Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 24
Sögulegar koSningar 24 Forsetakosningar 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Þjóðin og forsetaembættið n Aukin harka hefur færst í kosningaslaginn á síðustu metrunum F orsetakosningarnar um helgina eru sögulegar fyr- ir ýmsar sakir. Í fyrsta lagi hafa aldrei nokkurn tímann verið jafn margir í forseta- framboði og nú. Í öðru lagi stendur forsetaembættið sjálft á tímamót- um um þessar mundir. Í forsetatíð sinni hefur Ólafur Ragnar virkjað málskotsréttinn og beitt sér með nýstárlegri hætti á alþjóðlegum vettvangi en tíðkaðist meðal fyrir- rennara hans. Um helgina verður því ekki aðeins kosinn forseti held- ur verður einnig kosið um hlutverk forsetaembættisins, eðli þess og valdsvið. Forseti sýnir tennurnar Þann 4. mars síðastliðinn sendi Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, frá sér tilkynningu um að hann hygðist sækjast eftir endur- kjöri sem forseti Íslands. Ákvörðun Ólafs kom mörgum á óvart, enda hafði hann gefið sterklega í skyn í nýársávarpi sínu að hann ætlaði ekki að sækjast eftir áframhaldandi setu á Bessastöðum. Þeir fyrstu sem buðu sig fram á móti Ólafi Ragnari voru þeir Ástþór Magnússon Wium, Jón Lárusson og Hannes Bjarnason. Af þeim stendur Hannes Bjarna- son einn eftir. Fljótlega bættust þau Herdís Þorgeirsdóttir prófessor og Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona í hópinn. Strax þá varð ljóst að helsta ógnin við framboð sitjandi forseta var framboð Þóru, en í könnun sem Fréttablaðið birti í apríl voru þau Ólafur hnífjöfn. Síðar í mánuðin- um tilkynntu þau Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlisfræðingur og Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, sem starfað hefur með Hagsmunasam- tökum heimilanna, að þau hygðust bjóða sig fram. Þann 13. maí kom Ólafur Ragn- ar fram í útvarpsviðtali á Bylgjunni. Viðtalið markaði upphaf kosninga- baráttu hans, en þar gerði hann harða atlögu að framboði Þóru Arnórsdóttur, sagði það „ofboðs- lega mikið 2007“ og að þjóðin þyrfti sannarlega ekki á „þöglum og þæg- um“ forseta að halda. Þegar Ólafur Ragnar hóf kosningabaráttu sína var Þóra Arnórsdóttir í barneignar- leyfi og tók Ólafur forystu í skoðana- könnunum. Gengu út úr sjónvarpssal Þann 3. júní stóð Stöð 2 fyrir kapp- ræðum milli forsetaframbjóðenda í Hörpu. Í upphafi var aðeins Ólafi Ragnari og Þóru boðið. Daginn fyr- ir útsendingu þáttarins neitaði Þóra Arnórsdóttir að taka þátt í kapp- ræðunum nema öllum frambjóð- endum yrði boðið. Stöð 2 lét undan en ákvað að láta tvo og tvo mæt- ast í kappræðum eftir stafrófsröð. Hinir frambjóðendurnir kröfðust þess að dregið yrði um röð fram- bjóðenda, en þegar ekki var orðið við ósk þeirra brugðu þau Andrea, Ari Trausti og Hannes á það ráð að ganga út úr sjónvarpssal í beinni út- sendingu. Þetta má telja einn af há- punktum forsetaslagsins. Í aðdraganda kosninganna hef- ur veraldarvefurinn logað í deilum. Þar hefur borið mest á stuðnings- mönnum Ólafs Ragnars og Þóru Arnórsdóttur. Ólafur hefur mátt þola gagnrýni vegna fyrri embættis- starfa og tengsla við útrásina. Jafn- framt hafa margir hneykslast á því að hann vilji sitja á forsetastóli í 20 ár en svo löng valdaseta er mjög sjaldgæf í lýðræðisríkjum. Þótt Þóra Arnórsdóttir njóti enn töluverðra vinsælda hefur hún einnig orðið fyrir harðri gagnrýni. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir afstöðuleysi og prjál, en jafnframt hefur fortíð eiginmanns hennar verið blandað inn í umræðuna. Hvernig sem fer er ljóst að þessar kosningar marka merkileg tímamót. Aldrei nokkurn tímann hefur valið staðið á milli jafn margra forsetaefna og ólíkra sjónarmiða. n Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannpall@dv.is Forseti Íslands á að taka virkan þátt í stjórnmálum og opinberum ákvörðunum Það er mikilvægt að embætti forseta Íslands verði settar skýrar siðareglur Hversu sammála eða ósammála ertu ákvörðun sitjandi forseta um að vísa fjölmiðlalögunum til þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2004? Hversu sammála eða ósammála ertu ákvörðun sitjandi forseta að hafna Icesave-samningnum í seinna skiptið? Málskotsréttur forseta Íslands er öryggisventill svo að fólkið í landinu geti haft lokaorðið um stærstu og umdeildustu málin Hámark á að vera á því hversu mörg kjörtímabil forsetinn getur setið í embætti Hversu sammála eða ósammála ertu ákvörðun sitjandi forseta um að synja Icesave-samningnum í fyrra skiptið? Ertu hlynnt/ur eða andvíg/ur aðild Íslands að ESB? Forsetinn á aðeins að vísa málum til þjóðaratkvæðagreiðslu ef ákveðið hlutfall kjósenda hefur skorað á hann Forseti Íslands á að vekja athygli á málum sem þingmenn og ráð- herrar sinna ekki Hversu sammála eða ósammála ertu tillögu stjórnlagaráðs um að forseti eigi að kalla saman og setja Alþingi ef þriðjungur þingmanna fer fram á það? Hversu sammála eða ósammála ertu því að forseti geti látið leggja fram lagafrumvörp á Alþingi? Forseti Íslands á að gefa upp afstöðu sína til umdeildra mála Forsetinn á alltaf að starfa og tala í samræmi við stefnu meirihluta Alþingis Hversu sammála eða ósammála ertu því að forseti Íslands leyfi þjóð- inni að fylgjast með hversdagslífi sínu, svo fremi sem hægt er? Hversu gott eða slæmt er að forseti Íslands hafi starfað í stjórnmálaflokki áður? Það skiptir máli að forseti Íslands sé femínisti Forsetinn á alltaf að starfa og tala í samræmi við utan- ríkisstefnu Íslands Hversu sammála eða ósammála ertu því að forseti Íslands haldi þeirri reglu að greina frá öllum fundum sínum opinberlega? Hvort á forseti Íslands eða forsætisráðherra að hafa vald til að rjúfa þing? Það skiptir máli að forseti Íslands sé kona Til hvers af forsetum Íslands lítur þú helst sem fyrirmyndar? Valdheimildir forseta Íslands í stjórnarskrá hafa verið vannýttar fram að þessu 18% 46% 39% 18% 34% 18% 19% 17% 25% 19% 23% 27% 30% 18% 40% 15% 12% 3% 3% 4% 11% 26% 16% 5% 12%8% 3% 4% 6% 4%4% 5%4% 3% 4% 6%2% 4%3%5% 4% 16% 36% 20% n Mjög sammála n Sammála n Hvorki né n Ósammála n Mjög ósammála n Vill ekki svara Hvar staðsetur þú þig hefðbundnum hægri-vinstri ás stjórnmála? n Til hægri n Hægra megin við miðju n Á miðju n Vinstra megin við miðju n Til vinstri n Vill ekki svara n Sveins Björnssonar n Ásgeirs Ásgeirssonar n Kristjáns Eldjárn n Vigdísar Finnbogadóttur n Ólafs Ragnars Grímssonar n Vill ekki svara n Mjög hlynnt(ur) n Frekar hlynnt(ur) n Hlutlaus n Frekar andvíg(ur) n Mjög andvíg(ur) n Vill ekki svara n Mjög gott n Gott n Hvorki né n Slæmt n Mjög slæmt n Vill ekki svara n Forseti Íslands n Forsætisráðherra n Annar n Vill ekki svara 12%8% 6%9% 20% 33% 6%8% 20%19% 36% 24% 20% 45% 20% 17% 29% 14% 17% 21% 21%25% 18% 8% 7% 22%15% 11% 21% 31% 8% 9% 15% 14%34% 20% 11% 6% 13% 22% 29% 29% 43%9% 8% 7% 6% 6% 5% 1%5% 4%4% 7% 3% 7% 1% 1% 7% 30% 33% 10% 7% 11% 11% 17% 25% 20% 20% 46% 25% 33% 37% 40% 19% 58% 20% 7%15% 8% 30% 20% 20% 14% 50% 20% 14% 12% 12% 4% 9% 9% 39% 42% 13% 7% 37%24%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.