Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 52
Snöggsteiking
Með því að snöggsteikja græn
meti þá er það eldað í stuttan
tíma og við háan hita. Þeirri að
ferð svipar til eldunar í örbylgju
ofni og minnkar hættuna á að
grænmetið tapi næringarefnum.
Auk þess hjálpar fitan sem þú
steikir í til við upptöku næringar
efna. Það er mikilvægt hér að
passa að velja góða fitu og nota
ekki of mikið af henni. Best er að
skera grænmetið í grófa bita svo
það steikist ekki of mikið.
52 Lífsstíll 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað
Eldun grænmetis
Það vita allir að grænmeti er hollt en færri vita kannski að sumt grænmeti er betra eldað en hrátt. Sumar tegundir grænmetis séu jafnvel
sagðar hollari eldaðar. Eru tómatar teknir sem dæmi og segir að þegar þeir eru eldaðir aukist magn öflugs andoxunarefnis. Nokkrar leiðir
eru færar til að elda grænmetið og hafa þær ólíkar afleiðingar á næringargildi þess, hollustu og magn andoxunarefna.
Örbylgjuofn
Til að hámarka varðveislu andox
unarefna í grænmetinu er gott
ráð að elda það í örbylgjuofni.
Spænsk rannsókn á því hvaða
áhrif mismunandi eldunarað
ferðir hafa á grænmeti sýnir að
notkun örbylgjuofnsins sé besta
leiðin til að halda sem mestum
næringarefnum. Undantekning
er þó á þessu þegar kemur að
blómkáli þar sem það missir
meira en 50 prósent af andoxun
arefnum sínum við slíka eldun.
Bökun
Gott er að baka sumar tegundir af
grænmeti en ekki aðrar. Samkvæmt
rannsókninni er ráðlagt að baka
þistilhjörtu, aspas, spergilkál, og
papriku þar sem það eykur gildi
andoxunarefna. Þetta á ekki við um
gulrætur, rósakál, blaðlauk, blómkál,
baunir, kúrbít, lauk, baunir, sellerí,
rófur og hvítlauk en þessar tegundir
missa næringarefni við bökun.
Það grænmeti sem best er að baka
eru grænar baunir, eggaldin, maís,
blaðbeðja og spínat en magn andox
unarefna í þessum tegundum eykst
við bökun.
Steiking
Það kemur ekki á óvart að þessi
eldunaraðferð fái falleinkunn
þegar kemur að varðveislu
andoxunar og næringarefna.
Fyrir utan að grænmetið á það
til að verða löðrandi í fitu þá
minnkar næringargildið um 5 til
50 prósent. Þar sem fólk á það
til að steikja mat upp úr fitu er
mikilvægt að velja góða fitu. Þá
er besti kosturinn að þurrsteikja
grænmetið á pönnunni með
uppáhaldskryddinu.
Gufusuða
Gufusuða er besta leiðin til að
varðveita andoxunarefni í spergilkáli
og kúrbít. Þetta er þó ekki besta og
hollasta leiðin til elda grænmeti.
Mikið af vítamínum og næringarefn
um er fituleysanlegt sem þýðir að
líkaminn á auðveldara með upptöku
þeirra þegar fita er til staðar. Ef þú
vilt frekar gufusjóða grænmeti þá
er gott að velta því upp úr olíu áður
en það er framreitt. Þegar grænmeti
er gufusoðið er betra að sjóða það
ekki of lengi, það á að vera örlítið
stökkt. Mauksoðið grænmeti er ekki
girnilegt.
Suða
Almennt er ekki gott að sjóða græn
meti því mikið af andoxunarefnun
um fer til spillis við suðuna. Sér í lagi
á þetta við um blómkál og kúrbít þar
sem þessar tegundir missa mikið af
næringarefnum í vatnið. Ef það er
nauðsynlegt að sjóða grænmeti þá
er gott ráð að geyma suðuvatnið og
nota það næst þegar þú býrð til súpu
eða sósu.
Undantekningin frá þessu eru
gulrætur en suða virðist auka magn
karótíns meira en gufusuða eða
steiking.