Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 32
32 Viðtal 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Í Brautarholti hittist Húmanista- flokkurinn til að ráða ráðum sínum. Þar inni er fjöldi mótmælaskilta og efniviður í fleiri. Nokkrir sófar, nokkuð stórt eldhús. Aðstaðan býð- ur ekki upp á neinn lúxus, þvert á móti. Aðeins það allra nauðsynlegasta. Það er einmitt það allra nauðsyn- legasta sem Húmanistaflokkurinn leggur áherslu á að samfélagið ávinni sér. Mannréttindi og mannsæm- andi líf. Að öllum verði tryggð skil- yrðislaus grunnframfærsla sem dugar fyrir mannsæmandi lífi. Húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu. Rót- tækustu hugmyndir þeirra varða þá markaðs- og hagvaxtarstefnu sem hef- ur ríkt hér undanfarna áratugi. Hana telja þau ekki standa undir væntingum. „Við viljum lifa í samfé- lagi, ekki í hagkerfi. Það er hlegið að okkur, en okkur er slétt sama,“ segir einn þremenninganna, Methúsalem. „Við viljum ekki endilega bara að ein- hver kjósi okkur. Við viljum frekar þátttöku fólks og að hugmyndir okkar komist í framkvæmd.“ Framboðið þótti guðlast Húmanistaflokkurinn hefur boðið fram áður í alþingiskosningum, síð- ast 1999. Þá stóð flokkurinn að baki framboði Sigrúnar til forseta árið 1988 gegn sitjandi forseta, Vigdísi Finnbogadóttur. Á þeim tíma þótti framboð hennar hálfgert guðlast og fáir tóku þátt í orðræðu um mál- skotsrétt forsetans. „Ég þekki þá reynslu sem forseta- frambjóðendur eru að fara í gegnum núna,“ segir Sigrún. „Ég er mjög ánægð með hversu margir bjóða sig fram og auðvitað hvað þetta er fram- bærilegt og skemmtilegt fólk. Líka hvað það er mismunandi, þetta er ekki einsleitt eins og áður. Það þarf mikið meira til þess að brjóta upp munstrið í dag. Ég er búin að kjósa, get alveg sagt frá því að ég kaus Andreu Ólafsdóttur. Mér finnst hún merkileg ung kona. Því fleiri atkvæði sem svona fram- boð fær, því betra. Ég vil alls ekki fá einhvern sem tekur skrefið aftur- ábak. Einhvern sem er ekki líklegur til þess að nota málskotsréttinn. Það var þess vegna sem ég íhugaði að kjósa Ólaf Ragnar, vegna þess að hann hefur beitt málskotsréttinum. En svo hugsaði ég, nei, ég ætla að kjósa það sem ég raunverulega vil.“ Getur hugsað sér að skila auðu Methúsalem getur hugsað sér að skila auðu í kosningunum í ár. „Kannski er það sem ég raunveru- lega vil; að skila auðu. Ég sveiflast á milli þess að vera praktískur og kjósa Ólaf. Aðallega vegna þess að hann hefur nefnt það að hann ætli að setja sjávarútvegsmálin í þjóðaratkvæða- greiðslu sem er þjóðþrifamál, einnig eru mögulega ekki öll kurl komin til grafar í sambandi við Icesave og í því efni treysti ég ekki öðrum en Ólafi til að gefa þjóðinni möguleika til að hafna því að greiða skuldir einka- banka. Slíkt fordæmi er mikilvægt núna fyrir almenning í öðrum lönd- um. En helst myndi ég vilja leggja niður embættið.“ Sigrún er honum sammála og ræddi einmitt um að leggja niður embættið þegar hún bauð sig fram. „Ég talaði einmitt um það þegar ég var í framboði á sínum tíma að ef embættið ætti að vera eins og það hafði verið fram að því, þá ætti að leggja það niður,“ segir Sigrún. „Aðalmálið í kosningunum þegar Sigrún bauð sig fram, var málskots- rétturinn og þróun lýðræðisins. Það var eins og framboðið væri guðlast,“ segir Methúsalem. „Já, það er rétt, framboðinu var líkt við guðlast og það skildu fáir það sem ég vildi ræða. Þetta skilja allir í dag,“ tekur Sigrún undir með Methúsalem. Málskotsrétturinn mikilvægur „Við höfum þetta dýrmæta ákvæði í stjórnarskránni að forsetinn geti vís- að til þjóðarinnar hvaða máli sem er,“ segir Júlíus. „Það er forvitnilegt að meðlimir í stjórnlagaráði veigruðu sér við því að fjalla um fjármálavaldið í stjórnar- skránni. Þeim var bent á það á fundi að það væri ekki bara þetta tvennt, almannavaldið og vald stjórnmála- manna, heldur einnig fjármálavaldið sem þeir fjölluðu ekki um,“ segir Methúsalem. Stjórnlagaráðsmeðlimir eins og börn Júlíus sagði svör þeirra í stjórnlaga- ráði hafa verið á þá leið að ekki væri hægt fjalla um fjármálavaldið í stjórn- arskránni Það væri ekki gert í stjórn- arskrám annarra landa og ef þau tækju það málefni inn, þá myndi það rísa gegn okkur. „Þau voru mjög örugg með sig þegar þau töluðu um öll málefni en þegar þetta var rætt, þá urðu þau eins og börn. Það var engu lík- ar að þau sæu ekki sem möguleika að Íslendingar gætu tekið sjálfstæð- ar ákvarðanir byggðar á eigin dóm- greind ef ekki fyndust fordæmi í öðr- um löndum. Þetta minnir á þegar NATO samþykkti að fara í stríðið í Balkanlöndunum. Þá var hann Dav- íð Oddsson spurður af hverju hann hefði sagt já. Þetta var í fyrsta skipti sem Ísland var að taka þátt í stríði og þá sagði hann eitthvað á þessa leið: Tja, það voru allir búnir að sam- þykkja þetta? Hvað átti ég að segja? Átti ég að segja nei?“ segir Júlíus. „Það eru ekki allir sem vita það, en það er neitunarvald,“ segir Sigrún. „Það þarf samþykki allra að- ildarríkja til að hefja stríð, ábyrgð okkar var því mikil.“ Karlgreyið hann Davíð,“ segir Methúsalem og hristir höfuðið. Erum við heybrækur? Húmanistaflokkurinn krefst þess að öllum kjarnorkuvopnum verði eytt án tafar og að Ísland segi sig taf- arlaust úr NATO. „Af hverju hefur aldrei verið þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO?“ spyr Sigrún. „Þetta er eitt skýrasta dæmið um það hversu lítið lýðræðið er og hversu lítið val al- menningur hefur um stór málefni. Í tilviki NATO eru það fjárhagslegir hagsmunir sem skipta máli og gagn- vart því er almenningur valdalaus.“ „Ef við förum úr NATO, þá fáum við ekkert að fara þegjandi,“ segir Júlíus. „Það má alveg búast við því. En erum við heybrækur?,“ spyr Methúsalem. Sigrún segist halda að það hafi Ís- lendingar einmitt verið. En mál sé að linni. „Já, við höfum verið heybrækur, stjórnmálasagan okkar er ekki falleg.“ „Það sem fær mig til að vera pólitískur á hverjum degi er tilhugs- unin um að hundruð barna og full- orðinna deyr úr hungri meðan það er verið að dæla peningum í hernað og hergögn, segir Methúsalem. „Þetta er alveg hrikalegt, manni finnst mað- ur stundum sem maður sé á hálf- gerðu geðveikrahæli.“ „Til að setja þetta í samhengi, þá myndi 8 daga frí frá stríðsrekstri leysa allan hungurvanda í heimin- um,“ segir Júlíus. Þjóðaratkvæðagreiðslur auðveldar Húmanistaflokkurinn leggur mikla áherslu á lýðræði og vill að almenn- ingur taki þátt í allri fjárlagagerð og ákvörðunum um ráðstöfun skattfjár. Þjóðfundir og borgaraþing verði haldin um mikilvæg mál og niður- stöður verði bindandi. „Við viljum að sem flest mál verði afgreidd með þjóðaratkvæðagreiðsl- um sem mark er tekið á, ekki ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslur, þær verða að vera bindandi,“ segir Sigrún. „Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að spyrja þjóðina um öll mikilvæg frumvörp sem fara í gegnum Alþingi,“ segir Methúsalem. „Það þarf að bylta öllu saman. Það eru margir að tala um þessa sömu byltingu sem er að lýðræðisvæða þjóðfélagið. Í dag er það auðvelt. Það er hægt að greiða atkvæði frá korter í níu til níu um fjölda mála á hverjum degi,“ bendir Methúsalem á. „Það er ekkert mál með þessum nýju lykl- um, örgjörvum og veflyklum ríkis- skattstjóra. Eftir því sem fólk kemur meira að allri stjórn, þeim mun far- sælla verður það. Það er sú breyting sem þarf að verða. Það er verið að taka völdin af þessum fáu og færa þau til fólksins. Líka fulltrúunum. Þeir eru margir ágætir en það er ekkert sem mælir með því að þeir ráði eingöngu.“ Fyrirkomulag peningamála stórskaðlegt Um efnahagsmál og fjármálakerfið leggja þau áherslu á að fjármálakerfið verði undir stjórn ríkisins sem ákveði peningamagn í umferð. Þau vilja stofna banka án vaxta og setja regl- ur sem refsa fyrir spákaupmennsku og okurvexti. Þau vilja að náttúruauð- lindir verði allar í eigu þjóðarinnar og greitt verði auðlindagjald fyrir nýtingu þeirra ásamt því að sjálfbærni verði tryggð á öllum sviðum. „Hávaxtastefnan er helstefna,“ seg- ir Júlíus og vitnar í Margit Kennedy, sérfræðing í peningamálum sem kom í heimsókn hingað til lands. „Margit Kennedy talar eins og úr okkar brjóst- um og segir að fyrirkomulag peninga- mála í heiminum leiði af sér óstöð- ugleika og ójöfnuð og sé í raun og veru stórskaðlegt fyrir umhverfið. Hún gerði merkilega athugun í Þýskalandi, þar sem hún komst að því að 80 pró- sent fólks tapa á vöxtum, einhverjir koma út á sléttu og með lítinn gróða en það er aðeins rúmlega eitt prósent sem græðir heilu fossana,“ segir Júlíus. „Þetta fjármálakerfi sem við höfum núna og ástandið á jörðinni, kallar á breytingar. Mjög róttækar breytingar,“ segir Sigrún og Methúsalem tekur undir. „Já, af því að þetta viðmið; hag- vöxtur, er kolvitlaust. Viðmiðið verður að vera: hvernig er þörfum fólks mætt? Varðandi heilsufar, menntun, og allan aðbúnað.“ Júlíus grípur orðið á lofti: „Ríkið á að stjórna fjármálakerfinu og því magni peninga sem er í umferð. Það á að mið- ast við þarfirnar. Einkabankar búa til peninga úr engu og skilgreina það sem skuld, bæta svo við þrælaskatti, sem eru vextir. Þetta er lénskerfi nútím- ans, bankar leigja fólki peninga sem þeir hafa gert úr engu. Svo þarf fólk, fyrirtæki og þjóðríki að vinna hörðum höndum til að borga skuldina til baka, baka ásamt þrælagjaldi (vöxtunum) sem flutt er á færibandi til tiltölulega fárra fjölskyldna sem eiga mest fjár- magn í heiminum. Þetta er spilverk- ið. Við verðum að taka þetta úr sam- bandi.“ Meðal þess sem þau vilja gera er að leggja niður lífeyrissjóðina í þeirri mynd sem þeir eru. „Tillaga okkar er að leggja niður lífeyrissjóðina í þeirri mynd sem þeir eru í í dag og mynda þess í stað einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn sem yrði gegnumstreym- issjóður. Síðan viljum við að haldinn verði þjóðfundur um hvernig ráðstafa beri þeim gífurlegu fjármunum sem lífeyrssjóðirnir hafa yfir að ráða. Til- laga Húmanistaflokksins í því efni er að þetta fjármagn verði meðal annars nýtt til þess að koma á vaxtalausum bönkum almennings,“ segir Sigrún. „Þessir bankar verði þjónustu- bankar en ekki fjárfestingabankar sem við viljum afhenda komandi kyn- slóðun. Við viljum að afkomendur okkar geti komið yfir sig húsnæði án þess að binda sig í ævilangan þræl- dóm. Við viljum líka að atvinnulífið sé ekki í höndum fjárhættuspilara heldur í eigu starfsmannanna sjálfra og undir stjórn þeirra,“ hnykkir Methúsalem á. Lýðræði á að vera alls staðar – líka í vinnunni Fólk á bágt með að það séu aðrir möguleikar. Það hefur misst trúna á öðrum möguleikum,“ segir Júlíus. „Það eru miklir hagsmunir kapítalista í húfi, þeir eiga allt undir því að fólk trúi ekki á annað kerfi.“ „Þar komum við sterk inn, hug- myndir okkar eru mögulegar í fram- kvæmd, segir Methúsalem. „Í raun- inni hafa þær verið raungerðar með miklum og góðum árangri. Fyr- ir aðeins nokkrum dögum var skrif- uð grein í The Guardian með yfir- skriftinni: Það er til annar valkostur Það er hlegið að okkur ... en okkur er slétt sama Nýlega greindi Húmanistaflokkurinn frá því að hann stefndi að þátttöku í næstu alþingiskosningum. Hann boðar róttækar breytingar. Íslendingar geti eignast það samfélag sem þeir vilja. Þeir þurfi aðeins að láta af ótta og leyfa sér að efast um að ráðandi samfélagsform sé eini valkosturinn í boði. Þau Methúsalem Þórisson, Sigrún Kristjánsdóttir og Júlíus Valdimarsson hittu Kristjönu Guð- brandsdóttur og sögðu henni frá áformum sínum. Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Það var eins og framboðið væri guðlast. Sigrún Kristjánsdóttir „Manni finnst mað- ur stundum vera á hálfgerðu geðveikrahæli. Methúsalem Þórisson „Ofbeldið byrjar í mér. Júlíus Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.