Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Side 47
Lífsstíll | 47Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011 Eignastýring • Markaðsviðskipti • Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance er framsækið, óháð og sjálfstætt fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið er í eigu starfsmanna sem búa að áralangri og víðtækri reynslu af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. www.arctica.is | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi | Sími 513 3300 Fimm reglur sem hamingjusömum pörum er sagt að fylgja: Reglur sem vert er að brjóta Í viðtölum við konur sem hafa verið giftar lengi hafa þær uppljóstrað að þær hamingjusömustu eru þær sem brjóta reglurnar. Hérna eru fimm reglur sem pör mættu íhuga að brjóta: 1 Að fara aldrei í slæmu skapi í háttinn Eitt af elstu ráðunum í bransanum. Þetta er aftur á móti ekki bara óraun- hæft tilfinningalega heldur einnig líkamlega. 2Látið hvort annað vita hvað þið viljið í rúminu Að segja að hamingjusöm pör sýni og láti vita hvað þau vilja í rúminu gerir ráð fyrir að tæknin skipti öllu máli. Góð samskipti eru mikilvæg en að tala um hvað eigi að gera þegar skriðið er upp í rúm þarf ekki alltaf að fylgja með. 3 Hann sér um sína foreldra og hún sér um sína Sumir foreldrar eru búnir að finna leiðir til að gera börnin sín brjáluð frá unga aldri. Það skiptir ekki máli hver sér um samskiptin við foreldr- ana heldur hvernig. Stundum er auð- veldara að láta tengdabörnin sjá um samskiptin því að foreldrarnir líta ekki á þau sem litlu börnin sín. 4Þið getið ekki breytt hvort öðru, hættið því að reyna Auðvitað áttu ekki að neyða mak- ann til að vera eitthvað sem hann er ekki og öfugt. Aftur á móti á gott sam- band að breyta ýmsu í lífi hins aðil- ans. Gott samband á að hjálpa fólki að vaxa og prófa nýja hluti sem það myndi annars ekki gera. 5Hamingjusöm pör eru alltaf saman um hátíðirnar Skilaboð samfélagsins eru skýr. Hamingjusömu pörin eru alltaf sam- an um hátíðirnar. Það sem skiptir máli er að báðir aðilar séu sáttir. Ef annar aðilinn er kominn með þrá til að heimsækja fjölskylduna sem býr langt í burtu en hinn aðilinn hefur ekki tíma, finnið lausn sem hentar ykkur báðum. Hér að neðan eru nokkur einföld ráð sem geta komið að góðum notum gegn svefntruflunum. Ráðin eru fengin að láni af vef landlæknis: 1 Mikilvægast er að fara á fætur á sama tíma á hverjum morgni. Forðastu að leggja þig á daginn og farðu í háttinn á sama tíma öll kvöld. 2 Ef þú getur ekki sofnað farðu fram úr og gerðu eitthvað annað – t.d. lestu í góðri bók, hlustaðu á rólega tónlist. Leggðu þig aftur þegar þig syfjar á ný. 3 Dagleg líkamleg áreynsla leiðir til dýpri svefns, en óreglulegar æfingar einkum seint á kvöldin hafa engin eða slæm áhrif á svefninn nóttina eftir. Ró- legheit að kveldi auðvelda þér að sofna. Forðastu mikla líkamlega áreynslu og hugaræsingu. 4 Betra er að hafa daufa lýsingu í kringum sig á kvöldin. 5 Kaffi truflar svefn og rétt er að neyta þess í hófi og aldrei eftir kvöldmat. Sama máli gegnir um te og kók. Forðast ber neyslu áfengra drykkja. Alkóhól truflar svefn. 6 Létt máltíð fyrir svefninn hjálpar mörgum að sofna, t.d. flóuð mjólk og brauðsneið. 7 Heitt bað stuttu fyrir háttinn getur auðveldað sumum að sofna. 8 Hafðu hitastig í svefnherginu hæfilega lágt. Sofðu við opinn glugga og hafðu dimmt í herberginu meðan þú sefur. Athugaðu að rúmið þitt sé þægilegt. Forðastu að horfa á sjón- varpið úr rúminu og reyndu að draga úr hávaða í kringum þig. 8 ráð til að sofa vel KoMDu í áSKRiFt! 512 70 80 dv.is/askrift

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.