Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 31
Það hefur enginn
hótað mér
Ísland njóti blessunar af
því að Dorrit er gyðingur
Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, um viðbrögð við þjóðhátíðarlaginu 2012. – DVSnorri Óskarsson í Betel ætlar að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta. – DV.is
Bullið á Bessastöðum
Spurningin
„Nei, þetta er svolítið erfið
ákvörðun. Ætli ég taki hana ekki
bara á síðustu stundu.“
Elísabet Sigurðardóttir
42 ára grunnskólakennari
„Nei, eða kannski er maður innst
inni búinn að ákveða það.“
Steinunn Snorradóttir
40 ára námsráðgjafi
„Já, en það eru tveir sem koma til
greina, Andrea og Ari Trausti.“
Sigurður Óttar Ragnarsson
27 ára verslunarstjóri
„Já, ég ætla að kjósa Þóru og
ákvað það fyrir löngu.“
Guðmundur Hafsteinsson
45 ára verslunarstjóri
„Já, ég hef alltaf verið viss um
hvern ég muni kjósa.“
Svandís Gunnarsdóttir
21 árs nemi og vinnur í Nostrum Design
Ertu búin/n að
ákveða hvern þú
kýst á morgun?
1 Segir Ólafi tamt að tala um sjálfan sig í þriðju persónu
Þóra Arnórsdóttir gagnrýndi Ólaf harð-
lega í aðsendri grein í Fréttablaðinu.
2 Le’Macks starfar fyrir fram-boð Þóru
Auglýsingastofan sem vinnur fyrir Þóru
starfar einnig fyrir útgerðarmenn og
Sjálfstæðisflokkinn.
3 „Það væri miklu auðveldara fyrir alla ef ég myndi bara láta
mig hverfa“
Ágústa Sif Aðalsteinsdóttir steig fram
í viðtali við DV og talaði um fæðingar-
þunglyndi.
4 Herdís svarar prófessor fullum hálsi
Herdís Þorgeirsdóttir forsetaframbjóð-
andi svaraði Gunnari Helga Kristinssyni
prófessor sem sagði á RÚV að „opið
bókhald“ væri merkingarlítið.
5 Binni í Vinnslustöðinni: „Við bara hættum þessari útgerð“
Vinnslustöð Vestmannaeyja sagði upp
40 starfsmönnum á miðvikudag.
6 Hundar til manneldis barðir til dauða
DV birti sláandi myndir af slátrun
hunda í Kína, þar sem þeir eru fláðir og
bornir á borð fyrir heimamenn. Engin
dýraverndunarlög eru í gildi í Kína.
Mest lesið á DV.is Jóhannes Iceland í Högum
S
varthöfði fylgist af áhuga með
þróuninni á matvörumarkaðn-
um enda aðsjáll maður með af-
brigðum. Hann fagnar þar af
leiðandi samkeppni á markaðnum og
bölvar fákeppni. Þeim mun fleiri mat-
vörubúðir, þeim mun meiri samkeppni
og vonandi lækkað vöruverð. Svarthöfði
vill sinn kost sem ódýrastan: bruður og
brauð eiga að kosta sem minnst.
Þess vegna fagnar hann því að Jó-
hannes Jónsson, kenndur við Bónus,
ætli sér að opna verslun í Engihjallan-
um í Kópavogi undir merkjum Iceland.
Jafnframt blæs Svarthöfði á þá tilgátu
greiningardeilda Arion og Íslands-
banka að Jóhannes muni ekki geta
velgt Högum, sínu gamla fyrirtæki sem
meðal annars á Bónus, undir uggum.
Svarthöfði hélt að enginn tæki leng-
ur mark á pípinu í greiningardeildum
bankanna og þeirra kristalskúlum. Jó-
hannes kann að minnsta kosti tvennt
vel: Að verka og vinna með kjöt og búa
til stórveldi úr engu á matvörumarkaði
– lesist Bónus.
Svarthöfði heyrir ávæning af því að
taktík Jóhannesar sé að láta verslun-
ina í Engihjallanum sprengja utan af
sér húsnæðið vegna ásóknar nýrra við-
skiptavina. Líklegt þykir að Jóhannes
muni bjóða upp á lægra vöruverð en
Bónus og jafnvel meira vöruúrval sem
skapa muni miklar vinsældir í verslun-
inni. Önnur verslun, og jafnvel verslan-
ir, gætu því sprottið upp.
Þá spillir ekki fyrir Jóhannesi að
sonur hans, Jón Ásgeir, og hinn breski
Malcolm Walker, forstjóri Iceland-
keðjunnar í Bretlandi, eru með hon-
um í verslunarrekstrinum. Báðir hafa
þeir mikla þekkingu og reynslu af smá-
sölumarkaði og geta örugglega veitt
Jóhannesi góð ráð í rekstrinum.
Staða Jóhannesar og verslun-
ar hans gæti því orðið sterk þrátt fyr-
ir hrakspárnar. Enginn skyldi vanmeta
Jóhannes gamla í Bónus sem hef-
ur áður sýnt hvað hann kann og get-
ur. Ekki einu sinni Hagar geta blásið á
hann sem smálax. Sú staða gæti jafn-
vel komið upp að Jóhannes í Iceland
byrji að stríða Högum með lægra verði
og öðru vöruvali, og svo spillir auðvitað
ekki fyrir að þrátt fyrir hrakfarir liðinna
ára, á Jóhannes ennþá sína aðdáendur
meðal almennings á Íslandi. Hann er
ennþá maður sums fólks.
Kannski mun innkoma Jóhannes-
ar hrista þannig upp í matvörumark-
aðnum að hlutabréfaverð í Högum taki
dýfu og að núverandi hluthafar muni
vilja losna út úr fyrirtækinu og selji þau
á lægra verði en þeir ætluðu. Þá gæti
Jóhannes – og Jón Ásgeir – boðið þeim
aura fyrir Hagabréfin og kannski aftur
náð til sín fyrirtækinu sem hann byggði
upp úr litlu og bætti svo við. Fákeppn-
in gæti þá orðið hans sem fyrr og hann
yrði Jóhannes Iceland í Högum.
H
vað þarf forseti Íslands að hafa
til brunns að bera?
Hann þarf að geta skrif-
að ræðu sem enginn skilur og
hann þarf að geta túlkað stjórnarskrá
sér í hag. Þjóðin gerir ekki beina kröfu
um neina mannkosti og ekki er einu
sinni gert ráð fyrir að forsetinn kunni
undirstöðuatriði í mannasiðum.
Lengst af, var um innantómt emb-
ætti að ræða; kósí djobb sem menn
gátu sinnt með hangandi hendi eða
hendur í vösum. Svo fékk forsetinn
hlutverk … og svo fleiri og fleiri og svo
fóru sérfræðingar í lögum og aðrir fá-
fræðingar að túlka stjórnarskrá okkar,
með þeim ófyrirsjáanlegu afleiðingum
að valdsvið forsetans var skyndilega
þanið út fyrir endimörk velsæmis.
Í eina tíð var það víst þannig að
einungis var hugsanlegt að gegnheilu,
greindu og vel þenkjandi fólki væri
ætlað að bæla dýnurnar á Bessastöð-
um. En svo gerðist það einhverju sinni
að öfug uggaháttur (sem að vísu hef-
ur lengi fylgt minni þjóð) leyfði nær
ómálga viðundrum að gefa kost á sér:
„Ástþórs-tímabilið“ í íslenskum kosn-
ingum var runnið upp. Rugludallaelít-
an fann hvern sótraftinn og hlandaul-
ann á fætur öðrum og menn lögðust
svo lágt að nefna menn einsog Dabba
litla blaðbera og Árna Nonsens til leiks.
Eftir að brandari Besta flokksins
hafði gefið þjóðinni nokkra broskarla,
þótti við hæfi að finna fjölmiðlaandlit
sem með ungæði gæti hugsanlega ýtt
Ólafi konungi af stalli. Og í stað Ást-
þórs kom ástrík Þóra og átti að rúlla
þessu öllu upp með aðstoð þeirra
sem komu Silvíu Nótt á koppinn og
með dyggri aðstoð auglýsingastofunn-
ar sem skóp hina ósiðlegu áróðurs-
herferð útgerðarinnar, sem átti að sýna
almenna fátækt íslenskra kvótakónga.
Já, vitleysan er ekki öll af sama meiði.
Reyndar held ég að við þurfum ekki
neinn forseta. Þjóð sem leyfir útvöld-
um lýð að ræna banka, skella skuld á
almenning og koma svo aftur til starfa
með rassgatið fullt af seðlum, sú þjóð
þarf byltingarleiðtoga á Bessastaði.
Og það sem meira er, sú þjóð þarf að
átta sig á því að fáfræðin er ekki það
skynsamlegasta sem fólk tileinkar sér
í lífinu. Það er til veröld sem er meira
virði en veröld helmingaskipta, lyga
og græðgi. Það er til veröld réttlætis,
sannleika og nægjusemi. Hér þarf að
umbylta öllu og hér þarf að dusta ryk-
ið af þeim góðu gildum; þeim dyggð-
um sem samfélag okkar var reist á, af
fólki sem virkilega trúði á sanngirni og
sannleika.
Kannski mun sá dagur koma að okk-
ur auðnast að velja besta kostinn. En á
meðan fáfræði er það fag sem þjóðin
helst vill sinna, er vonin afar veik.
Hann er indæll hann Ólafur Ragnar,
hann átök með þjóðinni magnar,
víst fagna hér hræður
ef flytur hann ræður
þó fögnum við mest ef hann þagnar.
„Kannski
mun sá dag-
ur koma að okkur
auðnast að velja
besta kostinn
Sumarhátíð leikskólans Krakkarnir á leikskólanum Vinaminni héldu sumarhátíð sína á dögunum þar sem þeir sungu meðal annars og foreldrar barnanna léku leikritið Rauð-
hetta og úlfurinn. Mynd: Jónatan GrétarssonMyndin
Svarthöfði
Skáldið skrifar
Kristján Hreinsson
Umræða 31Helgarblað 29. júní–1. júlí 2012
Þóra er ekki
vörumerki
Ásdís Ólafsdóttir aðstoðarkona Þóru Arnórsdóttur svarar gagnrýni. – DV.is