Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 8
Útgerðarmenn greiða
rÚssum veiðigjald
Á
rið 2011 sömdu íslensk
útgerðarfélög við rúss-
nesk yfirvöld um 112
króna leigugjald á hvert
þorskígildiskíló leigukvóta
vegna veiða í rússneskri lögsögu
í Barentshafi. Samkomulagið er
hluti af svokölluðum Smugusamn-
ingi frá árinu 1999. Íslending-
um verður samkvæmt samkomu-
laginu úthlutað aflaheimildum í
norskri og rússneskri lögsögu.
Með samningnum gáfu Ís-
lendingar eftir veiðar í Smugunni
en samningurinn er afsprengi
deilna landanna þriggja. Norskum
útgerðum verður úthlutað kvóta
innan íslenskrar lögsögu í skipt-
um fyrir heimildir Íslands. Það
vildu Rússar ekki en sóttu þess í
stað fast eftir veiðigjaldi sem inn-
heimtist í formi leigu vegna leigu-
potts. Samningar um gjald náðust
ekki fyrr en árið 2007 en þá samdi
LÍÚ fyrir hönd íslenskra útgerðar-
manna við rússnesk yfirvöld um
leigugreiðslur upp á 900 banda-
ríkjadollara á hvert óslægt tonn af
þorski en þess utan 700 dollara á
hvert tonn meðafla.
55 krónur á kíló
Leigan jafngildir 55 krónum á óslægt
kíló af þorski sé miðað við gengi
dollara gagnvart krónunni í júní árið
2007. Sama dag skráir Reiknistofa
fiskmarkaða meðaltalsverð mark-
aða á óslægðum þorski á 207 krón-
ur kílóið. Framlegð í sjávarútvegi
árið 2007 var með minnsta móti.
Það hefur komið fram í máli sjáv-
arútvegsráðherra að framlegð sjáv-
arútvegsins hafi aðeins verið um 33
milljarðar það ár. Þannig hefði sér-
stakt veiðigjald botnfisksafla það ár
reiknast rúmar tíu krónur. Auk sérs-
taka gjaldsins er fast gjald upp á 9,50
krónur. Útgerðarfélög hefðu sam-
kvæmt því greitt 20 krónur á hvert
kíló þorsks fyrir veiðar hér á landi
árið 2007 ef nýsamþykkt lög um
veiðigjöld hefðu verið við lýði árið
2007. Það er töluvert undir þeim 55
krónum sem útgerðarmenn greiddu
það ár í leigu fyrir kílóið til rúss-
neskra yfirvalda.
Kostnaði deilt á heildina
Samanburður á verði leigukvóta
í Barentshafi og svo veiðigjöld-
um innan íslenskrar lögsögu er ef
til vill ekki algjörlega sanngjarn.
Samningar um leigukvóta eru
hluti af kröfu Rússa um greiðslur
vegna úthlutaðra aflahlutdeilda.
„Það hefur verið mat manna til að
viðhalda samningnum að Rússarn-
ir fá engar veiðiheimildir á móti
okkar. Þá höfum við sammælst um
að leigja þetta til að ögra ekki Rúss-
um til að segja upp samningnum,“
sagði Ólafur Marteinsson í samtali
við DV um málið. Útgerðarfélagið
Rammi er eitt af fimm stærstu fyr-
irtækjunum sem veiða í rússneskri
lögsögu. Það fær um 16 prósent
úthlutaðra aflaheimilda þar. Það
gefur því ef til vill réttari mynd að
umreikna gjald vegna leigukvóta
yfir á heildarafla ársins. Árið 2007
var íslenskum útgerðum úthlutað
2.369 tonnum en bauðst að auki
1.422 tonn til viðbótar gegn leigu-
gjaldi. Heimilaðar veiðar árið 2007
voru því samkvæmt kvótamiðlun
LÍÚ 3.791 tonn. Það gera 21 krónu
í veiðigjald á kílóið ein eins og
áður segir hefði gjaldið samkvæmt
frumvarpi sjávarútvegsráðherra
orðið tæpar 20 krónur það ár.
Tregir til leigu
„Lengst af var ekki gengið til
samninga um kaup á þessum
aflaheimildum. Það hefur aldrei
verið neitt vit í þessum verðum og
við vildum raunar vera lausir við
þetta,“ sagði Friðrik Jón Arngríms-
son framkvæmdastjóri Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna um
leigugjaldið. „Rússar hafa hins
vegar lagt áherslu á þetta og vís-
að til þess að norðmenn eru með
heimildir til veiða í íslenskri lög-
sögu. Við höfum látið okkur hafa
það fjórum sinnum á þeim fjórt-
án árum sem samningurinn hef-
ur verið í gildi að kaupa þessar
aflaheimildir. Það hefur verið gert
með heildarhagsmuni af samn-
ingnum í huga og íslensk stjórn-
völd hafa verið þeirrar skoðunar
að þetta sé mikilvægt. Ég sé ekki
ástæðu til að halda þessu áfram
á þessum forsendum og það hafa
ekki verið gerðir samningar í ár.
Það er ekkert vit í þessu enda tap
á þessum veiðum þegar gjaldið er
svona hátt,“ segir Friðrik.
Tveir þriðju hlutar aflaheim-
ilda sem úthlutað er til íslenskra
aðila í rússneskri lögsögu ganga
til fimm fyrirtækja. Það eru HB
Grandi ehf., Brim ehf., Rammi hf.,
Samherji ehf. og FISK Seafood.
Sömu fyrirtæki hafa raunar skipt
á milli sín ábyrgð á að leigja heim-
ildir af rússneskum yfirvöldum og
þannig lagt sitt af mörkum til þess
að samningurinn haldi.
8 Fréttir 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað
n 112 krónur fyrir þorskígildiskíló í leigu til rússneskra yfirvalda n „Stórtap á þessu,“ segir LÍÚ
Atli Þór Fanndal
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Himinhátt gjald Íslenskir útgerðarmenn hafa frá árinu 2007 gert samninga við rússnesk yfirvöld um leigu á aflaheimildum í Barentshafi. Samningar hafa náðst fjórum sinnum og hefur
gjaldið verið frá 55 til 130 krónum á kílóið.
„Það hefur aldrei verið
neitt vit í þessum verð-
um og við vildum raunar vera
lausir við þetta
Fimm stærstu aflamestu
útgerðarfyrirtækin
Útgerð: Hlutdeild:
HB Grandi hf. 17,91%
Brim hf. 16,87%
Rammi hf. 16,59%
Samherji ehf. 12,81%
FISK Seafood ehf. 12,22%
Aðrir
HB Grandi hf.
FISK-
Seafood
ehf.
Samherji ehf. Rammi hf.
Brim hf.
Veiðigjald: Ísland og Rússland
Ár Verð í krónum Veiðigjald Leiguverð Leiguverð Sérstakt veiði- Veiði- Veiðigjald Veiðigjald Gengi 1. júní
á leigt tonn alls (krónur á leigt kíló) (deilt á allar heimildir) gjald gjald** Rússland* Ísland hvert ár
2007 55.440 78.835.680 55 21 10,21 9,5 21 19,71 61,6
2008 77.910 110.632.200 78 29 47,84 9,5 29 57,34 74,2
2009 0 0 0 46,97 46,97 9,5 0 56,47 116,7
2010 27.106 261.965.466 127 48 50,36 9,5 48 59,86 129,7
2011 112.308 269.089.968 112 42 50,36 9,5 42 59,86 114,6
2012 0 0 0 0 23,2 9,5 0 32,7 129,5
*Samkvæmt fyrstu drögum frumvarps.
** Samkvæmt sátt um þinglok.
*** Tölur fyrir sérstakt veiðigjald árið 2011 eru ekki til. Framlegð sjávarútvegsins árið 2011 er 75 milljarðar í glæru sjávarútvegsráðherra
um framlegð frá árunum 2001–2012. Til samanburðar eru útreikningar ársins 2010 hafðar.
**** Ekkert samkomulag við rússnesk yfirvöld.
****
***
****