Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 62
62 Fólk 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Svala Björgvins þjáist af kvíða n Líður, þrátt fyrir kvíða, samt best syngjandi á sviði É g var greind með kvíða- röskun þegar ég var í menntaskóla. Kvíð- inn ágerðist svo upp úr tvítugu og ég fór að fá lamandi kvíðaköst,“ segir tónlistarkon- an Svala Björgvinsdóttir sem er í forsíðuviðtali í Nýju Lífi sem kemur út á föstudaginn. Svala býr og starfar í Los Ang- eles ásamt kærasta sínum, Einari, og bróður hans, Edda, en saman mynda þau þríeykið hljómsveitina Steed Lord. Í viðtalinu segist Svala með- al annars þjást af sviðsskrekk og kvíða en á sama tíma líði henni hvergi betur en syngj- andi á sviði. „Ég tók aldrei lyf við kvíðanum og dílaði ekkert við hann. Þegar ég var 26 ára var ástandið orðið svo slæmt að það hamlaði mér. Ég átti erfitt með að vera innan um fólk og réð ekki við ákveðnar aðstæð- ur. Þá varð ég að gera eitthvað í þessu. Ég leitaði mér hjálpar og hef verið á lyfjum síðan. Þau hjálpa mér mikið. Þessu fylgir áráttuhegðun sem brýst út í til- tekt og þrifum þannig að þegar ástandið er slæmt þá er alveg sjúklega hreint hjá mér. Já, og svo raða ég líka mikið, alveg niður í minnstu smáatriði. Það getur verið krípí að kíkja ofan í skúffurnar hérna. Fólki finnst auðvitað skrítið að ég komi fram með þennan kvíða en hann kemur líka út sem sviðs- skrekkur. Það er bara áskorun. Ég er alltaf stressuð áður en ég fer á sviðið en um leið og ég stíg á svið þá líður mér æðislega vel og næ tökum á kvíðanum. Mér hefur alltaf liðið svo vel að syngja og það gerir mér ekkert nema gott. Og ég reyni að fara vel með mig. Sem unglingur drakk ég og fiktaði við eiturlyf. Ég byrjaði á því mjög snemma en upp úr tvítugu hætti ég öllu vegna kvíðans. Þetta fór bara ekki saman. Ég hef varla drukk- ið síðan þá og „drapst“ síðast í partíi þegar ég var 19 ára.“ Rúnar hrakti þjóf á flótta É g var að borða kebab þarna inni á veitinga- staðnum Ali Baba og sat þar inni þegar ég sá eldri mann koma með stóran húðflúraðan tappa hangandi í sér,“ segir tónlistarmaðurinn Rúnar Eff sem kom eldri manni til bjargar við Ingólfstorg á mið viku daginn þegar maður í annarlegu ástandi reyndi að ræna hann. „Ég svona fór að spá í hvað væri að gerast því þessi stóri var eitthvað að toga í hann og svo endaði það með því að hann fór að kýla hann og taka aðeins á honum. Þannig að ég henti frá mér kebabinu og hljóp út og reif hann af hon- um,“ segir Rúnar til að lýsa at- vikinu. Ætlaði ekki að hætta Þrátt fyrir að hann hefði skorist í leikinn ætlaði þjófur- inn ekki að gefast upp og hélt áfram að atast í gamla mann- inum. Rúnar spurði hvort ekki væri allt í lagi en þjófur- inn sagðist eiga ýmislegt sök- ótt við manninn. Rúnar trúði því rétt mátulega og tók að- eins á þjófnum sem að lokum sleppti gamla manninum og hljóp á brott. „Ég veit ekki hvort hann náði einhverju af honum en kallinn var með bjór í poka sem hann var að reyna að taka af honum.“ Rúnar tekur fram að gamli mað- urinn hafi þó ekki verið ógæfu- maður, hann hafi einfaldlega verið að koma úr Vínbúðinni og þess vegna hafi hann verið með bjór í poka. „Ég ræddi við gamla manninn eftir þetta en hann sagðist aldrei hafa séð manninn áður,“ segir Rúnar. Má því ætla að þjófurinn hafi valið hann af handahófi en ekki af því hann taldi sig eiga eitt- hvað sökótt við hann líkt og hann sagði við Rúnar. „Góðverk dagsins“ Maðurinn var eðlilega mjög skelkaður eftir atvikið en lög- regla kom fljótlega á vettvang. Rúnar gat sagt lögreglunni hvert þjófurinn hafði hlaupið og hann las það á netmiðlum skömmu síðar að hann hefði náðst. „Ég fór svo bara og kláraði kebabið mitt og fór aftur að vinna. Það var ágætt að hafa gert þarna góð- verk dagsins.“ Það kom Rúnari mikið á óvart að svona atvik skyldi eiga sér stað um miðjan dag en gamli maðurinn þakkaði hon- um mikið fyrir að hafa verið réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Sjálfur telur hann að flestir hefðu stokkið til, líkt og hann, ef þeir hefðu orðið vitni að slíku atviki. „Eða mað- ur vonar það allavega.“ Rúnar sagði frá atvikinu á Facebook-síðunni sinni og hlaut mikið lof fyrir hetjudáð- ina. „Góðverki dagsins lokið. Sat á veitingastaðnum Ali Baba þegar einhver útúr dópaður vitleysingur réðst à eldri mann og reyndi að ræna hann, úti á Ingólfstorgi. Lurkurinn hjólaði í màlið og græjaði;-)“ 169 manns líkaði við stöðuuppfær- sluna og margir hylltu hann í athugasemdakerfinu. n Kom eldri manni til bjargar við Ingólfstorg Kom á óvart Rúnar sat á veitingastað við Ingólfstorg og borðaði kebab þegar hann sá eldri mann áreittan. Tolli kýs Ara Trausta Tolli Morthens, listmálari og bróðir Bubba Morthens, sagði frá því á Facebook- síðu sinni að honum væri það bæði ljúft og skylt að kjósa Ara Trausta í forseta- kosningunum. Skylt vegna þess að hann vilji vera virk- ur í lýðræðinu og ljúft því að Ari Trausti sé frábær kostur. Hann spyr líka hvort þessi kosningabarátta spegli stéttabaráttu, menntabar- áttu, átök milli heimsvæð- ingarsinna og heimalninga. Tolli segist líka halda að úrslitin muni ekki breyta neinu stórkostlegu í lífi okk- ar og muni ekki létta af okk- ur ábyrgðinni á okkar eigin hamingju. Hittu Eika Hauks í Smáralind Lilja Katrín Gunnarsdótt- ir, fráfarandi ritstýra Séð og heyrt, og Íris Dögg Péturs- dóttir blaðamaður duttu heldur betur í lukkupottinn á fimmtudaginn þegar þær hittu hinn goðsagnakennda Eirík Hauksson í Smára- lind. „Haldið ekki að sjálfur Eiríkur Hauksson hafi verið á röltinu í Smáralind rétt í þessu. Við stóðumst auð- vitað ekki mátið og fengum stjörnumynd með kappan- um. Alltaf flottastur og gjör- samlega með´etta!“ Stóð við myndina sem Séð og heyrt birti á Facebook-síðu tímaritsins. Lilja Katrín skilaði sínu síð- asta tölublaði af Séð og heyrt í vikunni og atvik- ið í Smáralind hefur eflaust verið skemmtilegur endir á ritstýruferlinum. Hún mun hefja störf hjá framleiðslu- fyrirtækinu Sagafilm í haust. Fiktaði við dóp Í Nýju Lífi segir Svala frá því að hún hafi snemma byrjað að drekka og dópa. Það hafi hins vegar ekki farið vel með kvíðanum og því hafi hún hætt slíku um tvítugt. H&N-myNd myNd/EiNar EGiLssoN Tælenskur og milljón Bam Margera hefur verið mikið fréttum síðan hann kom hingað til lands fyrir um tveimur vikum. Nú síð- ast fyrir að fara svo illa með bílaleigubíl að skemmdirn- ar voru metnar á 1,1 millj- ón króna. Bíllinn og Bam fundust í Keflavík á sunnu- daginn var og greiddi Bam skemmdirnar á staðnum. Jackass-stjarnan lét þetta „litla“ óhapp ekki skemma fyrir sér dvölina hér á landi og Víkurfréttir segja frá því að Bam hafi verið í mið- bæ Keflavíkur daginn eftir. Hann var hinn hressasti og sat fyrir á myndum með að- dáendum sínum áður en hann gæddi sér á tælensk- um mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.