Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Qupperneq 27
Erlent | 27Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011 Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 www.lindesign.is Mjúka fermingargjöfin Úrval fermingargjafa á tilboði Sumir eiga erfitt með að vera án foreldra sinna: Skipað að flytja að heiman Allt frá því að Evrópusambandið var stækkað til austurs árið 2004 hefur fjöldi erlendra verkamanna streymt til Hollands. Var þessi þróun í fyrstu talin jákvæð en nú, með vaxandi uppgangi öfga-hægriflokka eins og Frelsisflokks Geerts Wilders, virðist öldin önnur. Talið er að fjöldi erlendra verka- manna sem sest hafa að í Hollandi frá 2004 sé í kringum 200 þúsund og rekja flestir þeirra uppruna sinn til Póllands. Nú er svo komið að fjöl- miðlar, og jafnframt stjórnmála- menn, ræða um „flóðbylgju Pól- verja“, við litla hrifningu Pólverjanna sjálfra. Telja þeir að um mismunun sé að ræða, mismunun sem eigi ekki að líðast innan aðildarríkja Evrópu- sambandsins. Þar á að ríkja hið svo- kallaða fjórfrelsi, sem kveður á um frjálsa för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu á milli ríkja. Sé rýnt í nýj- ar tillögur Henks Kamp, hollenska félags- og atvinnumálaráðherrans, er ekki annað að sjá en að hann hafi í hyggju að mismuna verkafólki á grundvelli þjóðernis. Tillögur að ströngum reglum Í byrjun apríl lagði Kamp fyrir hol- lenska þingið drög að nýjum reglum sem eiga að hafa þann tilgang að ná tökum á vandamálum erlendra verkamanna. Í stærri borgum Hol- lands, svo sem í Amsterdam og Haag, er nú þegar rætt um „bóta-ferða- mennsku“, eða nánar tiltekið erlenda verkamenn sem setjast að í Hollandi til þess eins að hirða atvinnuleysis- eða félagslegar bætur. Til að ná tök- um á þessum vanda hefur Kamp lagt til að þeir verkamenn sem rekja upp- runa sinn til aðildarríkja Evrópusam- bandsins verði sendir aftur heim til föðurlandsins eftir þriggja mánaða samfellt atvinnuleysi. Þá vill Kamp einnig koma til leiða að settar verði reglur sem útiloki alla þá sem hafa ekki náð tökum á hollenskri tungu frá félagslegri aðstoð. Kamp vill þó einnig fylgjast með vinnuveitendunum sjálfum. Hann vill að allir erlendir verkamenn skrái sig hjá yfirvöldum svo hægt sé að fylgjast með högum þeirra. Þá er hægt að ganga úr skugga um að gylli- boð vinnuveitenda um húsnæði og vinnu séu ekki byggð á sandi. Þar ber helst að nefna fjölmörg dæmi þess að það húsnæði sem vinnuveit- endur hafa útvegað erlendu starfs- liði sínu hefur verið langt frá því að vera boðlegt. Eru til dæmi þess að 20 hafi þurft að hírast í einni íbúð. Ger- ist vinnuveitendur sekir um slík brot munu yfirvöld grípa til harðra refs- inga samkvæmt tillögum Kamps. Augljóslega beint að Pólverjum Verði þessar reglur að veruleika er þó ljóst að þær eiga að ná yfir ríkis- borgara allra aðildarríkja, ekki að- eins þeirra í austurhluta álfunnar. Þannig mætti Þjóðverji til að mynda ekki vera lengur en þrjá mánuði at- vinnulaus, ekkert frekar en Búlgari. En engum dylst að reglunum er sér- staklega beint að Pólverjum, sem eru langflestir erlendra verkamanna í Hollandi. Yfirvöld í Póllandi hafa lýst yfir vonbrigðum sínum með tillögur Henks Kamp. Segja þau að flestar til- lögurnar séu á mörkum þess að hægt sé að tala um mismunun á grundvelli þjóðernis. „Við höfum orðið fyrir von- brigðum,“ segir Marcin Bosacki, tals- maður pólska utanríkisráðuneytisins. „Við vonum að þessi lög sem byggja á mismunun verði ekki að veruleika í Hollandi. Við búumst einnig við því að framkvæmdastjórn Evrópusambands- ins líti málið alvarlegum augum.“ Búast við stuðningi frá Brussel Pólska utanríkisráðuneytið hefur nú þegar sent framkvæmdastjórn ESB opinbera yfirlýsingu þar sem fram kemur að Pólland líti á það sem augljósa mismunun verði pólsk- um verkamönnum vísað úr landi og að Hollendingar verði að taka til- lit til grundvallarreglu sambands- ins sem kveður á um frjálsa för fólks á milli ríkja. Ljóst er að stjórnvöld í Póllandi reiða sig á stuðning emb- ættismanna í Brussel. Miðað við yf- irlýsingar Viviane Reding, varafor- seta framkvæmdastjórnarinnar, um dóms- og mannréttindamál njóta Pólverjar stuðnings, en hún hefur varað hollensk stjórnvöld við hvers konar tilraunum til að brjóta í bága við grundvallarreglur sambandsins. Blóma- og grænmetisrækt í hættu Þrátt fyrir vaxandi andúð Hollend- inga á erlendu verkafólki, á sú and- úð vitanlega ekki við um alla. Þar ber sérstaklega að nefna atvinnurekend- ur í blóma- og grænmetisiðnaði, sem er einn sá stærsti í Evrópu. Hafa þeir notið góðs af starfskrafti frá Austur -Evrópu, en áður en Evrópusam- bandið var stækkað til austurs bar verulega á starfsmannaskorti í grein- inni. Samtök blóma- og grænmetis- ræktenda hafa enda lýst yfir von- brigðum sínum með tillögur Henks Kamp. Segja þeir að ef Pólverjarnir verða sendir á brott verði enginn eft- ir til að tína blóm, jarðarber eða epli. Nema þá Hollendingarnir sjálfir: „En þeir eru ekki tilbúnir til að óhreinka hendur sínar.“ Vilja Pólverjana burt n Umdeildar tillögur um erlenda verkamenn í Hollandi n Atvinnulausir verkamenn sendir aftur heim til föðurlandsins n Langflestir erlendir verkamenn í Hollandi eru frá Póllandi „Við vonum að þessi lög sem byggja á mismunun verði ekki að veruleika í Hollandi. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Henk Kamp, félags- og atvinnu- málaráðherra Hefur kynnt til sögunnar umdeildar tillögur um erlenda verkamenn. mynd reUTers Þjóðartáknið, túlípani Béatrix Hollandsdrottning heldur á túlípana. Nú er spurning hvort einhver verði eftir til að tína þessi vinsælu blóm. mynd reUTers
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.