Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Síða 14
14 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað „Það var bara bilað veður hérna. Það eru heilu hverfin sem eru ónýt hérna rétt hjá okkur,“ segir Svein- björn Ingi Grímsson, Íslendingur sem stundar nám við Birmingham- Southern College í Alabama. Skól- inn er skammt frá því svæði sem varð hvað verst úti eftir mikið óveður í suðurríkjum Bandaríkjanna á mið- vikudag. Hvirfilbylur eyðilagði heilu hverfin í Tuscaloosa í Alabama-ríki og olli gríðarlegum skemmdum. Sveinbjörn var á leiðinni á ham- farasvæðið í Tuscaloosa þegar DV ræddi við hann síðdegis á fimmtu- dag. Meira en eitt hundrað hvirfil- byljir gengu yfir suðurríki Banda- ríkjanna í óveðrinu. Að minnsta kostir 131 hefur látið lífið í ham- förunum og alla vega 89 til viðbót- ar í fjórum öðrum ríkjum. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka á næstu dögum þar sem umfang hamfaranna er ekki þekkt. Aðstoðar á hamfarasvæðinu „Það eru krakkar sem við þekkj- um sem eiga fjölskyldu þarna og við erum á leiðinni þangað að gera það sem við getum,“ sagði Svein- björn tilbúinn til þess að leggja sitt af mörkum til að hjálpa á hamfara- svæðinu. Sveinbjörn segir að mik- ill viðbúnaður hafi verið á svæð- inu þegar óveðrið gerði vart við sig. „Það sem gerist er að það fara síren- ur í gang og viðvörunarkerfi. Þetta er æft í skólanum og allir nemend- ur eru sendir á öruggt svæði og við bíðum þess að stormurinn gangi yfir,“ sagði Sveinbjörn og bætti því við að bið nemendanna hefði verið um klukkutími. Sem fyrr segir varð þó mikil eyðilegging og ljóst að mik- ið uppbyggingarstarf bíður íbúa á þeim svæðum sem verst urðu úti. Ekki vitað um meiðsli á Íslendingum Ekki er vitað að svo stöddu hvort einhverjir Íslendingar hafa hlotið skaða í óveðrinu. DV hefur rætt við nokkra nemendur í Birmingham og Montgomery í Alabama sem all- ir eru óhultir. Eins og fyrr segir var það Tuscaloosa sem varð verst úti vegna óveðursins og fór hvirfilbylur meðal annars yfir háskólalóð Uni- versity of Alabama í Tuscaloosa. DV er ekki kunnugt um neina Ís- lendinga sem stunda nám við skól- ann. „Það eru einhverjir örfáir á þessu svæði. Menn þurfa náttúru- „Það var bara bilað veður hérna. Það eru heilu hverfin sem eru ónýt hérna rétt hjá okkur. lega ekki að skrá sig hjá okkur inn í lönd þannig að ég get ekki sagt hve margir Íslendingar eru þarna. En við höfum ekki fengið neinar til- kynningar um neinn Íslending sem eitthvað amar að. Þannig að við verðum bara að vona það besta,“ sagði Urður Gunnarsdóttir, upplýs- ingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, við DV um málið. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Sveinbjörn Ingi Grímsson Hjálpar til á hamfarasvæðinu í Tuscaloosa. „Heilu hverfin ónýt“ n Minnst 220 látnir í óveðri í Bandaríkjunum n Engar tilkynningar um slasaða Íslendinga n Sveinbjörn Ingi Grímsson, Íslendingur í Alabama, leggur sitt af mörkum við aðstoð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.