Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 34
Lærði af mistökum föður síns 34 Viðtal 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað É g ætlaði ekki að bjóða börn- unum mínum að horfa upp á svona lagað,“ segir þingmað- urinn Róbert Marshall um ástæðu þess að hann sagði skil- ið við áfengi fyrir þremur árum. Ró- bert horfði upp á föður sinn veslast upp í alkóhólisma þegar hann var barn. Eftir að hafa hvorki heyrt frá honum né séð í tæpa tvo áratugi lágu leiðir þeirra saman á ný fyrir ellefu árum – þá á Paddington-lestarstöð- inni í London. Hann segist ekki hafa ætlað að bjóða börnunum sínum fimm upp á eitthvað í líkingu við það sem hann upplifði þó fæstir í kring- um Róbert hafi talið hann hafa átt við áfengisvandamál að stríða. Róbert hóf ungur feril í pólitík og stofnaði ásamt fleirum ungliðahreyf- inguna Grósku sem átti stóran þátt í stofnun Samfylkingarinnar. Hann lagði pólitíkina til hliðar fyrir blaða- mennskuna og stýrði meðal annars hinni frægu NFS-fréttastöð. Róbert snéri sér aftur að pólitík- inni fyrir nokkrum árum og hefur verið á þingi síðastliðin þrjú ár. En hann vill framar eins og hann orð- ar það. Róbert stefnir á forystu inn- an Samfylkingarinnar og sæti í næstu ríkisstjórn. Paddington-ferðin Róbert skrifaði fyrir nokkru pistil í Fréttablaðið þar sem hann lýsti reynslu sinni af alkóhólisma föður síns og örlagaríkri ferð til Bretlands þar sem hann sá hann síðast fyrir ell- efu árum. „Ég fékk bréf frá honum þar sem hann óskaði eftir aðstoð. Hann var í litlum bæ fyrir utan Blackpool og vildi komast til London. Þetta var 2001 og þá höfðum við fjölskyldan hvorki heyrt frá honum né séð í 16 ár.“ Róberti var nokkuð brugðið þegar bréfið barst en hann segist reglu- lega hafa velt því fyrir sér hvort fað- ir hans væri hreinlega á lífi ennþá. „Maður velti því fyrir sér hvort þessi maður væri lifandi eða ekki. Þetta er alltaf opinn endi í lífi manns þegar einhvern flosnar svona upp úr því og hverfur. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fara og hitta hann, var til að reyna einhvern veginn að gera það upp við mig hvaða tilfinningar ég bæri til hans. Hvort ég hefði eitthvað að segja við hann eða létta á mér.“ Samviskubitið Róbert fór á fund föður síns ásamt bróður sínum og segir það hafa ver- ið sorglega stund og til marks um hversu langt í veikindunum faðir hans var kominn þegar hann þekkti þá ekki í sundur. „Við erum nú ekki mjög líkir í útliti og líkamsburðum. Hann ljóshærður og ég dökkhærður þó við séum kannski með líka takta. Það var auðvitað mjög furðuleg upplifun að hann skyldi ekki þekkja okkur í sundur. En við spjöll- uðum svolítið saman og fórum svo til London þar sem við kvöddum hann á Paddington-lestarstöðinni.“ Róbert segist hafa fundið fyr- ir hugarangri og samviskubiti til að byrja með. „Það sem maður glímir við eftir svona fund er hvað hefði maður getað gert. Á maður að gera eitthvað og maður er með svolítið samviskubit eftir að hafa skilið við hann þarna – hruman og illa farinn af drykkju. En það er nú þannig með þenn- an sjúkdóm að það er ekkert hægt að gera fyrir fólk sem vill ekki bjarga sér sjálft. Það verður að vera vilji til að bjarga sér sjálfur og þá er þetta hægt. Því miður var hann ekki til staðar. Þannig að við skildum og síðan hef ég ekki heyrt frá honum. Ég veit ekki hvort hann er lífs eða liðinn. Ég hef ekki gert neinar tilraunir til að setja mig í samband við hann. Ég held að hann sé dáinn í hreinskilni sagt. Það kemur að því að maður fær þörf til að loka þeirri bók.“ Ástvinurinn og skrímslið Sem barn segist Róbert ekki hafa haft forsendur til að meta hvort drykkja föður síns væri óeðlileg eða hvort þetta væri ekki svona á öðrum heimilum. „Ég held að börn séu líka þannig að þau sætta sig bara við það sem að þeim er rétt.“ Pistill Róberts um föður sinn vakti mikla athygli og segir hann fjölmarga hafa haft samband við sig og haft svip- aða sögu að segja. „Það sem er helst sameiginlegt er að fólk er að upplifa annars vegar ástvin og skrímsli hins vegar. Það átakanlega við þetta er að það eru ekki bara börn sem eru að missa foreldra sína heldur foreldrar að missa börnin sín og fjölskyldu. Allt sitt bakland í lífinu þegar það hverf- ur lengra og lengra inn í þennan sjúk- dóm. Þetta myndar djúp og mikil sár.“ Róbert segir þögnina aldrei gera gott þegar þessir hlutir eru annars vegar. „Þetta er böl sem þrífst í leyndarhjúpi og skömm. Að þeir sem verði fyrir þessu eða upplifi þetta þurfi að skammast sín fyrir þetta. Það er ekki þannig og eina leiðin til að breyta þessu er að svipta hulunni af og ræða hlutina. Það hafa engin samfélagsmein verið leyst í kyrrþey. Þetta er allt leyst með því að lyfta upp höfðinu og átta okkur á því hvar okkar ábyrgð liggur. Þetta er sjúkdóm- ur, sjúkdómur sem gengur í erfðir.“ Umburðarlyndið gagnvart fyllibyttunni Róbert segir sjúkdóminn þó ekki að- eins ganga í erfðir heldur sé þetta sam- félagsmein. „Mein sem er sprottið af þessu umburðarlyndi gagnvart fylli- byttunni. Það þykir sjálf sagt að fólk mæti með bjór í hönd á fjölskyldu- skemmtanir. Það er það bara ekki. Fólk á ekki að láta sjá sig gangandi með barnavagna og bjór í hendi. Það er bara fráleitt. Þetta er vímuefni sem breytir skynj- un fólks, framkomu og persónuleika. Að mínu mati er ekki eðlilegt að fólk skipti um persónu leika fyrir framan börnin sín einu sinni til tvisvar í viku. Haldi svo bara áfram daginn eftir eins og ekkert hafi í skorist. Aðeins ryðguð og timbruð.“ Róbert telur nauðsynlegt að lands menn skoði þetta og taki á þess- um samfélagsvanda. „Það er mikið ábyrgðarhlutverk að vera foreldri og svo læra börnin það sem fyrir þeim er haft. Það vita allir. Ég hef ekkert á móti því að sjá fólk drekka áfengi eða fá sér í tána í góðra vina hópi en það á sér sinn stað og sína stund. Það á ekki að blanda því saman við fjöl- skyldulíf eða fjölskylduskemmtanir. Við eigum að búa til samfélag sem kennir okkar börnum að edrú lífstíll sé valkostur. Það sé ekki sjálfgefið að allir byrji að drekka. Ég er sannfærð- ur um að ef þessu hefði verið haldið að mér, að það væru líkur á því að ég yrði alkóhólisti á því að drekka, þá hefði ég ekki byrjað.“ Frelsið í Eyjum Þrátt fyrir að Róbert hafi alist upp við alkóhólisma föður síns þá átti hann góða æsku. „Mín æska var að mörgu leyti mjög vel heppnuð mið- að við það sem maður heyrir af fólki og sér. Drykkjan setti svip á hana en mig skorti aldrei neitt og bjó við mik- ið frelsi.“ Róbert fæddist í Reykjavík 1971 en flutti til Vestmannaeyja 1974, ári eftir gosið í Heimaey. „Mamma og pabbi skildu fimm árum síðar og hún kynntist öðrum manni, Jóhanni Frið- rikssyni, sem gekk mér í föðurstað.“ Róbert var mikið á ferðinni sem barn og segist hafa verið blanda af náttúrubarni og bókaormi. Hann man eftir því að hafa hlaupið á milli húsþaka í Eyjum þar sem vikurstafl- arnir náðu þeirra á milli eftir gosið. „Ég eyddi miklum tíma á bókasafn- inu. Alveg frá sjö, átta ára aldri. Ég var farinn að lesa mjög fullorðinslegar bækur um ellefu ára aldurinn.“ Róbert var líka iðinn í fótbolt- anum og æfði með Tý auk þess sem hann var virkur í skátunum. Hann var til að mynda fararstjóri á Landsmóti skáta í Viðey 1986. Með 40 manna hóp, þá 15 ára. „Auðvitað voru einhverjir foreldrar sem höfðu hönd í bagga með ferðalagið en ég var langyngsti fararstjórinn og það vakti töluverða athygli.“ Þegar leið á unglingsárin tók tón- listin yfir í meira mæli og Róbert var í hinum og þessum bílskúrsböndum. Útrás í náttúrunni Róbert segir þennan grunn, skáta- starfið, hafa fylgt sér síðan. „Sér- staklega síðustu tíu árin. Upp úr 2000 fæ ég fjallabakteríu og er bú- inn að vera meira eða minna á fjöll- um síðan,“ en Róbert hefur undan- farið fengist við leiðsögn í hinum ýmsu göngu- og útivistarferðum. „Ég hef líka verið í veiðinni en ekki jafn mikið þó. Þetta er svo mikil hvíld fyrir hugann þó þetta reyni á líkamlega. Tilveran verður svo einföld. Hún snýst bara um að koma sér á næsta stað. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að vera á hreyfingu. Hér heima er landið vel til þess fallið að hreyfa sig og njóta þess í leiðinni.“ Róbert segir mikla vakningu hafa orðið í útivist á undanförnum árum. „Ég hef til dæmis verið með leiðsögn í verk efnum hjá Ferðafé- lagi Íslands og það eru risahópar að skrá sig í þessar göngur ár eft- ir ár.“ Blaðamennskan tók yfir Róbert segir útivistina alltaf hafa hjálp- Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar, horfði upp á föður sinn vesl- ast upp í alkóhólisma. Sú reynsla varð til þess að hann ákvað sjálfur að segja skilið við áfengið þar sem hann vildi ekki að börn sín þyrftu að upplifa það sama og hann. Róbert segir lífsgæði sín hafa aukist svo að það sé lyginni líkast. Hann stefnir á forystu innan Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar og sæti í ríkis- stjórn. Á Hvannadalshnjúk í vor Róbert ásamt eiginkonu sinni Brynhildi. „Ég vissi því að dagar mínir á stöðinni væru taldir „Ég held að hann sé dáinn í hreinskilni sagt. Það kemur að því að maður fær þörf til að loka þeirri bók. Ásgeir Jónsson asgeir@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.