Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Qupperneq 29
Umræða | 29Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011 Vill helst búa í ölpunum Íþróttablaðamaðurinn Sigmundur Ó. Steinarsson, sem var íþrótta- stjóri Morgunblaðsins um langa hríð, var fenginn af KSÍ til að skrifa sögu Íslandsmótsins í 100 ár. Fyrra bindið er gefið út í dag, föstudag, en það er 384 síður af fróðleik um knattspyrnu á Íslandi. Hver er maðurinn? „Sigmundur Ó. Steinarsson blaðamaður.“ Hvar ertu uppalinn? „Fæddur og uppalinn á Grettisgötunni í Reykjavík.“ Hvað drífur þig áfram? „Gleði yfir nýjum degi og nýjum krefjandi verkefnum.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Skelli mér í sturtu. Eftir það er ég klár í slaginn.“ Hvar vildirðu helst búa ef ekki á Íslandi? „Í Ölpunum í Suður-Þýskalandi.“ Með hverjum heldurðu í enska? „Barón- unum frá London, Arsenal.“ Er ekki mikil spenna fyrir kynningunni á fyrra bindinu? „Jú, heldur betur.“ Hvernig er bókin uppbyggð? „Á sögu- legum atvikum og ógleymanlegum leikjum. Frásagnir af skemmtilegum atburðum innan og utan vallar, á gömlum myndum, sem sumar hverjar hafa aldrei áður birst opinberlega. Á viðtölum þar sem menn segja frá samherjum sínum og mótherjum, ásamt því að lýsa andrúmsloftinu innan og utan vallar hverju sinni. Fjölmargar upp- lýsingar koma fram, sem hafa ekki komið fram áður.“ Hvernig hefur gengið að safna öllum þessum upplýsingum sem spanna 100 ár? „Það hefur verið mikill eltingaleikur og þá sérstaklega við að nálgast myndir og aðrar upplýsingar á árum áður. Það tókst vel, enda hef ég alltaf haft setninguna gamalkunnu hugfasta: Þeir fiska sem róa!“ Áttu eina stutta en skemmtilega sögu úr fyrra bindinu? „Frá því var sagt í blaðinu Árvakri 1914 að íþróttir og hreyfing væru besta meðal við offitu og mátti meðal annars lesa í greininni; „Knattspyrna er ágætt megrunarmeðal, en það er ekki ráðlegt nema fyrir vel hrausta menn að iðka þá íþrótt, vegna hinna miklu hlaupa, áköfu og snöggu hreyfinga.““ Hvenær er stefnt að útkomu síðara bindisins? „Seinna bindið kemur út í nóvember – 11.11.11, klukkan 11.11.“ Hvernig heldurðu að knattspyrnu- sumarið verði í ár? „Ég hef trú á að keppni milli liða verði jöfn og spennandi. Leikirnir verða skemmtilegri þegar leikvellir þorna – í byrjun júní!“ „Breiðablik.“ Einar Helgason 17 ára nemi „Ég veit það ekki.“ Ingibjörg Gunnarsdóttir 16 ára nemi í MR „Ég trúi Krumma frænda mínum svo ég segi að það verði KR.“ Þór Túliníus 51 árs leikari „ÍBV.“ Andri Freyr Ríkarðsson 23 ára nemi „Ég tel að Fram eigi eftir að koma á óvart og að Hjálmar Þórarinsson eigi eftir að vera maður mótsins.“ Halldór Halldórsson 25 ára nemi Maður dagsins Hvaða lið heldur þú að verði Íslandsmeistari í fótbolta? Beðið eftir strætó Það getur reynt á þolrifin að bíða eftir strætó, einkum þegar veður er jafnrysjótt og verið hefur að undanförnu. Eitthvað er þó talið að vind kunni að lægja yfir helgina þótt búast megi við rigningarskúrum. MYND SIGTRYGGUR ARI Myndin Dómstóll götunnar Um daginn þurfti ég að skreppa til Grænlands til að halda fyr-irlestur á ráðstefnu í háskól- anum í Nuuk um sjálsmynd í ör- og smáríkum sem hafa búið við erlenda yfirstjórn. Grænland er steinsnar frá odda Vestfjarða en samt þurfti ég að fara alla leið til Kaupmannhafnar, gista yfir nótt og fljúga svo morgun- inn eftir í gegnum Kangerlussuaq fyrir norðan heimskautsbaug áður en haldið var áfram niður til Nuuk. Ferðalagið tók sólarhring – annan þurfti til að komast til baka. Ég hafði kvartað sáran við dönsku ferðaskrifstofuna sem sá um bókan- ir fyrir Kaupmannahafnarháskóla, sem hélt ráðstefnuna, og benti þeim ítrekað á að flogið er beint til Nuuk frá Reykjavíkurflugvelli – sem, nota bene, er í göngufjarlægð frá heimili mínu. En allt kom fyrir ekki. Lengri leiðina skyldi fara. Eftir því sem frá hefur liðið hef ég smám saman áttað mig betur á hvað það var táknrænt. Danirnir vilja halda öllum samskipt- um við Grænland í eigin hendi. Vilja einhverra hluta vegna ekki opna landið fyrir öðrum. Inúítar í lönd- unum í kring, svo sem í Kanada og Rússlandi, þurfa sömuleiðs að fara í gegnum Kaupmannahöfn til að hitta bræður sína á Grænlandi. Sker í augu Allavega. Eftir sólarhringsferðalag komum við loks í glæsilega byggingu Háskólans á Grænlandi, Ilimmarfik, sem er rétt við flugvöllinn í Nuuk. Ég undraðist hve fáir ferðamenn voru á flugvellinum. Til Íslands kemur um það bil hálf milljón ferðamanna á ári en aðeins tíu þúsund leggja leið sína til Grænlands. Sem er út í hött mið- að við ægifagra náttúruna; ískulda og svo skæra birtu að sker í augun. Dökkblátt haf, ljósbláan himin og fönn svo skjannahvíta að maður gat speglað sig í henni. Og plássið mað- ur. Endalaus óspjölluð víðaátta. Inni í bæ standa svo hörmuleg- ustu gettó-blokkir sem hannaðar voru á hroðalegasta tíma sósíalreal- ismans á síðari hluta liðinnar aldar. Ekki búa þó nema fimmtán þúsund manns í Nuuk en samt datt dönsku amtstjórninni það eitt í hug að hrúa þeim öllum í þessa skelfilegu stein- steypukumbalda. Fólki sem er upp- runnið úr litlu veiðimannaþorpun- um við sjávarsíðuna. Þangað sem liggja ekki einu sinni vegir því slitlag skolast til á ísnum. Um leið var lífs- viðurværinu kippt undan fólkinu. Svo eru menn undrandi á félagsleg- um vandamálum sem svo sorglega má sjá hvert sem litið er. Að föndra norrænt velferðarsamfélag á Græn- landi er draumsýn sem þjónar að- eins órum fáeinna Dana. Og lítils- virðir menningu inúíta. Til skrauts Ég var semsé í hópi fræðimanna víðs vegar að. Sumir voru sérfræð- ingar í pinkulitlum eyjum í Kyrrahafi en sum okkar stúderum norðlæg- ari svæði. Sjónarhornið var vítt. Ein- um Miðjarðarhafsbúanum þótti svo ógurlega kalt að hann tók undir sig stökk til að komast á sem skemmst- um tíma milli hótelsins og upphita- ðrar rútunnar sem beið fyrir utan. En það er önnur saga. Maður sá fljótt að í öllum emb- ættum sem máli skiptu sátu Danir þó svo að einn og einn inúíti væri vita- skuld hafður með til skrauts. Dan- irnir búa ekki í steypublokkunum, þeir eru í klassískum norrænum einbýlishúsum og súpa sinn mjöð í mun fínni ölstofum en innifæddir. Ég þurfti bókstaflega að stinga af eitt kvöldið til að komast í félagsskap al- vöru inúíta. Þar er allt öðruvísi um- horfs en í stássstofum útsendara Danastjórnar. Herraþjóðin Ráðstefnan fjallaði um sjálfsmynd smáþjóða sem hafa búið við erlenda yfirstjórn en áður en ég vissi af var ég allt í einu og alveg ósjálfrátt farinn að setja á ræðu um sjálfsmynd Dana sem herraþjóðar og mikilvægi ný- lendanna til að þjóna henni. Ég sagði að Danir væru enn að burðast með sjálfsmynd herraþjóðar frá því á átj- ándu öld þegar ríki konungs náði yfir fleiri þjóðir sem voru undir danskri stjórn. Smám saman skrapp svo hið yfirþjóðlega danska ríki saman og varð að pínkulitlu og einsleitara þjóðríki. Fyrst fór Noregur, svo Slés- vík og Holstein og loks Ísland. Svo nú séu aðeins Færeyingar og Græn- lendingar eftir í hlutverki undirsát- ans – auk aumingja innflytjendanna í Kaupmannahöfn. Ég gekk svo langt að halda því fram að harkleg inn- flytjendastefnan ætti rætur í þessari sömu sjálfsmynd Dana sem herra- þjóðar í ríki sem ekki er lengur til í neinni nálægð við það sem áður var. Svo er það dæmigert fyrir afstöðu herraþjóðarinnar til Grænlands að kalla landið eyju. Grænland er stærra en bæði Evrópa, Bandaríkin og Suð- ur-Ameríka. Grænland er ekki eyja – Grænland er heil heimsálfa. Heimsálfa, ekki eyja Kjallari Dr. Eiríkur Bergmann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.