Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Page 52
52 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað K ínverjar upplýstu í vikunni um áform sín um að byggja og starfrækja sína eigin geim- stöð innan næstu tíu ára. Minna en áratugur er síðan Kínverjar sendu mannað geimfar á sporbaug um jörðu og fyrir þremur árum tókst þeim í fyrsta skipti að framkvæma svokallaða geimgöngu, það er þeg- ar geimfarar athafna sig fyrir utan geimfarið. Geimferðaáætlun Kínverja er viðamikil og margþætt, tunglið er á meðal markmiða þeirra en takmark- ið er að senda þangað ómannað geimfar innan tveggja ára og á end- anum mannað far innan fimmtán ára. Flotanum lagt Töluverðar breytingar eru nú að verða á geimbrölti stórveldanna, Bandaríkjamenn leggja öllum geimskutluflota sínum í júní næst- komandi og eru þá aðeins Rússar eftir til að ferja geimfara, búnað og vistir til og frá Alþjóðlegu geimstöð- inni í bili. Geimstöðin sjálf, sem er samvinnuverkefni Evrópumanna, Bandaríkjamanna, Rússa og Japana, er komin til ára sinna og var upphaf- lega áætlað að taka hana úr notkun árið 2015 en líklegt þykir nú að hún verði starfrækt framundir 2030 þrátt fyrir að búast megi við síauknu við- haldi og bilunum. Yfir í einkageirann Áhugi Bandaríkjamanna á að veita þeim gífurlegu fjármunum sem til þarf af almannafé í rannsóknir og til- raunir í geimnum hefur dvínað veru- lega síðasta áratuginn. Stjórnvöld þar horfa nú frekar til þess að fjár- festa í hátæknifyrirtækjum með það að markmiði að koma á fót nokkurs konar geimskutluþjónustu og örva um leið bandarískan efnahag. Kínverska geimstöðin Geimstöðin sem Kínverjar ætla sér að koma á sporbaug um jörðu mun vega um 60 tonn og því talsvert minni í sniðum en Alþjóðlega geim- stöðin (419 tonn) eða hin rússneska MIR (137 tonn) sem var í notkun frá 1986 til 2001. Stöðin verður þrískipt en tveir hlut- ar hennar verða sérhæfðar rannsókn- arstofur þar sem ætlunin er meðal annars að rannsaka þyngdarafl í lág- marki (micro gravity) og áhrif geim- geislunar með tilliti til líffræði. Stöð- inni er ætlað að hýsa þrjá geimfara og stefnt að því að hún verði nothæf í allt að áratug. Kínverjar eru nú að hanna flutningaferju sem ætlað er að ferja vistir og búnað til stöðvarinnar og seinna á þessu ári hefjast tilraunir úti í geimnum vegna ýmissa tæknilegra þátta við uppsetningu hennar. Apple og Google kölluð fyrir nefnd Fulltrúar tæknirisanna Apple og Google hafa verið boðaðir fyrir nefnd bandaríska þingsins sem fjallar meðal annars um friðhelgi og tækni. Boðunin kemur í kjölfar frétta undanfarið þar sem kom meðal annars fram að í Android- og iOS-stýrikerfunum eru skráðar upplýsingar um þráðlausa punkta og fjarskiptaturna í umhverfi notandans marga mánuði aftur í tímann. Steve Jobs, aðalframkvæmdastjóri Apple, sagði í viðtali í vikunni að Apple hefði og myndi aldrei safna upplýsingum um notendur, Apple hefði aldrei reynt að fela tilvist þessara upplýsinga heldur væri einungis um að ræða hluta af staðsetningarþjónustu iOS (location services). Hugbúnaðaruppfærsla, sem meðal annarra breytinga myndi stytta þann tíma sem viðkomandi upplýsingar væru geymdar í kerfinu, kæmi væntanlega innan fárra vikna. Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Google Docs fyrir Android Það færist æ meir í vöxt að eigendur snjall- síma nýti þá til ýmiss konar skjalavinnslu en eigendur Android-síma og spjaldtölva sem nota Google Docs að jafnaði geta nú náð í sérhæfða útgáfu af Docs fyrir Android. Forritið gerir á auðveldan máta kleift að leita að og deila skjölum, senda skjöl eða myndir beint úr símanum inn í Docs eða vinna í þeim skjölum sem eru til staðar. Háskerpa fyrir útivistarfólk Samsung hefur sett á markað HMX-W200 vasaupptökuvélina sem er högg-, ryk- og vatnsheld og ætti því að henta útivistarfólki vel. Vélin getur tekið upp háskerpumynd- skeið í 1080p og þar sem vélin er vatnsheld og linsan sérstaklega húðuð er einnig hægt að taka upp myndskeið neðansjávar eða undir vatnsyfirborði, niður á allt að þriggja metra dýpi. Fyrir upptökur í vatni er hægt að setja vélina á svokallaðan „Aqua Mode“ sem finnur þá sjálfvirkt bestu mögulegu stillingar við þær aðstæður. HMX-W200 er búin 5 megapixla CMOS- skynjara og getur einnig tekið ljósmyndir (5,5 megapixla). Geimganga Kínverja árið 2008 Geimfar- arnir Liu Boming, Zhai Zhigang og Jing Haipeng veifa til mannfjöldans áður en þeir stíga um borð í geimfarið Shenzhou-7 í sept- ember 2008. Tæknileg og fjárhagsleg geta Kínverja er orðin það mikil að áður en langt um líður gætu þeir orðið þjóða fremstir í geimkönnun og geim- ferðum. Kínverjar byggja geimstöð Á sporbaug um jörðu Kínverska geimstöðin eins og nú er gert ráð fyrir að hún komi til með að líta út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.