Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Page 38
É g er fædd og uppalin á Patreksfirði,“ segir Gríma en nafnið Gríma sem er mjög óalgengt segir Gríma að hafi ver­ ið í höfuðið á ömmu sinni. „Gríma þýðir nótt. Þetta var mjög sjaldgæft þegar ég var lítil og ekki skánaði það við að pabbi minn heitir Ársæll Kóp­ ur en alltaf kallaður Kópur svo að Gríma Kóps þótti ekk­ ert smá skrýtið, en svo virðist þetta vera komið í tísku núna því ég er að sjá litlar „Grímur“ úti um allt núna,“ segir Gríma og hlær. Æskan á Patró Aðspurð um hvernig lífið var á Patreksfirði segir Gríma að það hafi verið þroskandi og gott að búa í litlu sjávarplássi og telur það hafa verið for­ réttindi að alast þar upp. „Allir tóku þátt í því sem var að ger­ ast í bænum og við fengum frí í skólanum til að taka þátt í uppskipun og útskipun á fiski því allir þurftu að hjálpast að. Það var mjög öflugt unglinga­ starf í íþróttafélaginu Herði og við áttum Íslandsmeistara­ titla í körfuknattleik. Einnig var starfandi klúbbur sem hét 14–20 og þar mótuðust hljóm­ sveitir og krakkarnir hittust og skemmtu sér. Svo spiluð­ um við plötur en við höfðum einnig þær skyldur að þrífa og taka til í húsnæði klúbbs­ ins sem var líka bíóhús staðar­ ins og það var nokkuð mikil vinna að sjá um það. Ég æfði körfuknattleik og svo vorum við seinna mikið á mótorhjól­ um.“ Fann sig í snyrtifræðinni Eftir grunnskólann fór ég svo á íþróttabraut á Laugarvatni, þaðan á heilsugæslubraut á Akranesi. Svo kom ég aftur heim á Patreksfjörð og fór svo að þjálfa krakkana í plássinu í körfuknattleik og sundi.“ Það var atvinnuleysi á Pat­ reksfirði og svo fór að Gríma endaði í Reykjavík árið 1989. „Ég fór að læra snyrtifræði í Snyrtiskólanum um árið 2000 og var ein af þeim fyrstu til að útskrifast þaðan. Árið 2005 byrjaði ég að læra SPA Therapy og í dag er ég í fjar­ námi í SPA Management í skóla í Canada og ætla að ljúka því námi á þessu ári. Ég er að vinna núna á Beauty Barnum með Kalla Berndsen – er að reka þar snyrtistofuna og er starfsmannastjóri og hef starf­ að þar í á annað ár, stofan hans Kalla er yndisleg og falleg og við erum 15 manns að vinna þar og oft mikið fjör hjá okkur.“ Ætla að halda upp á afmælið sitt saman „Ég ætla að vera eins mikið og ég get í sumar í bústaðnum okkar í Biskupstungum. Mað­ urinn minn spurði mig hvað mig langaði að gera á afmælis­ daginn minn og ég sagði að mig langaði til að eiga einn dag á verkstæðinu hans þar sem hann væri bara að smíða allt sem mig langaði í og auð­ vitað samþykkti hann það. Mig langar í fullt af hvít­ um fuglahúsum sem eiga að hanga í trjánum í sumarbú­ staðnum okkar, svo eigum við fullt af timbri af trjám sem við höfum verið að saga niður og úr því langar mig að smíða bekki, stóla og fleira. Ég vona bara að dagurinn verði langur og hlakka mikið til. En veislan verður að bíða – þar sem Óli Sæm, maðurinn minn, verður líka fimmtugur á þessu ári höldum við upp á þessi 100 ár saman,“ segir Gríma að lok­ um. 38 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Stórafmæli Gríma Elfa Kópsdóttir snyrtifræðingur 50 ára 30. júní 46 ára 30. júní Boxarinn Mike Tyson sem beit eyrað af Evander Holyfield. 45 ára 1. júlí Fyrrverandi strandvörður og eiginkona Tommy Lee, Pamela Anderson. 34 ára 29. júní Söngkonan kynþokkafulla úr Pussycat Dolls, Nicole Scherzinger. Merkis- atburðir 29. júní 1613 – Leikhús Shakespeare, The Globe í London, brann til kaldra kola eftir að neisti barst úr fall- byssu við sýningu á Hinriki VIII. 1632 – Gísli Oddsson var kjör- inn Skálholtsbiskup á Alþingi. 1912 – Nýja bíó í Reykjavík hóf kvikmyndasýningar á Hótel Íslandi. 1952 – Ásgeir Ásgeirsson var kjörinn annar for- seti Íslands. 1960 – Mann- björg varð er flutningaskipið Drangajök- ull sökk í Pentlandsfirði norð- an Skotlands. 1964 – Krabbameinsfélag Íslands opnaði leitarstöð á Suður- götu í Reykjavík. Hún var síðar flutt í Skógarhlíð. 1974 – Isabel Perón varð forseti Argentínu eftir lát eiginmanns síns, forsetans Juan Perón. 1980 – Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands, fyrst allra kvenna í heiminum til að verða þjóðkjörinn þjóðhöfðingi. 1996 – Ólafur Ragnar Gríms- son var kjörinn forseti Íslands. 30. júní 1742 – Sunnefumál: Hans Wium sýslumaður dæmdi systk- inin Sunnefu Jónsdóttur og Jón Jónsson Sunnefubróður til dauða fyrir sifjaspell. 1862 – Eldgos hófst vest- an Vatnajökuls og stóð í tvö ár. Eldstöðin heitir Toppgígar og hraunið sem rann heit- ir Tröllahraun. 1934 – Nótt hinna löngu hnífa í Þýskalandi. Blóðugar hreinsanir innan nasistaflokksins. 1968 – Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands. 1974 – Alþing- iskosningar voru haldnar. Þennan dag hófu fyrstu kvenlögregluþjónar á Íslandi störf í Reykjavík. 1990 – Efnahagskerfi Aust- ur- og Vestur-Þýskalands voru sameinuð. 1990 – Kvennahlaup ÍSÍ haldið í fyrsta sinn og var hlaupið á sex stöðum. 1997 – Bretar létu yfirráð yfir Hong Kong í hendur Kínverja. 2005 – Spánn heimilaði hjóna- bönd samkynhneigðra. 1. júlí 1928 – Líflátshegning var afn- umin á Íslandi og hafði ekki verið beitt í nær heila öld. 1941 – Bandaríkin tóku upp stjórnmálasamband við Ís- land fyrst allra ríkja. Með þessu viðurkenndu þau í raun sjálf- stæði landsins 3 árum fyrir lýð- veldisstofnunina. 1957 – Vilhjálmur Einars- son setti Íslandsmet í langstökki, 7,46 metra, og stóð það í 27 ár. 1965 – Landsvirkjun var stofnuð af íslenska ríkinu og Reykjavíkur- borg. 1979 – Tollur var felldur niður af reiðhjólum og jókst þá inn- flutningur þeirra til muna. 1986 – Guðrún Erlendsdótt- ir varð Hæsta- réttardóm- ari fyrst íslenskra kvenna. 1991 – Einkaleyfastofan var sett á laggirnar. 1992 – Aðskilnaður var gerður á milli dómsvalds og umboðs- valds sýslumanna á Íslandi. Gríma Kópsdóttir Skírð í höfuðið á ömmu sinni. Á smíðaverkstæði á afmælisdaginn Fjölskylda Grímu n Foreldrar: Kópur Svein- björnsson f. 30.4. 1942 Rannveig Árnadóttir f. 11.1. 1942 – d. 10.6. 2002 n Systkin: Árni Kópsson f. 12.9. 1963 Þóra Sif Kópsdóttir f. 27.4. 1971 n Maki: Ólafur Sæmundsson f. 14.8. 1962 n Börn: Aðalheiður Ýr Ólafs- dóttir f. 14.4. 1984 Víðir Hólm Ólafsson f. 29.11. 1993 Sumarkrukka fyrir börnin n Gerum eitthvað skemmtilegt með börnunum okkar Þ að eru flestir við að fara í sumarfrí eða eru komn­ ir í sumarfrí. Ef dagskrá barnanna er ekki alveg troðfull þá getur verið að for­ eldrar verði fljótir að heyra „mér leiðist“. Það er margt hægt að gera án þess að það þurfi að kosta mikla peninga. Eitt af því sem er alveg kjörið að gera og barninu þínu gæti þótt mjög spennandi er að búa til Sumarkrukku. Þú skrif­ ar niður fullt af afþreyingu fyr­ ir þig og barnið og leyfir svo barninu að draga einn eða tvo miða á morgnana og þá er komin afþreying fyrir þann daginn. Svo er sniðugt að skrifa eftir á, aftan á miðann hvernig dagurinn var. Hér eru uppástungur sem kosta ekki mikið: n Gefa öndunum brauð. Reykja- víkurtjörn er ekki eini staðurinn sem hægt er að fara til að gefa öndunum því það er hægt að gefa öndunum í nánast öllum bæjarhlutum á höfuðborgar- svæðinu. n Takast á við stórt púsl. Veldu eitthvað sem þið getið gert saman og er ekki of erfitt. Frábært á rigningardegi. n Fara á bókasafn. Börn hafa flest gaman af bókum þegar þeim er ýtt að þeim. Það finna allir eitt- hvað við sitt hæfi á bókasafninu, bæði börnin og fullorðnir. n Tombóla. Hjálpaðu barninu þínu að skipuleggja og halda tombólu. n Nýir leikvellir. Farið í vett- vangsferð á nýja leikvelli sem barnið hefur ekki komið á áður. Slær alltaf í gegn. n Tjalddagur. Tjaldið á bak við hús og látið eins og þið séuð í útilegu, börnin elska það. n Partíkvöld. Skipuleggið partíkvöld með öllu tilheyrandi; vídeói, niðurskornum ávöxtum, heimatilbúnum klaka og poppi. n Smábátahöfn. Kíkið í heim- sókn niður að höfn og skoðið bátana og skúturnar. Höfnin er ævintýraheimur þegar maður er barn. n Bakið brauð eða köku saman. Kennið barninu hvernig á að ganga um eldhúsið, á skemmti- legan hátt. n Hjólreiðatúr. Farið í reiðhjóla- túr með nesti og teppi. Stoppið einhvers staðar og borðið nestið og skoðið ykkur um. Það er auðvitað hægt að gera margt, margt fleira. Sumarkrukkan Börnum finnst spennandi að fá að draga miða úr krukkunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.