Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 4
Dóttirin heiti Blær n Hefur reynt að fá ákvörðun Mannanafnanefndar hnekkt í fjórtán ár B jörk Eiðsdóttir, blaðamaður og ritstjóri, og dóttir hennar, Blær Bjarkardóttir hafa höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Mál­ ið er höfðað í þeim tilgangi að fá það viðurkennt að dóttir Bjarkar megi heita Blær.  Mannanafnanefnd hefur neitað að staðfesta nafnið á þeim grundvelli að Blær sé karlmanns­ nafn jafnvel þó að fordæmi séu fyrir því að konur beri nafnið. Þessu vilja mæðgurnar fá hnekkt, en ekkert hef­ ur gengið undanfarin fjórtán ár. Blær Bjarkardóttir er fjórtán ára en heitir Stúlka í Þjóðskrá. Hún var skírð Blær, en stuttu eftir skírnina hafði presturinn sem skírði hana samband við Björk og sagði henni að þar sem Blær væri drengja nafn mætti hún ekki heita því samkvæmt reglum um manna­ nöfn á Íslandi. Prestinum hafði láðst að kanna hvort heimilt væri að skíra stúlkur þessu nafni fyrir skírnina. Nú fjórtán árum síðar heitir Blær því enn Stúlka í opinberum gögnum og lítur íslenska ríkið svo á að foreldr­ ar hennar hafi enn ekki gefið henni nafn. Þetta hefur valdið tilheyr­ andi vandræðum, en sem dæmi má nefna að í vegabréfi hennar stendur að hún heiti Stúlka. Björk hefur leit­ að til biskupsembættisins og innan­ ríkisráðuneytisins vegna málsins en ákvörðuninni hefur enn ekki verið hnekkt og hafa þær mæðgurnar því ákveðið að höfða dómsmál. Fordæmi eru fyrir því að Blær sé kvenmannsnafn hérlendis, en ein önnur íslensk kona heitir Blær og er Guðmundsdóttir og söguhetja Halldórs Laxness í Brekkukotsannál heitir einmitt Blær. Þetta mun vera eitt fyrsta mál­ ið þar sem fólk sækir rétt sinn fyrir dómstólum vegna ákvörðunar Mannanafnanefndar. Jafnframt er farið fram á að íslenska ríkið greiði Blæ miskabætur vegna framgöngu þess í málinu. 4 Fréttir 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Kíktu á heimasíðu okkar og skoðaðu matseðilinn ! Einn vinsælasti Kebab staðurinn á höfuðborgarsvæðinu! Opið alla daga frá 11:30–21:30 www.alamir.is Hamraborg 14 a 200 Kópavogi Sími 5554885 Reyndu að flýja land Lögreglan handtók í aðfaranótt fimmtudags tvo útlendinga sem reyndu að komast um borð í milli­ landaskip á athafnasvæði Eim­ skipa við Sundahöfn í Reykjavík. Nokkuð hefur verið um svipuð til­ vik á undanförnum vikum, segir í tilkynningu frá lögreglu. Mennirn­ ir sem leitað hafa hælis hér á landi voru vistaðir í fangageymslu lög­ reglu og verða fluttir aftur á gisti­ heimilið Fit í Njarðvík í dag. Taktu prófið á DV.is Meira en 30.000 manns hafa tek­ ið prófið á kosningavef DV.is sem opnaður var í síðustu viku. Prófið hjálpar lesend­ um að finna þann forsetaframbjóð­ anda sem þeir eiga mestu málefna­ legu samleiðina með. Það gengur þannig fyrir sig að frambjóðendur svöruðu fyrst um 25 lokuðum spurningum. Lesend­ um vefsins gefst svo tækifæri á að svara sömu spurningum og með hjálp tölvutækninnar fá þeir svo upp þann frambjóðanda sem er með bestu samsvörunina við þeirra svör. Viðtökurnar við vefn­ um hafa verið mjög jákvæðar. Hafir þú ekki gert upp hug þinn fyrir for­ setakosningarnar á laugardaginn, getur þú tekið prófið á DV.is og fundið þinn frambjóðanda. Góðir ökumenn í Norðurmýri Nær allir ökumenn voru til fyrir­ myndar þegar lögreglan var við hraðamælingar á Gunnars­ braut í Reykjavík á fimmtu­ dag, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgar­ svæðinu. Lögreglan fylgdist með ökutækjum sem var ekið Gunnarsbraut í norðurátt, við Hrefnugötu. Á einni klukku­ stund, fyrir hádegi, fóru 25 öku­ tæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema einu, ekið á löglegum hraða en þarna er 30 km hámarkshraði. Hinn brotlegi mældist á 41 kólómetra hraða. Vöktun lögreglunnar á Gunnarsbraut er liður í um­ ferðareftirliti hennar á höfuð­ borgarsvæðinu, en ábendingar höfðu borist um hraðakstur á þessum stað.  365 kaupir nýjan jeppa handa Ara F jölmiðlafyrirtækið 365 miðl­ ar keypti á miðvikudaginn spánnýjan Land Rover jeppa handa Ara Edwald, forstjóra fyrirtækisins. Þetta kemur fram í ökutækjaskrá þar sem er að finna yfirlit yfir bifreiðar í eigu 365. Í henni segir að jeppinn hafi verið keyptur af bifreiðaumboðinu B&L, söluaðila Range Rover og Land Rover bifreiða á Íslandi, og er hann nýkominn hingað til lands. Jeppinn kostar að minnsta kosti 11 milljón­ ir króna án aukahluta og gæti því hafa verið enn dýrari en það. Ari Edwald hefur sést aka um á bíln­ um nýja sem er brúnn að lit. Hing­ að til hefur Ari haft til umráða gráa Range Rover bifreið. „Ég mun hafa not af þessum bíl, já,“ segir Ari að­ spurður um málið og bætir því við að Range Roverinn sem hann var á hafi verið orðinn sjö ára gamall. „Ég held að það sé mjög sjaldgæft að menn haldi bílum í rekstri svo lengi hjá fyrirtækjum.“ Niðurskurður hjá 365 Talsverður niðurskurður hefur verið hjá 365 frá íslenska efnahagshrun­ inu árið 2008. Til að mynda var tíu starfsmönnum sagt upp í janúar síð­ astliðnum. Þessi niðurskurður hefur bæði verið hjá yfirstjórn og rekstrar­ sviði fyrirtækisins og eins hjá eins­ taka fjölmiðlum 365, meðal annars Fréttablaðinu. Í viðtali við Morgunblaðið í jan­ úar rökstuddi Ari niðurskurðinn með eftirfarandi hætti: „Ég held að allir sem standa í fyrirtækjarekstri þekki ástæður þess. Tekjur hafa ekki verið að aukast en allar álög­ ur, gjöld og ýmis opinber kostnaður hefur farið hækkandi. […] Það voru þungar launahækkanir í fyrra og einnig núna um komandi mánaða­ mót þannig að auðvitað verða fyrir­ tæki sem hafa ekki skattheimtu­ möguleika að takast á við það í sínum rekstri.“ Segir sparnað hafa nást Aðspurður hvort þessi bifreiðar­ kaup 365 handa Ara séu til merkis um betri tíma í rekstri 365 segir for­ stjórinn að svo sé ekki. „Staða félags­ ins er ágæt en þetta er nú í sjálfu sér ekki til marks um það. Við verðum að endurnýja þessi tæki eins og öll önnur í okkar rekstri. Við höfum náð fram miklum sparnaði í okkar bíla­ rekstri, líkt og öðrum rekstri, á liðn­ um árum. Sem dæmi um það má nefna að bílum félagsins hefur fækk­ að úr 50 og niður í 30 á liðnum árum. Þeir bílar sem við erum að kaupa núna kosta svipað í krónum talið og bílarnir sem við vorum að kaupa fyrir sjö árum.“ „Ekki bruðl“ segir Ari Ari segir, aðspurður hvort þessi bíla­ kaup bendi til þess að 365 sé ekki að fara í frekari niðurskurðaraðgerð­ ir, að 365 sé alltaf að leitast við að ná fram sparnaði í sínum rekstri. „Við erum alltaf að reyna að gæta aðhalds á öllum sviðum.“ Aðspurður hvort hann telji bif­ reiðarkaupin ekki vera bruðl seg­ ir Ari að svo sé ekki. „Nei, þetta er ekki bruðl. Ekki frekar en að greiða mér laun. Þér gæti þótt þau laun vera óþarflega há en það er þá bara þannig,“ segir Ari. n Ari Edwald segir jeppakaupin ekki vera bruðl n Að minnsta kosti 11 milljónir„Við erum alltaf að reyna að gæta aðhalds á öllum sviðum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Fékk nýjan jeppa Ari Edwald segir kaup 365 miðla á nýjum Land Rover jeppa handa sér sé ekki bruðl. Bíllinn kostar 11 milljónir hið minnsta. Fjórtán ára barátta Dóttir Bjarkar heitir Blær, en samkvæmt opinberum gögnum heitir hún Stúlka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.