Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Greiddi deutsche 35 milljarða í mars Í eigu Bakkabræðra Lýsing var hluti af Exista-sam- stæðu Bakkavararbræðra á árunum fyrir hrunið 2008. Félagið greiddi niður 35 milljarða skuld í erlendum myntum fyrr á þessu ári. n Lýsing borgaði upp stóran hluta af skuldum sínum n Sala félagsins gekk ekki K aupleigufyrirtækið Lýsing greiddi niður 35 milljarða af skuld sinni við þýska stórbankann Deutsche Bank um miðjan mars síðastliðinn. Um var að ræða 35 milljarða af rúmlega 91 milljarðs heildarskuldum dótturfélags Lýs- ingar, Peru. Þetta kemur fram í árs- reikningi Lýsingar sem skilað var til ríkisskattstjóra þann 25. júní síðastliðinn. DV fjallaði um þessa endur- greiðslu Lýsingar til Deutsche Bank í mars síðastliðinn, rétt eftir að hún átti sér stað. Sú frétt byggði á heimildum blaðsins. Endur- greiðslan hefur nú verið staðfest í ársreikningi Lýsingar og Peru ehf. Orðrétt segir um endurgreiðsluna í ársreikningi Peru: „Þann 16. mars 2012 greiddi félagið 35 ma af skuld sinni við Deutsche Bank. Greiðslan dregur umtalsvert úr gjaldeyrisáhættu félagsins auk þess sem hún hefur jákvæð áhrif á eiginfjárhlutfall í samstæður- eikningi móðurfélagsins, þar sem um var að ræða skuld í erlendum gjaldmiðlum sem var greidd með íslenskum krónum.“ Lýsing tapaði tæplega 4,3 millj- örðum króna á síðasta ári og var eiginfjárhlutfall félagsins 9,34 pró- sent í lok ársins. Salan gekk ekki eftir DV greindi frá því í mars að unnið væri sölu á Lýsingu. Deutsche Bank er langstærsti kröfuhafi Lýsingar og hugnast ekki að eiga fyrirtækið til langframa. Lýsing er hluti af eignarhaldsfélaginu Exista, sem nú heitir Klakki, en það var áður í eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona. Í tengslum við söluna var opnað sérstakt gagnaherbergi (e. data room) í húsakynnum Lýsingar í Ármúla þar sem áhugasamir kaup- endur gátu kynnt sér gögn og upp- lýsingar um starfsemi félagsins. Að minnsta kosti tvö íslensk fjármála- fyrirtæki kynntu sér starfsemi Lýs- ingar samkvæmt heimildum DV en ekkert varð úr kaupum þeirra á félaginu á endanum. Salan á Lýs- ingu gekk því ekki eftir. Unnið að endurskipulagningu Í skýrslu stjórnar Lýsingar í árs- reikningnum kemur fram að starf- semi félagsins á fyrri hluta árs 2011 hafi einkennst af „aðgerð- um og viðbrögðum“ við dómum Hæstaréttar frá 2010 um ólögmæti gengis tryggingarákvæða bíla- samninga. Dómarnir höfðu áhrif á stóran hluta samninga Lýsingar. Þá réðst Lýsing í endurskipulagn- ingu um mitt ár 2011 sem miðaði að því að undirbúa fyrirtækið fyrir niðurstöður dómsmáls um lög- mæti gengistryggingar fjármögn- unarleigusamnings en fyrirtækið tapaði málinu í lok árs í fyrra í hér- aði og síðar í Hæstarétti Íslands. Í skýrslunni segir að stjórn félagsins geri ráð fyrir því að dómarnir hafi neikvæð áhrif á rekstrarhæfi Lýsingar en að endur- skipulagningu félagsins sé ætlað að tryggja að félagið geti staðið við endurgreiðslur til viðskiptavina og „staðist kröfur um fjárhagslegan styrkleika sem ákvæði laga um fjármálafyrirtæki leggja því á herð- ar.“ Miðað við 35 milljarða endur- greiðsluna til Deutsche Bank fyrir nokkrum mánuðum þá er Lýsing ekki á vonarvöl. Ekki náðist í Lilju Dóru Hall- dórsdóttur, forstjóra Lýsingar, til að spyrja hana út í ársreikning fé- lagsins en skilin voru eftir skilaboð fyrir hana. „Salan á Lýsingu gekk því ekki eftir Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Tillögur um ný heildstæð lög Mannúð og réttaröryggi Starfshópur innanríkisráðherra um málefni útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins hef- ur skilað tillögum sínum. Meðal tillagna starfshópsins er að ein heildarlög taki til dvalar- og at- vinnuleyfa útlendinga, réttindi fylgi einstaklingi en ekki dvalar- leyfi og að almennt gildi að rétti til dvalar fylgi réttur til atvinnu. Þá leggur hópurinn til að horfið verði frá því að refsa hælisleitendum fyrir að framvísa fölsuðum skilríkj- um og að komið verði á laggirnar sjálfstæðri úrskurðarnefnd í mál- efnum hælisleitenda, sem hugs- anlega nái til allra kærumála á grundvelli útlendingalaga. Í tillögunum um ein heildar- lög um dvalar- og atvinnuleyfi útlendinga er lagt til að það komi skýrt fram að tilgangur þeirra skuli vera mannúð og réttaröryggi útlendinga á Íslandi. Lögin taki til dvalar- og atvinnuleyfa og séu ein- föld yfirlestrar og í uppsetningu svo auðvelt sé að skilja skilyrði leyfa og réttindi sem þeim fylgja. Hópurinn leggur einnig til að með nýrri löggjöf verði kveðið á um skýra verkaskiptinu milli ráðuneyta og undirstofnana um framkvæmd laganna. Gert er ráð fyrir að hætt verði að kalla eftir sakavottorði vegna allra umsókna um dvalarleyfi. Útlendingastofn- un fái hins vegar svigrúm til þess að meta hvenær skuli kalla eftir sakavottorði og meginreglan verði sú að litið verði til þess hvort um sé að ræða skammtímadvalar- leyfi eða leyfi sem þarf að afgreiða með öðrum hætti. Inni í umsókn um dvalarleyfi verður fræðsla um réttindi og skyldur útlendinga. Þá er gert ráð fyrir fjölskyldu- sameiningu þannig að þeir sem eru með dvalarleyfi til lang- tímadvalar geti fengið fjölskyldu sína til landsins. Í tillögunum eru einnig ákvæði um að bæta málsmeðferð hælismála og að taka sérstakt tillit til hælisleitenda á barnsaldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.