Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 50
50 | Lífsstíll 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað
Gunnar á Hlíðarenda fékk
sér aldrei próteinduft
L
íkamsræktarstöðvar lands-
ins bjóða flestar upp á margs-
konar styrktarþjálfunar- og
þrektíma, allt frá Zumba yfir
í spinning og krossfit en bardaga-
kapparnir hjá Mjölni vilja gera eins
og víkingarnir forðum og stela því
besta sem er í boði. Þeir leggja líka
áherslu á að kreatín og próteinduft
sé peningasóun. Tímana kalla þeir
Víkingaþrek en þar eru gerðar æf-
ingar að hætti Gunnars á Hlíðarenda
og Grettis sterka svo fátt eitt sé nefnt.
„Við ætlum að blanda saman
því sem okkur þykir virka í þrek- og
styrktarþjálfun. Ef við komumst að
því að æfingarnar skila ekki æski-
legum árangri þá bara hendum við
þeim út. Það er svo mikið af bulli til í
þessu, “ segir Jón Viðar Arnþórsson,
formaður Mjölnis.
„Við tökum það besta úr ketil-
bjöllutímum, frjálsíþróttum, kross-
fit, kraftlyftingum og fleiru, viljum
ekki festa okkur í einni leið. Svo not-
um við sleggjur, kaðla, boxpúða og
eigin styrk líkamans eins og í upp-
hífingum, armbeygjum og slíku. Vík-
ingaþrek er bara skemmtilegt nafn
yfir þetta allt saman.“
Bæði æfingar og tímar heita í
höfuðið á víkingum og atburðum
úr Íslendingasögunum. Ein æfingin
heitir til að mynda „Gunnar á Hlíð-
arenda“ en þar leitast þátttakendur
við að hoppa hæð sína líkt og Gunn-
ar og líkja eftir því sem hann kunni
og gat:
„Hann var mikill maður vexti og
sterkur og allra manna best vígur.
Hann hjó báðum höndum og skaut
ef hann vildi og hann vó svo skjótt
með sverði að þrjú þóttu á lofti að
sjá. Hann skaut manna best af boga
og hæfði allt það er hann skaut til.
Hann hljóp meir en hæð sína með
öllum herklæðum og eigi skemmra
aftur en fram fyrir sig. Hann var
syndur sem selur. Og eigi var sá
leikur að nokkur þyrfti við hann að
keppa og hefir svo verið sagt að engi
væri hans jafningi.“
Einnig fara fram styrktaræfingar
þar sem konur og menn mæla sína
eigin getu. Þá heitir þyngsta þraut-
in í karlaflokki Óðinn og þar reyna
menn að lyfta 48 kg lóði meðan
ýmsar kúnstir eru framkvæmdar en
kvennaæfingarnar heita í höfuðið
á gyðjum úr goðafræðinni – Frigg,
Freyja og svo framvegis og þá eru
lóðin eitthvað léttari.
Kennarar í tímunum eru allt af-
reksfólk á sviði íþrótta, meðal ann-
ars Íslandsmeistarar í karate, hnefa-
leikum og frjálsum íþróttum svo fátt
eitt sé nefnt.
Ekkert bull í gangi
Jón Viðar leggur mikla áherslu á að
það sé ekkert bull í gangi í Mjölni
og ef æfingarnar skili ekki þeim ár-
angri sem fólk er að leita eftir verði
þær teknar af kortinu. Það sama gildi
um mataræðið, Mjölnismenn bjóði
ekki upp á neina vitleysu í þeim efn-
um. Hann hefur ákveðnar skoðanir
á fæðubótarefnum og segir það út
í hött hversu mikil áhersla er lögð á
neyslu þeirra á mörgum líkamsrækt-
arstöðvum.
„Þú þarft engin fæðubótarefni til
að komast í form. Það er alltaf verið
að bulla svo mikið í fólki. Þér er sagt
að borða þetta fyrir æfingu, þetta eft-
ir æfingu, þetta áður en þú ferð að
sofa, svona þegar þú vaknar og svo
framvegis. Þetta er allt saman þvæla.
Hér í Mjölni er enginn að nota
svona fæðubótarefni og þó eru hér
fremstu bardagamenn landsins í
toppformi. Gunnar á Hlíðarenda tók
ekki kreatíntöflur fyrir svefninn eða
drakk próteinduft með jarðarberja-
bragði og Grettir sterki lét þetta alveg
eiga sig líka. Við gefum fólki góð ráð
í sambandi við mataræði en þau fel-
ast sannarlega ekki í hvatningu til að
troða í sig pillum og dufti,“ segir Jón
Viðar ákveðinn.
Endurgreiddum öllum
Hann segir mikið af vitleysu í gangi í
heimi íþrótta og vaxtarræktar og að
þar séu bardagaíþróttir heldur engin
undantekning:
„Við vorum einu sinni með nám-
skeið hérna, fengum þjálfara til að
vera með æfingabúðir sem margir
skráðu sig í en fljótlega komumst við
að því að æfingarnar voru tilgangs-
laus tímasóun. Þá hættum við við
tímana og endurgreiddum öllum.
Við reynum að gera allt eins rétt og
mögulega hægt er. Það er nóg af vit-
leysunni,“ segir Jón Viðar að lokum.
Til að fræðast meira um Víkinga-
þrek og skráningu er hægt að fara á
heimasíðu Mjölnis, mjolnir.is.
margret@dv.is
Æfingar í
Víkingaþreki
Gunnar á Hlíðarenda: Hér reyna þátttak-
endur að stökkva eins hátt og hægt er, æfa
snerpu, hraða og úthald.
Grettir sterki: Hér æfa þátttakendur sinn
eigin líkamsstyrk með því að lyfta eins þungu
og líkaminn leyfir.
Njálsbrenna: Í Njálsbrennu eru það
hitaeiningarnar sem brenna, öllum gluggum
er lokað og húsið hitað upp í topp.
Gísli Súrsson: Í Gísla Súrssyni er reynt að
hækka mjólkursýrumyndun í vöðvum.
Örlygsstaðabardagi: Í einum stærsta
bardaga Íslendingasagnanna réðust menn
hver á annan en hér er m.a. ráðist á boxpúða.
Egill Skallagrímsson: Þetta eru snargeð-
veikar æfingar enda var Egill snargeðveikur.
Drap mann aðeins sjö ára gamall og svona.
Mjölnismenn kenna fólki að hoppa hæð sína í fullum
herklæðum, berjast eins og Egill Skallagrímsson
og taka á því eins og Grettir sterki.
Með hamar Þórs Að
sjálfsögðu eru til lóð í formi
hamars Þórs, hvað annað?
Stelpur eru líka víkingar
Kvennaæfingarnar eru nefndar
eftir gyðjum úr goðafræðinni.
Víkingastyrkur Aðstaða til víkingaþreks er til fyrirmyndar