Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Page 21
H azairan Iskandar var á mið- vikudag sakfelldur fyrir að hafa orðið ástamanni eig- inkonu sinnar að bana árið 2010. Morðið hefur ver- ið kallað heiðursmorð í áströlskum fjölmiðlum og af dómstólum þar í landi. Eiginkona hans, Nita Iskand- ar, og sonur, Andrew Iskandar, hafa einnig hlotið dóm fyrir þátt sinn í því að verða Mohd Shah Saemin að bana. Allir vissu um framhjáhald Árið 2010 barst Hazarian Iskandar til eyrna hávær orðrómur þess efnis að eiginkona hans Nita og Mohd Shah Saemin ættu í ástarsambandi. Þótti það mikil hneisa í samfélagi indó- nesískra innflytjenda í Leichhardt í Ástralíu. Mun ástarsambandið hafa verið á allra vitorði en Hazarian var sá síðasti til að heyra af því. Hazarian var sakfelldur fyrir að hafa orðið Saemin að bana, en hann hefur ávallt neitað að um morð af ásetningi væri að ræða. Hins vegar segist hann hafa orðið Saemin að bana fyrir tilviljun. Eltu hann uppi Feðgarnir voru báðir ákærðir fyr- ir að hafa myrt Saemin. Hazari- an fyrir að hafa stungið Saemin til bana en Andrew, sonur hans, fyrir að hafa barið Saemin ítrekað í höf- uðið með hamri. Mun það hafa at- vikast svo að feðgarnir óku bíl sín- um inn í hlið bifreiðar Saemin fyrir utan íbúð hans í Leichhardt. Eft- ir ákeyrsluna, eltu feðgarnir Saem- in um íbúðagötu og réðust á hann með eggvopnum, auk þess sem þeir börðu hann margsinnis í höfuðið með hamri. Saemin lést af áverk- um sínum áður en hann komst undir læknishendur. Var hann með margvíslega lífshættulega áverka eftir árásina og var hún talin vera hrottafengin og vel skipulögð, enda voru feðgarnir bæði með hamar og eggvopn sem þeir notuðu í árásinni. Feðgarnir neita því hins vegar, eins og áður sagði, að árásin hefði verið skipulögð. Segir Hazarian að hon- um hafi hitnað í hamsi þegar að Saemin kallaði hann homma og því hafi farið sem fór. Hjálpaði syni sínum að flýja Hazarian var handtekinn skömmu eftir morðið árið 2010 og ákærður. Sonur hans reyndi hins vegar að flýja úr landi og með aðstoð móður sinnar komst hann til Singapúr. Vildi móðir hans aðstoða hann við að komast undan ákæru. Hann var framseldur aftur til Ástralíu og réttað yfir hon- um árið 2011. Hlaut hann átján ára fangelsisvist fyrir að hafa margsinnis barið Saemin í höfuðið með hamr- inum. Móðir hans hlaut einnig dóm, en hún var sakfelld fyrir að hafa að- stoðað son sinn við að flýja. Hún fékk tæplega tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Hazarian hefur verið sakfelld- ur, en ákvörðun um lengd refsingar hans verður tekin í september. Allar líkur eru á því að hann hljóti lífstíðar- fangelsisvist fyrir morðið. Erlent 21Helgarblað 29. júní–1. júlí 2012 Feðgar frömdu heiðursmorð Undirbjó flótta Nita undirbjó flótta sonar síns og sendi hann til Singapúr Ásta Sigrún Magnúsdóttir blaðamaður skrifar astasigrun@dv.is n Réðst á ástmann eiginkonu sinnar n Eiginkonan reyndi að hjálpa syninum að flýja land Myrtu ástmann móðurinnar Mohd Shah Saemin lést eftir hrottafengna árás feðga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.