Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Qupperneq 18
„Þetta er ekki auðvelt líf“ 18 Úttekt 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað Þ etta er ábyggilega ein erfið­ asta vinna í heimi, maður er alltaf að,“ segir Jón Lárus Helgason. Hann er einn af þeim 180 útigangsmönnum sem ganga götur Reykjavíkur daglega. Oftast heldur hann til við Austurvöll, þar hittast þeir félagarnir yfirleitt. „Við stöndum saman eins og bræð­ ur. Hjálpum hver öðrum. Ef einhver á ekkert að drekka þá fær hann hjá hin­ um. Við styðjum hver annan,“ segir Jón. Hann situr bekk við Austurvöll þegar blaðamann og ljósmyndara ber að. Það eru fáir á ferli enda klukk­ an rétt um ellefu fyrir hádegi á virk­ um degi. „Fólk er þreytt eftir helgina,“ segir Jón. Á næsta bekk situr Óskar, gjarnan kallaður Skari skakki, sem er þekktur útigangsmaður. Sofa stundum úti Dagarnir byrja snemma hjá þeim báðum líkt og flestu öðru útigangs­ fólki. Að sofa út er lúxus sem fáir þeirra geta leyft sér því lífið á göt­ unni getur verið tómt púl. Sumir hafa næturathvarf í Gistiskýlinu þar sem bara karlmenn mega vera og sumar kvennanna gista í Konukoti. Nokkur önnur úrræði eru í boði. Það er takmarkað pláss á þessum tveim­ ur stöðum og að sögn þeirra er barist um þau pláss sem í boði eru. „Stund­ um endar maður á því að þurfa að sofa úti, ef maður gleymir að láta vita af sér eða er seinn,“ segir Jón og talar af reynslu. Það er auðveldara að sofa úti á sumrin en veturnir geta verið ansi harðir. „Það var helvíti kalt í vet­ ur,“ segir hann og minnist frostsins með hryllingi. Þeir segja báðir að það sé ekki auðvelt að koma sér í gang á morgn­ ana. Drykkja gærdagsins er það fyrsta sem minnir á sig að morgni dags og þá er eins gott að fá sér eitthvað til að losa sig við skjálftann. Verstur er seinni hluti mánaðarins þegar lítið eða ekkert er eftir af fé og erfitt getur reynst að eiga fyrir sopanum. „Það er ekki gott að vakna. Þá er maður með kvíðahnút í maganum. Þá er að drífa sig út og byrja. Þá líður manni smá saman betur.“ Hefur sig til sjálfsvirðingarinnar vegna Jón er vel til hafður, í leðurjakka og burstuðum skóm. Töffari sem man tímana tvenna. „Maður reynir að hafa sig til, fara í sturtu, skipta um föt og vera snyrtilegur til fara. Þannig heldur maður í það litla sem eftir er af sjálfs­ virðingunni,“ segir hann og tekur fram að sumir séu hættir að nenna. „Það er einn hérna sem við erum búin að vera að röfla í að fara í sturtu og skipta um föt – hann er búinn að vera í sömu fötunum í 2–3 vikur. Hann er hættur að nenna,“ segir hann. Yfirleitt halda þeir á Austur­ velli á daginn eða í nágrenni hans. Stundum kemur fólk til þeirra og biður þá að færa sig. Sérstaklega á sólardögum. „Það er niðurlægjandi,“ segir Skari og Jón er sammála því. Að þeirra sögn eru flestir þeirra sem halda sig við Austurvöll aðeins í áfengi. „Það er okkar,“ segir Jón. „Ef það koma einhverjir hérna sem eru á lyfjum eða í einhverju dópi, sér­ staklega þessu rítalíni, þá lætur mað­ ur sig hverfa. Það eru svo mikil læti í þeim.“ Þeir segja yfirleitt ekki vera ama af þeim hópi sem þeir halda sig í en það geti komið til ryskinga. Stundum er löggan kölluð til. „Þeir eru vinir okk­ ar og sýna okkur mikla virðingu. Þeir passa upp á okkur,“ segir Jón. Best að gista á lögreglustöðinni Maður um fertugt kemur að og Jón heilsar honum. Hann talar bjagaða íslensku og skýrist það af því að hann er upprunalega frá Póllandi. Jón spyr hvar hann hafi gist í nótt. „Police station,“ segir hann og bætir við hlæj­ andi: „Very nice“ og heldur ferð sinni áfram. Félagarnir hlæja með. „Þar er best að vera,“ segir Jón. „Hugsaðu þér hvað ástandið er slæmt en þar er langbest að vera.“ Hann segir nokkra Pólverja vera heimilislausa og vera hluta af hópnum sem haldi sig aðal­ lega í miðbænum. „Þeir komu hér til að vinna, misstu svo vinnuna og eru fastir. Þeir fá lágar bætur og ná aldrei að koma sér til baka, jafnvel þó þeir eigi fjölskyldu heima í Póllandi. Þeir eru fastir í vítahring.“ Þeir eru hvorugir hrifnir af Gisti­ skýlinu. „Það er miklu betra að vera á lögreglustöðinni en í Gistiskýlinu,“ segir Jón. „Miklu hreinna, menn eru stundum að lenda í því að þurfa að sofa á dýnum sem aðrir hafa gert í sig á. Það er bara skipt um á rúmun­ um einu sinni í viku,“ segir hann. „Ógeðslegt,“ segir Skari og grettir sig. Skari notar þó ekki Gistiskýlið því hann hefur búið á Miklubraut á heimili fyrir heimilislausa karlmenn. Nýlega flutti hann þó í herbergi á Skúla götu. Átti búgarð og fjölskyldu Fólkið á götunni hefur verið mislengi þar og sögur þeirra er misjafnar. Flest eru þó hér af sömu ástæðu. Bakkus er sá sem stjórnar þeirra lífi. Hann er svo harður húsbóndi að margir þeirra sem um göturnar ráfa hafa drukkið allt frá sér; fjölskyldu, vini og vinnu. Allt er farið. Jón hefur ekki alltaf verið útigangsmaður. Hann var edrú í átta ár, var kvæntur og á fjögur börn. Hann og eiginkona hans áttu stóran búgarð í Svíþjóð og hann ók um á flottum bíl. En það var ekki nóg. Bakkus hafði betur. Hann féll og allt fór niður á við. „Ég hef farið í margar meðferðir. Ég náði svo að vera edrú í þessi átta ár og þá blómstraði allt í lífi mínu. Ég átti búgarð í Svíþjóð og allt gekk vel,“ segir hann og þar kemur skýringin á sænska hreimnum í rödd hans. „En svo féll ég og þá var leiðin niður hröð. Það er eins og hvert fall sé harðara en það síðasta.“ Hafði engan stað að fara á Hann hefur ekkert samband við fjöl­ skyldu sína en fylgist með börnun­ um úr fjarska. Hann hefur ekki glatað trúnni á að hann verði edrú á ný. Síð­ ast fór hann til Svíþjóðar í meðferð. „Ég fór út í meðferð hjá íslenskum vini mínum sem rekur meðferðar­ stöð í Svíþjóð. Ég samdi um það hérna að ég mætti borga hana með félagslegu bótunum mínum, gerði góðan samning en svo fékk ég bara borgaðan mánuð. Það er víst þannig ef maður fer í meðferðir erlendis þá fær maður bara bætur í mánuð.“ Hann kom heim í byrjun mánað­ arins og hefur verið á götunni síðan. „Ég hafði engan stað til að fara á nema Gistiskýlið og þegar maður er kominn þangað þá er stutt í fall. Það er enginn edrú þar,“ segir hann. Jón Lárus segist varla skilja af hverju hann standi í þessu. „Maður er að allan daginn að redda næsta drykk. Alltaf að. En svo einhvern veg­ inn fær maður sér í glas og þá verð­ ur allt í lagi,“ segir hann. Skari situr rólega á næsta bekk og sötrar bjór. Kunningi þeirra félaganna kemur að og þeir taka spjall. Við höldum leið okkar áfram og rekumst á konu sem lengi hefur verið þekkt útigangskona. Hún heitir Sigrún og hefur mestallt líf sitt barist við áfengið sem hefur yfir leitt haft betur. Orðin þreytt á þessu Sigrún er þó ekki heimilislaus í þeim skilningi því í fjögur ár hefur hún búið í húsum við Fiskislóð sem borgin á og ætluð eru heimilislausu fólki. Þar bjó hún fyrst ásamt kærasta sínum sem hún er núna hætt með. „Við erum enn bestu vinir en við gát­ um ekki verið saman. Við vorum næst um búin að drepa hvort annað, við vorum alltaf að slást,“ segir hún rámri röddu. Sigrún er orðin mikið veik og drykkjan hefur sett mark sitt á hana. „Ætli ég fari ekki bara að drep­ ast,“ segir hún alvarleg. „Ég er orðin þreytt á þessu.“ Fyrir um mánuði var hún bitin af hundi í miðbænum. „Síðan þá hef ég mest haldið mig heima og aðeins kíkt hingað. Ég er svo skíthrædd við hunda eftir þetta og ég sem er svo mikill dýravinur.“ Hundurinn réðst að henni og beit hana í höndina. Hann beit hana djúpt og það þurfti að sauma. „Þetta var ekkert smá,“ segir hún og sýnir handlegginn þar sem sárið sést. „Það þurfti að sauma og svo fékk ég sprautu. Ég skil ekkert af hverju hann réðst á mig.“ Sigrún hefur reynt að losa sig við áfengið en gengið illa. „Það tekur bara alltaf það sama við.“ Túrakarl sem sækir í félagsskapinn Seinna um daginn röltum við aftur á Austurvöll. Nú er setið á fleiri bekkj­ um og fleira fólk á ferli. Jón heilsar okkur með virktum og á nokkrum bekkjum skammt frá sitja aðrir úti­ gangsmenn. Skari er ekki lengur með Jóni en nú situr hjá honum ann­ ar maður. Sá er fróður um hnefaleika og segir okkur sögur af uppáhalds­ boxurunum sínum. Hann er ólíkur mörgum sem hafast hér við, að því leyti að hann á íbúð og bíl. Áfengið bindur hann og fólkið á götunni saman. „Ég kem hér til að fá félags­ skap. Ég er svona túrakarl,“ segir maðurinn og segist hafa gaman af því að segja sögur. Yfirleitt segist hann drekka í viku til 10 daga. „Svo er ég edrú inn á milli, stundum í marga mánuði. En svo fell ég og þá leiðist mér einsemdin og kem hingað.“ Safnar dósum þegar hann er edrú Hann á að baki margar meðferðir. „Ég hef farið í svona sextíu með­ ferðir,“ segir hann. Og ástin hefur líka horfið frá honum vegna áfengis­ neyslunnar. „Konan sem ég elska fór frá mér af því ég drakk svo mikið. Sagði mér að hætta eða hún færi. Og hún stóð við það.“ Einu sinni vann hann sem strætó­ bílstjóri og hafði gaman af. „Kynntist þá þremur konum. Það er ekki bara hægt að verða ástfanginn á djamm­ inu.“ Hann safnar dósum þegar hann er edrú og segist hafa ágætt upp úr því. „Ég banka bara hjá fólki og spyr hvort það eigi dósir sem það þarf ekki að nota. Segist vera atvinnulaus og sé að safna dósum, það virkar yfirleitt.“ Morgunmatur hjá nunnunum Jón segir okkur af því að þeir byrji morgnana hjá nunnunum í Ingólfs­ stræti. Kærleiksboðberunum sem samanstanda af sex systrum í reglu móður Teresu. Þar fái mikið af fólki morgunmat. „Þær eru yndislegar.“ Næsta morgun erum við mætt til nunnanna sem nýlega fluttu í hús við Þingholtsstræti. „Það er betra að vera í bænum þá erum við nær fólk­ inu,“ segir ein systirin. Áður bjuggu systurnar í Seljahverfi. Systirin seg­ ir mikið af fólki koma daglega en hjá þeim fái það morgunmat; brauð, Utangarðsfólk í Reykjavík er um 180 talsins. Sögur þess eru misjafnar en flest á það sameiginlegt að vera ofurselt áfengisbölinu. DV kynnti sér lífið á götunni. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Úttekt „En svo fell ég og þá leiðist mér einsemdin og kem hingað Sækir í félagsskapinn Jón Lárus með vini sínum sem á íbúð og bíl en sækir stundum í félagsskap utangarðsmannanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.