Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 48
Gott fyrir hjartað n Hófleg kaffidrykkja gerir þér gott R egluleg og hófleg kaffidrykkja getur dregið úr líkum á hjarta­ sjúkdómum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rann­ sóknar bandarískra vísindamanna sem hafa fundið marktæk tengsl á milli þessara tveggja þátta. Með hóf­ legri kaffidrykkju er átt við tvo kaffi­ bolla á dag. „Almennt hefur verið talið að kaffidrykkja geti verið skaðleg fyrir heilsuna en rannsóknir okkar sýna fram á annað,“ sagði Murray Mittle­ man, höfundur rannsóknarinnar, í tilkynningu. Það er þó nauðsynlegt að hafa í huga að hér er aðeins átt við kaffidrykkju í hófi en ekki miklu magni, það getur haft öfug áhrif og aukið líkur á hjartasjúkdómum. „Það gerir engum gott að drekka fimm eða sex kaffibolla á dag, það getur jafn­ vel verið hættulegt. Það er með kaffi­ drykkjuna eins og svo margt annað að hófsemin skiptir öllu máli.“ Vísindamennirnir draga þá álykt­ un af niðurstöðunum að regluleg kaffidrykkja þrói þol gegn koffíni, sem getur dregið úr hættunni á háum blóðþrýstingi. „Það eru margir þættir sem leika hlutverk þegar kemur að hjarta­ sjúkdómum, en hófleg kaffidrykkja virðist ekki vera ein af þeim,“ bætti Elizabeth Mostofsky, meðstjórnandi rannsóknarinnar við. Niðurstöðurnar voru birtar í The Circulation Heart Failure Journal. 48 Lífsstíll 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Ekki klikka á salatinu A Búðu til þitt eigið salat Uppistaðan á salatbarnum er oft jöklasalat og kaloríuríkar sósur. Ef þú getur skaltu búa þér til þinn eigin salatbar heima í eldhúsi. Nældu þér í ferskt dökk- grænt salat eins og spínat og veldu litríka ávexti og grænmeti til að setja út á. B Prófaðu annað en jöklasalat Salat er ekki bara salat. Jöklasalat inniheldur til að mynda fá næringarefni og er auk þess bragðlítið. Veldu frekar dökkt salat eins og spínat og klettasalat. C 2/3 reglan Hafðu það fyrir reglu að tveir þriðju hlutar salatsins samanstandi af grænmeti og hráu grænmeti en aðeins einn þriðji hluti af hollri fitu eins og hnetum, ólífum og avókadó, mögrum kjúklingi, fiski og harðsoðnu eggi. Skreyttu svo með örlitlu af því kaloríuríkasta svo sem gráðaosti og wasabi-hnetum. Þannig færðu ekki leið á salatinu. D Ekki freistast Ef þú ferð á salatbarinn verður þú að passa skammtana af túnfiskinum, pastarétt- unum og baunasalatinu. Þessir gómsætu réttir eru yfirhöfuð hrærðir út í majónes og gera því ekkert fyrir heilsuátakið þitt. E Hugsaðu út fyrir skálina Ef þú útbýrð eins salat dag eftir dag muntu fá fljótt leið á því. Ekki festast í tilbreytingarlausri rútínu. Prófaðu þig áfram með krydd, baunir og hnetur og bættu sneiðum af kíví og graskersfræjum út á. F Ekki blekkja þig Margir biðja um dressing eða salatsósu í skál í stað þess að hafa hana út á salatið. Það er í góðu lagi svo lengi sem þú dýfir ekki hverjum einasta munnbita ofan í sósuna. Fáðu salatsósuna „on the side“ og helltu smá hluta af henni yfir salatið. Biddu svo þjóninn um að fjarlægja hana fyrir þig. Gott kaffi Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar er kaffi gott fyrir hjartað. Þ að þekkja margir frasann að hamingjan verði ekki keypt fyrir peninga en nú hafa fræðimenn tekið sig til og rannsakað hvað sé til í þessu. Niðurstöðurnar kunna að koma mörgum á óvart. Virðing skiptir meira máli en auður hvað lífshamingju varðar, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar vísindamanna við Berkeley­háskóla í Kaliforníu. Lífs­ hamingjuna í heild má í flestum til­ fellum rekja til þess hve virt/ur þú ert og dáð/ur af fólkinu í kringum þig, frekar en hvernig fjárhagsleg staða þín er, samkvæmt niðurstöðun­ um, en þær voru birtar í tímaritinu Psychological Science nú í júní. Það var sálfræðingurinn Cameron And­ erson sem fór fyrir rannsókninni sem fólst í að rannsaka sambandið á milli mismunandi þjóðfélagsstöðu og vellíðunar fólks. Góð staða leiðir til virðingar „Við fengum áhuga á þessari hug­ mynd vegna þess að það er margt sem bendir til þess að góð félags­ hagfræðileg staða; mikil innkoma og hátt menntunarstig leiði ekki til meiri vellíðunar eða hamingju. En á sama tíma eru margar kenningar sem benda til þess að góð slík staða ætti að leiða til meiri hamingju,“ sagði Anderson um niðurstöðurnar. Rannsóknarteymið setti fram kenningu um að til þess að full­ komna lífshamingjuna þá þyrfti fólk að njóta virðingar í sínu nærum­ hverfi, vinahópum, hverfinu eða íþróttaliðum. „Ef staðan er góð í þín­ um svæðisbundna þjóðfélagsstiga leiðir það til meiri virðingar, meiri áhrifa og þú verður samofnari sam­ félaginu.“ Rannsóknir styðja tilgátuna Anderson og félagar hans gerðu fjórar mismunandi athuganir til að sannreyna tilgátu sína. Í þeirri fyrstu rannsökuðu þeir áttatíu há­ skólanema á tólf mismunandi há­ skólasvæðum, þar á meðal systra­ og bræðrafélög. Félagsleg staða hvers og eins nemanda var reiknuð út frá vinsæld­ um meðal jafnaldra, sjálfsmati og fjölda leiðtogastaða sem nemandi hafði gegnt innan hópsins. Þá gáfu nemendur upp tekjur sín­ ar og svöruðu spurningum um fé­ lagslega vellíðun sína. Eftir að hafa komist fyrir breyturnar kyn og þjóð­ erni kom í ljós að það var félags­ lega staðan en ekki félagshagfræði­ lega staðan sem spáði frekar fyrir um hver mörg stig nemendur fengu á vellíðunarskalanum. Rannsóknin var endurtekin með stærra og fjölbreyttara úrtaki og leiddi hún af sér sömu niður­ stöður. Þá komust Anderson og fé­ lagar hans að því að hægt var að útskýra sambandið á milli félags­ legrar stöðu og vellíðunar, allavega að hluta til, með valdi og félagslegu samþykki sem nemendur fundu fyrir í samskiptum við fólk í nærum­ hverfinu. Í þriðju rannsókninni voru svo gerðar ráðstafanir vegna vís­ bendinga um að tilraunaumhverfið hefði áhrif á niðurstöðurnar. MBA-nemum fylgt eftir Í fjórðu rannsókninni ákváðu vís­ indamennirnir að færa athugunina út í daglegt líf. Þeir fylgdu nemend­ um í MBA­námi í gegnum námið og komust að þeirri niðurstöðu að breytingar á félagslegri stöðu fyrir og eftir námið samsvörðu breytingum á félagslegri vellíðun nemendanna. Þá sýndu niðurstöðurnar jafnframt að félagsleg staða eftir námið spáði frekar fyrir um vellíðun heldur en fé­ lagshagfræðileg staða. „Ég var hissa á því hve áhrifin voru mikil. Ef ein­ hver færðist upp eða niður í sín­ um svæðis bundna þjóðfélagsstiga þá jókst eða dvínaði lífshamingj­ an samhliða, jafnvel yfir skemmri tímabil,“ sagði Anderson. Fólk aðlagast meiri innkomu Saman sýna þessar fjórar rann­ sóknir fram á skýrt samband á milli félagslegar stöðu og vellíðunar. En af hverju virðist félagsleg staða skipta svona miklu meira máli en félagshagfræðileg staða? Ein skýr­ ingin, sem Anderson vonast til að frekari rannsóknir sýni fram á, er að fólk aðlagar sig. „Ein af ástæð­ unum fyrir því að þú getur ekki keypt lífshamingjuna fyrir peninga er sú að fólk lagar sig mjög fljótt að meiri innkomu. Lottóvinnings­ hafar eru til að mynda mjög ham­ ingjusamir í upphafi en fara mjög fljótlega aftur á sitt venjulega stig lífshamingjunnar, þrátt fyrir að hafa meiri peninga á milli hand­ anna.“ Sú aðlögun virðist ekki eiga við félagslega stöðu. „Það er möguleiki á að virðing, áhrif og félagslega góð tengsl verði einfald­ lega aldrei þreytandi,“ sagði And­ erson. solrun@dv.is n Samkvæmt nýrri rannsókn skiptir virðing meira máli en auður Þú kaupir ekki hamingjuna Hamingja Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna fram á að góð fjárhagsleg staða skili sér ekki endilega í meiri lífshamingju. Þetta ávaxtasalat er ferskt, hollt og æðislega bragðgott. Mojito-ávaxtasalat 1 bolli niðurskorin vatnsmelóna 1 bolli vínber, skorin í tvennt 1 bolli niðurskorin hunangsmelóna 1 bolli niðurskorin jarðarber 1 bolli afhýtt og niðurskorið kíví 1 bolli fersk bláber 3 blöð af ferskri myntu 2 tsk. hvítur sykur 3 msk. límónusafi Aðferð: Blandið vatnsmelónu, vínberjum, hun- angsmelónu, jarðarberjum og kíví saman í skál og setjið bláberin efst. Setjið myntu, sykur og límónusafa saman í skál og merjið myntuna með skeið og leyfið bragðinu að dreifast í safann. Hellið svo safanum yfir ávaxtablönduna og setjið í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund áður en þetta er borið fram. Hrærið aðeins í ávöxtunum áður en þið leggið þetta á borð fyrir gestina. Mojito- ávaxtasalat Mojito-ávaxtasalat Ferskt og svalandi í sumarpartíið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.