Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Side 33
Viðtal 33Helgarblað 29. júní–1. júlí 2012
en kapítalisminn. Þar var rakin saga
Mondragon samvinnufyrirtækjanna
á Spáni. Við viljum það fari saman,
samvinna og lýðræði. Lýðræðið á að
vera alls staðar, líka í vinnunni.“
Best reknu fyrirtækin
samvinnufélög
Júlíus tekur undir mál Methúsalems
og segir sögu Mondragon á Spáni.
„Meðal best reknu fyrirtækja á Spáni
eru Mondragon-samvinnufyrirtæk-
in og þau hafa verið starfandi í meira
en hálfa öld. Þar er einn maður eitt
atkvæði og þar starfa nú 83 þúsund
manns. Starfsmennirnir eiga og reka
fyrirtækið. Það má nefna að London
School of Economics gerði rann-
sókn á rekstrahæfi fyrirtækisins sam-
kvæmt öllum helstu kríteríum, nýt-
ingu vinnuafls, nýtingu á fjármagni
og framleiðni og þeir skora hátt. Svo
hátt að þeir eru meðal best reknu
stórfyrirtækja á Spáni. Í þessu felst
mikilvægur sannleikur. Hann er sá að
þjóðfélagið er manngert, og við get-
um skapað það þjóðfélag sem við telj-
um að geti svarað okkar þörfum. Þetta
verður að gerast í gegnum lýðræði. Ef
fólk vill taka þátt í því að skapa sam-
félag sem uppfyllir þarfir fólks þá er
það hægt. Þetta er bara spurning um
skipulag og tæknilega útfærslu.“
Það má trúa þessu
Þau segjast vön vantrúnni á breytingar
frá gömlum tíma. Fyrir áratugum
ræddu meðlimir Húmanistaflokksins
um möguleikann á því að fjármagn
væri að færast á fárra hendur í auknum
mæli. „Fólki fannst það algjör vitleysa
og það skildi ekki hugtökin sem um
var rætt. Nú er ekki farið í fermingar-
boð þar sem þetta er ekki rætt.
Það finnst okkur gott,“ segir Meth-
úsalem með bros á vör. „Því núna
þurfum við ekki að ræða þessa hluti.
Það eru allir að ræða þá. Við getum
einbeitt okkur að því markmiði sem
er okkur kærast. Að breyta samfé-
laginu. Okkar helstu skilaboð í dag
eru: breytingar eru mögulegar og það
má trúa þessu.“
„Það ætti enginn að efast um að
málefni okkar eru sett fram í fyllstu
alvöru,“ segir Sigrún.
Mikilvægt að uppræta óttann
Þau telja að framboð þeirra eigi bet-
ur við í dag en áður, þegar þau buðu
fram.
„Mörg framboð sem hafa komið
fram nýlega eru að fara í sömu átt
og við. Það mætti orða það sem svo
að hjörtun okkur eru að slá í takt. En
munurinn á okkar framboði og öðr-
um eins og Samstöðu, Dögun og
Bjartri framtíð er þó veigamikill. „Þau
ganga ekki eins langt í hugmyndum
sínum og hafa öðruvísi áherslur sem
eru líklegri til að afla fylgis. Okkur er
bara nákvæmlega sama um slíkt. Við
erum bara með okkar tillögur. Þetta
er það sem við viljum og svo verð-
ur bara að ráðast hvert fylgið verður,“
segir Júlíus.
„Mér finnst einnig mikilvægt
að uppræta óttann. Það hefur til að
mynda verið mikil óeining hvað varð-
ar kvótamálin,“ segir Methúsalem.
„Þar þyrfti að koma til borgaraþing í
byggðalögunum og ræða þetta á op-
inskáan hátt. Án óttans við yfirvaldið.
Án óttans við forstjórana og svo fram-
vegis.
Við munum alveg eftir því þegar
við vorum að fara um landið í denn.
Mörgum leist vel á málflutning okkar
en fólk var dauðhrætt við kaupfélags-
stjórann og bankastjórann.
Það kveður ekki alveg eins rammt
að þessu í dag en þetta er enn til stað-
ar og hefur áhrif á skoðanamyndun.“
Efnahagslegt ofbeldi
Sigrún bendir á að óttinn stafi af því
ofbeldi sem felist í núverandi samfé-
lagsgerð. „Þetta er ofbeldissamband.
Það er gott að þú spyrð hvað það
merki af því að við tölum mikið út frá
ofbeldi.“
Methúsalem tekur til máls. „Of-
beldi er þegar maður neytir aflsmun-
ar og tekur af öðrum eða neitar þeim
um þeirra ásetning. Einhver vill eitt-
hvað en það er annar sem hefur yfir-
höndina, þetta gerist á öllum sviðum
og það er valtað yfir fólk.“
Júlíus nefnir að fólk þurfi að
skilja ofbeldi betur og til þess að afla
skilningsins þurfi sjálfskoðunar við.
„ Ofbeldi er ekki aðeins líkamlegt.
Það er til kynjaofbeldi, trúarofbeldi,
kynþáttaofbeldi, sálrænt ofbeldi. Í
grunninn þá byggir síðan allt þetta of-
beldi á efnahagslegu ofbeldi.“
„Það er lóðið, segir Sigrún. Allt of-
beldi í heiminum á sér efnahagslegar
rætur.
Þetta er ofbeldi sem leiðir til
dauða. Fólk setur það ekki í samhengi
við að börn séu að deyja vegna þess
að þau fái ekki lyf eða mat eða það
sem þau þurfa. Það er efnahagslegt
ofbeldi.“
Methúsalem bendir á að þrjú
börn deyi á hverri mínútu úr malaríu.
„Sjúkdómi sem er viðráðanlegur. En
vegna þess að þetta fólk er fákunnandi
og fátækt þá gerist þetta.“
Að hafna ofbeldi og
breyta til góðs
Nú þarf fólk að gera upp við sig
hvað það vill og átta sig á að það ber
ábyrgð. Með þátttöku og þátttöku-
leysi,“ segir Sigrún.
„Þegar við höfum sagt við erum
stjórnmálaflokkur og meira, þá
meinum við að við viljum stuðla
að samfélagsbreytingum. En ekki
bara það, við viljum líka stuðla að
því að breyta okkur sjálfum,“ segir
Methúsalem.
„Samfélagið verður ekki betra og
ekki verra en hvernig við sjálf komum
fram hvort við annað. Ofbeldið byrjar
í mér, síðan verður keðjuverkun. Allir
þurfa að hafna ofbeldinu í sjálfum sér
og í samfélaginu,“ segir Júlíus.
„Það að losa um sitt eigið of-
beldi þýðir að losa sig við ótta. Ótt-
inn er alltaf undirrót þess að góð-
ir hlutir gerast ekki. Við þurfum að
koma frjálslega fram og segja það
sem okkur finnst. Ef mann langar að
breyta þjóðfélaginu þá gerir maður
það bara og lætur aldrei óttann stýra
sér.“
Það er hlegið að okkur
... en okkur er slétt sama
Óttalaus Júlíus, Sigrún og Methúsalem vilja breyta samfélaginu með róttækum aðferðum. „Ef mann langar að breyta þjóðfélaginu þá
gerir maður það bara og lætur aldrei óttann stýra sér.“ Myndir sigtryggur Ari