Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2012, Blaðsíða 42
Stelpan í Sem allir elSka Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 30 Jún 29 Jún 1 Júl Sundlaugarsýning Sýningin Dýfurnar í umsjón Sjónlistamiðstöðvar Akureyrar verður opnuð föstudaginn 29. júní í Sundlaug Akureyrar og stendur til 5. september. Um er að ræða innsetningar þar sem 100 þátttakendur, myndlista- menn, listnemar og börn umbreyta andrúmslofti sundlaugarinnar þannig að úr verður hálfgert „skúlptúrmálverk“. Sýningin þenur út hugmyndir okkar um baðmenn- ingu og hrærir í skilningarvitunum með uppbyggilegum hætti líkt og róandi nuddpottur sem virkar við næstum öll veðurskilyrði. Sýningin Dýfurnar er opin á opn- unartíma Sundlaugar Akureyrar 6.45 til 21.00 mánudaga til föstu- daga. Laugardaga og sunnudaga 08.00 til 19.30. Djass á Jómfrúartorgi Á fimmtu tónleikum djasssumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, laugardaginn 30. júní, kemur fram hljóm- sveitin J.P. Jazz. Hana skipa þeir Jóel Pálsson á saxófón, Jón Páll Bjarnason á gítar, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Hljómsveitin flytur djass- standarda og nokkur frumsamin lög. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa til kl. 17. Leikið er utandyra á Jómfrúartorginu. Aðgangur er ókeypis. Ævintýri og óður Sýningin Esjan o.s.frv. verður opn- uð í Artíma galleríi við Skúlagötu 28. Sýnendur eru Skúli Árnason og Helgi Ómarsson. Listaverkin á sýningunni hafa þeir unnið hvor í sínu lagi. Sýningarstjórar eru listfræðinem- arnir Alexander Jean Edvard le Sage de Fontenay og Oddný Björk Daníelsdóttir. Á sýningunni verður að finna bæði ævintýri og óð til Reykjavíkur. Helgi hefur sérhæft sig í tískuljósmynd- un og sýnir ljósmyndir þar sem hann nýtir sér til innblásturs ýmsar setningar úr ævintýrum á borð við Dísu ljósálf og Dimmalimm. Helgi málar á viðarplötur og sýnir byrjun á portrettmyndaseríu þar sem viðfangsefnin hafa á einhvern hátt mótað mismunandi upplifun lista- mannsins á borginni. Esjan kemur þar til að mynda við sögu. Gítar og sax á Gljúfrasteini Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari leiða saman hesta sína á Gljúfrasteini og framkalla ljúfa tóna fyrir áheyrendur. Þeir munu leika vel valin lög úr eigin lagasöfnum í notalegri dúetta- uppsetningu. Tónleikarnir hefjast klukkan 16.00 og eru öllum opnir. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. 42 29. júní–1. júlí 2012 Helgarblað „Fyndin og hjartnæm mynd“ „Umgerð leiksins og öll myndræn úrvinnsla er mikið augnagaman“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Bíómynd Moonrise Kingdom Brúðuleikhús Gamli maðurinn og hafið Guðrún Dís Emilsdóttir er ótvírætt vinsælasti útvarpsmaður Íslands í dag ef marka má litla könnun sem DV gerði með hjálp 20 málsmetandi álitsgjafa. Gunna Dís þykir blátt áfram, ein- læg og lífsglöð en hún og Andri Freyr Viðarsson stjórna morgunþættinum vinsæla Virkum morgnum. Andri Freyr er í öðru sæti en athygli vekur að þriðja sætið verma þau bæði saman. næSta húSi BESTI ÚTVARPS MAÐUR ÍSLAND S 3 Andri Freyr og Gunna Dís Rás 2 „Sjúklega fyndin, skemmtileg, mannleg og passa gríðarlega vel saman. Bæta hvort annað upp 100 prósent og mynda saman fullkomna heild!“ „Sjúklega fyndin í Virkum morgnum, áreynslulaus og í góðum tengslum við fólk um allt land.“ „Eiður Svanberg froðufellir kannski þegar hann hlustar á Virka morgna en ef maður er ekki viðkvæmur fyrir einstaka slettum og málfarsmis- tökum eru þau langskemmtilegasta útvarpsefnið á þessum tíma dags.“ 4-5 Hallgrímur Thorsteinsson Rás 2 „Alltaf „up to date“. Maður fær aldrei leið á honum. Vel að sér í öllum málum.“ „Halli Thorst er með góða útvarps- rödd og er fínn í eftirmiðdagsþættin- um. Öfugt við Villa er hann sexí í útvarpi – en ekki annars staðar.“ „Með þægilega rödd og yfirvegaður með mikla reynslu. Getur talað við hvern sem er um hvað sem er. Á til að vera hægur og nota of oft hikorð.“ 4-5 KK Rás 1 „Svo stórkostlegur á morgnana að mann langar til að lúra áfram. Sem er gott.“ „Velur lög sín af mikilli kostgæfni og gerir morgunstundina aðeins ljúfari.“ „Þá sjaldan manni auðnast að vakna snemma er fátt yndislegra. Hann grefur upp hvern gullmolann á fætur öðrum og kynnir þá inn með rödd sem dregur mann ljúft inn í daginn.“ 6-11 Villi naglbítur Rás 2 „Alveg frábær. Þættirnir Nei hættu nú alveg eru algjör snilld. Spurn- ingarnar óendanlega frumlegar og fullyrðingar hans um gæði íslenska lambakjötsins óborganlegar.“ „Skemmtilegur í spurningaþættinum Nei hættu nú alveg á Rás 2. Villi er frábær. Hann er einfaldalega sexí, hvort sem er í útvarpi eða annars staðar.“ „Heldur þættin- um lifandi og fær mann til að hlakka til að hlusta 4-5 Erla Tryggvadóttir Rás 1 „Alltaf með flotta og fræðandi þætti sem maður liggur yfir. Einstaklega flott útvarpsrödd.“ „Í þriðja sæti kemur Erla Tryggva- dóttir á Rás 1.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.