Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 46
Borðaðu eins og ólympíufari 46 Lífsstíll 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað n Sjáðu hvað sex tyrkneskir íþróttamenn sem keppa á Ólympíuleikunum 2012 borða á dag Bahri Tanrikulu Aldur: 32 Íþróttagrein: Taekwondo Stefnir á gullið Tanrikulu er þrefaldur heimsmeistari í grein sinni og hefur unnið til silfurverðlauna á ólympíuleikum. Hann stefnir að því að vinna til gullverðlauna á leikunum í London. Hann neytir um 3.000 hitaeininga á dag, með fæðubótarefnum og vítamínum. Elif Jale Yesilirmak Aldur: 26 Íþróttagrein: Fjölbragðaglíma Lax í staðinn fyrir rautt kjöt Yesilirmak heldur sig, eins og margir hinna, við mataræði sem inniheldur 3.000 hitaeiningar á dag. „Ég borða ekki rautt kjöt en borða lax þess í stað. Fiskurinn er hollari í mínum augum. Ég drekk líka mikið af vatni; að lágmarki fimm lítra á hverjum degi,“ segir hún. Nur Tatar Aldur: 20 Íþróttagrein: Taekwondo Er að létta sig Tatar er að búa sig undir keppni í taekwondo á Ólympíuleikunum í London. Þetta eru fyrstu leikarnir hennar. Eins og sjá má borðar hún ekki mikið á dag, aðeins 1.500 hitaeiningar. Það er vegna þess að hún er að reyna að missa fáein kíló til að geta barist í þeim þyngdarflokki sem hún stefnir að. Bindileikir fyrir byrj- endur n Vinsældir bindileikja í kynlífi hafa aukist mikið í kjölfar mikilla vinsælda bókanna Fifty Shades of Grey eftir E. L. James sem seljast eins og heitar lummur í Bandaríkjunum. Bækurnar eru lítillega byggðar á söguþræði Twilight bókanna. Engar vampírur koma þó við sögu og í stað melódrama kemur sjóðheitt kynlíf með sadómasókísku ívafi. Bækurnar virð- ast höfða mikið til kvenna á miðjum aldri og hafa kynlífsráðgjafar ytra varla undan við svara fyrirspurnum um bindileiki. n Vefmiðillinn Huffington Post hefur tekið saman nokkur ráð fyrir fólk sem vill fikra sig áfram í bindileikjum í kynlífinu. 1 Bindileikir geta verið mjög fjöl-breyttir. Allt frá því að binda fyrir augun eða binda hendur með silkiklút upp í eitthvað mun flóknara flokkast undir bindileiki. Þetta eru ekki bara svipur og pyntingar. Það er þó nauðsyn- legt að báðir aðilar séu samþykkir öllu því sem fer fram. 2 Það eru ekki til neinar almenn-ar reglur um bindileiki. Þú og elskhugi þinn búið til reglurnar saman. Gott er að hafa lykilorð sem hægt er að segja ef eitthvað verður of yfirþyrmandi eða fer úrskeiðis. Helst eitthvað kyn- þokkafyllra heldur en „farðu af mér!“ 3 Þó það sé freistandi að prófa sig áfram í kynlífsleikjum undir áhrifum áfengis þá er betra að stunda bindileiki allsgáður. Áfengið slævir dómgreindina og það verður erfiðara fyrir ykkur að finna mörkin. Þá er hætt við því að kynlífið verði of harkalegt og böndin of fast bundin. 4 Þú þarft alls ekki að fara í hjálp-artækjabúðir og kaupa rándýr tæki til að geta stundað bindileiki. Á flestum heimilum má finna hluti sem nýtast vel í kynlífsleikjum. Það er til dæmis einfalt að nota plastfilmu til að binda saman úlnliði elskhuga þíns. Þá er einnig hægt að nota lakkrísreimar og jafnvel klósettpappír ef ekkert annað er til á heimilinu. 5 Í svona kynlífsleikjum er alltaf hætta á því að bönd séu oft fast bundin og valdi þannig taugaskaða. Til að koma í veg fyrir þetta er gott að athuga reglulega hvort útlimir séu nokkuð kaldir. Ef það gerist er best að losa böndin strax og nudda kalda svæðið til að koma blóðflæðinu af stað á nýjan leik. 6 Hafðu alltaf skæri innan seilingar svo þú getir losað elskhuga þinn úr fjötrunum fljótt og örugglega. Ef handjárn eru notuð er nauðsynlegt að hafa allavega tvö sett af lyklum við hendina. Vinsælar bækur vekja upp forvitni um kynlífsleiki:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.