Árið 1989 gerðist lítið kraftaverk í íslenska boltanum þegar KA stóð uppi sem Íslandsmeistari í knattspyrnu. Guðjón Þórðarson þjálfaði liðið en hvaða leikmaður KA sem í dag er þjálfari í Pepsi- deildinni var valinn besti leikmaður tímabilsins þetta sumar? Svar: Þorvaldur Örlygsson 4b) Þetta sama ár var ungur markvörður, sem spilaði með ÍA, valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar. Þessi sami maður hefur lagt hanskana á hilluna í da, en hann hætti eftir að hafa skrópað í lyfjaprófi. Hver er markvörðurinn? Svar: Ólafur Gottskálksson tímabilið 2008 en þeir voru langt frá því að slá í gegn. Þeir voru þó vel hressir og komust í hann krappan eitt sinn á djamminu. Hvað heita þessir herramenn? Svar: Biro og Ismael Meiddir leikmenn 1 stig: Owen Har- greaves er alltaf rosalega meiddur, því miður. Hann spilar með Manchester United en með hvaða þýska liði spilaði hann lengi? Svar: FC Bayern München 3 stig: Michael Owen væri án efa að gera atlögu að sæti Alans Shearer sem markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar hefði hann ekki meiðst svona mikið í gegnum tíðina. Owen fékk eldskírnina með Liverpool ungur að árum en undir lok hvaða tímabils spilaði hann sinn fyrsta leik? Svar: 1996–1997 5 stig: Andri Sigþórsson hefði getað náð miklu lengra en hann gerði ef ekki væri fyrir öll hans miklu meiðsl. Andri var eitt sinn á mála hjá þýsku liði. Hvað heitir liðið, hvað heitir bróðir Andra sem er að gera það gott í boltanum í dag og með hvaða liði spilar bróðirinn? Svar: FC Bayern München, Kolbeinn Sigþórsson hjá AZ Alkmaar Peningar 1 stig: Eigandi Chelsea er moldríkur Rússi sem heitir hvað? Svar: Roman Abramovich 3 stig: Malcolm Glazer, eigandi Manchester United, á einnig NFL-lið sem heitir hvað? Svar: Tamba Bay Buccaneers 5 stig: Eigandi Manchester City er ógnvænlega ríkur. Hvað heitir hann og frá hvaða landi er hann? Svar: Sheikh Mansour bin Zayed bin Sultan Al Nahyan (Sheikh Mansour nóg) frá Sam- einuðu arabísku furstadæmunum. 82 | Sport 20.–26. apríl 2011 Páskablað PáskasPurningakePPni DV Hvað veist þú Hér er tilvalin leið til að stytta sér stundir um páskana. DV hefur sett upp ítarlega spurningakeppni um fót- bolta, erlendan og innlendan. Hver í vinahópnum veit mest um fótbolta? Nú er ekkert mál að komast að því. LEIÐBEININGAR 1 Langbest er að hafa einn spyril en liðin mega innihalda 1–3 liðsmenn. 2 Hraðaspurningarnar eiga að vera 70 sekúndur eða 1 mínúta og tíu sekúndur. Eitt stig er gefið fyrir hvert rétt svar. 3 Það lið sem er undir fær fyrstu víxlspurninguna, hitt liðið þá næstu og svo koll af kolli. Spurningarnar eru sniðnar þannig að bæði lið svara spurningum um svipuð málefni. Eitt stig er gefið fyrir hvert rétt svar. 4 Það lið sem er undir eftir víxlspurning-arnar fær að velja valflokk á undan. Eftir að það hefur valið sér flokk er byrjað á spurningunni sem gefur 1 stig, svo 3 stig og síðast 5 stig. Geti viðkomandi lið ekki svarað spurningunni fær hitt tækifæri til að stela stigunum með réttu svari. Það lið sem á flokkinn á þó alltaf fyrsta svarrétt í sínum flokki. 5 Það lið sem fær fleiri stig vinnur og veit meira en hitt. 6 Góða skemmtun! um fótbolta? Hraðaspurningar 70 sekúndur 1. Hvað var síðasta Reykjavíkurliðið til þess að verða Íslandsmeistari? Valur 2. Hvað heitir þjálfari Porto? Andre Villas Boas 3. Hver var kjörinn besti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra? Alfreð Finnbogason 4. Hver er leikjahæsti landsliðsmaður Íslands? Rúnar Kristinsson 5. Á hvaða velli tryggði Arsenal sér Englandsmeistaratitilinn árið 2002? Old Trafford 6. Hver er markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar? Alan Shearer 7. Hvaða þýska lið vann Meistaradeildina árið 1997? Borussia Dortmund 8. Hvað heitir knattspyrnuliðið í Bergen sem svo margir Íslendingar hafa spilað með? Brann 9. Hvað heitir heimavöllur Blackpool? Bloomfield Road 10. Hvernig fór landsleikur Íslands og Ítalíu á Laugardalsvelli 2002? 2–0 11. Man. United, Arsenal, Chelsea og hvaða lið hafa unnið ensku úrvalsdeildina? Blackburn 12. Hvað lið er ríkjandi meistari í Hollandi? FC Twente 13. Hver er markahæsti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar? Thierry Henry 14. Hver er eini leikmaðurinn sem hefur verið valinn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi tvívegis? Allan Borgvardt 15. Hver var stjóri Liverpool á undan Rafa Benitez? Gerard Houllier 16. Með hvaða liði spilar Craig Bellamy? Cardiff 17. Hvaða spænska lið tapaði í úrslitum Meistaradeildarinnar tvö ár í röð 2001 og 2002? Valencia 18. Hvað heitir Meistaradeildin í Suður-Ameríku? Copa Libertadores 1 2 3 Víxlspurningar Valflokkar Markahrókar 1 stig: Hvaða kröftugi framherji varð markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar í fyrra? Svar: Gilles Mbang Ondo 3 stig: Sjö Englendingar eru á listanum yfir markahæstu leikmenn ensku úrvals- deildarinnar frá upphafi. Hinir eru Frakki, Hollendingur og Trínidadi? Hvað heita þeir? Svar: Thierry Henry, Jimmy Floyd Hasselbaink og Dwight Yorke. 5 stig: Af tíu efstu markahæstu leikmönnum ensku úrvals- deildarinnar eru tveir enn að spila í deildinni. Hvað heita þeir og með hverjum spila þeir? Svar: Michael Owen hjá Manchester United og Frank Lampard hjá Chelsea. Eftirminnilegir útlendingar 1 stig: Hér á landi hafa spilað margir kostulegir leikmenn. Einn þeirra er mikill markahrókur frá Serbíu sem varð fyrsti útlendingurinn til þess að verða markahæsti leikmaður efstu deildar. Hann gat skorað endalaust þó hann væri alltaf nokkrum kílóum of þungur. Hvað heitir þessi mikli meistari? Svar: Mihajilo Bibercic 3 stig: Þegar Leiftursævintýið var í fullum gangi fyrir norðan og stórlð eins og Ham- burg spiluðu þar Evrópuleiki voru nokkrir flottir erlendir leikmenn í liði Leifturs. Einn sá eftirminnilegasti er færeyskur landsliðs- markvörður. Hvað heitir hann og hvert var hans helsta einkenni? Svar: Jens Martin Knudsen og hann spilaði alltaf með húfu. 5 stig: Tveir Brasilíumenn léku með Þrótti 5a) KR er óumdeilanlega sigursælasta lið Íslands í knattspyrnu en það hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn 24 sinnum og bikarinn ellefu sinnum. Samtals 35 stóra bikara. Hvaða lið kemur þar næst með tuttugu Íslandsmeistaratitla og níu bikarmeistaratitla? Svar: Valur 5b) Skagamenn segja gjarnan að þeir séu sigursælasta lið Íslands eftir að „Reykjavíkurmótið“ lagðist af og fleiri lið fóru að taka þátt í Íslandsmótinu. Skagamenn leika nú í 1. deild eftir að hafa fallið 2008 en hvaða ár lék ÍA síðast í næst- efstu deild? Svar: 1991

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.