Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Qupperneq 26
26 | Erlent 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað
„Við höfum engan tíma fyrir svona vit-
leysu,“ sagði Barack Obama, forseti
Bandaríkjanna, sem svar við ásök-
unum um að fæðingarvottorð hans
kynni að vera falsað. DV greindi frá því
á miðvikudag að bandaríski milljarða-
mæringurinn Donald Trump, sem
hefur lýst yfir áhuga sínum á forseta-
embættinu þar í landi, véfengdi ríkis-
borgararétt forseta síns, þar sem hann
hefði ekki séð fæðingarvottorðið.
Obama brást við ásökununum með
því að láta sækja fæðingarvottorð sitt
til Hawaii, en þar er forsetinn fædd-
ur þann 4. ágúst árið 1961. Obama
hélt blaðamannafund þar sem hann
lýsti yfir vonbrigðum sínum með
umræðuna, sem honum fyndist fyrir
neðan allar hellur. „Við höfum þarfari
hluti að gera, ég hef annað þarfara að
gera,“ sagði forsetinn.
Fæðingarvottorðið gert opinbert
Á sama tíma gerði Obama fæðingar-
vottorð sitt opinbert og vonaðist þar
með til þess að efasemdir banda-
rísks almennings hyrfu í eitt skipti
fyrir öll. Donald Trump sagði í kjölfar
blaðamannafundarins að hann væri
ánægður með að hafa þrýst á forset-
ann, að hann hefði þar með komið
einhverju til leiðar. „Við verðum að fá
fullvissu um að það sé raunverulegt,
að það sé ósvikið og fá að sjá hvað
stendur á því,“ sagði Trump um fæð-
ingarvottorðið. „Í sannleika sagt er
ég persónulega mjög stoltur af mín-
um þætti í að fá úr þessu máli skorið.“
Trump tók enn fremur undir með
Obama, um að nauðsynlegt væri að
snúa sér að mikilvægari málum, nú
þegar stóra „fæðingarvottorðs-
málið“ virtist úr sögunni.
Telja vottorðið falsað
Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi
birt fæðingarvottorð Obama eru
ekki allir sannfærðir. Í Banda-
ríkjunum er að finna hreyfingu
sem kallar sig Birthers, sem er
í stuttu máli hreyfing sem tel-
ur fullvíst að Obama sé ekki
bandarískur ríkisborgari. Einn
þeirra sem er ekki sannfærður
er útvarpsþáttastjórnandinn
Alex Jones, en hann hefur þó
ekki verið vændur um tengsl við
Birthers-hreyfinguna með beinum
hætti. Jones er hins vegar þekktur sem
samsæriskenningasmiður og í kjölfar
birtingar fæðingarvottorðsins brást
hann skjótt við til að sýna fram á að
vottorðið væri falsað.
Jones gerði úttekt á fæðingarvott-
orðinu á veraldarvefnum, en hann
rekur síðuna Infowars. Hann sagði að
ef útgáfan sem hefði verið gerð opin-
ber af Hvíta húsinu væri stækkuð í for-
ritinu Adobe Illustrator, kæmu ljós
greinilegar gallar. Þar á meðal telur
hann að stimpillinn á vottorðinu sé
falsaður og einnig undirskriftir. Sagði
hann að ef undirskriftirnar væru
stækkaðar kæmu í ljós á þeim hvít-
ir blettir, sem væri merki um fölsun.
Dæmi nú hver sem vill.
„Við höfum þarfari
hluti að gera, ég
hef þarfari hluti að gera.
n Auðkýfingurinn Donald Trump véfengdi ríkisborgararétt Baracks
Obama í vikunni n Hvíta húsið hefur gert fæðingarvottorð hans
opinbert n Birthers-hreyfingin segir það falsað
Segja vottorð
obama falSað
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Fæðingarvottorð Obama Hávær minnihluti
Bandaríkjamanna hefur dregið þjóðerni hans í efa.
mynD reuTers
Barack Obama Sagðist á blaða-
mannafundi á miðvikudag ekki hafa
tíma fyrir svona vitleysu. mynD reuTers
Tuttugu og fimm ára Spánverja hefur
verið skipað að flytja frá foreldrum sín-
um og leita sér að vinnu en hann fór í
mál við foreldra sína þegar þeir ákváðu
að hætta að halda honum uppi.
Maðurinn fór fram á að foreldrarn-
ir héldu áfram að greiða honum fjögur
hundruð evrur á mánuði, sem nemur
rúmlega 66 þúsund krónum, eftir að
þeir ákváðu að hætta að láta hann hafa
pening þar til hann færi að leita sér að
vinnu.
Dómarinn í málinu vorkenndi
manninum ekki vitund og sagði að
hann hefði þrjátíu daga til þess að
flytja frá foreldrum sínum. Dómar-
inn sagði að þó að maðurinn stund-
aði nám í lögfræði, sem gengi fremur
hægt, myndi hann eflaust ekki klára
það á næstu árum. Dómarinn taldi
þó að maðurinn ætti möguleika á að
finna sér einhverja vinnu.
Maðurinn er sagður hafa ráðist á
foreldra sína á heimili þeirra og beitt
þau andlegu og líkamlegu ofbeldi.
Móðir hans vinnur á veitingahúsi en
faðir hans vinnur fyrir sorpfyrirtæki.
Dómarinn sagði að maðurinn gæti
ekki ætlast til þess af foreldrum sín-
um að þau héldu honum uppi, en þau
höfðu meðal annars tekið yfir mán-
aðarlegar greiðslur af bílnum hans.
Dómarinn ákvað þó að foreldrar hans
yrðu að halda áfram að greiða syni sín-
um 200 evrur á mánuði næstu tvö árin,
þar til hann kæmi fótunum undir sig.
Á Spáni er það algengt að börn búi
hjá foreldrum sínum fram undir þrí-
tugt en þar spilar inn í mikið atvinnu-
leysi á vinnumarkaði sem nemur um
40,5 prósentum, að því er fram kemur
á vef bandarísku fréttastofunnar CNN.
Sumir eiga erfitt með að vera án foreldra sinna:
Skipað að flytja að heiman
nýr forsætis-
ráðherra Tíbet
Hin útlæga ríkisstjórn Tíbet hefur
fengið skipaðan nýjan forsætisráð-
herra en hingað til hefur það verið
Dalai Lama sem hefur verið bæði
trúarlegur og veraldlegur leiðtogi
Tíbeta. Hinn nýji forsætisráðherra
heitir Lobsang Sangay en hann
hefur starfað sem fræðimaður í lög-
fræði við Harvard-háskóla í Banda-
ríkjunum undanfarin 15 ár. Sangay
er 43 ára gamall. Sangay var kosinn
í netkosningu, en þar greiddu um
50 þúsund manns atkvæði frá 30
mismunandi löndum – enda Tíb-
etar dreifðir um víða veröld. Dalai
Lama hafði beðið um að fá lausn frá
pólitískum skyldum sínum svo hann
gæti einbeitt sér að andans málum,
en hann er nú orðinn 75 ára.
Ráða aðeins kven-
kyns bílstjóra
Í argentínskum bæ sem er að finna
steinsnar frá höfuðborginni Buenos
Aires hafa bæjaryfirvöld tekið upp
á því að ráða einungis konur sem
strætisvagnabílstjóra. Luis Fusco,
yfirmaður samgöngunefndar bæjar-
ins Vicente Lopez sagðist vonast eftir
heimilislegra andrúmslofti í vögnun-
um. „Vagnarnir sinna aðallega börn-
um og öldruðu fólki, og við vonumst
til að konurnar komi til með að aka á
mýkri máta.“ Í Vicente Lopez búa 270
þúsund manns og þar kostar ekkert
í strætó. Rafaela Nuyl, var ein 28 ný-
ráðinna vagnstýra og var hún hæst-
ánægð með nýja starfið. Í Argentínu
eru ekki margir kvenkyns vagnstjór-
ar og var Nuyl spurð hvort hún hafi
fundið fyrir óánægju. „Þvert á móti,
við höfum fengið góðar viðtökur og
ekki lent í neinum karlrembustæl-
um,“ sagði Nuyl.
sendiherra
sýrlands ekki
í brúðkaupið
Breska utanríkisþjónustan sendi
skilaboð til bresku konungsfjöl-
skyldunnar í vikunni og bað hana
um að draga til baka boðskort til
Sami Khiyami, sendiherra Sýrlands,
vegna hins konunglega brúðkaups
Vilhjálms prins og unnustu hans,
Kate Middleton. Utanríkisþjónust-
unni þótti ekki við hæfi að fulltrúi
Sýrlands væri viðstaddur athöfnina í
ljósi undangenginna voðaverka rík-
isstjórnar Sýrlands. Stjórnvöld hafa
þar í landi sigað hernum gegn eigin
þjóð þar sem leyniskyttur hafa með-
al annars farið mikinn og skotið fólk
af handahófi. Um 450 mótmælendur
hafa fallið í Sýrlandi. Konungsfjöl-
skyldan féllst á beiðnina.
Farðu að vinna! 25 ára Spánverji verður að fara að leita sér að vinnu, samkvæmt úrskurði
dómara. mynD PHOTOs.cOm