Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2011, Blaðsíða 66
66 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 20.–26. apríl 2011 Páskablað D ropbox er veflæg hýsingar- þjónusta sem hefur orðið æ vinsælli með hverju árinu sem líður. Síðasta ár markaði tímamót fyrir þá félaga Drew Houston og Arash Ferdowsi sem standa að baki Dropbox-þjónustunni og gerðu hana aðgengilega almenningi árið 2008. Tæplega ári síðar var fjöldi not- enda kominn í eina milljón og í fjórar milljónir í janúar 2010. Ótrúleg aukn- ing í fjölda notenda hefur síðan orðið síðustu 14 mánuði og í dag telja þeir um 25 milljónir. Hvernig virkar Dropbox? Þegar notandinn hefur innsett Drop- box verður til sérstök mappa í skrá- arkerfi stýrikerfisins þar sem hægt er að vista eða setja skrár af öllum gerðum og stærðum. Inni í Drop- box-möppunni má síðan stofna aðr- ar möppur og deila þeim eða völdum skrám með öðrum notendum gegn- um netið. Hér kemur kannski vinsælasti eiginleiki þessarar þjónustu fram, deiling og samstilling (sync). Sami notandi getur unnið með skrár t.d. heimavið og á vinnustað og Dropbox samstillir þær breytingar sem gerðar hafa verið á báðum stöð- um. Til að spara tíma og gagnamagn eru það aðeins breytingarnar sem fara í gegnum netið. Á sama máta geta fleiri en einn notandi unnið með sömu skrá, sem er ótrúlega hentugt, en fríþjónustan heldur að auki til haga öllum breyt- ingum (version history) sem gerðar hafa verið á skránni síðustu 30 daga og er þá auðvelt að fara til baka í þá útgáfu ef notandinn þarf þess. Vinna og afþreying Vinsældir Dropbox síðasta miss- erið má að öllum líkindum þakka snjallsímum og spjaldtölvum. Í dag er hefðbundinn Dropbox-notandi með forritið að öllum líkindum inn- sett á fjórum tækjum; heimilistölv- unni, vinnutölvunni, spjaldtölvunni og í snjallsímanum. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að gleyma að taka með sér utanáliggjandi drif eða USB-lykil, hann hefur alls stað- ar sama aðgang að skjölum sínum og skrám, í leik og starfi. Upphafið Báðir stofnendur Dropbox voru nemendur við hinn virta MIT-há- skóla (Massachusetts Institute of Technology) í Bandaríkjunum. Drew Houston, sem skrifaði upphaflega kóðann að baki þjónustunni, fékk hugmyndina að Dropbox árið 2007 vegna þess að hann átti það til að gleyma USB-lyklinum sínum heima en þar voru öll hans verkefni geymd. Hann fór að kanna veflægar þjón- ustur en fannst þær seinvirkar og óhentugar og ákvað að reyna að skapa eitthvað sjálfur. Eftir að hafa skrifað grunnkóð- ann gerði hann sér grein fyrir því að hann væri með eitthvað í höndun- um sem gæti hentað stórum hópi fólks, aðgangur að sömu skjölum alls staðar og engin þörf á að senda póstviðhengi lengur. Houston sýndi félaga sínum, Arash Ferdowsi, kóðann og virkni þjónustunnar og í framhaldinu ákváðu þeir að reyna að gera hug- myndina að veruleika. Það má segja að gæfan hafi verið þeim hliðholl, þeir fengu stuttu síðar fjársterkan aðila til að leggja sér lið við uppbyggingu þessa nýja fyrir- tækis. Viðtökur Það má segja að Dropbox hafi feng- ið frábærar viðtökur frá fyrstu tíð. Dagblöð eins og New York Times, The Economist og The Washington Post hafa öll fjallað um og lofsung- ið forritið auk sérhæfðra tölvu- og tæknitímarita eins og PC Magazine og Macworld. Í úttekt sinni og verð- launaafhendingu árið 2009 veitti Macworld forritinu „Editor‘s Choice Award“ en Dropbox hefur hlotið fjöl- mörg verðlaun og tilnefningar frá árinu 2008. Framtíðin Dropbox fyrir sjónvörp, myndavél- ar og jafnvel bifreiðar er næsta skref hjá þeim félögum að sögn Houston. Vinsældir forritsins hafa orðið til þess að nánast hvern dag koma fyr- irspurnir frá fyrirtækjum sem vilja innleiða Dropbox á einhvern hátt í vörur sínar. Meira en 200 ólík for- rit nýta sér þegar möguleikann á að geta sótt skrár í Dropbox og þess má vænta í náinni framtíð að mörg tæki muni hafa þennan möguleika inn- byggðan á einhvern máta í stýrikerfi sín. Steadicam fyrir snjallsíma Gæði myndskeiðsupptaka úr snjallsímum eru í dag orðin ótrúlega góð en þó er einn galli á gjöf Njarðar, þegar tekið er upp með snjallsíma er ekkert sem kemur í veg fyrir hristinginn sem á endanum eyðileggur upptökuna. Það er nær ómögulegt að nota snjallsíma við myndskeiðsupptökur án þess að jafnvel einn andardráttur verði til þess að síminn hristist eins og um jarðskjálfta sé að ræða. Nú er hins vegar hægt að verða sér úti um sömu tækni fyrir snjallsíma og Steadicam er fyrir fagmenn í kvikmyndagerð. Á myndinni má sjá Steadicam Smoothee, sem kom nýverið á markað fyrir snjallsíma og litlar kvikmyndatökuvélar. Tilvalið fyrir sumarfríið eða barnaafmælið en verðið er um 200 Bandaríkjadalir. The Pirate Bay í Research Bay Sænska deilisíðan The Pirate Bay hefur breytt ásýnd sinni tímabundið en á for- síðunni stendur stórum stöfum „Research Bay“. Ástæðan liggur í könnun á vegum Cybernorm, rannsóknarteymis við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Notendur deilisíðunnar eru beðnir að svara nokkrum spurningum en tilgangur könnunarinnar er að varpa nýju ljósi á hvernig internetið mótar svokölluð miðju- viðhorf (norm) almennings í félagslegum og lagalegum skilningi. Vonast teymið til að geta með rannsóknum sínum byggt upp gagnagrunn og lagt fram niðurstöður sem muni hafa áhrif á lagasetningu sem varðar internetið í framtíðinni. n Aðgangur að sömu skjölum alls staðar og engin þörf á að senda póstvið- hengi lengur! 25 milljónir í 175 löndum Viðmót fyrir Dropbox í Apple OSX Notandinn er að deila tiltekinni möppu. „Houston sýndi félaga sínum Arash Ferdowsi kóð- ann og virkni þjónust- unnar og í framhald- inu ákváðu þeir að reyna að gera hug- myndina að veruleika. Arash Ferdowsi og Drew Houston Bráðefni- legir frumkvöðlar sem eiga framtíðina fyrir sér. Hvað er Dropbox? Veflæg hýsing, sam- stilling og deiling Frí þjónusta: 2GB Greidd þjónusta: 50GB: 9,99 Banda- ríkjadalir á mánuði. 100GB: 19,99 Bandaríkjadalir á mánuði. Forrit: 10 sérhæfð Dropbox-forrit, m.a. fyrir Windows, Mac OS X, Linux, Android, iPhone, iPad og Blackberry auk vefvið- móts á vefsíðu Dropbox. Rafbókasala í nýjar hæðir Samtök bandarískra bókaforlaga (Association of American Publishers) birti athyglisverðar sölutölur fyrir febrúar en þá fór sala rafbóka á Bandaríkjamarkaði fram úr sölu á pappírskiljum í fyrsta skipti í sögunni. Samtökin telja þetta vera afleiðingu síðast- liðinna jóla og hversu margir fengu þá les- og spjaldtölvur í pakkann sinn. Aukningin í sölu rafbóka nemur 202 prósentum frá febrúar 2010 til febrúar 2011 en enn eiga þó rafbækur langt í land með að fara fram úr sölu prent- aðra bóka þegar á heildina er litið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.