Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Síða 33
Viðtal | 33Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011
G
uðfríður Lilja Grétarsdóttir er oddviti
VG í Suðvesturkjördæmi. Hún verð-
ur fertug á næsta ári, býr með Stein-
unni Blöndal og saman eiga þau tvö
ung börn. Faðir hennar Grétar Áss Sigurðsson
var viðskiptafræðingur en móðir hennar Sig-
rún Andrewsdóttir grunnskólakennari. Hún
er fædd og uppalin í Reykjavík en hefur teng-
ingar út á land. „Ég er ein fjögurra systkina og
ættuð úr Dölunum, Húnavatnssýslu og vest-
an af fjörðum. Ég er ánægð með að eiga ræt-
ur á landsbyggðinni,“ segir Guðfríður Lilja og
dreypir á kaffibolla. „Ég átti góða barnæsku í
Breiðholtinu. Það er alltaf verið að setja mig í
einhverja órólega deild núna en ég var sérlega
rólegt barn, gerði allt sem ég átti að gera, fékk
tíu í öllu og átti mér heilbrigð áhugamál. Þegar
ég lít til baka var ég örugglega einum of mikið
fyrirmyndarbarn.“
Börnin náðu ekki að kynnast afa
Guðfríður missti föður sinn fyrir fjórum mán-
uðum. „Það eru auðvitað vatnaskil í lífi hvers
einstaklings þegar foreldri manns deyr. Pabbi
veiktist af krabbameini þegar ég var ellefu ára
gömul og alltaf síðan þá veiktist hann með
reglulegu millibili. Hann fékk fjögur mismun-
andi krabbamein um ævina þannig að inni á
milli hélt maður oft að pabbi væri að deyja.
Núna var pabbi búinn að vera lengi veikur
en einhvern veginn hélt maður að hann væri
ódauðlegur, hann var ótrúlega sterkur,“ segir
Guðfríður Lilja og starir út um gluggann. Hún
segir söknuðinn ekki síst vera þann að börn-
in hennar fái ekki lengur að eiga afa, en hinn
afinn, Haraldur Blöndal, lést fyrir nokkrum
árum.
„En börnin verða samt ekki alveg afalaus því
að við höfum nú samið við yndislegan frænda,
Svein Guðmundsson sem ætlar að vera afi.
Þau eiga því frændafa,“ segir hún og hlær við.
Henni finnst mikilvægt að börn upplifi það að
tala við sér eldra fólk. „Við tölum oft nú á tím-
um eins og við séum sögu- og fortíðarlaus. Eitt
af því sem ég held að hjálpi okkur að komast
í gegnum lífið er að tengjast þessum þráðum
sögunnar. Það gerum við meðal annars með
því að kynslóðir tala saman og halda áfram
að læra hver af annarri. Kynslóð ömmu og afa
er kynslóð sem getur sagt manni frá margfalt
meiri þrengingum en við erum að upplifa í
dag. Það er því þessi tenging við fortíðina sem
ég held að sé einstaklingum og samfélögum
mikilvæg til að halda bjartsýn áfram veginn.“
Svo margt sem má læra af skákinni
Guðfríður Lilja hóf kornung ástarsamband
við hinn fallega leik skák. Aðeins fimm ára var
hún búin að læra mannganginn og áður en yfir
lauk varð hún yngsti Íslandsmeistari kvenna í
sögunni, aðeins þrettán ára gömul. Hún vann
Íslandsmeistaratitilinn ellefu sinnum, varð
alþjóðlegur meistari og var forseti Skáksam-
bands Íslands og forseti Skáksambands Norð-
urlanda. „Það var amma mín sem ég er skírð í
höfuðið á, Guðfríður Lilja Benediktsdóttir, sem
kenndi mér mannganginn. Hún hafði ofsa-
lega gaman af því að tefla og smitaði fyrst föður
minn og svo mig og okkur systkinin. Það voru
ómetanlegar stundir á sunnudögum þegar ég
fékk að tefla við ömmu. Amma var sókndjörf
og frumleg og skákin var hluti af okkar sam-
ræðum, það eru mikil tjáskipti sem fara fram
þegar þú ert að tefla,“ segir hún.
Að ræða við Guðfríði Lilju um skák er ein-
stakt. Hún lifir sig inn í hvert orð og lítur á skák-
ina sem eins konar þerapíu fyrir lífið á 64 reit-
um. „Það er alveg ótalmargt sem við getum
lært af skákinni,“ segir hún. „Fyrst og fremst að
þú átt alltaf einhvern leik. Annað sem maður
lærir er að maður er alltaf að gera mistök, alveg
endalaust. Kúnstin er að geta tekist á við mis-
tökin. Er maður alltaf að horfa til baka, fastur
í fortíðinni eða hefur maður kraft og styrk til
að hefja sig yfir það sem er að baki? Lykilatrið-
ið er að horfa á stöðuna sem er á borðinu og
sjá sóknarfærin jafnvel þegar allt virðist glatað.
Svo er það náttúrulega það að allir taflmenn-
irnir verða að vinna saman þótt hver og einn
hafi sína hæfileika. Það allra mikilvægasta er
hins vegar að gefast ekki upp, sama hvernig
vindar blása.“
Stelpur hræddar við „nördatal“
Það voru eldri bræður Guðfríðar Lilju sem
drógu hana á fyrstu æfingarnar hjá Taflfélagi
Reykjavíkur áður en hún fór síðar að keppa og
vinna mót. Þar var hún oft eina stelpan. „Skák
hefur í gegnum tíðina verið yfirgnæfandi karla-
sport,“ segir hún. „Það var því reynsla og lær-
dómur út af fyrir sig að hafa ekki gefist upp
þrátt fyrir að vera eina stelpan. Mér var allt-
af umhugað um að fá fleiri stelpur í skákina
og hugsa vel um þær. Stelpur eiga það til að
heltast fyrr úr lestinni. Á unglingsárunum fer
meðal annars að heyrast alls konar „nördatal“
og annað sem getur dregið úr viljanum til að
mæta þó svo að stelpur hafi áhuga og séu efni-
legar,“ segir Guðfríður Lilja, sem hélt á sínum
tíma námskeið og kennslustundir fyrir stelp-
ur upp á sitt einsdæmi. Skrifaði hún stelpum
persónuleg bréf og hvatti þær til að mæta.
Guðfríður Lilja bjó erlendis í nær tíu ár eft-
ir að hún lauk menntaskóla en kom aftur heim
um aldamótin 2000 og þá var ástæðan skák-
tengd. „Á þessum tíma hafði ólympíusveit
kvenna í skák ekki verið send út að keppa í
sextán ár. Ég vildi ekki láta það gerast aftur. Ég
ásamt öðru góðu fólki kom því í gegn að sent
var lið og síðan þá hefur kvennalandslið Ís-
lands í skák vaxið og dafnað. Í dag eigum við
öflugri hóp ungra skákkvenna en nokkru sinni
áður. Þetta var allt alveg ótrúlega mikil vinna
sem tók mikinn tíma en það var mjög gefandi
að sjá hvernig hægt er að breyta hlutunum og
koma góðu til leiðar,“ segir hún.
Amma alltaf mesti snillingurinn
Nám lá alltaf vel fyrir Guðfríði Lilju. Hún fór
sem skiptinemi til Bandaríkjanna sautján ára
gömul og kennarar hennar úti hvöttu hana
óspart til að sækja um í bandarískum háskól-
um. Hún kom þó aftur heim, kláraði stúdent-
inn og fór síðan út að læra. Skólinn sem varð
fyrir valinu var ekki af lakara taginu, sjálfur
Harvard. Þaðan lauk hún BA-prófi í sagnfræði
og stjórnmálafræði og síðar meir kláraði hún
MA-próf í heimspeki frá Cambridge-háskólan-
um á Englandi.
„Maður lærir mest í lífinu sjálfu en ekki í
skóla, prófgráða er ekki það sama og mennt-
un“ segir Guðfríður þó. „Áhugaverðasta fólkið
sem maður hittir er einfaldlega fólk sem hefur
margþætta lífsreynslu og hefur upplifað hluti.
Úti kynntist ég auðvitað mögnuðum prófess-
orum og ótrúlega hæfileikaríku ungu fólki sem
kom alls staðar að úr heiminum. Eftirminnileg-
asti snillingurinn í mínu lífi verður samt alltaf
amma mín. Það eru allir einstaklingar snilling-
ar á sinn hátt því allir hafa eitthvað fallegt að
gefa. Úti var ég virk á mörgum ólíkum sviðum.
Ég fór meðal annars vikulega í fátækrahverfi og
reyndi að kenna börnum skák og innflytjend-
um ensku. Þar sá ég hvað yndislegir og frábærir
krakkar eru settir í hræðilega erfiðar aðstæður,
alveg ömurlegar. Misskiptingin slær mann svo
rosalega. Allt þetta hafði áhrif á mig og mótaði
mig sem unga konu,“ segir Guðfríður Lilja.
Vill ekki draga í dilka
Sé eitthvað sem Guðfríði Lilju leiðist er það
þegar fólk er dregið í dilka. Henni finnst opin-
ber umræða oft á miklum villigötum og talar
um fyrirframgefnar einfaldanir sem svo mörgu
sé þröngvað í. Þegar talið berst að Evrópusam-
bandinu lýsir hún meðal annars skoðunum
sínum á þessari þröngsýni. „Það er svo rík til-
hneiging hjá okkur að setja fólk á þröngan bás.
Ef maður er Evrópusambandssinni þá er mað-
ur víst þessi svaka heimsborgari en ef maður
er gegn ESB þá er maður ekkert annað en ein-
angrunarsinni og smáborgari. Mér finnst alveg
með ólíkindum hvernig þessar línur eru dregn-
ar upp og hvernig þær koma í veg fyrir opna og
málefnalega umræðu,“ segir Guðfríður Lilja
sem er sjálf andstæðingur aðildar Íslands að
ESB þó að hún hafi verið iðin við að skoða
heiminn og upplifa mismunandi menningar-
heima. „Ég ber til að mynda mikla virðingu fyr-
ir ónefndum bónda á Austfjörðum sem aldrei
kemur til Reykjavíkur en ræktar vel sinn garð.
Mér finnst hann áhugaverður heimsborg-
ari. Það er nefnilega þannig að mannsandinn
getur verið svo óendanlega frjáls og víðsýnn
þótt líkaminn sitji á sama stað. Við verðum að
brjóta niður þessa múra klisjunnar sem verið
er að reyna að negla alla í.“
Guðfríður Lilja fær sér kaffisopa og segir
svo sposk á svip: „Svo ganga sumir um með þá
grillu í höfðinu að vinstra fólk sé miklu betri
manneskjur en þeir sem eru til hægri. Það er
mikill misskilningur. Hjartalag fer ekki eftir
pólitískum skoðunum.“
Ætlaði aldrei í pólitík
„Minnstu ekki á það ógrátandi,“ segir Guðfríður
Lilja og skellihlær aðspurð hvernig hún leiddist
út í pólitík. „Ég ætlaði mér aldrei að koma ná-
lægt pólitík. Ég hafði engan metnað í þá áttina.
Mig hefur alltaf langað til að skrifa og hver veit
nema að það komi að því í ellinni, það virð-
ist bara alltaf eitthvað flækjast fyrir á leiðinni.
Við komuna heim var ég ráðin inn á alþjóða-
svið Alþingis sem sérfræðingur og þar vann ég
að ýmsum góðum málum. Ástæðan fyrir því að
ég leiddist út í pólitík er að mér mislíkaði það
sem ég sá í íslensku samfélagi. Ég hafði alltaf
þráð að eignast barn og verða mamma löngu
áður en ég fékk mínar himnasendingar tvær.
Ég spurði sjálfa mig hvort ég vildi virkilega að
börnin mín myndu alast upp í þessu samfé-
lagi,“ segir Guðfríður Lilja sem bauð sig fram
í prófkjöri Vinstri grænna árið 2006 og vann
stórsigur. Hún hefði samkvæmt kosningu átt
að fara beint inn í öruggt sæti í Reykjavík en
flokkurinn sendi hana í annað sætið í Suðvest-
urkjördæmi sem þá var afar erfitt svæði póli-
tískt hjá Vinstri grænum. Hún var svo kosin inn
á Alþingi í kosningunum 2009 og í dag er hún
oddviti Suðvesturkjördæmis með flest atkvæði
á bak við sig af öllum þingmönnum VG.
En af hverju Vinstri græn? „Ég var búin að
fylgjast með baráttu Vinstri grænna og fannst
þau ötul og hugrökk. Þegar allir voru að taka
þátt í ruglinu í góðærinu voru þau hluti af
hrópandanum í eyðimörkinni. Mig langaði til
að hjálpa til. Þetta var og er málstaðurinn sem
við eigum að berjast fyrir,“ segir hún
Valkostirnir tveir: Gera eitthvað í mál-
unum eða flytja
„Virðingarleysið gagnvart íslenskri náttúru og
hin taumlausa gróðafíkn góðærisins fannst
mér ömurleg og mér fannst ég ekki bara getað
setið hjá,“ segir Guðfríður Lilja um leið hennar
inn á Alþingi. „Ég var farin að skrifa pistla og
tala um þetta og fannst að það væri verið að
ræna íslensku samfélagi. Mér fannst dapur-
legt að sjá tímarit framhaldsskólanna þar sem
forsíðurnar skörtuðu útrásarvíkingunum. Áttu
þetta að verða fyrirmyndir barnanna minna?
Annað hvort myndi ég reyna að gera eitthvað
í málunum eða ég myndi bara flytja. Ég gæti
flutt hvert sem er og ég held að ég ætti ekki í
vandræðum með að fá mér vinnu erlendis. Það
varð úr að reyna að gera eitthvað í þessu til að
búa til betra Ísland og reyna líka að skila aðeins
til baka öllu því sem þetta samfélag hefur gefið
mér,“ segir hún og heldur áfram:
Hamingjuríkir
en erfiðir
tímar
„Ég lít svo á að þessi
ríkisstjórn sé sú eina
þar sem enn er von um að við
framfylgjum til framtíðar ábyrgri
stefnu í umhverfismálum og
róttækri stefnu í auðlindamálum
í þágu almennings.
Hamingjusöm með Harald
Guðfríður heldur hér á syni sínum,
Haraldi Áss, er þau rölta upp tröppur
Fríkirkjunnar til að fagna breyttum
hjúskaparlögum fyrir samkynhneigða.
Þarna er hún einnig ólétt að dóttur
sinni, Sveindísi Eir. mynd VilHelm
„Þetta hefur verið
sérstakur tími í lífi mínu
því ég er búin að eignast tvö
börn, börn sem ég hef beðið
eftir allt mitt líf.