Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 30
Sandkorn
F
orsetakosningarnar skipta litlu
máli. Eftir tæpt ár verða kosn-
ingar sem skipta raunverulegu
máli. Það verða kosningarnar
þar sem Sjálfstæðisflokkurinn
kemst aftur til valda, væntanlega með
Framsóknarflokknum.
Þetta hefur verið óeðlilegur tími.
Vinstristjórn hefur aldrei setið svona
lengi við völd á Íslandi, meira en þrjú
ár. Vanalega hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn fengið 39 prósent í kosning-
um. Það er eðlilegt að þeir séu orðn-
ir óþreyjufullir, þeir hafa aldrei þurft
að bíða svona lengi eftir því að fá að
stjórna landinu.
Kannski verður þetta ekki svona.
Kannski fer Sjálfstæðisflokkurinn í
stjórn með Samfylkingunni. Þau geta
aftur tekið upp samræðustjórnmál, og
þagað um það sem skiptir almenning
mestu máli þar til það er of seint að tala
um það.
Fyrir nokkrum dögum var upp-
lýst að íslenskur almenningur tapaði
5.000 milljónum á einkafyrirtækinu
Sjóvá. Ástæðan var að bótasjóðurinn,
sem fyrirtækið átti að halda heilum til
að borga út tryggingabætur, var tæmd-
ur í viðskiptafléttu sem snerist um að
bjarga Glitni. Einn af þeim sem fram-
kvæmdu fléttuna var Bjarni Benedikts-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins og
næsti forsætisráðherra Íslands.
Þegar DV fjallaði um málið varð
Bjarni reiður. Hann sagði að almenn-
ingur myndi ekki tapa neinu á þessu.
Einhvern veginn var þetta bara einka-
mál hans og fyrirtækisins.
Við vitum ekki nákvæmlega hvað
Bjarni vissi þegar hann bjargaði 126
milljónum af peningunum sínum
með því að selja í Glitni í febrúar 2008.
Við vitum bara að viðskipta félagar
hans og nánasta fjölskylda hans, og
formaður flokksins hans, voru á þeim
tíma á fullu við að halda leyndri þeirri
vitneskju sinni, að bankarnir væru á
heljarþröm. Kannski er þetta Stein-
grími J. að kenna. Hann hefði ekki átt
að bjarga Sjóvá.
Tryggvi Þór Herbertsson, þing-
maður og ráðherraefni Sjálfstæðis-
flokksins, var forstjóri fjármálafyr-
irtækisins Askar Capital, sem ríkið
þurfti að lána 6.300 milljónir króna til
að reyna að forðast tjón. Nú er kom-
ið á daginn að líklegast verði skuldin
ekki endurgreidd. Meðan Tryggvi var
forstjóri fékk hann kúlulán upp á 300
milljónir, svo hann gæti orðið millj-
ónamæringur, sem hann þurfti síðan
ekki að borga þegar áhættan af því að
verða ríkur snerist upp í spilaskuld.
Eftir að tap fyrirtækja þeirra varð
tap okkar allra kvörtuðu þeir yfir því
að skattar væru hækkaðir til að borga
skuldirnar af þeirra völdum. Bjarni
byrjaði á því að saka ríkisstjórnina
um brjálæði. Tryggvi sagði að hún
væri að „leggja skattkerfið í rúst“. En
þetta var gert fyrir menn eins og þá.
Þegar svo kom í ljós að vinstristjórn-
in hafði ekki klúðrað efnahagsmálun-
um í kjölfar hrunsins og Ísland var
með einna mestan hagvöxt á Vestur-
löndum, var það samt „óviðunandi“
að mati Bjarna, því það hefði verið
hægt að gera betur.
Þeir ætla að byrja á því að afnema
veiðigjaldið sem var sett á eigendur
kvótans, vegna þess að þeir eru ekki
eiginlegir eigendur kvótans, heldur
við öll. Þeir munu henda nýju stjórn-
arskránni sem var hönnuð eftir for-
skrift almennings. Lækka síðan skatta
á þá sem eru góðir að búa til peninga.
Hverjum er ekki sama hvort Ólaf-
ur Ragnar Grímsson eða Þóra Arn-
órsdóttir verður sameiningartákn?
Þetta er bara sitt hvor persónan sem
talar á mismunandi hátt; barátta
ímyndanna. Það eru ekki táknin sem
stjórna landinu, heldur Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokkurinn.
Þannig hefur það í það minnsta yfir-
leitt verið og þannig verður það inn-
an árs frá deginum í dag. Þetta er
sögulegur lærdómur lýðveldisins,
hvort sem það var forsetatíð Sveins
Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirsson-
ar, Kristjáns Eldjárns, Vigdísar Finn-
bogadóttur eða Ólafs Ragnars Gríms-
sonar. Sjáið til, við höfum ekki breyst
svo mikið eftir allt saman.
Viðsnúningur
prófessors
n Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson kann að haga segl-
um eftir vindi. Þannig
er hann nú kominn á þá
skoðun að líklega tapi Ís-
lendingar dómsmálinu fyrir
EFTA-dómstólnum vegna
Icesave. Þetta er athygl-
isverð stefnubreyting hjá
Hannesi, sem hefur barist
hvað harðast fyrir því að Ís-
lendingum beri engin laga-
leg skylda til að borga Ice-
save-skuldina. Í grein í Wall
Street Journal í apríl 2011
tók prófessorinn öll tvímæli
af hvað það varðar og skrif-
aði: „Hvergi er bókstafur um
það í alþjóðlegum samning-
um eða samevrópskum regl-
um, að ríkissjóður Íslands
beri ábyrgð á skuldbinding-
um Tryggingasjóðs inn-
stæðueigenda og fjárfesta,
sem hér var settur upp.“
Furðulegar sögur
af Sigmundi
n Herðubreið, málgagn
Samfylkingarinnar í ritstjórn
Karls Th. Birgissonar, er aft-
ur komin út eftir útgáfuhlé.
Í nafnlausri
grein í blað-
inu er palla-
dómur um
Sigmund
Davíð Gunn-
laugsson. Þar
er sagt frá
því að Sig-
mundur Davíð hafi tvívegis
neitað að fara úr skónum
við öryggisleit í Leifsstöð.
„Þá hefur hann óskað eft-
ir því, ætti hann á annað
borð að fara úr skónum,
að vera skaffaðar sérstakar
plasthlífar til að hafa á fót-
unum í gegnum gegnum-
lýsingarhliðið. Þegar engar
slíkar hlífar buðust tók hann
plastbakka þá sem við hin
setjum persónulega muni í,
og straujaði á þeim í gegn-
um hliðið.“ Þá er gert grín
að því að Sigmundur fór í
gönguferð á nýársdag að
safna rakettuprikum, eins
og hann sagði sjálfur frá á
Facebook: „Áður fyrr þurfti
maður að vakna eldsnemma
á nýársmorgun til að finna
prik en undanfarin ár hefur
maður getað rölt út síðdeg-
is og setið (gengið) einn að
jafnvel stærstu prikum.“
Gegnsæi Herdísar
n Herdís Þorgeirsdóttir leggur
mikið upp úr því að fram-
bjóðendur skili af sér sóma-
samlegu bókhaldi. Í hennar
bókhaldi er þó órekjanlegt
fé sem hún aflaði í síma-
söfnun, en slíka söfnun hef-
ur Ríkisendurskoðun gert
athugasemd við hjá öðrum
frambjóðendum. Að auki
má sjá tvö nafnlaus framlög
í bókhaldi Herdísar, en ekki
er frambjóðendum heim-
ilt að taka við greiðslum frá
óþekktum aðilum.
Mér finnst þetta
fullmikil grimmd
Hann var bara
sjúklega fyndinn
Hrafnhildur M. Geirsdóttir um hund sem var lógað. – DV. Elísabet Margeirsdóttir sá mann í grænum búningi fara yfir gangbraut. – DV
Innan við ár
Þ
að er gaman en alls ekki sjálfgef-
ið að finna starf við hæfi. Sumir
eru alla daga á rangri hillu í líf-
inu og það er ekkert annað en
tragedía. Þá er eitt að finna rétta starf-
ið og annað að fá ráðningu og er ekki
átt við refsingu þótt vissulega geti það
verið böl að hafa köllun. Ráðningin er
nefnilega í annarra höndum og í til-
viki forsetaembættisins í höndum al-
mættisins. Ólíklegt má telja að trúleys-
inginn Þóra fái kosningu þótt hún sé
þunguð af framtíðinni og sem betur fer
á sundrung ekki upp á pallborðið, hvað
þá götu- og tunnulýður.
Sameinumst!
Hvunndags er talað um að samlag-
ast vinnustaðnum og menningu hans.
Þá er átt við að einstaklingurinn geri
málamiðlanir eða skapgerðarleið-
réttingar, losi sig við egóið og brestina
fyrir liðsheildina svo hægt sé að vinna
að sameiginlegu markmiði og sigra
í þessum leik sem lífið í vinnunni er.
Vinnustaðamenningin getur hæglega
snúist yfir í ómenningu ef framtíðar-
sýnina skortir og liðið orðið samdauna
í ósigri sínum. Slík örlög er hörmung
uppá að horfa og því miður ná slík lið
sér seint á strik og bölvun fylgir þeim
lengi á eftir. Knattspyrnusamlíkingin
er takmörkuð því í boltanum vinnur
besta liðið undantekningarlaust. Eins
er umbun knattspyrnukappans útúr
kortinu meðan flestum öðrum er umb-
unað með smákökum og hrökkbrauði.
En kannski ætti fólk bara að þakka
Guði fyrir að refsingar skuli ekki vera
harðari. Það er hins vegar vegna mann-
legs breyskleika sem umbunað er ríku-
lega fyrir þjónkun við yfirvaldið jafnvel
innan hinna skapandi stétta þar sem
frjálsu andarnir ná annars hæstu hæð-
um. Þannig var helmingaskiptareglan
tekin í gagnið til að koma á innra jafn-
vægi. Samlögunarferlið þarf að ganga
snurðulaust fyrir sig í andverðleika-
samfélaginu.
Lúðarnir hafa tekið yfir
Nýlega sótti undirritaður um starf
prófessors við Listaháskóla Íslands í
myndlist, sem er ekki í frásögur færandi
nema af því að hann fékk það ekki. Og
reyndar var það fyrirfram vitað og eins
hver hreppti hnossið. Að baki umsókn-
inni lágu annarlegar hvatir, í fræðun-
um er það kallað manneðlis- og menn-
ingarrannsókn en þó býr ávallt veik von
í brjósti kandídats um að gamla Ísland
sé að geispa golunni og ljósinu verði
hleypt inn. Það er átakanlegt að fylgjast
með dauðastríði höfuðstofnunar hinna
skapandi stétta, þar sem forkólfarnir
hafa leyst samvisku sína undan því að
hugsa og skapa og þar sem samræð-
ur snúast um innanbúðarmál skól-
ans, einkunnir og mætingu, í besta falli
dægurmál og lífsstíl, lífrænar smákök-
ur og útivist.
Leikrit
Vegna þessarar aumu stöðu er mikil-
vægasti eiginleiki nýrra starfsmanna
hæfileikinn til að samlagast stofnun-
inni, því ekki má afhjúpa aulaskap-
inn. Aðrir eiginleikar og reynsla mæta
afgangi þótt vissulega þurfi að fylla
inn í ákveðna staðla. Nefnd er skipuð
til að meta hæfi umsækjenda og far-
ið er í gegnum tímafrekt og langt ferli
sem hefur fagmennsku að markmiði.
Raunin er hins vegar sú að um hreina
sýndarmennsku er að ræða. Meira að
segja er erlent kennivald kallað til og
því handstýrt af vanhæfri dómnefnd.
Að halda andlitinu meðan á ferlinu
stendur er ekkert grín og má þakka
leiklistardeildinni þann árangur. Allir
vita hins vegar hvernig leikritið endar
og það er fátt um óvæntar uppákom-
ur. Enda er litið á ósamþykktar starfs-
umsóknir sem ögrun og krafan um
fagmennsku, listrænar forsendur og
innsæi er kallað antagonismi.
Dómsmál
Líklega myndi engin önnur stétt en
kúgaðir myndlistarmenn sætta sig við
að nefnd sem færi yfir hæfi þeirra væri
skipuð fólki sem hefur ekkert með fag-
ið að gera, eins og í þessu tilviki. Segja
má að Jón Ólafsson heimspekingur,
formaður nefndarinnar, hafi stórskað-
að íslenska myndlist með ófaglegum
vinnubrögðum og raunverulega er
þetta blaut tuska í andlit hinna skap-
andi stétta. Seta hans (og eins til) er
reyndar brot á lögum um mannaráðn-
ingar við stofnunina og því er um rakið
dómsmál að ræða. Enda er mikilvægt
fyrir þá sem eitthvað geta að vita stöðu
sína í samfélagi mannanna og gagn-
vart kerfinu. Eðlilegast væri að staðan
yrði auglýst aftur og í þetta sinn yrðu
alvöru fagmenn fengnir til verksins og
helmingsskiptareglan aflögð í opnu og
vönduðu ferli.
Mosagróinn í æviráðningunni
Ástandið í æðstu menntastofnun
myndlistar er orðið svo slæmt að það
fer að verða lífsnauðsynlegt fyrir list-
ir og menningu að Listaháskólinn fái
róttæka yfirhalningu. Menn eru orðn-
ir samdauna lognmollunni og halda að
hún sé eðlilegt ástand. Rektor HHR er
þaulsætnari en sjálfur ÓRG og er ekki
eini dragbíturinn innan stofnunarinn-
ar. Í reglum skólans segir: „Rektor er
ráðinn til fimm ára í senn. Staðan skal
auglýst til umsóknar.“ Reyndar virðist
einhver hafa komist í lögin í skjóli næt-
ur og bætt við: „Endurráða má starf-
andi rektor til fimm ára í senn án þess
að staðan sé auglýst laus til umsóknar.“
HHR er löngu orðinn mosagróinn líkt
og niðurnítt og sveppasjúkt skólahúsið
í Laugarnesinu. Ekkert hæfni- eða ár-
angursmat hefur farið fram. Allar gagn-
rýnisraddir hafa nú sem hingað til ver-
ið þagaðar í hel og líklega verður þeirri
aðferð haldið áfram. Það væri samt
gaman ef leikararnir úr fyrrnefndu leik-
riti og þá helst trúðarnir myndu taka sig
til og gera eitthvað fyndið.
Byssufóður listamanna
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
30 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað
„Það eru
ekki tákn-
in sem stjórna
landinu
Kjallari
Ásmundur Ásmundsson
„Vegna þessarar aumu
stöðu er mikilvægasti
eiginleiki nýrra starfsmanna
hæfileikinn til að samlagast
stofnuninni, því ekki má af-
hjúpa aulaskapinn.